Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÖSSUR Skarp- héðinsson iðn- aðarráðherra fer fyrir sendinefnd úr íslenska orku- geiranum sem kom í gær til Jemen í tveggja daga heimsókn. Að sögn jem- ensku fréttastof- unnar Saba verð- ur undirrituð viljayfirlýsing um byggingu jarðvarmavirkjunar í Lesi-fjöllum í Dahmar héraði. Upp- sett afl virkjunarinnar á að vera 100 MW. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru m.a. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI), og stjórn- armenn REI, þau Kjartan Magn- ússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveit- unnar, í föruneyti Össurar. Viljayfirlýsing um virkjun í Jemen Össur Skarphéðinsson MAÐUR lézt á laugardag þegar bíll sem hann var að vinna við féll ofan á hann á verkstæði í Hafnarfirði. Tjakkur sem hélt bílnum uppi mun hafa gefið sig með þessum afleið- ingum. Þegar lögreglu bar að garði höfðu menn sem urðu vitni að slys- inu tjakkað bílinn upp að nýju og losað manninn undan honum, en ekki tókst að bjarga lífi hans. Hann var 61 árs að aldri. Lézt af slysförum GEIR Gunnarsson, að- stoðarríkissáttasemjari og fyrrverandi alþing- ismaður, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 5. apríl s.l., nær 78 ára að aldri. Geir fæddist í Hafn- arfirði 12. apríl 1930, sonur hjónanna Gunn- ars Ingibergs Hjör- leifssonar sjómanns og Bjargar Björgólfsdótt- ur húsmóður. Hann ólst upp í Hafnarfirði og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951. Geir stundaði nám í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands 1951-54. Í mars 1954 varð hann skrifstofustjóri Hafnarfjarðarbæjar og gegndi því starfi fram í nóvember 1962. Á þeim árum var hann einnig varabæjar- stjóri í Hafnarfirði. Geir átti sæti í miðstjórn Sósíal- istaflokksins og síðar Alþýðubanda- lagsins. Hann var landskjörinn al- þingismaður 1959-1979 og kjördæmakjörinn alþingismaður Reyknesinga 1979-1991. Áður hafði hann sest tvisvar á Alþingi sem vara- þingmaður, fyrst í febrúar – mars 1957 og síðan í ágúst 1959. Geir gegndi fjöl- mörgum trúnaðar- störfum um ævina. Hann var aðstoðarrík- issáttasemjari frá 1991 til dauðadags, sat í tryggingaráði 1967- 1978 og var skipaður 1971 í endurskoðunar- nefnd tryggingakerfis- ins. Þá var hann í þing- mannanefnd til að endurskoða tekjuöflun- arkerfi ríkisins 1971, í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar 1978-1987 og í stjórn Grænlandssjóðs 1981-1986. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasam- bandsins 1987 og 1989-1990. Þá átti hann sæti í stjórn Skipaútgerðar rík- isins og í stjórn Áburðarverksmiðj- unnar hf. Geir sat um tíma í banka- ráði Seðlabanka Íslands og eins í bankaráði Búnaðarbanka Íslands. Geir kvæntist Ástu Lúðvíksdóttur (f. 9. apríl 1930) þann 22. júní 1952. Þau eignuðust fimm börn: Gunnar, Lúðvík, Hörð, Ásdísi og Þórdísi. Andlát Geir Gunnarsson VÉLSLEÐAMAÐUR slasaðist nokkuð undir Kollaleirutindi í Reyðarfirði þegar snjófleki brotnaði undan sleða hans með þeim afleiðingum að maðurinn ók sleðanum ofan í brotsárið og þeyttist af honum. Maðurinn lenti þó ekki undir snjóflóðinu sjálfu heldur kútveltist ofan á flek- anum sem færðist um 50 metra úr stað að sögn fé- laga hans. Mun flekinn hafa verið um 50 metra breiður. Aðdragandinn var sá að maðurinn hafði ekið sleðanum upp í hlíð fjallsins og er hann hafði snúið við og var á niðurleið blasti skyndilega við honum brotsárið í flekanum. Honum tókst ekki að forða því að sleðinn skylli á fjærbrún flekans en lenti þó ekki undir sleðanum eftir að hann féll af honum. Hann skarst í andliti þrátt fyrir að hafa verið með hjálm á höfði en slapp við beinbrot. Fé- lagar hans tveir eru menntaðir sjúkraflutninga- menn og bjuggu um hann á staðnum og óku hon- um í veg fyrir sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Mjög vel búinn til aksturs Að sögn félaga mannsins var hann mjög vel bú- inn til vélsleðaaksturs og var klæddur sérstakri hlífðarbrynju auk skjólgóðs fatnaðar og hjálms- ins. Ekki er þó vitað hvernig það vildi til að hann skarst í andliti en hugsanlega hefur aðskotahlutur farið inn undir hjálminn og sært hann. Vegna snjóflóða sem féllu í gær og ótryggra snjóalaga til fjalla á Austurlandi hefur Veðurstofa Íslands beint þeim tilmælum til skíðafólks, vél- sleðamanna og annarra sem eru á ferð á snjóflóða- stöðum að halda sig frá snjóflóðabrekkum og vera ekki á ferð þar sem snjóflóð geta fallið. Einnig er fólki bent á að stöðva ekki farartæki sín á veg- arköflum þar sem hætta gæti verið á snjóflóðum. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Vélsleðamaður slasaðist í snjóflóði VEIÐAR á humri hófust nú eftir páska og ganga þær vel, þrátt fyrir þráláta norðanátt og brælu. Bát- arnir eru að fá upp í 500 kíló af humri í hali, miðað við slitinn hum- ar eða skott eins og þeir segja á sjónum. Það svarar til um 1.700 kílóa af heilum humri. Einn hum- arbátanna er Fróði ÁR, en hann landaði tveimur tonnum til vinnslu í Þorlákshöfn í lok síðustu viku. Það svarar til á milli sex og sjö tonna af heilum humri. „Það hefur gengið alveg ágæt- lega hjá okkur. Við byrjuðum strax eftir páska og fórum þá austur úr. Við byrjuðum í Breiðamerkurdýp- inu, tókum fjögur höl þar og lönd- uðum á Hornafirði. Eftir það höf- um við svo verið í Hornarfjarðardýpinu,“ sagði Alex- ander Hallgrímsson, skipstjóri á Fróða, í gærkvöldi. Þeir voru þá á leið austur úr á ný. „Við höfum verið að landa nokkuð ört, svo það er varla hægt að tala um eig- inlegan túr. Við þurfum að landa hráefni til vinnslunnar heima reglulega. Þess vegna hefur hum- arinn verið fluttur landleiðina til Þorlákshafnar þangað til í síðustu viku. Þá sigldum við heim með aflann, tvö tonn miðað við hala, og tókum okkur helgarfrí. Það eru tveir bátar að þessum veiðum fyrir Ramma hf. og við skiptumst á um að taka helgarfríin. Það er annars anzi langt að sigla þetta, þetta eru alveg um 190 mílur. Þess vegna er betra að landa fyrir austan og keyra humarinn heim,“ sagði Alex- ander. Tvö troll undir Hann lætur vel af aflabrögð- unum, en þeir eru með tvö troll undir í einu. Þrátt fyrir að yfirleitt sé aflinn miðaður við slitinn humar, það er halana, er humrinum landað heilum og síðan reynt að vinna eins mikið af honum heilt til útflutn- ings. Fyrir heila humarinn fæst bezta verðið. Það sem ekki gengur í þá vinnslu er svo slitið í landi og selt þannig utan eða innan lands. Alexander segir að þeir byrji alltaf fyrir austan en færi sig svo venjulega vestur á bóginn eftir því sem kemur fram á sumar. Stund- um sé eins og sum dýpin fyrir austan þurrkist upp eftir sjó- mannadag og þá sé gott að geta farið á vestursvæðið svokallaða. Þar nefnir hann Eldeyjarsvæðið en aflinn þar í fyrra hafi verið meiri en nokkru sinni áður. Hver skýr- ingin sé sé ekki alveg ljóst og þar fáist nær eingöngu hængur. „Þetta er svo misjafnt. Stundum mok- veiðist og svo dettur veiðin alveg niður. Þetta er misjafnt milli svæða, milli ára og jafnvel milli daga,“ segir Alexander. Kvótinn nú er 588 tonn miðað við slitinn humar. Tilkynnt hefur verið um 44 tonna afla til Fiski- stofu en það eru um 7,5% kvótans. Humarveiðin vel af stað þrátt fyrir brælu Fróði ÁR með upp í 500 kíló í hali miðað við „skott“ Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Ljósmynd/Gísli Fannar Gylfason Humar Móttakan hjá Fróða ÁR full af fallegum humri. GRÍPA þurfti til öryggisviðbragða í gærkvöldi vegna fraktflugvélar frá Icelandair á leið til Belgíu sem sneri við eftir flugtak á Keflavíkurflug- velli. Að sögn lögreglunnar á Suð- urnesjum hafði hitaskynjari í lest gefið frá sér eldviðvörunarboð og var tekin ákvörðun um að snúa við. Tveir flugmenn voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boeing 757. Vélinni var lent klakklaust klukkan 21:46 og var málið skoðað. Ekki fékkst stað- fest í gærkvöld hvort um bilaðan hitaskynjara hefði verið að ræða eða hvort elds hefði í raun orðið vart í vélinni. Sneru vélinni við vegna eldviðvörunar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.