Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 24

Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 24
matur 24 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Tófústeikur, graskerspott-réttir, steiktar hrísgrjón-anúðlur með grænmeti,baunasúpa, svartur hrís- grjónagrautur og gulrótarsúpa með tófúblöðum er meðal þeirra rétta sem kínverski kórstjórnandinn Na- talía Chow Hewlett er að kenna Ís- lendingum að búa til á vinsælum námskeiðum í kínverskri grænmet- ismatargerð. Natalía hefur verið búsett á Ís- landi undanfarin sextán ár og starf- ar sem organisti, óperusöngkona og kórstjórnandi. Hún fæddist í Kanton í Kína, en ólst upp í Hong Kong. Sjálf hefur Natalía verið græn- metisæta í sjö ár og á þeim tíma hef- ur hún þróað fjölbreytta grænmet- isrétti, sem kitlað geta bragð- laukana. Réttirnir, sem eru bæði hollir og næringaríkir, eru að hluta til unnir úr hráefni, sem Íslendingar þekkja kannski ekki við fyrstu sýn en til er í íslenskum verslunum og þá er upplagt að skella sér á námskeið til Natalíu til að kynnast framandi matarhefðum. „Mataræðið mitt byggist fyrst og fremst upp á grænmeti og ávöxtum. Ég nota ekki sykur, hvítt kolvetni eða kraft í mína matreiðslu. Við kaupum hvorki kúamólk né aðrar mjólkurvörur að frátöldum osti. Egg kaupum við eingöngu brún eða svo- kölluð hamingjuegg úr hænum, sem fá að ganga um frjálsar,“ segir Nat- alía og bætir við að eiginmaðurinn Julian Hewlett hafi eingöngu verið á grænmetisfæði undanfarin 22 ár. „Áður en ég gerðist algjör grænmet- isæta hafði ég margoft kosið græn- metisrétti fram yfir kjöt- og fisk- rétti. Mér finnst erfitt að tyggja kjöt og get barasta ekki lagt mér feitt kjöt til munns. Og mér er það al- gjörlega hulin ráðgáta hvernig í ósköpunum þið Íslendingar getið borðað hinn margrómaða íslenska þorramat. Mér líður hins vegar af- skaplega vel á grænmetisfæðinu.“ Allt að tíu manns komast á hvert námskeið, sem Natalía heldur í rúm- góðu eldhúsinu heima hjá sér. Nám- skeiðið stendur yfir eina kvöldstund og þá eru gjarnan eldaðir allt að tíu réttir, sem allir fá að smakka á. Dag- legt líf fékk tvær tófú-uppskriftir hjá Natalíu og nú er bara um að gera að prófa sig áfram með hollustuna. Tófú er unnið úr sojabaunum. Tófústeik með hnetusósu 2 pakkar tófú 2-3 msk fimm krydd (kínverskt krydd, fæst í Asian á Suðurlands- braut) 1 haus saxaður hvítlaukur 2-3 msk ljós sojasósa 1-2 msk jurtaolía nokkrir dropar af sesamolíu Skerið tófú í eins cm þykkar sneiðar. Látið marinerast í fimm krydda blöndunni, hvítlauk og soja- sósu, helst yfir nótt. Penslið tófú með olíu og bakið í ofni í 30 mín. við 180°C eða uns það er orðið brúnað á báðum hliðum. Færið tófústeikina upp á disk, skreytið með gúrkusneiðum og látið nokkra dropa af sesamolíu yfir steik- ina. Sósa 2 msk hnetusmjör 1/4 bolli sojamjólk 1 tsk ljós sojasósa nokkrir dropar af sesamolíu Hrærið hnetusmjör í mjólkina og hitið blönduna í potti. Lækkið hitann og látið malla uns sósan er orðin þykk. Bragðbætið með sojasósu og sesamolíu. Berið fram með tófú- steikinni. Ma Po tófú 1 pakki mjúkt tófú 20 g þurrkað sojahakk, lagt í sjóð- andi vatn 1 rauður chilli 1 msk saxaður engifer 1 msk saxaður hvítlaukur ferskur kóríander 1-2 tsk soyasósa nokkrir dropar af sesamolíu Sósa 1 msk ljós sojasósa 1 tsk chillisósa 1 tsk hunang 2 tsk maísmjöl 2 dl vatn Skerið tófú í litla teninga. Skerið niður chilli. Sigtið vatnið af soja- hakkinu og marínerið sojahakkið í sojasósunni og sesamolíunni. Hitið pönnu með olíu. Steikið engifer, hvítlauk og chilli. Bætið tófúinu við og steikið vel. Bætið soja- hakkinu svo út í. Blandið því sem fara á í sósuna vel saman og bætið sósunni út í. Látið malla í smástund uns sósan er orðin þykk. Setjið nokkra dropa af sesamolíu út í. Skreytið með ferskum kóríander. Berið réttinn fram með hrísgrjónum. join@mbl.is Tófústeik Hnetusósan er sérlega ljúffeng með heilsusteikinni. Ma Po tófú Mjúkt tófú og sojahakk er uppistaðan í þessum rétti ásamt kryddi og sósu. Líður vel á grænmetisfæðinu Kínverski kórstjórnand- inn, organistinn og óp- erusöngkonan Natalia Chow Hewlett kennir Íslendingum að elda gómsæta grænmet- isrétti með kínversku ívafi. Jóhanna Ingv- arsdóttir sótti Natalíu heim á Álftanesið. Morgunblaðið/Ómar Grænmetisætan Natalía Chow Hewlett notar mikið af tófú í sína matargerð sem unnið er úr sojabaunum. englakor.googlepages.com RANNSÓKN Rannsóknastofu í næring- arfræði, sem gerð var árið 2006, leiddi í ljós að járnbúskapur ungbarna hefur batn- að talsvert síðan fyrir tíu árum. Helstu breytingar, sem orðið hafa í mat- aræði íslenskra ungbarna, er að neysla á venjulegri kúamjólk hefur dregist veru- lega saman og stoðmjólkin hefur komið inn sem aðal-drykkjarmjólkin hjá sex til tólf mánaða börnum. Aðrar breytingar, sem geta skýrt það að járnbúskapur barna hefur batnað, er aukin neysla á ung- barnagrautum, ávöxtum og grænmeti. Ungbarnagrautarnir gefa bæði járn og C- vítamín og ávextir og grænmeti eru C- vítamínrík sem eflir upptöku járns í melt- ingarveginum, samkvæmt upplýsingum Rannsóknastofu í næringarfræði. Batnandi járn- búskapur ungbarna Morgunblaðið/Ásdís Hraustur Aukin neysla á stoðmjólk í stað kúamjólkur hefur bætt járnbúskap ungbarna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.