Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÓTTI og óvissa einkenndi umræður sem fram fóru á fundi tollvarða á Keflavíkurflugvelli í gær, að sögn Guðbjörns Guðbjörnssonar, for- manns Tollvarðafélags Íslands. Fundurinn var haldinn til að ræða breytingar á skipulagi lög- og toll- gæslu á Suðurnesjum sem dóms- málaráðherra kynnti á dögunum. Þær fela m.a. í sér að sameinað lög- gæsluembætti Suðurnesja verður leyst upp. Gæti bitnað á tollgæslu Guðbjörn segir tollverði samvisku- sama starfsmenn og muni þeir sinna störfum sínum eftir bestu getu hér eftir sem hingað til en mikil óánægja er með væntanlegar breytingar og hafa tollverðir lýst áhyggjum af að breytingarnar geti m.a. komið niður á lög- og tollgæslu á svæðinu. Sendu tollverðir á Suðurnesjum frá sér ályktun að fundi loknum þar sem einhliða ákvörðun dóms- málaráðuneytis um upplausn samein- aðs löggæsluembættis Suðurnesja er mótmælt. Segjast tollverðir ekki geta séð efnislegar eða fjárhagslegar ástæður fyrir ákvörðuninni og óska þess ein- dregið að hún verði tekin til endur- skoðunar. „Tollverðir óttast þau áhrif, sem ákvörðunin getur haft á þann góða starfsanda og frábæra árangur, sem undanfarin ár hefur einkennt emb- ætti Jóhanns R. Benediktssonar, lög- reglu- og tollstjóra,“ segir í yfirlýs- ingunni. Auk þess er lýst áhyggjum af að góð og áratugalöng samvinna löggæsluaðila á Suðurnesjum muni minnka. Loks segir í yfirlýsingunni að toll- verðir óttist að fíkniefnaeftirlit, tolla- eftirlit, eftirlit með innflutningi á vopnum og öðrum ólöglegum varn- ingi auk innheimtu aðflutningsgjalda verði óskilvirkari og versni í kjölfar breytinganna. Spurður um næstu skref sagði Guðbjörn að tollverðir myndu bíða viðbragða fjármálaráðuneytis en samkvæmt breytingunum verður tollgæsla alfarið á forræði fjár- málaráðherra. Óttast versnandi eftirlit Tollverðir bíða viðbragða fjár- málaráðherra Óvissa Formaður Tollvarðafélags Íslands segir tollverði hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á Suðurnesjum. Ljósmynd/Þorgils Jónsson SÆVAR Birgisson frá Sauðárkróki og Rannveig Jóns- dóttir frá Ísafirði sigruðu í sprettgöngu sem var fyrsta keppnisgreinin á Skíðamóti Íslands sem sett var við há- tíðlega athöfn á Ísafirði í gær. Fjölmenni var við setn- ingarathöfnina og skemmtu áhorfendur sér hið besta við að fylgjast með sprettgöngunni. Í dag, föstudag, verður keppt í stórsvigi og hefð- bundinni göngu. Sævar og Rannveig meistarar Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson BÓKANIR gengu á víxl milli borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks og minnihluta í borgarstjórn á fundi borgarráðs í gær. Í bókun minnihluta Samfylkingar, VG og Framsóknar segir að for- manni borgarráðs þyki meira um vert að snúa málinu upp í pólitískt hnútukast heldur en að gæta hags- muna borgarinnar þar sem hann tali máli KSÍ þrátt fyrir augljós afglöp formanns byggingarnefndar. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokks segir að í minnisblaði innri endurskoðunar borgarinnar komi fram að bygginganefndin hafi brugð- ist hlutverki sínu. Fulltrúar í nefnd- inni hafi átt að krefjast fleiri funda og Dagur B. Eggertsson hafi aldrei á þeim 10 mánuðum sem hann sat í nefndinni óskað eftir fundi til að yf- irfara kostnað. Bókanir gengu á víxl Deilt um umfram- kostnað í borgarráði Í BRÉFI, sem Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sendi Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra í febrúar vegna skipunar héraðs- dómara, segir að spurningarnar til ráðherrans séu ítarlegri en að jafnaði sé þörf á svo ráðherra fái sem best tæki- færi til að senda skýringar. Í svari Árna við spurningum Tryggva, sem birt var í Morgun- blaðinu í gær, segir ráðherra m.a: „Athygli vekur að spurningar yðar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar til úr- lausnarefnisins kunni að vera mótuð fyrirfram. Af þeim sökum má halda því fram að svör þau sem undirrit- aður ber fram hér að neðan komi til með að hafa takmarkaða þýðingu þegar þér leysið úr málinu og þar með hinn sjálfsagði réttur undirrit- aðs til andmæla.“ Í bréfi umboðsmanns til ráðherra segir m.a: „Ég tek það fram að með tilliti til málavaxta í þessu máli hef ég talið rétt að setja af minni hálfu fram ítarlegri spurningar en ég tel að jafnaði þörf á. Þetta geri ég til þess að yður gefist sem best tæki- færi til að senda mér skýringar yðar og þar með verði sem bestur grunn- ur lagður að frekari athugun minni og afgreiðslu á þeim kvörtunum sem mér hafa borist vegna þessa máls.“ Ráðherra biðjist afsökunar Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir undrast viðbrögð fjármálaráðherra við spurningum umboðsmanns og hvetja hann til að biðjast afsökunar. „Hlutverk umboðsmanns er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt ein- staklinga gagnvart stjórnvöldum landsins. Ummæli ráðherra eru með öllu óviðeigandi tilraun til þess að draga úr trúverðugleika embættis umboðsmanns Alþingis. Það er óeðlilegt að einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar skuli tjá sig á þennan hátt gagnvart þeim aðila er á að hafa eftirlit með störfum hans,“ seg- ir m.a. Fái sem best tækifæri til skýringa Tryggvi Gunnarsson SÉRA Bolli Þórir Gústavsson vígslubisk- up er látinn 72 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri hinn 17. nóv- ember árið 1935, sonur hjónanna Gústavs Elí Berg Jónassonar raf- virkjameistara og Hlín- ar Jónsdóttur hús- freyju. Sr. Bolli lauk guðfræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1963 og vígðist sama ár sóknarprestur til Hrís- eyjarprestakalls. Hann var skipaður sóknar- prestur í Laufásprestakalli árið 1966, þar sem hann gegndi embætti uns hann varð vígslubiskup á Hól- um í Hjaltadal árið 1991 en lét af því embætti árið 2002 sökum heilsubrests. Sr. Bolli gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum innan kirkju sem utan. Þar má af mörgu nefna formennsku hans í æskulýðs- sambandi kirkjunnar í Hólastifti, síðar í prestafélagi þess sama stiftis og þá sinnti hann for- mennsku í Hólanefnd eftir að hann tók við embætti vígslubiskups á Hólum. Um árabil var sr. Bolli formaður úthlutunarnefndar listamannalauna og lét í því samhengi víða til sín taka í lista- og menningarlífi þjóðar- innar. Hann var kunnur fyrir ritstörf, bæði fyrir blöð og tímarit, og skrifaði lengi reglulega pistla og greinar í Morgunblaðið ásamt leik- listargagnrýni fyrir sama blað um sýningar Leikfélags Akureyrar. Um tveggja ára skeið ritstýrði hann tímaritinu Heima er best og tók saman ófáar dagskrár um skáld og skáldskap til útvarpsflutnings. Sr. Bolli skrifaði sex bækur um menn og málefni. Flestar þeirra myndskreytti hann sjálfur og fyrir bókina Vorganga í vindhæringi fékk hann viðurkenningu Almenna bókafélagsins á 25 ára afmæli þess. Hann hlaut styrk úr Gjöf Jóns Sig- urðssonar fyrir söfnun og útgáfu á ljóðmælum séra Björns Halldórs- sonar í Laufási og ritgerð um skáldið. Á afmælisdegi sr. Bolla hinn 17. nóvember síðastliðinn kom út bókin Lífið sækir fram, sem er safn prédikana og ljóða eftir hann og gefin út að frumkvæði fjölskyldu hans. Eftir að sr. Bolli tók við embætti vígslubiskups á Hólum beitti hann sér fyrir byggingu Auðunarstofu en það er endurgerð stokkahúss sem Auðun biskup rauði reisti á 14. öld og var rifið illu heilli í byrjun 19. aldar. Hús þetta prýðir nú Hóla- stað, það vitnar um forna sögu og nýtist um leið sem fræði- og fund- araðstaða starfi kirkju og kristni til blessunar. Eftirlifandi eiginkona sr. Bolla er Matthildur Jónsdóttir. Börn þeirra eru, Hlín, Jóna Hrönn, Gústav Geir, Gerður, Bolli Pétur og Hildur Eir. Bolli Þórir Gústavsson Andlát Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir laugardagsfundi á Hótel Ísafirði, 29. mars kl.12.00 Sjálfstæðiskonur á ferð um landið – nýir möguleikar í mennta- og atvinnumálum Allir velkomnir! Umræður úr sal að lokinni framsögu Fundarstjóri: Drífa Hjartardóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Með framsögu verða: Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður Herdís Þórðardóttir alþingismaður Birna Lárusdóttir bæjarfulltrúi á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.