Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 27

Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 27
sóðaskapur af þessu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að heyra af svona duglegu ungu fólki.“ Stórkostlegt uppátæki Carl A. Bergmann úrsmiður, sem rekur samnefnda verslun við Laugaveg, hélt þegar hann mætti í vinnu í gærmorgun, að kaupmað- urinn við hliðina á sér hefði tekið upp pensilinn og málað yfir krotið. „Mér finnst þetta bara stórkostlegt hjá krökkunum,“ segir Carl og skoðar ummerkin eftir verk nætur- innar, skjannahvítan vegg þar sem áður var blátt krot. „Þetta er gam- an að heyra, mjög jákvætt, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann segir mikilvægt að halda verslunarhúsnæðinu snyrtilegu, ekki síst vegna þess að húsið sé sögufrægt, þar hafi áður Gunnar í Von verið með fyrstu kjötverslun borgarinnar. „Þannig að ég lifi í voninni,“ segir Carl hlæjandi en hann hefur rekið verslun í mið- bænum í fleiri áratugi. „Nei, mér finnst veggjakrotið ekkert hafa aukist, þetta er bara eins og þetta hefur alltaf verið.“ gt „Þau eiga bara allan heiður skilið fyrir þetta. Mér finnst þetta bara alveg æðislegt m,“ segir María Guðmundsdóttir, starfsmaður hjá versluninni Hjá Berthu. Morgunblaðið/Ómar m,“ segir Carl A. Bergmann úrsmiður sem rekur iðborginni. Hann segir framtakið jákvætt. mtakanna betri bæjar hefur væntanlega ekki an ófögnuð við Laugaveg í fyrrinótt. kin máluðu m.a. yfir subbulegt veggjakrot við gi. Kaupmenn segja þetta vinsælan „krotstað“. t hjá þeim“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 27 Arðurinn af sölu falsaðralyfja getur verið allt að2000%, tífalt meiri en afsölu eiturlyfja, og því eft- ir miklu að slægjast fyrir alþjóðlega glæpahringi að selja fölsuð lyf til grunlausra sjúklinga. Ástandið er víða slæmt og í þeim löndum þar sem reglugerðaramminn er enn í mótun getur hlutfall falsaðra lyfja verið frá 10-30%, á einstökum landsvæðum allt að 50%. Þetta segir Ingunn Björnsdóttir, sérfræðingur í lyfjanotkun í sam- félaginu, sem vakti máls á því á morgunfundi Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja, og Lyfja- fræðingafélags Íslands í gær, að Ís- lendingar ættu að varast kaup á föls- uðum lyfjum á netinu, ellegar í gegnum póstverslun, þar sem ekki er hægt að tryggja uppruna lyfsins. Ræðir hér einkum um svokölluð lífsstílslyf og má þar nefna rislyf, skallalyf og megrunarlyf. Slík versl- un getur að sögn Ingunnar verið varasöm og hvetur hún Íslendinga til að kaupa slík lyf alls ekki af netinu. Þau geti verið framleidd af óprúttn- um aðilum. Ingunn segir standa til að greiða fyrir póstverslun með lyf til landsins og því þörf á að herða reglur til að koma í veg fyrir að ólögleg lyf berist hingað eftir þeim leiðum. „Á meðan Lyfjastofnun getur sagt að það sé bannað að kaupa lyf á net- inu þá hefur hún öll tökin, en um leið og búið er að opna fyrir póstverslun frá útlöndum þarf að fara að flokka lyfin eftir uppruna,“ segir Ingunn. „Ætlar Lyfjastofnun að hafa lista yfir þá aðila sem er allt í lagi að versla við og þá sem er ekki í lagi að versla við? Mér finnst þurfa að hugsa þetta til enda áður en bann er fellt niður við póstverslun.“ Ekki vitað hver tíðnin er Ingunn segir ekki vitað með vissu hver tíðni falsaðra lyfja í umferð hér á landi sé. Talið sé að hún sé innan við eitt prósent í Evrópusamband- inu, Bandaríkjunum og Japan og er þá átt við það hlutfall lyfja sem dreift er með hefðbundnum og öruggum dreifileiðum. Sé bætt við lyfjum sem dreift er með pósti eftir viðskipti á netinu eða með póstverslun kunni hlutfallið að vera hærra, þar með tal- ið á Íslandi. Líkur séu hverfandi á að neytendur kaupi fölsuð lyf úr ís- lensku apóteki. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir flutti einnig erindi á þinginu og benti á að þótt viss hætta væri á að ólögleg lyf bærust til lands- ins með póstverslun mætti ekki gleyma því að almenningur gæti sparað sér lyfjaútgjöld með slíkri verslun við áreiðanlega aðila. Máli sínu til stuðnings tók hann raunverulegt dæmi af eigin kaupum á lyfinu Simvastatin (40mg). Skammtur upp á 98 töflur kostaði 610 íslenskar kr. í sænsku apóteki, en 5739 krónur í apóteki á Íslandi, að meðtöldum 400 kr. afslætti. Þótt hann væri almennt hlynntur þeirri viðleitni að greiða fyrir versl- un með lyf mætti ekki gleyma því að lyfjafalsanir væru alvarlegt mál og full ástæða til að herða eftirlit til að koma í veg fyrir slíka verslun. Því bæri að fagna frumkvæði Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um stofnun alþjóðlegs vinnu- húps (IMPACT), en á vefsíðu hóps- ins segir að umfang slíkrar verslun- ar hafi aukist á síðustu árum sam- hliða því sem falsararnir nái æ betri tökum á svindlinu og vöruflutningar yfir landamæri aukast. Hættan við kaup á lyfjum á netinu væri að í þeim gæti verið að finna engin virk inni- haldsefni, óvissa gæti ríkt um magn af réttu innihaldsefni og spurningum um ýmis hjálparefni verið ósvarað. Gera þyrfti greinarmun á lyfjum sem keypt væru með póstverslun frá áreiðanlegum aðilum með heimilis- fang innan Evrópska efnahagsvæð- isins (EES), sem lytu sömu reglum og eftirliti og söluaðilar hér heima, og kaupum á lyfjum frá óvönduðum aðilum á netinu. Almennt fagnaði landlæknir frumvarpi ráðherra. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði Íslendinga ekki hafa ekki uppgötvað fölsuð lyf í löglegri dreifingu á Íslandi. Tollur- inn væri með eftirlit með innflutn- ingi einstaklinga á lyfjum, sem Lyfjastofnun veitti ráðgjöf um sam- kvæmt þeim lögum sem giltu hér. Þegar einstaklingar væru að flytja inn lyf frá löndum utan EES stöðv- aði tollurinn þau, eyddi eða endur- sendi. Aukingin í flutningi falsaðra lyfja til ríkja ESB á tímabilinu 2005 til 2006 hefði verið 384% á milli ára, aukinnar tilhneigingar gætti til að falsa lífsnauðsynleg lyf. Þetta væri ástæðan fyrir því að ESB og WHO væru að velta því fyrir sér til hvaða aðgerða þau gætu grip- ið, enda gæti tilhneigingar til að koma fölsuðum lyfjum inn í lögleg dreifingarkerfi. Það væri hagur stóru lyfjafyrirtækjanna að herða reglur um flutning lyfja, með því gætu þau haft meiri áhrif á versl- unarmynstur. Glæpahringir mala gull á lyfjafölsunum Lyfjafalsanir eru ógn við sjúklinga og tekjulind fyrir óprúttna aðila. Baldur Arnarson sat fund um lyfjafalsanir. AP Risaiðnaður Vegfarandi gengur hjá kínversku apóteki. Kínastjórn hef- ur beitt dauðarefsingum til að sporna gegn lyfjafölsunum síðustu árin. Ingunn Björnsdóttir Rannveig Gunnarsdóttir »Ætlar Lyfjastofnun að hafa lista yfir þá aðila sem er allt í lagi að versla við og þá sem er ekki í lagi að versla við? Mér finnst þurfa að hugsa þetta til enda áður en bann er fellt niður við póstverslun. Lyfjarisarnir eru ekki saklausiraf óheiðarlegum viðskipta-háttum þegar lyf eru annars vegar. Þeir hafa orðið uppvísir að því að hampa nýjum lyfjum þótt virkni þeirra sé litlu betri en eldri gerða, ásamt því að leyna rannsóknum sem benda til takmarkaðrar virkni, ell- egar setja hreinlega fram falsaðar niðurstöður þegar svo ber undir. Þetta kom fram í máli Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis, á morgunfundinum í gær, þar sem hann tók dæmi af mikilli auglýsinga- herferð fyrir nýju þunglyndislyfi, á sama tíma og framleiðandinn hefði vitneskju um að það hefði aðeins til- ætlaða virkni hjá litlum hluta sjúk- linga. Greina mátti á máli manna að loknum framsöguerindunum að um- rædd gagnrýni er mikið hitamál í stétt lyfjafræðinga og vændi einn fundargesta Matthías um að setja mál sitt fram með óeðlilegum hætti, með hliðsjón af stöðu sinni. Matthías svaraði því til að þekktir og virtir aðilar í lyfjaheiminum hefðu fært rök fyrir óeðlilegum viðskipta- háttum og nefndi sem dæmi bók læknisins Peter Rost, fyrrverandi aðstoðarforstjóra lyfjarisans Pfizer, sem á ensku nefnist „The Whistle- blower“ og sýnd er hér að ofan, og bókina „The Truth About the Drug Companies“, sem einnig er sýnd hér og er eftir Marciu Angell, fyrstu konuna til að gegna stöðu yfirritstjóra New England Journal of Medicine, eins helsta lækna- tímarits heims. Angell hefur verið gagnrýnin á bandaríska heilbrigðiskerfið og fært rök fyrir því að mörg mik- ilvægustu lyfjanna hafi verið þróuð á kostnað skattgreiðenda og að lyfja- risarnir hafi í gegnum tíðina ýkt þró- unarkostnað nýrra lyfja. Rost hefur einnig gagnrýnt banda- ríska heilbrigðiskerfið og borið vitni fyrir Bandaríkjaþingi í baráttu sinni fyrir heiðarlegri viðskiptaháttum með lyf. Lyfjarisarnir engir englar Sigurður Þórðarson Okkur stendur ekki á sama Þær sögur ganga fjöllum hærra að braskarar kaupi upp gömul hús … og sjái hag sínum best borgið með því að þau drabbist niður svo leyfi fáist til að byggja á dýrum lóð- um. Nú sjást merki þess að borg- ararnir séu vaknaðir og séu að ýta við stjórnmálamönnunum. Góð- verkssamtökin Betri bær hafa málað yfir veggjakrot og sóðaskap í mið- borg Reykjavíkur og er það vel. Okkur Reykvíkingum stendur ekki á sama, við viljum ekki slömm í miðbænum. Meira: siggith.blog.is Sneott Bergz Beint í steininn Já, þetta veggjakrot er orðið óþol- andi. Þetta fer alveg ferlega í taug- arnar á mér. Óþolandi að sjá ein- hverja aula vera að fremja skemmdarverk á eigum annarra með þessum hætti. Þetta lið þarf að góma og stinga á Hraunið eftir að hafa borgað skaðabætur og þrifið upp eftir sig ósómann. Þá myndi það kannski sjá að sér. Meira: hvala.blog.is Haukur Arnar Árnason Hugmynd að lausn Algjörlega til fyrirmyndar. En, stund- um eru til betri lausnir. Ef einhver hefur áhuga, þá á ég málningu sem ekki er hægt að krota / spreyja á. Hefur þann eiginleika að það tollir ekkert á henni. Bara hugmynd að jafnvel framtíðarlausn Meira: madasahatter.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.