Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 15 MENNING Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík MacBook Air. MacBook Air 1,6 GHz 13,3” hágljáa skjár Intel Core 2 Duo 80 GB 2 GB 1280 x 800 dílar Þráðlaust netkort (802.11n) Bluetooth / iSight 0,4–1,94 cm þunn / 1,36 kg 5 klst. rafhlöðuending 219.990 MacBook Air 1,8 GHz 13,3” hágljáa skjár Intel Core 2 Duo 80 GB 2 GB 1280 x 800 dílar Þráðlaust netkort (802.11n) Bluetooth / iSight 0,4–1,94 cm þunn / 1,36 kg 5 klst. rafhlöðuending 249.990 MacBook Air er komin til landsins. Komdu og sjáðu með eigin augum í Apple-versluninni á Laugavegi 182. LEIKLIST Möguleikhúsið Aðventa Leikgerð Öldu Arnardóttur á sögu Gunn- ars Gunnarssonar. Pétur Eggerz flytur og bregður sér í hlutverk helstu persóna. Hljóðmynd: Kristján Guðjónsson. Leik- mynd og búningar: Messíana Tóm- asdóttir. Lýsing: Bjarni Ingvarsson. AÐVENTA eftir Gunnar Gunn- arsson er byggð á persónu Benedikts nokkurs Sigurjónssonar sem lagði af stað með öðrum þann 10. desember 1925 í leit að kindum en hélt svo áfram eftir að hinir hættu við þremur dögum síðar. Upp úr þessu samdi Gunnar langa smásögu sem hét Góði hirðirinn sem hann síðan tálgaði nið- ur í Aðventu. Hún var fyrst gefin út í Þýskalandi árið 1936, síðan þýdd á ís- lensku af Magnúsi Ásgeirssyni og birtist hérlendis árið 1939. Í nýjustu útgáfu hennar (Bjartur 2007) er sag- an um tuttugu þúsund orð eða rúm- lega áttatíu síður. Að breyta einni af frægustu smá- sögum landsins í leikrit er talsvert af- rek. Alda Arnardóttir gerir þetta svo prýðilega að maður undrast af hverju engum hafði dottið það í hug áður. Frásögn Gunnars er í þriðju persónu en það er innri rödd Benedikts og samtöl hans sem knýja söguna áfram og þau nýtir Alda vel í leikgerðinni. Þar sem sýningin er ekki nema ein klukkustund er óhjákvæmilega margt sem er stytt eða sleppt og þar á meðal ýmsar heimspekilegar vangaveltur höfundar. Hins vegar tekst Öldu sérstaklega vel að skapa lifandi mynd af þessum ljúfa manni. Það er mikið álag fyrir Pétur Eggerz að leika öll hin hlutverkin og sér- staklega þar sem hann þarf stundum að skipta á milli þeirra á stuttum tíma. Þetta hlýtur hann að slípa til með hverri sýningu. Aðdáunarvert er hvernig Pétur lifir sig inní hlutverkin en þó vantar upp á tæknina hjá hon- um til þess að skilja betur á milli per- sónanna. Hljóðmynd Kristjáns Guð- jónssonar fer vel í þessum einleik og sviðsmynd Messíönu Tómasardóttur, eins og sagan sjálf, segir miklu meira en það sem við sjáum við fyrstu sýn. Það kann að vera undarlegt að sýna verk sem heitir Aðventa um páska en Benedikt segir í upphafi sögunnar að hann hafi smám saman komist að því að „allt hans líf væri orðið ein aðventa“, eins konar bið „eftir einhverju betra, eftirvænting, undirbúningi – þeirri ákvörðun að láta gott af sér leiða“. Því miður rím- ar það ekki við ákvörðun mennta- málaráðuneytisins að veita Mögu- leikhúsinu ekki styrk í ár. Kannski ættu menn hjá úthlutunarnefnd ráðuneytisins að lesa sögu Gunnars aftur, og enn betra væri að fara á þessa sýningu og endurskoða ákvörðun sína. Martin Stephan Regal Aðventa eða „að láta gott af sér leiða“ Leikarinn Pétur Eggerz fer með öll hlutverkin í sýningunni. MYNDLIST Listasalur Mosfellsbæjar Birtingarmynd hins óendanlega, málverk, Bryndís Brynjarsdóttir bbnnn Til 26. apríl. Opið mán. til fös. frá kl. 12– 19 og lau. 12–15. Aðgangur ókeypis. MYNDEFNI Bryndísar á sýningu hennar í Listasal Mosfellsbæjar er huglægt og hefur enga efnislega ásýnd nema þá sem við kjósum að gefa því. Birtingarmynd hins óendanlega nefnir hún sýningu sína og lýsir það töluverðum metn- aði. Bryndís sýnir nokkur stór mál- verk og lágmynd, unna úr þrí- víðum, lausum einingum sem sam- an gefa til kynna hreyfingu, eins og agnir á ferð út frá ósýnilegum kjarna. Það er kraftur í verkinu en það takmarkast nokkuð af rýminu og hugmyndin felur ekki í sér mjög persónulega nálgun við myndefnið út frá titli sýningar. Málverkin eru að hluta til per- sónulegri verk, þá sér í lagi stór þríleikur sem sýnir konu sem gæti hugsanlega verið listakonan sjálf, opna hug sinn fyrir utanaðkom- andi krafti, kannski lífskrafti? Séu verkin lesin frá vinstri til hægri er þriðja verkið sér í lagi órætt – er persónan fönguð eða frjáls? Önnur málverk sýna m.a. átthyrnings- mynstur sem getur haldið áfram í hið óendanlega og mynstur sem tengjast þeirri hreyfingu sem gef- in er til kynna í lágmyndinni. Sýning Bryndísar er metn- aðarfull, viðfangið er stórt en birt- ingarmynd þess nokkuð þung í vöfum, eins er þröngt um verkin í salnum, þau kalla á meira rými og andrúm bæði í kringum sig og eins innan verkanna sjálfra. Slíkt rými er að finna í lágmyndinni en mál- verkin eru meira niðurnjörvuð. Bryndís hefur getu til verka sem njóta sín vel í stóru rými og kraft sem nyti sín ef vill enn betur væri hann lausbeislaðri og úrvinnsla myndefnis persónulegri en hér er raunin. Sýning hennar fæst við sammannlegar spurningar sem hver og einn svarar með sínum hætti og að því leyti aðgengileg. Ragna Sigurðardóttir Takmörk lífs og listar Morgunblaðið/Valdís Thor Metnaðarfull „Bryndís sýnir nokk- ur stór málverk og lágmynd, unna úr þrívíðum, lausum einingum,“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.