Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 23

Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 23
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 23 x x x Vinkona Víkverjakvartar sáran þessa dagana yfir vönt- un á vori. Henni finnst hún hafa verið svikin með því að hafa páskana svona snemma á árinu því það veldur ruglingi á væntingum hennar til þess hvenær vorið á að koma. Vinkonan á nefnilega því að venjast að vorið komi eftir páska en sú var ekki raunin í gær- morgun þar sem hún fann frostið skella hörkulega á sólþyrstum kinnum sín- um um leið og hún skrönglaðist út í bíl í morgunsárið. Snjókorn flugu í hár hennar, óvarið vegna vorvænt- inganna, og allan daginn sat þessi vinkona – sem alla jafna er býsna heitfeng – og skalf á sumarbolnum sínum í vinnunni. Vinkonan segist þó hafa fundið ráð. Hún hefur ákveðið að blanda sér litríka kokteila með suðrænu ávaxta- bragði um helgina og þannig senda kuldabola langt nef um leið og heitur kraftur drykkjanna færir henni hlýju í hjarta og sál. Ef andinn kemur yfir hana úti- lokar hún ekki að skella sér að auki í strápils og dansa nokkra velvalda húladansa á stofugólfinu með blóm á bak við eyrað. Víkverji verður seinttalinn til stórnot- enda bóka, a.m.k. ef miðað er við hans betri helming sem hreint og beint spænir upp hverja skrudduna á fætur annarri. Þannig tók það makann aðeins um einn og hálfan klukkutíma að drekka í sig 140 blaðsíðna bók, sem Víkverji hefur tek- ið nokkur kvöld í að stauta sig í gegn um. Svo rammt kveður að bókaþörf makans að hann gengur um eirð- arlaus og titrandi þeg- ar ekkert nýtt lesefni er við hendina, líkt og alkóhólisti sem þráir áfengi eða reykingamaður sem vantar smók. Fíknir geta svo sannarlega verið af misjöfnu tagi! Þetta hefur valdið Víkverja heila- brotum um verðgildi hluta. Hann var alinn upp í þeirri trú að bækur væru sérlega góðar og eigulegar gjafir en í meðförum makans virðast þær að- eins vera stundarskemmtun, sem í sumum tilfellum varir skemur en meðalbíómynd. Þó kostaði umrædd bók margfalt meira en bíómiði. Sem betur fer hefur maki Vík- verja tamið sér að nýta sér þjónustu bókasafna til að fullnægja bóka- þorsta sínum, auk þess sem bók- hneigðir ættingjar hans lána honum fúslega bækur til að lesa.       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Það hefur verið hálfgertþjóðarsport vínáhuga-manna undanfarin ár aðlofa og gagnrýna vínhúsin í Bordeaux á víxl. Margir af ár- göngum síðustu ára hafa verið lof- aðir upp í hæstu hæðir og þá ekki síst 2005-árgangurinn sem strax í upphafi aldarinnar var sagður vera árgangur aldarinnar. Gagnrýnin hefur hins vegar ekki síst beinst að verðlagningu vínanna sem hefur sprengt alla skala síðustu árin. Verð fór að síga hressilega upp á við með „aldamótaárganginum“ 2000 sem var ekki bara flott tala heldur frábær árgangur og svo héldu verðin áfram upp á við og náðu sögulegu hámarki 2005. Hluti skýringarinnar er staða efnahagsmála en mikið fjármagn hefur verið í umferð og nýríkir markaðir í Asíu hafa gleypt til sín Bordeaux-vín í ómældu magni. Þar vilja menn að sjálfsögðu aðeins flottustu nöfnin og skiptir þá engu hvað vínin kosta. Eftir sitja hinir hefðbundnu markaðir í Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum með sárt ennið þar sem Bordeaux-unnendur hafa ekki lengur efni á að kaupa vínin sem þeir hafa keypt árum og áratugum saman. Jafnvel þegar miðlungs árgangur fylgdi í kjölfar- ið – þ.e. árgangurinn 2006 – lækk- uðu vínin einungis brot af því sem þau höfðu hækkað árið áður. Það eru því margir sem bíða spenntir eftir þróuninni í ár. Annars vegar er efnahagsástandið í heiminum vægast sagt annað en fyrir ári og sömuleiðis virðist ljóst að árgang- urinn 2007 sé ekkert stórkostlegur þó ekki verði hann flokkaður sem beinlínis slæmur. Haustsólin bjargaði miklu Undanfarna daga hafa vínhúsin í Bordeaux verið að halda fyrstu svokölluðu en primeur-smakk- anirnar á árganginum en þar er um að ræða smakkanir á tunnu- sýnum enda fara vínin ekki á flösku fyrr en að ári eða svo. Síðar í vor byrja vínhúsin að gefa út verð og þá hefst salan á vínunum þótt þau séu enn á tunnu. Þetta fyrirkomulag, sem nær til bestu vína Bordeaux, er einstakt og felst í því að vínmiðlarar festa sér vínin snemma og koma þeim síðan áfram til viðskiptavina. En hvað segja menn svo um 2007. Veðrið var slæmt í Bordeaux síðasta sumar, grámyglulegt og mikið rigndi. Að því leytinu til ótt- uðust margir að 2007 gæti orðið slappur árgangur á borð við 1984, 1992 og 1994. Góðu fréttirnar eru að sú virðist ekki ætla að verða raunin. Sólin lét loks sjá sig í sept- ember og október, sem er einn mikilvægasti tíminn, þ.e. rétt fyrir uppskeru. Rigning á uppskerutím- anum er eitt það versta sem hendir vínbændur. 64 sólardagar í röð líkt og síðasta haust geta hins vegar bjargað miklu. 2007 virðist því ekki ætla að verða hræðilegur árgangur líkt og margir voru farnir að óttast heldur þægilegur og aðgengilegur árgangur, sem hefur kannski ekki dýpt hinna stóru árganga, en ætti á móti að veita ánægju mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að vínin koma á markað. Sumir hafa borið hann saman við 2001, aðrir nefna 2002 og jafnvel 2004. Mesta óvissan er hins vegar varðandi verðlagninguna. Enginn býst við því að frægustu húsin í Premier Grand Cru Classé flokkn- um á borð við Lafite og Latour lækki verðið frá 2006. Eftir því sem neðar dregur á skalanum gæti hins vegar myndast veruleg pressa á verðlækkun. Margir vínmiðlarar frá Bandaríkjunum kusu að snið- ganga smakkanirnar í Bordeaux nú á dögunum og segja áhuga á ár- ganginum lítinn sem engan í ljósi verðþróunar síðustu ára. Ekki hjálpar mikil styrking evrunnar gagnvart dollar og pundi en jafnvel þótt verð yrði lækkað nokkuð myndu neytendur í Bretlandi og Bandaríkjunum ekki endilega njóta góðs af því. Hvað þá með okkur! Bordeaux 2007 – ekki alslæmur? Reuters Safarík Margir óttuðust að 2007 gæti orðið slappur árgangur vegna veðursins í Bordeaux síðastliðið sumar. Undanfarna daga hafa vín- húsin í Bordeaux verið að halda fyrstu svokölluðu en primeur-smakkanirnar á árganginum ... 20% afsláttur af bílaleigubílum erlendis! Bókaðu bílaleigubíl fyrir sumarfríið hjá Avis í mars og þú færð 20% afslátt í formi safnkortspunkta hjá N1. Bókaðu strax bíl á avis.is og safnaðu punktum! Sæktu um Safnkort N1 á avis.is. Einn punktur jafngildir einni krónu. Knarrarvogi 2 • Sími 591 4000 • avis.is E N N E M M / S IA / N M 3 24 46

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.