Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum til Alicante 9. apríl. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á ótrúlegum kjörum. Takmarkað framboð af sætum á þessu verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Alicante 9. apríl frá kr. 14.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 14.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið (KEF-ALC) með sköttum, 9. apríl. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 24.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, út 9. apríl og heim 10. maí. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir bendir á að fyrirhugaðar breytingar á lögum um matvæli séu óhjákvæmilegar fyrir Ísland með því að Evrópusambandið er stærsti útflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskar fiskafurðir. „Og það er því einfaldlega krafa af hálfu ESB að við tökum í staðinn upp matvælalöggjöf ESB,“ segir hann. Samkvæmt stjórnarfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra um hina nýju matvælalöggjöf er gert ráð fyrir heimild til hvers konar innflutnings á hráu kjöti sem vottað er af viðurkenndum stofn- unum. Halldór bendir þó á að hrátt kjöt hefur í töluverðum mæli verið flutt til landsins um árabil, þrátt fyrir bann þar að lútandi. Ráð- herra geti hins vegar leyft inn- flutning á hráu kjöti að fengnum meðmælum yfirdýralæknis ef vott- orð standast skoðun embættisins. „Breytingin með fyrirhuguðu frum- varpi felst í að kjöt frá ESB þarf ekki lengur að sæta skoðun yf- irdýralæknis, heldur kemur varan með vottorð frá framleiðanda sem svo aftur er undir eftirliti stofnana í viðkomandi ríki.“ Hvað með kamfýlóbakterinn? Halldór bendir á þá staðreynd að kjúklingakjöt frá mörgum Evrópu- löndum getur verið mengað af kamfýlóbakter og það veldur mest- um áhyggjum eins og staðan er nú. „Nú erum við að leita leiða til að fyrirbyggja að fluttur verði inn kjúklingur sem er síðri að gæðum en sá sem framleiddur er hérlend- is. Löggjöfin heimilar ekki að ís- lensk matvælayfirvöld setji kröfur á að innfluttur kjúklingur sé próf- aður fyrir kamfýlóbakter en þessi mál eru mjög til umræðu á vett- vangi ESB. Norðurlandaþjóðirnar hafa náð tökum á kamfýlóbakter- mengun í innlendri framleiðslu. Nágrannaþjóðir okkar vilja eðli- lega hafa ráð með að verjast inn- fluttu kjúklingakjöti vegna meng- unar og benda má á að Danir hafa þegar gripið til aðgerða með því að endursenda kjöt til framleiðslu- landanna ef varan stenst ekki próf- un. Strangt til tekið samræmast slík inngrip ekki meginhugsun matvælalöggjafar ESB um frjálst flæði matvæla. Það eru vissir fyr- irvarar í löggjöfinni sem Danir hafa túlkað með fyrrnefndum hætti en það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort inngrip þeirra standist að fullu. Ef þetta gengur upp hjá Dönum geta Íslendingar fylgt í kjölfarið.“Um 7.400 tonn af kjúk- lingkjöti voru framleidd á innlend- um markaði í fyrra og starfa allt að 500 manns í greininni að sögn Matthíasar H. Guðmundssonar for- manns Félags kjúklingabænda. Hann telur að nýja löggjöfin muni þrengja að kjúklingabændum og erfitt verði að keppa við aukinn innflutning í verði. „Spurningin er þó hvort verndartollar á innfluttu kjöti verði felldir niður,“ segir hann. „Á það má líka benda að allt kjúklingakjöt frá innlendum fram- leiðendum er prófað fyrir salmon- ellu og kamfýólbakter áður en það er sett á markað, en innflutta kjöt- ið er aðeins prófað fyrir salmónell- unni. Ég myndi því ætla að gagn- vart neytendum væri með auknu erlendu framboði verið að bjóða upp á minni gæði. Spurningin er því hvort neytendur muni velja ís- lenskt vegna gæðanna eða erlent vegna verðsins. Innlendir kjúk- lingabændur ættu að geta séð sóknarfæri í að benda á þessa hluti í þeirri samkeppni sem er fyrirsjá- anleg.“ Með fyrirhugaðri löggjöf er tekið stórt skref að mati Finns Árnason- ar forstjóra Haga en á hinn bóginn eru fyrirvararnir þeir hvernig tollamálum verður háttað. „Þetta kemur til með að auka framboðið af kjöti en lykillinn að því eru tolla- lækkanir,“ segir hann. „Tollar á innfluttu kjöti hamla því að hægt sé að lækka verðið eins og staðan er í dag. En löggjöfin mun vissu- lega gefa mikil og fjölbreytt tæki- færi í innflutningi á kjöti og hér er um að ræða alveg nýjar víddir á því sviði. En tollarnir verða að lækka til að þetta verði verulega áhugavert fyrir neytendur. Það er eitt að geta boðið vöruna en það selst ekki mikið af henni ef hún er dýr.“ Finnur segir Haga nú þegar með tengsl við kjötframleiðendur í Evr- ópu og á Norðurlöndum. Muni Hagar flytja inn kjöt frá viðkom- andi aðilum, bæði lífræna vöru og hefðbundna á grundvelli nýrrar löggjafar. Hann bendir á að ferskt nautakjöt henti best í flutning þar sem flutningstíminn nýtist í meyrnun. En kjúklingur og svína- kjöt sé miklu viðkvæmara fyrir flutningi sem ferskvara. Úrvalið meira en spurning um verð Hrátt kjöt frá ESB þarf ekki skoðun yfirdýralæknis samkvæmt boðaðri matvælalöggjöf Halldór Runólfsson Matthías H. Guðmundsson Finnur Árnason Í HNOTSKURN »Í frumvarpi til nýrra matvælalaga er kveðið áum að leitast skuli við að vernda hagsmuni neyt- enda og gefa þeim kost á upplýstu vali með tilliti til matvælanna sem þeir neyta. »Allur innflutningur búfjárafurða, sjávarafurðaog lifandi ferskvatns- eða sjávardýra frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins skal fara um landamærastöðvar. HÁTT í þrjú hundruð manns fóru um nýju jarðgöngin úr Siglufirði til Héðinsfjarðar í gær. Þarna var um kynnisferð að ræða sem bæj- arstjórn Fjallabyggðar bauð til og voru tvær rútur í förum sem fluttu alls 60 manns í ferð. Tilgangurinn var að gefa al- menningi kost á að sjá göngin sem komin eru og einnig landslagið í Héðinsfirði en þótt allmargir Sigl- firðingar hafi komið til Héðins- fjarðar á sjó hafa tiltölulega fáir komið svo framarlega í fjörðinn sem gangamunninn er. Ferðin mæltist mjög vel fyrir enda var veður sérlega gott, milt og bærð- ist ekki hár á höfði. Þótti fólki fróðlegt að skoða þá miklu fram- kvæmd sem jarðgöngin eru, en jafnframt er ljóst að gríðarmikil vinna er eftir við þau þar til mannvirkið verður fullgert. Vel sást móta fyrir því hvar gang- amunninn verður að austanverðu í Héðinsfirði en um 600 metrar verða milli gangamunnanna. Vinna við austari göngin í Héðins- firði mun hefjast fljótlega og verð- ur þá borað báðum megin frá. Margir skoðuðu jarðgöngin Morgunblaðið/Örn Þórarinsson ATVINNUBÍLSTJÓRAR gerðu hlé á mótmælum um helgina en buðu þess í stað gestum sýningarinnar Sumarið 2008 í Fífunni upp á góð- gerðir. Þeir söfnuðu einnig undir- skriftum þar sem fólk skrifaði und- ir mótmæli gegn háum eldsneytisgjöldum ríkisins. Safn- aðist hátt á annað þúsund undir- skrifta, að sögn Sturlu Jónssonar. Bílstjórar hittust í gærkvöldi til að skipuleggja frekari mótmælaað- gerðir. Sturla vildi ekki upplýsa ná- kvæmlega hverjar þær yrðu. „En við ætlum ekki að vera í umferð- inni,“ sagði Sturla. Bílstjórarnir hafa opnað vef- svæðið www.samtaka.net þar sem eru upplýsingar um söfnunarreikn- ing til að standa straum af mögu- legum sektum, spjallkerfi og fleira. Ætla ekki að vera í umferðinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Veitingar Bílstjórar grilluðu pylsur og söfnuðu undirskriftum á Sumrinu 2008. Atvinnubílstjórar hittust í gærkvöldi til að skipuleggja frekari mótmæli GEIR H. Haarde forsætisráðherra sækir fund nor- rænu forsætis- ráðherranna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í í Norður-Svíþjóð dagana 8.–9. apr- íl. Fundinn sækja einnig Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem er staðgengill samstarfsráð- herra Norðurlanda, starfsmenn og tveir sérstakir gestir ráðherranefnd- arinnar. Þeir eru ritstjóri Frétta- blaðsins og aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Alls fara sjö héðan til fundarins. Í frétt frá forsætisráðuneytinu kemur fram að flugvél frá flugfélag- inu Erni hafi verið leigð til fararinn- ar og sparist með því 1-2 ferðadagar á mann. Kostnaðarauki miðað við að fljúga í áætlunarflugi er lauslega áætlaður vera 800-900 þúsund krón- ur, að sögn forsætisráðuneytisins. Fljúga til N-Svíþjóðar Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.