Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING VIÐ lærðum það samviskusamlega í skóla að fyrstu hljóðritunina hefði Thomas Alva Edison gert, árið 1877, og að það sem var hljóðritað var lagið Mæja átti lítið lamb. Nú hafa amerískir hljóðsagn- fræðingar fundið hljóðritun í Frakklandi þar sem mannsrödd syngur annað lag: Glettinn máninn gægist eða Au clair de la lune eins og það heitir á móðurmáli syngj- andans og hljóðritandans. Hljóð- ritun Frakkans er 17 árum eldri en hljóðritun Edisons og vísindamenn segja hana ótvírætt elstu hljóð- ritun mannsraddarinnar sem nú er vitað um. Hún varir í um tíu sek- úndur og var gerð 9. apríl 1860. Upptakan var gerð á græju sem kölluð var fónátógraf en hún ritaði hljóðin sjónrænt og ekki var hægt að spila þau aftur. Vísindamönn- unum sem fundu upptökuna tókst hins vegar að afrita upptökuna og spila og kom þá lagstúfurinn í ljós. Yfirfærslan á hljóðrituninni var unnin í Lawrence Berkeley- rannsóknarstofunum í Berkeley í Kaliforníu „Þetta er sögulegur fundur,“ hefur New York Times eftir Samu- el Brylawski, fyrrum yfirmanni hljóðdeildar þingbókasafnsins í Washington. Höfundur fónátóg- rafsins hét Édouard-Léon Scott de Martinville og var prentsmiður og grúskari í París. Þegar hann lést var hann sannfærður um að Edis- on yrði ranglega eignaður heið- urinn af fyrstu hljóðritun manns- raddarinnar. Hljóðritunin verður frumflutt opinberlega á ráðstefnu hljóðritanasérfræðinga í Stanford- háskóla í Kaliforníu í dag. Edison var ekki fyrstur Eldri hljóðritun fundin í Frakklandi SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN í Saint Louis í Bandaríkjunum, ein virtasta hljómsveit þar vestra, hefur stofnað til útgáfuraðar sem einungis verður fáanleg á netinu og verður ekki gefin út á plöt- um. Fyrsta verkið í útgáfu- röðinni er hljóð- ritun af tón- leikum hljómsveitarinnar á heimavelli sín- um, Powell-salnum í Saint Louis, þar sem hljómsveitin leikur Harm- onielehre, 40 mínútna stórverk eftir John Adams. Verkið var sam- ið 1985 og lýsti tónskáldið því sem hjónabandi mínimalískrar mús- íkframvindu og tjáningarríkrar síðrómantískrar hljómaveraldar (e. late Romanticism). „Skuggar Mahlers, Sibeliusar, Debussys og hins unga Schönbergs eru alls staðar á vappi í þessu sér- kennilega verki,“ segir hljómsveit- arstjórinn David Robertson í sam- tali við tímaritið Gramophone. Næsta verk sem kemur út í net- útgáfu Saint Louis sinfóníuhljóm- sveitarinnar eru Sinfónía í C eftir Stravinskíj, og kemur hún út í september. Hljómsveitin á í samvinnu um útgáfuna við IODA, stærsta dreif- anda stafrænnar tónlistar í veröld- inni í dag, en verkið fæst á vefn- um bæði á amazon.com og á iTunes. Sinfóníuhljómsveitin í Saint Louis á sér mikla frægðarsögu í plötuútgáfu, frá þeim árum er Leonard Slatkin var við stjórnvöl- inn þar og gaf út hjá RCA. Nokk- urt hlé hefur verið á útgáfum sveitarinnar á síðustu árum, en með netútgáfunni er tekið til óspilltra málanna á nýjan leik. Engar plöt- ur, bara net David Robertson MYNDASÖGUSÝNING verð- ur opnuð í aðalsafni Borg- arbókasafnsins, Grófarhúsi á morgun kl. 14. Tilefnið er út- gáfa nýs myndasögublaðs nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík; AAA!!! Önnur sýn- ing verður í skólanum sjálfum að Hringbraut 121, JL-húsinu. Myndasögugerð hefur verið kennd við skólann frá 1995. Í vetur var boðið upp á námskeið í myndasögugerð fyrir tvo aldurshópa; 10-12 ára og 13-16 ára. Er blaðið og sýningin afrakstur þeirra námskeiða. Sýningin stendur til 13.apríl. Kennarar á námskeiðunum voru Bjarni Hinriks- son og Búi Kristjánsson. Myndlist AAA!!! í Borgarbókasafninu AAA!!! ANNA Fjóla Gísladóttir ljós- myndari, flytur fyrirlestur um konur í ljósmyndasögunni í Ketilhúsinu í Listagili á Ak- ureyri í dag kl 14.50. Fyrirlesturinn er einn fjög- urra í röðinni Fyrirlestrar á vordögum, sem allir spanna efni sem tengist listum og menningu. Þeir eru skipulagðir af kennurum á listnámsbraut skólans í samvinnu við Lista- safnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Gróf- argili. Anna Fjóla talar um og sýnir myndir eftir um það bil tíu konur allt frá 1850- 2007. Meðal þeirra eru Julia Margaret Cameron, Lee Miller og Mary Ellen Mark. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Um konur í ljós- myndasögunni Anna Fjóla Gísladóttir LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsýnir í kvöld leikritið 39½ viku eftir Hrefnu Friðriks- dóttur. Leikstjórar eru Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam og Sigurður H. Pálsson. 39½ vika er farsakenndur gamanleikur sem snýst að verulegu leyti um barneignir og sauðfjárrækt. Sveitapilturinn Valur fær afnot af skrifstofu frænku sinnar, sem starfar sem félagsráðgjafi á kvennadeild sjúkrahúss. Hugleikur hefur þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að leikverkin eru öll samin af fé- lagsmönnum og alfarið sprottin úr íslensku þjóð- lífi. Sýnt er í Möguleikhúsinu við Hlemm. Leiklist Hugleikur kominn í sauðfjárrækt Hrefna Friðriksdóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Á FYRSTU sýningunum mínum, þar sem ég valdi alveg sjálfur hvað ég sýndi, voru yfirleitt allir miðlarnir, málverk, teikningar og skúlptúrar,“ segir Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður. Í dag klukkan 17.00 opnar hann sýningu í Gallery Turpentine við Ingólfsstræti með verkum unnum í þessa þrjá miðla. Teikningarnar eru úr teiknidagbók sem tengist fréttum og hvers- daglegum uppákomum; í einum skúltúranna birtist sjálfsmynd lista- mannsins sem Loðvík fjórtándi; þá eru nokkur málverk, eitt fjallar um snúning veraldar, önnur eru með spegluðum ásjónum manns og dýra og loks röð portretta. Helgi Þorgils hefur stillt hópum teikninga upp á nokkrum stöðum í galleríinu. Sumar eru pennateikn- ingar, aðrar unnar með vatnslitum; þær eru gerðar á allrahanda pappír, jafnvel umslög og boðskort. „Oftast sýni ég fyrstu teikninguna af nokkrum sem ég geri af sama þemanu, sem endar oft í málverki. Þessar fyrstu myndir eru oft léttar og tengdar einhverju sem ég upplifi eða heyri, til dæmis í útvarpinu. Svo eru aðrar sem ég hef gert fimm eða tíu útfærslur að, áður en vatns- litamyndin sem ég sýni verður til. Stundum fletti ég bók á morgnana og það verður kveikja að myndum. Ég byrja oft vinnudaginn á því að teikna.“ Þetta er allt skylt – Og þú teiknar á það sem hendi er næst; umslög, gluggapóst, boðskort. „Ég reyni að vinna á vandaðan sýrufrían pappír en gríp svo oft í hitt. Eitthvað sem stendur á boðskorti eða umslagi getur kveikt hugmynd. Oft er þetta efniskennd sem ég lað- ast að, því þótt pappírinn kunni að vera lítilfjörlegur í sjálfum sér þá verður hann eins og malerí.“ – Myndheimarnir hér kallast á þó úrvinnslan sé ólík. „Já. Fyrir nokkru sýndi ég í Stat- ens Museum í Kaupmannahöfn og þar var meðal annars teikning af Loðvíki XIV. Hún seldist og mig langaði að gera Loðvík aftur. Það endaði í skúlptúr. Þetta er í annað sinn sem ég fer í barrok í skúlptúr, en á mínum upp- vaxtarárum í listinni var það alveg forboðið. Fyrst gerði ég hund með miklu flúri sem ég sýndi í Listasafn- inu á Akureyri. Við gerð hans plægði ég í gegnum bækur um gamalt postulín til að finna taktinn, hann var allur skreyttur með blómum. Það sama gerðist með þetta verk.“ – … nema þarna er ekki hundur heldur þú sem Loðvík XIV. Helgi hlær. „Fallegur púðluhund- ur, Loðvík og ég; þetta er allt skylt. Þarna er líka málverk málað eftir verki Dürers. Yfirleitt þegar Dürer málar Jesúm Krist þá er það sjálfs- mynd. Svo ég tók mynd þar sem hann var búinn að mála sjálfan sig sem Jesúm og setti portrett af mér sjálfum inn í það.“ – Þú ferð oft nærri sjálfum þér í þessum verkum. „Það er augljóst. Um leið lít ég á mig sem hverja aðra manneskju og vona að aðrir sjái sjálfa sig í verk- unum. Ákveðnar tilvistarspurningar eru gegnumgangandi í verkum mínum – þetta hverfist allt um eitthvað sem er á því svæði.“ – Einskonar persónulegur exist- ensíalismi? „Já. Ég hef hrifist af Kierkegaard, kannski má sjá eitthvað sem tengist honum þegar verk mín eru skoðuð aftur í tímann; hæfilegt kæruleysi og þungi á sama tíma. Það finnst mér freistandi.“ Í mörgum verkanna birtist eins konar jafnræði með mönnum og dýr- um. Helgi segir þessar hugmyndir hafa þróast með sér allar götur síðan á skólaárunum. „Í þessum hugmyndum um jafn- ræði einangrast persónurnar nokk- uð, það er eins og hver hafi sitt sér- staka rými um leið og hann er hluti af einhverju stærra.“ Spurt um ætt og uppruna Röð af máluðum portrettum tekur á móti gestum. Helgi hefur áður tek- ist á við portrett og hélt um árið sýn- ingu á þeim í Galleríi Sævars Karls. „Ég fer betur með módelin en mig í verkunum,“ segir hann og brosir. „Þegar ég byrjaði að mála portrett var þetta nánast dautt form innan myndlistar og þótti afskaplega borg- aralegt. Ég vildi reyna að gera eitt- hvað áhugavert með formið, án þess að bjaga myndina eða gera hana að einhverju öðru. Ég vildi vera heið- arlegur gagnvart hefðinni. Fólk virð- ist oft hrífast af þessum verkum og þá sérstaklega erlendis. Hér spyrja allir um ætt og uppruna módelsins meðan fólki erlendis þykir viðfangs- efnið einfaldlega athyglisvert.“ Kæruleysi og þungi  Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir málverk, skúlptúra og teikningar í Gallery Turpentine  Ákveðnar tilvistarspurningar gegnumgangandi, segir listamaðurinn Morgunblaðið/Einar Falur Fjölbreytilegur „Fallegur púðluhundur, Loðvík XIV og ég; þetta er allt skylt,“ segir Helgi Þorgils og vonast til að aðrir sjái sjálfa sig í verkunum. ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Omdúrman stendur fyrir málþingi um Elías Mar á morgun. Í frétt frá Omdúrman segir að á þinginu verði rætt um rit- höfundinn Elías Mar, skáldsögur hans og útgefanda; um æskulýðs- menningu í Reykjavík og íslenskt samfélag eins og það birtist í sögum Elíasar. Einnig verði rætt um hina leyndardómsfullu frásögn Þórðar Sigtryggssonar sem Elías skráði á árunum 1960 til 1965. Í fréttinni seg- ir ennfremur: „Elías Mar (f. 1924) lést í maí fyrir tæpu ári. Bækur hans hafa verið ófá- anlegar um langt árabil og sjálfur leit hann svo á að hann væri gleymd- ur rithöfundur. En áhugi á verkum Elíasar hefur farið vaxandi und- anfarin ár, enda eru þau skrifuð í deiglu hins nýja lýðveldis þegar nýtt samfélag verður til með nýtt tungu- tak, nýja stéttskiptingu, nýja tónlist, alþjóðlega æskulýðsmenningu, marglaga borgarsamfélag og her- setu.“ Þingið hefst með stuttri göngu- ferð um sögusvið skáldsagnanna Eftir örstuttan leik og Vögguvísa. Leiðsögumaður í göngutúrnum verður Hjálmar Sveinsson útvarps- maður. Þingið verður haldið í Tjarnarbíói og stendur frá klukkan 13.30 til 16. Elíasarþing á morgun Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Skáldið Elías Mar. Taldi sjálfan sig gleymdan rithöfund ♦♦♦ » Dagný Kristjánsdóttir bókmennta-fræðingur ræðir um skáldsöguna Eft- ir örstuttan leik, fyrstu skáldsögu Elíasar. » Eggert Þór Bernharðsson sagnfræð-ingur fjallar um æskulýðsmenningu í Reykjavík á árunum 1945 til 1955 » Jón Karl Helgason bókmenntafræð-ingur ræðir um rithöfundinn Elías Mar og útgefanda hans Ragnar í Smára. Jón Karl les meðal annars brot úr sögu Ragnars sem hann er að skrifa » Guðmundur Andri Thorsson rithöf-undur fjallar um prófarkalesarann Elías og um einnig um skáldsöguna Sól- eyjarsögu » Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður ogútgefandi fjallar um hina leyndar- dómsfullu sögu Þórðar Sigtryggssonar, síðasta stórverk Elíasar Marar. DAGSKRÁ:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.