Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Sumarkápur
STÆRÐIR
42-52
KYNNUM
VOR- OG SUMAR
2008
DAGANA 3.-12. APRÍL
Hverfisgötu 6 101 Reykjavík
sími 562 2862
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„ÉG kem aldrei aftur. Íslendingar
hugsa of mikið um peninga.“ Þetta
voru ummæli fransks viðmælanda
Morgunblaðsins, Jean Claude Bertr-
and, í miðopnuviðtali sem birtist í
blaðinu fyrir tæpum 25 árum, nánar
tiltekið í september 1983. Þetta var
árið sem óðaverðbólga geisaði sem
aldrei fyrr. Bertrand var skipuleggj-
andi Íslandsrallsins þá um sumarið
og að yfirgefa landið þegar viðtalið
var tekið. Kvartaði hann sáran yfir
ofurháu verðlagi á Íslandi og sagði
sínar farir ekki sléttar; ,,Fyrir þá fáu
kílómetra sem ég hef ekið í rallinu
hef ég þurft að borga 3000% meira en
annars staðar sem ég hef skipulagt
keppni.“
Verðtrygging launa afnumin
Frásögnin er lýsandi fyrir ástandið
á árinu 1983. Þá voru slegin Íslands-
met í verðhækkunum, víxlhækk-
anaverðbólgunni, sem standa enn.
„Þarna fór allt úrskeiðis sem gat far-
ið úrskeiðis,“ segir Gylfi Magnússon,
dósent við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands í samtali
við Morgunblaðið. Verðbólgan mæld-
ist um 130% á ársgrundvelli í maí
1983. Verðtryggingu hafði verið kom-
ið á nokkru áður með Ólafslögum og
verðtryggð lán sem ekki voru enn
orðin mjög útbreidd margfölduðust á
skömmum tíma. Ríkisstjórnin afnam
verðtryggingu launa og kaupmáttur
launafólks skrapp saman. Vaxta-
ákvarðanir voru áfram háðar íhlutun
stjórnvalda en vaxtafrelsi innláns-
stofnana var síðar innleitt í áföngum
á árunum 1984 og 1986.
Gengisfellingar og
eldsneytisverðið rauk upp
Þrátt fyrir illviðráðanlega verð-
bólgu í dag og spár um mikilar verð-
hækkanir á næstu mánuðum eru þær
smávægilegar í samanburði við koll-
steypurnar fyrir aldarfjórðungi.
Ólíku er saman að jafna en þó er
margt kunnuglegt þegar fréttir árs-
ins 1983 eru lesnar: „Dollaraverð hef-
ur hækkað um 30,21% “ sagði í fyr-
irsögn fréttar Morgunblaðsins um
gengismálin í maí 1983, þar sem sagt
var frá mikilli lækkun krónunnar frá
áramótum. Eldsneytisverðið rauk
upp úr öllu valdi. ,,Benzín hringinn
kostar 2900 kr.“ sagði í einni fréttinni
og í fréttaskýringu í marsmánuði
þetta ár, um miklar verðhækkanir á
bensíni og olíuvörum, var leitað skýr-
inga á því af hverju útsöluverðið
lækkaði ekki þegar heimsmarkaðs-
verðið fór niður á við. Skattar ríkisins
í eldsneytisverðinu voru einnig til
umræðu. Hlutfall þeirra á hvern
bensínlítra var lítið eitt hærra en í
dag eða um 55%.
Ekki á aflabrestinn bætandi
Formaður BSRB brást harkalega
við samþykkt ríkisstjórnarinnar um
17-43% hækkanir á gjaldskrám í júlí
þetta sama ár og sagði vísvitandi ver-
ið að safna efniviði í verðbólgu-
sprengju. BSRB og aðildarfélög þess
sögðu upp kjarasamningum frá 1.
október.
Fleiri forystumenn launþega lýstu
þungum áhyggjum af hækkun fram-
færslukostnaðar heimilanna í við-
tölum í blaðinu í ágúst. ,,Þær hækk-
anir sem dunið hafa yfir, eftir að
launahækkanir voru stöðvaðar með
lögum, eru mjög alvarlegar fyrir
launþega sem verða að sætta sig við
að taka laun samkvæmt umsömdum
launatöxtum,“ segir formaður VR og
formaður Sjómannasambandsins
sagði ekki á aflabrestinn bætandi
með þessum hækkunum.
Vísitölubrauðin hækka
Verðlagsráð sat á stífum fundum
allt þetta ár og afgreiddi jafnt og þétt
beiðnir um hækkanir á vörum og
þjónustu. ,,Verðhækkanir á bilinu 12-
30%“ var fyrirsögn fréttar á baksíðu
Morgunblaðsins í júní og örfáum vik-
um síðar birtist önnur frétt um verð-
hækkanir: ,,Vísitölubrauðin hækka
um 10-19%“ sagði í fyrirsögn hennar.
Þar kom fram að verðlagsráð hafði
samþykkt hækkanir á bilinu 2,4-21%,
m.a. á bensíni, þjónustugjöldum
skipafélaga og á vísitölubrauðunum
svonefndu. Þessar umtöluðu brauð-
tegundir voru m.a. normalbrauð,
franskbrauð, heilhveitibrauð, malt-
brauð og rúgbrauð. Brauðin voru
skráð undir nafni í neysluverðs-
vísitölunni og háð opinberri verðstýr-
ingu.
,,Við fengum þá hækkun sem farið
var fram á eða 43,9% og 20% af tengi-
gjöldum,“ sagði hitaveitustjórinn í
Reykjavík í áberandi frétt í júlí undir
fyrirsögninni: ,,Verð á vatnstonni
hækkar í 12 krónur“. Og sama dag
var greint frá því að ríkisstjórnin
hefði heimilað 18% hækkun á gjald-
skrá símans. Þannig rak hver
verðhækkanafréttin aðra fram eftir
árinu.
Verðlag ríflega tvöfaldaðist
Gylfi Magnússon hefur dregið
saman lýsingu á ástandi þessara ára í
svari á Vísindavefnum: „Ef við mið-
um við vísitölu neysluverðs, sem þá
hét vísitala framfærslukostnaðar,
varð verðbólgan mest frá febrúar til
mars það ár en vísitalan hækkaði um
10,3% milli þessara tveggja mánaða.
það samsvarar 225% verðbólgu á
ári,“ segir Gylfi.
Verðbólgan fór verulega úr bönd-
um á síðari hluta ársins 1982 og fór
ekki að róast fyrr en ári síðar. ,,Í
september 1983 hækkaði vísitalan
um 0,5% á milli mánaða og var það í
fyrsta sinn í rúm tvö ár sem hún
hækkaði um minna en 1% á milli
mánaða. Næstu tólf mánuði á undan,
það er frá ágúst 1982 til ágúst 1983,
hækkaði vísitalan um 103%, en það
þýðir að verðlag ríflega tvöfaldaðist á
tólf mánuðum. Það þýðir þá auðvitað
líka að sá sem átti peningaseðil í
ágúst 1982 gat keypt helmingi minna
fyrir hann í ágúst 1983.
Verðbólgan allt árið 1983, það er
frá janúar 1983 til janúar 1984, mæld-
ist rúm 70%,“ útskýrir Gylfi í svari
sínu á Vísindavefnum.
Böndum komið á verðbólguna
með þjóðarsátt
„Þarna keyrði um þverbak,“ segir
hann í samtali við Morgunblaðið.
Segja megi að á þessum tíma hafi
gamla hagkerfið með ríkisstýrðum
vöxtum orðið eldsneytislaust. Á
næstu árum fóru stjórnvöld smám
saman að ná tökum á ástandinu og
það var svo loks með víðtæku og
sögulegu samkomulagi launþega, at-
vinnurekenda og stjórnvalda í febr-
úar 1990, þjóðarsáttinni, sem tókst að
koma böndum á verðbólguna og
halda henni upp frá því á svipuðu róli
og í flestum nágrannalöndum.
Vandamálin sem við var að glíma
fram undir þjóðarsátt einkenndust af
víxlhækkunum launa og verðlags.
„Launþegar höfðu enga trú á því að
það tækist að koma böndum á verð-
bólguna og kröfðust hárra prósentu-
hækkana. Í kjölfarið var svo gengið
fellt og verðlag hækkaði og svo koll af
kolli. Þessi spírall náði hámarki
1983,“ segir Gylfi.
Með betri tæki í höndunum
og reynslunni ríkari
Spurður hvort einhverjar líkur séu
á að sambærilegt ástand gæti verið í
uppsiglingu og ríkti á þessum árum
með verðbólgu í tugum prósenta seg-
ist Gylfi ekki vera svo svartsýnn. ,,Þá
þyrftu menn að missa endanlega alla
stjórn á hagkerfinu. Ég vil ekki spá
því en það er að koma nokkuð augljós
verðbólgukúfur, sem byggist m.a. á
hækkunum á innfluttum vörum með
falli krónunnar og stóra spurningin
er sú, hvort tekst að koma í veg fyrir
að hann vindi upp á sig, hvort við för-
um í víxlhækkanir verðlags og launa
eins og var fram undir 1990. Mér
finnst það afar ólíklegt. Bæði stjórn-
völd og verkalýðshreyfingin hafa
lært mikið af þessum tíma og Seðla-
bankinn og fleiri aðilar hafa miklu
betri tæki í höndunum en þá var. Ég
hef því enga trú á að við lendum í
þessu, það er kannski ekki alveg úti-
lokað en það yrði að teljast svakalegt
klúður ef mönnum tekst ekki að af-
stýra því,“ segir Gylfi.
Lífsbaráttan
Í lok ársins 1983 fór blaðamaður
Morgunblaðsins á stúfana og ræddi
við nokkra einstaklinga sem áttu
sameiginlegt að lifa af mjög litlum
tekjum og spurði hvernig þeim gengi
að hafa í sig og á í lífsbaráttunni.
Einn viðmælendanna var 88 ára göm-
ul kona sem bjó ein í kjallaraher-
bergi. Spurð um fjárhaginn kom eft-
irfarandi í ljós: Í húsaleigu greiddi
hún 3.500 kr. á mánuði. Í rafmagn og
hita 600 og í samgöngur og lækn-
iskostnað 1.020 kr. Einu tekjur þess-
arar einstæðu konu voru 8.300 kr.
sem hún fékk frá Tryggingastofnun í
hverjum mánuði. Hún hafði því 3.180
kr. til þess að fæða sig og klæða frá
einum mánuði til annars.
Þegar verðbólgan var mæld á 225% hraða
Afar ólíklegt að ástandið í dag fari eins úr böndum og á árum óðaverðbólgunnar fyrir 25 árum að mati
hagfræðings Íslandsmetin í verðhækkunum voru slegin 1983 Allt fór úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis
!
!
"
#
$
! %# %!# %# %#
Ljósmynd/Bjarni
Nóg boðið Talið er að 15-20 þúsund manns hafi komið saman á Lækjartorgi í júní 1989 til að mótmæla verðhækk-
unum sem dunið höfðu yfir dagana á undan. Verkalýðshreyfingin stóð fyrir mótmælafundinum.
Mótmæli Flutningabílstjórar mótmæla opinberum álögum fyrir framan
Alþingishúsið um miðjan níunda áratuginn.