Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 19 LANDIÐ Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Um páskana stendur yfir samsýning áhugaljósmyndara á Húsavík og í nágrenni. Á sýning- unni, sem er í Safnahúsi Þing- eyinga, sýna 18 ljósmyndarar rúm- lega 140 myndir og er myndefnið fjölbreytt eftir því. Atli Vigfússon á Laxamýri er sá ljósmyndari sem er með flestar myndir á sýningunni. Þær hafa all- ar birst áður í Morgunblaðinu en Atli hefur verið fréttaritari blaðsins í fjölda ára. Meginmyndefni hans í gegnum tíðina hefur verið fólkið, dýrin og náttúran í sveitum Þing- eyjarsýslu og bera myndir hans á sýningunni þess glögg merki. Sýningin í Safnahúsinu stendur fram á annan í páskum og er opin alla daga frá kl. 13-17. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Lífið í sveitinni Atli Vigfússon sýnir myndir af dýrum og lífinu í sveitinni. Áhugaljósmyndarar sýna á Húsavík Reykjanesbær | Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- nesbæ, fagnar því að Norðurál hafi nú hafið undirbúningsframkvæmdir við uppbyggingu álvers í Helguvík. Kemur þetta fram í ályktun sem stjórn félagsins hefur sent frá sér. Fram kemur að undirbúingur hafi staðið lengi. „Nú er sú und- irbúningsvinna komin á lokastig og framkvæmdir að hefjast. Það væri því algjörlega ótækt af stjórnvöld- um að reyna að stöðva framkvæmd- ir nú eftir að hafa unnið jákvætt að verkefninu með Norðuráli í svo langan tíma.“ Heimir telur ljóst að tímasetning framkvæmdanna sé heppileg, miðað við núverandi efnahagsástand, og að framkvæmdin geti átt veigamik- inn þátt í að halda hagvexti jákvæð- um. Áætlanir Norðuráls gera ráð fyrir að álverið verði byggt í áföng- um og að heildarframkvæmdin muni taka um 6-8 ár sem gerir það að verkum að áhrifin á efnahags- kerfið verða mildari. Heimir hvetur umhverfisráð- herra til að úrskurða um kæru Landverndar hið fyrsta og „þar með hætta að tefja fyrir fram- kvæmdinni og minnir á að aðeins er um rúmt ár síðan svæðið missti 900 vel launuð störf við brotthvarf varn- arliðsins,“ segir í ályktun ungra sjálfstæðismanna. Fagna framkvæmdum við álver í Helguvík Eftir Líneyju Sigurðardóttir Þórshöfn | Hestamannafélagið Snæfaxi stóð fyrir ístöltmóti við Syðra-Lón á Þórshöfn fyrir skömmu og var þátttaka góð í blíðuveðri. Keppt var í unglingaflokki, opn- um flokki í tölti og í skeiði. Þátttak- endur komu víða að og var margt bæði manna og hesta en margir sýndu skemmtileg tilþrif á ísnum. Í tveimur efstu sætunum í tölti voru Minning frá Sauðanesi og Vökull frá Síðu en knapar þeirra voru bræðurnir Ágúst Marinó og Guð- röður Ágústssynir frá Sauðanesi. Í skeiði var hlutskörpust Þrá frá Stóru-Þúfu og sá næsti Gróði frá Strandarhöfða og knaparnir Ómar Reynisson og Alfreð Ólafsson. Í unglingaflokki var í fyrsta sæti Þytur ásamt eiganda sínum og knapa, Arnóri Einarssyni, en næst var Blika frá Flögu með eiganda sinn og knapa, Kristbjörn Hall- grímsson. Mótið var vel heppnað og þótti hin besta skemmtun. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Sigurvegarar Minning frá Sauðanesi og knapi hennar, Ágúst Marinó Ágústsson, voru í fyrsta sæti í tölti á ístöltmótinu á Þórshöfn. Hleypir skeiði hörðu … Fréttir í tölvupósti AÐALFUNDUR Aðalfundur Byrs verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl kl. 16.00 á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á fundarstað og hefst afhending þeirra kl. 14.30. Stjórn Byrs. A Ð A L F U N D U R C C P H F . Aðalfundur CCP hf. verður haldinn föstudaginn 4. apríl 2008 á skrifstofu félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 17:00. Dagskrá: Skýrsla stjórnar félagsins um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á reikningsárinu. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna. Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórn félagsins heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 400.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 5 ár og má einungis nota í tengslum við efndir kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins, dótturfyrirtækja eða fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasamstæðu. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórn félagsins heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 1.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 2 ár og skulu hluthafar ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. Kosning stjórnar. Kosning endurskoðanda. Önnur mál, sem löglega eru upp borin. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, sbr. 63. gr. (a) hlutafélagalaga nr. 2/1995. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku. Reykjavík, 20. mars 2008 Stjórn CCP hf. I. II. III. IV. V. VI. VII. VIII. IX. X.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.