Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 25 ✝ KRISTJÁN EÐVALD HALLDÓRSSON f.v. yfirtollvörður Var jarðsettur frá Garðakirkju þriðjudaginn 1. Apríl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem önnuðust hann í veikindum hans eru færðar hjartans þakkir. Þórarinn Sveinsson læknir og Hannes Hjartarson læknir. Starfsfólk HNE og 11e deilda Landspítalans. Líknardeild Landspítalans í Kópavogi og Karítas. Guð blessi ykkar göfugu störf. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Svanhvít Magnúsdóttir, Hallfríður Kristjánsdóttir, Veigar Óskarsson, Magnús E. Kristjánsson, Jónína Kristjánsdóttir, Halldór Kristjánsson, Ingibjörg Herta Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Það er liðið seint að kveldi hér á Svalbarðsströnd, svört slæða næt- urinnar leggst hljótt yfir allt og hátt á himni flökta litlar ljóstýrur óreglubundið, sjálf himnafestingin lifandi sönnun þess að í myrkrinu er líf. Þreyttur og sár á sál sest ég hér við skriftir í von um að geta sett á blað hugleiðingar mínar um tengda- föður minn, hann Sr. Bolla Þóri Gústavsson, sem ekki aðeins endur- speglar upplifun mína heldur frem- ur þá miklu persónu sem hann var – og er. Hann mætir mér á hlaðinu í Lauf- ási þegar ég kem þangað í fyrsta sinn, hlýlegur og vingjarnlegur en ekki var alveg laust við að smá kímni skini úr augum hans þegar hann tekur fast og ákveðið í hönd mina og býður mig velkominn. Með þessum fyrstu kynnum mínum af Bolla kynntist ég þeirri hlýju og vin- semd sem ávallt einkenndi sam- skipti hans við alla menn. Bolli kynntist sem ungur maður kirkj- unni og boðskap hennar og ákvað snemma að helga líf sitt í starfi á hennar vegum. Er óhætt að segja að ákvörðun hans hafi verið mikið lán fyrir íslenska kirkju og að hinir van- dofnu þræðir sannrar kristinnar trúar hafi vaxið að umfangi og styrk í áratuga löngu starfi hans. Bolli uppgötvaði snemma hin gullnu sannindi trúarinnar og svo hrein var vissa hans í trúnni að hann ekki að- eins markaði djúp spor fyrir aðra til að fylgja eftir, heldur skapaði með mannkostum sínum og lífsgildum leiðarljós sem mun ævinlega lifa og lýsa öðrum leið til betri vaxtar og þroska í kristnu líferni. Sannindum þessum er lýst í fyrsta bréfi Jóhann- esar: „Ef við elskum hvert annað þá er Guð í okkur og kærleikur hans er fullkomnaður í okkur. Hver sem ját- ar að Jesús sé sonur Guðs, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði. Við þekkjum kærleikann, sem Guð hef- ur á okkur, og trúum á hann. Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. Fáum við elskað hvert annað og lifað eins og Kristur lifði hér á jörð, verðum við full djörfungar á degi dómsins.“ Mestur alls þess sem góður Guð hef- ur gefið okkur er Kærleikurinn, fag- ur en jafnframt brothættur nema með hann sé farið varlega með hreinu hjarta og óskiptu. Maður elskar ekki að hluta eða í brotum, líkt og Guð elskar okkur ávallt óskipt. Kærleikur Guðs er óendan- legur og sá grunnur sem allt byggir á. Í daglegu lífi og starfi umvafði Bolli allt samferðarfólk sitt, fjöl- skyldu og vini með hlýjum og breið- um faðmi sínum og veitti öllum af bikar kærleikans bæði ríkulega og óskilyrt. Í Bolla kristallaðist hinn hreini sannleikur þess að vera bróð- ir meðbræðra sinna og sannur vin- ur. En nú er dagur dómsins runninn upp fyrir Bolla en ég er sannfærður um það að okkar elskaði himnafaðir hefur fagnað komu hans í ríki sitt og umvefur hann nú líkt og Bolli gerði ævinlega sjálfur við aðra. Ég horfi nú á eftir góðum dreng, miklum manni en umfram allt alveg einstökum og góðum vini og er þakklátur fyrir að hafa átt samleið með honum árin öll. Guð blessi ávallt minningu tengdaföðurs míns. Egill Örn Arnarson. Bolli Gústavsson ✝ Sr. Bolli ÞórirGústavsson fæddist á Akureyri 17. nóvember 1935. Hann lést á Landa- kotsspítala 27. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ 4. apríl. Bolla verður minnst í Akureyr- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Laufáskirkjugarði, í kyrrþey. Ég gleymi ekki þeim degi sem ég hitti Bolla fyrst á Hólum í Hjaltadal. Þá var hann nývígður biskup en ég nýr í hagfræði- námi. Við tjáðum hvorum öðrum fá- fræði í fagi hins. Hins vegar kom í ljós að við höfðum báðir mikinn áhuga á íslenskum fræðum. Það var ákaf- lega gaman að heyra Bolla tala. Mér finnst sem ég heyri enn ten- órrödd hans hljóma styrka og skýra – en umfram allt dillandi hlátur. Skaparinn gaf Bolla margt umfram aðra – hæfileika sem hefðu dugað honum til frama í málaralist, skáld- skap, söng, leiklist eða íslenskum fræðum. Ef heitið fjöllistamaður væri ekki þegar frátekið í íslenskri tungu fyrir sirkusfólk hefði ég svo gjarnan viljað velja það fyrir Bolla. En ekki aðeins það. Hann var ákaf- lega skemmtilegur og hlýr persónu- leiki með leiftrandi kímni. Bolli var af hinni frægu Sandsætt sem getið hefur af sér svo mörg skáld. Rætur hans liggja til þing- eysku gullaldarinnar þegar bændur þar nyrðra stofnuðu samvinnufélög og lestrarfélög – og hófu síðan að skrifa skáldsögur og róttækar rit- gerðir. Þar var íslensk sveitarmenn- ing slípuð til fágunar með skandin- avískum skáldum á borð við Hamsun, Lagerlöf og Ibsen – og norður þar mótaðist Bolli. Þessi vakning átti sér framhaldslíf á Ak- ureyri eftir stríð þegar sveitirnar tæmdust og skáld á borð við Heið- rek Guðmundsson, Braga Sigur- jónsson, Davíð Stefánsson, Kristján frá Djúpalæk gengu þar um götur – oft í fylgd með séra Bolla því þessi skáld voru flest vinir eða frændur af Sandsætt. Skrif Bolla endurspegla þetta merka skáldasamfélag. Hér má sérstaklega nefna bækurnar Fjögur skáld í för með presti eða Vorgöngu í vindhæringi en einnig skrifaði hann ótal greinar í sömu veru, t.d. sem leikhúsgagnrýnandi. Ritstíll Bolla er fágaður. Hann hafði ótrúlega færni í beitingu orða sem aðeins íslenskumenn með gott minni, mikla bókvísi og næmt skáld- legt innsæi geta öðlast. Ég hef held- ur ekki þekkt neinn annan þar sem svo lítill munur var á mæltu og rit- uðu máli – svo gott vald hafði hann á hinu talaða orði. Ég sjálfur held mest upp á ljóðabók hans – Borð- nauta – þar sem mér finnst vald hans á orðum og lýriskt næmi fyrir fólki og náttúru njóta sín sem best. En helsta framlag hans til íslenskra fræða er hin vandaða útgáfa hans á ljóðum séra Björns Halldórssonar. Það var köllun Bolla að ganga í þjónustu kirkjunnar og sitja Laufás og Hóla með sóma sem prestur og biskup. Í þessari þjónustu fengu all- ir hæfileikar hans að njóta sín að einhverju marki – t.d. hef ég aldrei heyrt messu sungna eins fallega og hjá séra Bolla. Í þessu starfi skilaði hann góðu verki. Við Bollum bjuggum báðir á Hól- um og síðar varð hann tengdafaðir minn og afi barna minna. Ég minn- ist margra góðra samverustunda með honum og fjölskyldunni. Við sátum einnig löngum stundum í bókastofu hans og ræddum saman. Ég er mjög þakklátur fyrir þessar stundir enda hafa þær skilið tölu- vert eftir sig. Það er ekki aðeins að hann hafi uppfrætt mig heldur hafa viðmið hans sem íslenskumanns orðið mér fyrirmynd. Það var mér ákafleg raun – líkt og fyrir aðra í fjölskyldunni – að sjá skaparann draga gjafir sínar til baka frá Bolla í veikindum sem stóðu í tæpan ára- tug. Mér fannst það ekki sann- gjarnt. En hann tókst sjálfur á við veikindi sín af æðruleysi og trúfestu – jafnvel þó ég hygg að hann hafi vitað með þónokkrum fyrirvara hvert stefndi. Mér finnst lán að hafa þekkt hann. Ásgeir Jónsson. Séra Bolli Gústavsson naut virð- ingar í samfélaginu fyrir störf sín í þágu kirkju og kristni sem og fyrir lista- og menningarlíf þjóðarinnar. Orðsins list var eðlilega fyrirferð- armest í lífi kennimannsins, en séra Bolli var góður penni og skörulegur ræðumaður með hljómmikla rödd. Teikningar hans, sem prýða bæði veggi og bækur, sýna hve honum var margt til lista lagt, þótt minni tími gæfist til að sinna þessum þætti listsköpunar en listamaðurinn hefði viljað. Eftir að séra Bolli varð vígslubiskup á Hólum heimsótti hann m.a. kirkjurnar í Svarfaðardal og var eftirminnilegt að hlýða á hann fjalla um kirkjugripina og kirkjuhúsin, gefa góð ráð um hvern- ig best skyldi fara með varðveislu menningarverðmæta og einnig hverju hann taldi æskilegt að breyta eða bæta. Um árabil áttum við mikið og gott samstarf í sálmabókarnefnd þar sem þekking séra Bolla á sálma- kveðskap og ljóðlist kom skýrt fram, auk þess sem hann var söng- maður góður og fann fljótt hvort lag og texti ættu samleið. Séra Bolli var virkur í æskulýðsstarfi kirkjunnar í Hólastifti, lagði starfinu í sumar- búðunum við Vestmannsvatn lið og var einnig ritstjóri Æskulýðsblaðs- ins. Það var gefandi og gaman að starfa með séra Bolla, sem setti mark sitt á fundi og samverur hvar hann kom, glaðvær og hláturmildur. Þakklæti og gleði umvefja minning- arnar um líf hans og störf. Guð helgi þær og gefi eiginkonu hans, frú Matthildi Jónsdóttur, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum huggun og frið. Jón Helgi Þórarinsson. Hið eilífa snertir manninn eins og há- fjallakyrrð. Eins og dásamlegur friður. Eins og hamingja, sem ekki verður lýst með orðum. … Eins og hlýr geislastafur, sem brýst í gegnum ský; brýst í gegnum kulda – svo er kærleikur hins dularfulla. Svo mælti Sigurjón Friðjónsson á Litlulaugum í Skriftamálum ein- setumannsins, kveri sem Bolla Þóri Gústavssyni var hugleikið. Við vorum systrasynir, hann elst- ur barna systranna úr Glerárgötu 3 á Akureyri, ég yngstur. Ég fæddist þegar hann var á fermingaraldri og man því fyrst eftir honum um það leyti sem hann lauk stúdentsprófi. Elstu systkini mín voru hins vegar litlu yngri en hann og raunar alin upp í návist með honum, svo mikill samgangur var á milli mæðra okkar og fjölskyldna þeirra. Bolli Þórir var heitinn eftir móð- urbróður okkar, sem lést ungur, og Þórunni Friðjónsdóttur frá Sandi í Aðaldal, ömmu okkar. Amma var ekki síður bókelsk en hálfbræður hennar, skáldin Sigurjón á Litlu- laugum og Guðmundur á Sandi, og skírði börnin sín nöfnum úr nor- rænni goðafræði og fornbókmennt- um. Hún var jafnaðarmaður eins og albræður hennar, Erlingur Frið- jónsson alþingismaður og Halldór ritstjóri á Akureyri. Sjálf hét hún eftir Þórunni Jónsdóttur, sem var tíu barna móðir og tvisvar ekkja og Guðmundur á Sandi orti um: „Hún lærði kverið og annað ei/ nema iðj- unni kröftum að fórna./ En kennt gat hún biskupnum kærleik og trú/ og kónginum öðrum að stjórna.“ Bolli var alinn upp við áhuga Hlínar, móður sinnar, á bókmenntum og mannfélagsmálum. Hann hlaut einnig í vöggugjöf létta lund hennar og kímni. Frá Gústav, föður sínum, hlaut hann góða söngrödd, dráttlist og að vera hvers manns hugljúfi í umgengni. Foreldrar hans unnust hugástum og elskusemi þeirra var öðrum til eftirbreytni. Móðursystur mínar voru kirkjuræknar og léðu kirkjustarfi lið. Áhugi Bolla á trú- málum var því heimafenginn en jafnframt ræktaður í unglingastarfi í Akureyrarkirkju. Þótt við systk- inin og foreldar okkar sýndum trú- málum ekki áhuga lét Bolli það jafn- an afskiptalaust eftir að hann varð guðfræðingur og vígðist til prest. Enda skiptum við okkur heldur ekki af störfum hans innan kirkjunnar þótt við fögnuðum áföngum lífs hans, hvort sem þeir voru á andlegu eða veraldlegu sviði. Bolli jarðsöng foreldra mína og bróður, leikfélaga sinn, sem dó ungur. Það stóð ekki í vegi að faðir minn væri utan kirkju. Hann hafði lært þann kærleik og trú sem Guðmundur á Sandi taldi Þór- unni, þá sem Bolli hét eftir, geta kennt biskupnum. Í prédikanasafni Bolla, Lífið sæk- ir fram, sem fjölskylda hans gaf út fyrir síðustu jól, birtist sá lágkirkju- legi kærleiksboðskapur sem jafnað- armaðurinn Jesús boðaði og Bolli ólst upp við. Það er fagnaðarefni að hann gleymdi aldrei uppruna sínum meðal alþýðufólks á Akureyri þrátt fyrir upphefð innan kirkjunnar. Nú er Bolli leystur frá þeirri nauð sem sjúkleikinn hefur skapað honum á undanförnum árum. Hvíli hann í dásamlegum friði í Laufási við Eyja- förð, í skjóli Kaldbaks þar sem ei- lífðin snertir manninn. Úlfar Bragason. Kveðja frá MA-stúdentum 1956 Íslenska þjóðkirkjan hefur átt því láni að fagna að eiga innan sinna vé- banda marga afbragðsmenn. Einn þeirra var séra Bolli Þórir Gústavs- son bekkjarbróðir okkar og kær vin- ur sem nú er látinn. Hann var sá eini úr okkar hópi sem valdi sér þá leið að gerast þjónn kirkjunnar en við getum glaðst yfir og verið stolt af fulltrúa okkar á þeim vettvangi. Kirkjan naut í ríkum mæli mann- kosta hans og óvenju fjölbreyttra hæfileika. „Allir vita að glaður vinur er eins og sólskinsdagur sem stráir birtu í kringum sig og það er á færi okkar flestra að gera þennan heim að höll eða fangelsi,“ sagði vitur maður eitt sinn. Bolli gerði heim þeirra sem honum kynntust að höll með glaðværð sinni og yndislegu viðmóti. Þannig munum við hann. Náðargáfur hans á svo mörgum sviðum nýttust í skólastarfi og auðg- uðu það. Hann var frábær teiknari, teiknaði kostulegar skopmyndir af skólasystkinum sínum, hafði fallega söngrödd og tók þátt í kórstarfi inn- an skólans, var ágætur leikari og svo var gleði hans og hlýja fögnuður hvers dags. Í ljóði sem Bolli orti um endadægur séra Björns Halldórs- sonar í Laufási er þetta erindi: Í lágum dyrum slær þreytt hjarta hinsta slag í veiku brjósti og við tekur voldugur hljómur fjarlægra klukkna Síðustu æviárin voru Bolla og fjöl- skyldu hans erfið og hjarta hans var þreytt um það er lauk. En trú hans var sterk og fullvissa um það að eftir hið hinsta slag tæki við nýr heimur, nýtt líf í voldugum hljómi fjarlægra klukkna. Við sendum öllum ættingjum Bolla innilegar samúðarkveðjur. Jóhann H. Emilsson. Presturinn okkar til margra ára- tuga hefur kvatt þennan heim. Þeg- ar litið er til þess hversu heilsan var döpur síðustu árin má þakka fyrir að baráttunni við ólæknandi sjúk- dóm er lokið. Síðustu árin voru mjög erfið nánustu aðstandendum. Það er margs að minnast frá þeim árum þegar sr. Bolli var prestur í Laufási. Þau hjónin, hann og Matthildur, bjuggu sér glæsilegt heimili þar, sem bar vott um mikinn myndar- skap og listsköpun. Barnahópurinn stækkaði og erfði frá foreldrum sín- um sköpunargleði og listræna hæfi- leika. Sr. Bolli var bæði skáld og mynd- listarmaður. Hann átti einstaklega auðvelt með að koma hugsunum sín- um í orð. Sérstaklega eru okkur minnisstæðar fallegar ræður sem hann flutti á viðkvæmum kveðju- stundum við útfarir. Hann hafði einnig einkar fallega framsögn og rödd sem hljómaði ógleymanlega í kirkjunni okkar í Laufási. Mikill vinskapur tókst með föður okkar Sverri á Lómatjörn og sr. Bolla. Fyrir það viljum við systurnar þakka sérstaklega og vitum að sú vinátta skipti þá báða miklu máli. Við vottum Matthildi og fjölskyld- unni allri dýpstu samúð. F.h. fjölskyldunnar, Valgerður Sverrisdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GEIR GUNNARSSON fyrrv. alþingismaður lést laugardaginn 5. apríl á Landsspítalnum við Hringbraut. Ásta Lúðvíksdóttir, Gunnar Geirsson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Lúðvík Geirsson, Hanna Björk Lárusdóttir, Hörður Geirsson, Jóhanna S. Ásgeirsdóttir, Ásdís Geirsdóttir, Jón Páll Vignisson, Þórdís Geirsdóttir, Guðbrandur Sigurbergsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.