Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 94. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Dubbeldusch >> 33 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu DROPINN DÝRI HVERNIG ER HÆGT AÐ SPARA BENSÍNIÐ? FÁ SÉR HJÓL EÐA SKIPTA UM BÍL? >> 17 FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ELSKU pabbi, ekki kaupa bíl,“ segir í sígildu barnalagi Hrekkju- svínanna. Víst er þó að margir eru bílarnir og hefur subbuskapur í mið- borginni af bílaumferð aukist. Hér þarf að grípa í taumana enda hefur sigið á ógæfuhliðina í þessum málum á undanförnum mánuðum og árum, sagði Gísli Marteinn Baldurs- son, formaður umhverfis- og sam- gönguráðs, á borgarstjórnarfundi í síðustu viku. Æ fleiri bílum sé lagt á gangstéttar, á torgum miðborgar- innar og víðar, þar sem þeir trufla umferð gangandi fólks. Í dag funda lögreglan, Bílastæða- sjóður og Reykjavíkurborg um vandann, að sögn Pálma F. Rand- verssonar, sérfræðings í samgöngu- málum hjá umhverfis- og samgöngu- sviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að vonandi verði farið í átak gegn umferðarhegðun sem þessari í framhaldinu. Sektir fyrir að leggja ólöglega hjá Reykjavíkurborg eru miklu lægri en gengur og gerist á hinum Norður- löndunum að sögn Pálma. Hér kost- ar 1.500 krónur að leggja ólöglega, en gjaldið er 900 krónur ef greitt er innan þriggja daga. Í nágrannalönd- unum eru sambærilegar sektir um 10.000 íslenskar krónur. En vantar stæði í miðborginni? Fyrir utan stæði í íbúagötum eru nokkur bílastæðahús í miðbænum; í þeim eru alls 2.500 stæði, segir Brynjólfur Gíslason, fulltrúi hjá Bílastæðasjóði. Önnur gjaldskyld bílastæði eru um 1.280 talsins. Nýtingin á stæðunum sem Bíla- stæðasjóður hefur umsjón með er misjöfn. Sum stæðanna eru mjög vel nýtt en annars staðar er nýtingin lakari. Gildir það t.d. um nýlegt bíla- stæðahús á Stjörnureit á Laugavegi. Fram kom í skýrslu sem gerð var hjá borginni fyrir tveimur árum að hlutfall bílastæða í miðbænum er miklu hærra hér en í öðrum Evrópu- löndum og Bandaríkjunum. Hér eru stæðin um 800 á hver 1.000 störf, en sama tala er um 270 í Evrópu og 500 í Bandaríkjunum. Gísli Marteinn Baldursson benti á síðasta borgarstjórnarfundi á að á næstunni bætist við 1.600-1.800 stæði undir nýja Tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu. Bílakjallarann eigi að opna á næsta ári. Borgin hafi hér sof- ið á verðinum því ekki hafi enn verið gert ráð fyrir að fækka stæðum á yf- irborðinu, þegar allur þessi fjöldi stæða bætist við. Átak gegn subbuskap bílstjóra í miðbæ? Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólöglegt Algengt er að bílstjórar leggi bílum sínum ólöglega í miðbænum. Lögregla, Bílastæðasjóður og Reykja- víkurborg funda um vandann í dag TOGARINN Sturlaugur H. Böðvarsson fékk trollpokann í skrúfuna úti á Melsekk í lok vik- unnar. Skipið varð vélarvana og dró skuttog- arinn Ottó N. Þorláksson Sturlaug að landi. Fé- lagar úr Köfunarþjónustu Íslands fóru niður að skrúfunni og skáru úr henni, en verkið tók einn og hálfan sólarhring. Rúnar Stefánsson, útgerðarstjóri HB Granda, sem gerir báða togarana út, segir að megnið af aflanum í troll- inu hafi verið farinn úr því, þegar togarinn kom að landi. Aðeins smotterí var í pokanum. Morgunblaðið/Júlíus Togarinn Sturlaugur H. Böðvarsson fékk trollpokann í skrúfuna VÍSBENDINGAR eru um að hin alvarlega árás sem gerð var á öryggisvörð í 10-11 verslun í Aust- urstræti í gærmorgun hafi verið hefndaraðgerð sem vísvitandi var beint gegn öryggisverðinum fyrir afskipti af árásarmanninum vegna óláta fyrr um kvöldið. Þetta segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri 10-11. Árásarmaðurinn var hnepptur í þriggja daga gæsluvarðhald vegna árásarinnar og er málið í rannsókn lögreglunnar. Sigurður segir að árásarmaðurinn hafi upphaf- lega komið reykjandi inn í búðina en verið vísað út. Hafi hann þá sýnt mótþróa svo kalla varð á lög- reglu sem fjarlægði hann og veitti honum tiltal í lögreglubíl. „Stundu síðar kom þessi aðili aftur og vildi hefna sín,“ segir Sigurður. „Öryggisvörðurinn hafði þá brugðið sér út fyrir dyr verslunarinnar og var að beygja sig eftir einhverjum hlut. Þá virðist sem árásarmaðurinn hafi staðið þar tilbúinn með glerflösku sem hann sló öryggisvörðinn með.“ Starfsmaðurinn er nú alvarlega slasaður á gjör- gæsludeild Landspítalans. Að sögn læknis á gjör- gæsludeild gekkst hann undir aðgerð á höfði í gær og er til eftirlits á deildinni. Hann er þó ekki í önd- unarvél. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók árás- armanninn og leiddi hann fyrir dómara með kröfu um gæsluvarðhald. Að sögn lögreglu reyndust áverkar öryggisvarðarins mun alvarlegri en talið var í fyrstu með því að blætt hafði inn á heila. 10-11 verslunin í Austurstræti er opin allan sól- arhringinn og segir Sigurður Reynaldsson að hún sé vel mönnuð öryggisvörðum. Telur árásina hefndaraðgerð  Framkvæmdastjóri 10-11 í Austurstræti segir árás á öryggisvörð í gærmorgun mjög alvarlega  Hinn slasaði hlaut heilablæðingu og liggur á gjörgæsludeild Dakar. AFP. | Stjórnvöld í Afríku- ríkjum standa frammi fyrir hrinu óeirða vegna hækkunar á mat- væla- og eldsneytisverði. Fjörutíu manns lágu í valnum eftir óeirðir í Kamerún í febrúar og mannskæðar óeirðir hafa orð- ið á Fílabeins- ströndinni og í Máritaníu. Átök hafa einnig blossað upp milli lögreglumanna og mótmælenda í Senegal og Búrkína Fasó þar sem boðað hefur verið alls- herjarverkfall á morgun vegna verðhækkana. Yfirvöld í Egypta- landi afstýrðu í gær verkfalli með því að hóta hörðum aðgerðum gegn þeim sem tækju þátt í mót- mælum vegna verðbólgu og lágra launa. Kanayo Nwanza, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Alþjóðaþróunarsjóðs landbúnaðarins (IFAD), einnar af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að óeirðirnar geti breiðst út til annarra landa. Fjármálaráðherrar Afríkuríkja sögðu á fundi í vikunni sem leið að verðhækkanirnar stefndu „hag- vexti, friði og þjóðaröryggi margra ríkja í verulega hættu“. Verð á hrísgrjónum hefur til að mynda hækkað um 300% í Síerra Leóne, einu af fátækustu löndum heims, og um 50% á Fílabeins- ströndinni, í Senegal og Kamerún. Verð á pálmaolíu, sykri og hveiti hefur einnig snarhækkað í álfunni. Blóðugar óeirðir breiðast út Allt að 300% hækkun á hrísgrjónaverði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.