Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LÖGREGLAN í London handtók í gær 35 menn sem trufluðu hlaup með ólympíukyndilinn um götur borg- arinnar. Um þúsund manns tóku þátt í mótmælum gegn mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda, m.a. í Tíbet, og einum þeirra tókst næstum að hrifsa kyndil- inn af hlaupara. Farið var með kyndilinn um 48 kíló- metra langa leið um borgina og lögreglan ákvað að hann yrði fluttur með strætisvagni hluta leiðarinnar. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, fylgdist með því þegar komið var með kyndilinn að Downing Street 10 þótt hann hefði verið hvattur til að sniðganga hlaupið. Hann hélt þó ekki á kyndlinum. Lögreglumenn handtaka hér mann sem reyndi að ná kyndlinum. Reuters Hlaup með ólympíukyndilinn truflað Katmandu. AP, AFP. | Þetta var óvænt sýn í landi þar sem fólk er orðið vant óvæntum atburðum: Konungurinn sat við stýri Mercedes Benz-bifreiðar og ók konu sinni um fjölfarnar götur Katmandu, höfuðborgar Nepals. „Hann sat í framsætinu! Í umferð- inni!“ sagði Krishna Chetri, 56 ára kaupmaður í Katmandu. „Hvar er hátignin? Ég hefði aldrei trúað þessu.“ Útlit er fyrir að konungdæmið Nepal verði senn lagt niður formlega og þar með ljúki 269 ára valdatíma Shah-konunga sem voru álitnir end- urholgaðir hindúaguðir. Nepalar ganga að kjörborði á fimmtudaginn kemur til að kjósa þing sem á að semja nýja stjórn- arskrá með það að markmiði að koma á nútímalegu lýðræði. Fyrsta verkefni þingsins verður að afnema konungsveldið formlega. „Konungurinn hefur valdið of miklum skaða. Hann hefur sýnt okk- ur að við þurfum ekki konunga,“ sagði Krishna Prashad Sitaula, ráð- herra og leiðtogi miðflokks sem tók þátt í að semja um frið við uppreisn- arhreyfingu maóista. „Tákn Nepals“ Sumir Nepalar eru þó ekki vissir um ágæti þess að afnema konungs- veldið og óttast er að átök blossi upp í tengslum við kosningarnar. Maó- istar hafa sakað herinn um að und- irbúa valdarán til að verja konung- inn. „Konungurinn missti stuðning fólksins,“ sagði Ram Shresthra Pra- sad, 42 ára prestur í hofi í Katmandu. „En talið um veraldlegt lýðveldi er heimskulegt. Konungar okkar sköp- uðu Nepal. Þeir vernda hindúasið okkar. Konungarnir eru tákn Nep- als.“ Bráðabirgðaþing Nepals lýsti því þó yfir í janúar að landið væri verald- legt lýðveldi. Myndir af Gyanendra konungi voru teknar af veggjum verslana og peningum. Herinn er ekki lengur „konunglegur“ og sömu sögu er að segja um ríkisflugfélagið. Ekki er lengur minnst á konunginn í þjóðsöngnum. Þetta eru ekki einu dæmin um auðmýkingu Gyanendra konungs. Hann hefur verið sviptur opinberum fjárstyrk, sem nam sem svarar 230 milljónum króna á ári, tíu af höllum konungsfjölskyldunnar og helmingi lífvarða sinna, auk þess sem ríkið sér ekki drottningunni lengur fyrir kjól- um og snyrtum. Gyanendra er þó ekki á flæðiskeri staddur. Áður en hann varð kon- ungur hafði hann getið sér orð fyrir að vera séður kaupsýslumaður og fjárfest í ferðaþjónustu-, te- og tób- aksfyrirtækjum. Um 49% hlynnt konungsveldi Ráðgjafar og stuðningsmenn Gya- nendra vonast til þess að óeining stjórnmálaflokkanna verði til þess að þeir nái ekki samkomulagi um að af- nema konungsveldið og að konungs- ættin endurheimti stuðning almenn- ings. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að því fer fjarri að þjóðin sé ein- huga um að leggja konungdæmið niður. Könnun sem gerð var í janúar bendir til þess að 49% Nepala séu hlynnt því að konungdæmið haldi velli og 12% hafa ekki gert upp hug sinn. Hún leiddi á hinn bóginn í ljós að Gyanendra nýtur lítils stuðnings. Shah-ættin hefur verið við völd frá árinu 1769 þegar fyrsti konungur hennar sameinaði mörg konungsríki og landsvæði í eitt nepalskt ríki. Konungsfjölskyldan var sveipuð mikilli dulúð til ársins 2001 þegar Bi- rendra konungur, drottning hans og fleiri í fjölskyldunni voru skotin til bana. Talið er að þáverandi krón- prins landsins hafi verið að verki. Gyanendra, bróðir Birendra, varð þá konungur. Fjórum árum síðar vék hann rík- isstjórn landsins frá, tók sér alræð- isvald og hét því að binda enda á u.þ.b. tíu ára uppreisn maóista sem kostaði a.m.k. 13.000 manns lífið. Konunginum mistókst þetta og vin- sældir hans snarminnkuðu. Hann neyddist að lokum til að koma á lýð- ræði að nýju í apríl 2006 vegna fjöldamótmæla. Skömmu síðar lögðu maóistarnir niður vopn og á síðasta ári náðu þeir samkomulagi við helstu stjórnmálaflokka landsins um að leggja niður konungdæmið. Saka her Nepals um að undirbúa valdarán Kosið til þings sem á að afnema 269 ára konungsveldi AP Kosningabarátta Prachanda, leiðtogi flokks maóista í Nepal, á at- kvæðaveiðum í grennd við Katmandu í gær fyrir komandi þingkosningar. STJÓRNARFLOKKURINN í Sim- babve krafðist þess í gær að öll at- kvæðin í forsetakosningum, sem fram fóru fyrir rúmri viku, yrðu talin aftur. Morgan Tsvangirai, helsta forsetaefni stjórnarandstöð- unnar, hafnaði kröfunni og sagði hana fáránlega. Daginn áður hafði Tsvangirai lýst því yfir á blaðamannafundi í Harare að hann hefði fengið rúm 50% atkvæðanna, eða nógu mörg til að ná kjöri. Stjórnarflokkurinn ZANU-PF svaraði þessu með því að krefjast endurtalningar vegna meintra kosningasvika. Einn bandamanna Roberts Mu- gabe forseta skýrði frá því að flokk- ur Tsvangirais, Lýðræðishreyf- ingin, hefði óskað eftir viðræðum um myndun þjóðstjórnar en stjórn- arflokkurinn hefði hafnað því þeg- ar í stað. Mugabe, sem er 84 ára, og flokkur hans hafa verið við völd í 28 ár, eða frá því að Simbabve fékk sjálfstæði. Flokkur Mugabes krefst þess að atkvæðin verði talin aftur Reuters Hafnar endurtalningu Tsvangirai á blaðamannafundi í Harare. YFIRVÖLD í Texas fluttu 180 konur og börn af bú- garði sértrúarsafnaðar um helgina vegna gruns um kynferðisofbeldi á stúlkum og sifjaspell. Leiðtogi safnaðarins, Warren Jeffs, var hnepptur í fangelsi í fyrra eftir að hann var fundinn sekur um að hafa neytt 14 ára stúlku í söfnuðinum til að giftast frænda hennar. Stúlkurnar sem fluttar voru af búgarðinum eru frá sex mánaða til 17 ára. Sumar eru í umsjá yf- irvalda, en aðrar fara á fósturheimili. Jeffs bíður nú réttarhalda í Arizona, þar sem hann er ákærður fyrir aðild að fjórum sifjaspells- málum og kynferðisofbeldi á barni í tengslum við skipulögð hjónabönd. Alls eru um 10.000 manns í söfnuðinum, búsettir í Arizona og Utah, auk Texas. Söfnuðurinn klofnaði frá Mormónakirkjunni fyrir rúmri öld. Sam- kvæmt meginkenningunum sem söfnuðurinn fylgir þurfa karlar að taka sér að minnsta kosti þrjár konur til að komast til himna. Börn flutt af búgarði í Texas vegna gruns um kynferðisofbeldi Burt Konur og börn flutt úr búgarðinum. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseta og Vladímír Pútín Rúss- landsforseta tókst ekki að leysa deilu sína um fyrirhugað eld- flaugavarnakerfi Bandaríkja- manna í Evrópu á fundi sínum í rússneska bænum Sochi við Svarta- haf í gær. Þeir sögðu þó að löndin myndu eiga náið samstarf sín á milli þegar fram liðu stundir um eldflaugavarnir og önnur erfið mál. Þetta var síðasti fundur þeirra áður en Pútín lætur af embætti 7. maí. Þeir lögðu áherslu á að samstarf þeirra hefði verið gott síðustu sjö ár og hrósuðu hvor öðrum óspart þótt þeir viðurkenndu að þeir deildu enn um eldflaugavarnir og stækkun Atlantshafsbandalagsins. Reuters Kveðjufundur Pútín og Bush tak- ast í hendur eftir fund þeirra í gær. Tókst ekki að leysa deiluna CHERIE Blair, eiginkona forsætisráðherrans fyrrver- andi, hyggst höfða mál gegn blaðinu News of the World vegna fréttar um að hún eigi í „leynilegum illdeilum“ við Söru Brown, eiginkonu Gordons Browns, forsætisráð- herra Bretlands. Cherie Blair krefst þess að blaðið biðji hana afsökunar og greiði henni miskabætur vegna fréttar með fyrirsögninni „Þögult stríð: Leynilegar ill- deilur Cherie við Söru forsætisráðherrans“. Forsætisráðherrafrúin fyrrverandi hefur falið lög- mannastofunni Atkins í London að höfða mál gegn News of the World. Atkins hefur nokkrum sinnum áður unnið fyrir Blair-hjónin, til að mynda þegar blaðaútgáfan Associated Newspap- ers féllst á að greiða þeim „verulegar miskabætur“ í nóvember síðast- liðnum fyrir að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins. Cherie Blair lögsækir blað Cherie Blair CLINTON-hjónin voru skuldug þegar Bill Clinton lét af embætti forseta en tekjur þeirra á árunum 2000-2007 námu 109 milljónum dollara, sem svarar rúmum átta milljörðum króna. Ræðuhöld Bills Clintons víða um heim gáfu af sér tæpan helming teknanna, eða sem svarar um 3,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skatt- skýrslum sem Clinton-hjónin hafa gert opinberar. Þau greiddu sem svarar tæpum 2,5 milljörðum króna í skatta og gáfu jafnvirði 750 millj- óna króna til góðgerðastarfsemi. Þau eru nú á meðal 14.500 auð- ugustu fjölskyldna Bandaríkjanna. Tekjur Baracks Obama og eig- inkonu hans námu tæpri milljón dollara, sem svarar 75 milljónum króna, árið 2006. Clinton talaði fyrir 3,8 milljarða FILIP Vujanovic, forseti Svart- fjallalands, lýsti í gær yfir sigri í fyrstu forsetakosningunum í land- inu frá því að það sleit sambandinu við Serbíu. Vujanovic var spáð rúm- um 52% atkvæða. Vujanovic sigraði STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.