Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ÁstvaldurMagnússon fæddist 29. júní 1921 á Fremri- Brekku í Saurbæj- arhreppi í Dala- sýslu. Hann and- aðist á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt fimmtudagsins 27. mars síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Ingi- mundarson, bóndi á Fremri-Brekku, f. 10.8. 1890, d. 7.8. 1958, og Ragn- heiður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10.3. 1896, d. 18.2. 1992. Bróðir Ástvaldar var Torfi, f. 27.1. 1919, d. 9.5. 1990, og fóstursystir Gísley Sesselja Gísladóttir, f. 24.8. 1929, d. 13.2. 1988. Eiginkona Ástvaldar var Guð- björg Helga Þórðardóttir (Nenný), frá Breiðabólsstað á Fellsströnd í Dalasýslu, f. 11.10. 1920, d. 22.2. 2007. Þau gengu í hjónaband 12.8. 1945. Foreldrar hennar voru Þórður Kristjánsson, bóndi og hreppstjóri, f. 26.3. 1890, d. 19.5. 1967, og Steinunn Þorgilsdóttir, húsfreyja og kennari, f. 12.6. 1892, d. 4. október 1984. Börn Nennýjar og Ástvaldar eru: 1) Dóra Stein- unn, tónlistarkennari, f. 25.11. 1947; gift Ragnari Ragnarssyni, f. 27.12. 1944, börn þeirra eru: a) Ástvaldur Traustason, f. 14.12. 1966, giftur Gyðu Dröfn Tryggva- dóttur, synir hans og Ólafar Á. Sigurðardóttur eru Atli Már og Arnar. b) Kolbrún Rut, f. 24.8. 1974, sambýlismaður Alexandre Ruiz Pallach, synir þeirra eru málastofnunar ríkisins 1980–1990. Ástvaldur var afar hagur og verklaginn og segja má að smíðar hafi verið hans hliðarstarf og eft- irlætisiðja alla ævi. Hann byggði og smíðaði ótalmargt um dagana, ekki síst í þágu fjölskyldu sinnar. Má þar nefna sumarbústaðinn Brekku í Dölum, er reis árið 1960, og vatnsaflsvirkjun honum tengda. Ástvaldur söng 2. tenór í hinum kunna söngkvartett Leik- bræðrum, á árunum 1945–1955, en aðrir liðsmenn hans voru Torfi bróðir Ástvaldar, Friðjón Þórð- arson mágur hans og Gunnar Ein- arsson. Hafði Ástvaldur nýlokið við að skrá sögu Leikbræðra er hann lést. Hann söng ungur í Breiðfirðingakórnum, síðar í Karlakór Reykjavíkur 1962–1984, og var formaður kórsins 1976– 1980. Eftir það söng hann með eldri félögum Karlakórsins, allt til ársins 2007. Ástvaldur léði einnig kórum í Dölum krafta sína í gegn- um árin. Árið 2002, er Ástvaldur stóð á áttræðu, setti hann saman tvöfaldan söngkvartett, Breiða- gerðisbræður, með sonum sínum, dóttursyni og frændum, og hefur sá hópur komið fram við ýmis tækifæri. Heimilisbragurinn hjá þeim Ást- valdi og Nenný litaðist löngum af söng og spili; í afmælum og öðrum veislum var jafnan tekið lagið og leiddi þá húsbóndinn sönginn en húsfreyjan lék undir á píanó. Heimili þeirra stóð lengst í Lang- holtshverfi, í Álfheimum 19 og Efstasundi 86 á árunum 1958– 1985, en síðustu 23 ár í Breiða- gerði 8 í Reykjavík. Útför Ástvaldar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Máni Snær og Alvar Áki. c) Kristín Björg, f. 30.6. 1976, sam- býlismaður Vigfús Karlsson. 2) Þorgeir, útvarpsmaður, f. 2. júní 1950; kvæntur Ástu Eyjólfsdóttur, f. 18. janúar 1954, börn þeirra eru: a) Krist- jana Helga, f. 16. mars 1971, gift Geir Brynjólfssyni, börn þeirra eru Aron, Hel- ena og María, b) Eva Rún, f. 7.11. 1978, gift Snæbirni Sigurðssyni, dóttir þeirra er Sara, c) Kolbeinn Þór, f. 19.9. 1983, unnusta Caitlin Miller, og d) Eygló Ásta, f. 23.10. 1989. 3) Magnús, fiskeldisfræðingur, f. 13.1. 1955, var kvæntur Marinu Pukhanovu (skildu). 4) Pétur, ís- lenskufræðingur, f. 15.5. 1959; kvæntur Elísabet Maríu Jón- asdóttur, f. 10.9. 1958, börn þeirra eru Ragnhildur, f. 1.1. 1987, og Egill, f. 8.9. 1990. Ástvaldur stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði 1938–1940 og lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944. Hann nam teikn- ingu við Iðnskólann; sótti söng- tíma hjá Sigurði Skagfield og síð- ar Maríu Markan. Ástvaldur var bókari og gjaldkeri á Vita- og hafnarmálaskrifstofunni 1945– 1953, réðst til Iðnaðarbankans við stofnun hans 1953 og starfaði þar til 1973, síðast sem útibússtjóri bankans í Hafnarfirði 1967–1973. Hann rak eigin bókhaldsskrifstofu á árunum 1973–1979, en var síðan skrifstofustjóri Siglinga- Ástvaldur Magnússon, tengdafaðir minn, er í dag kvaddur hinstu kveðju. Eiginkona hans var Guðbjörg Helga Þórðardóttir, sem kölluð var Nenný. Bæði voru þau fædd og uppalin í Döl- um, hann í Fremri-Brekku í Saurbæ en hún á Breiðabólstað á Fellsströnd. Þau gengu í hjónaband 1945 og áttu farsælt hjónaband í nær 62 ár sem telja má fágætt. Guðbjörg lést fyrir rúmu ári. Þau bjuggu alla hjúskap- artíð sína í Reykjavík og eignuðust fjögur vænleg börn, Dóru Steinunni, Þorgeir, Magnús og Pétur, sem öll eru á lífi. Ég var svo lánsamur að kynnast dóttur þeirra, Dóru Steinunni, og kvæntist henni árið 1972. Ástvaldur og Nenný bjuggu þá í Efstasundi 86 ásamt börnum sínum og móður Ást- valdar, Ragnheiði. Þau tóku mér strax opnum örmum og reyndust mér alla tíð vel. Eftir að börnin voru farin að heiman fluttust þau í Breiðagerði 8 og bjuggu þar síðan, allt til dauða- dags. Alla tíð var gestkvæmt á heimili þeirra. Bæði höfðu þau yndi af tónlist og oft var glatt á hjalla þegar allir í fjölskyldunni tóku þátt í söng og spili. Ástvaldur var sérstaklega vandað- ur og heilsteyptur maður og naut virðingar allra. Hann var alla tíð heilsuhraustur, jafnt til líkama og sál- ar, allt til hins síðasta. Kvöldið áður en hann veiktist og var lagður inn á spítala, þaðan sem hann átti ekki aft- urkvæmt, var hann í mat hjá okkur hjónunum. Lék hann þá á als oddi og var engan bilbug á honum að finna. Ástvaldi var margt til lista lagt, var sannkallaður þúsundþjalasmiður. Hann smíðaði, skrautritaði, teiknaði, orti vísur og var ritfær vel. Alla tíð fylgdist hann með þjóðmálum og lá ekki á skoðunum sínum. Þekktastur var hann þó fyrir söng, en hann var afbragðs söngvari. Ástvaldur var einn Leikbræðra, ásamt Torfa bróður sín- um, Friðjóni Þórðarsyni, mági sínum, og Gunnari Einarssyni. Kvartettinn var við lýði frá 1945 í um áratug og var geysivinsæll. Enn í dag heyrast í útvarpi lög þeirra félaga. Ástvaldur var í Karlakór Reykjavíkur og um langt árabil formaður kórsins. Árið 2002 stofnaði hann tvöfaldan kvartett sem nefndur var Breiðagerðisbræður og samanstóð af börnum hans og nokkrum frændum. Fyrir aðeins tveim mánuðum söng hann með söng- hópnum á þorrablóti Breiðfirðinga- félagsins. Þar flutti hann einnig skemmtilega tækifærisræðu eins og svo oft áður. Ástvaldur byggði sumarhús í tún- garðinum á Breiðabólsstað, bæ Nen- nýjar, sem heitir Brekka, eftir æsku- heimili hans. Hvergi kunni hann betur við sig en í Brekku. Ástvaldur safnaði saman vatni úr skurðum í fjallshlíðinni fyrir ofan sumarbústað- inn og virkjaði það til rafmagnsfram- leiðslu sem stóð í rösklega þrjátíu ár. Hann byggði sérstakt stöðvarhús og í því var túrbínan sem hann kallaði Bínu. Ástvaldur var áhugasamur um allar tækniframfarir og var rafstöðin merkileg framkvæmd sem vakti að- dáun margra. Það var ekki að ástæðu- lausu sem hann var sérstaklega stolt- ur af Bínu. Ástvaldur var hjartahlýr, ljúflynd- ur og hógvær. Mér leið alltaf vel í ná- vist hans. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðum manni sem hann var. Ragnar Ragnarsson. „Hvað segirðu, Beta mín, einhver plön í gangi?“ spurði Ástvaldur tengdapabbi gjarnan kankvíslega. Hann var maður framkvæmda og var í essinu sínu þegar eitthvað stóð til. Renndi til okkar þegar hann taldi að hann gæti lagt hönd á plóginn, nú síð- ast fyrir nokkrum vikum. Hamaðist við að búa í haginn fyrir krakkana okkar af endalausri ósérhlífni. Fannst allt frekar glúrið sem þeim datt í hug að framkvæma og tók þátt í því af mikilli gleði. Tengdaforeldrar mínir hafa nú kvatt með eins árs millibili og er sökn- uðurinn sár en minningarnar ljúfar. Þau voru einstök, gáfu mikið af sér til samferðafólks síns – ekki síst enda- lausa umhyggju og tíma, sem nú er orðinn svo dýrmætur. Í hlýja eldhús- krókinn þeirra voru allir velkomnir og þar stóð tíminn einhvern veginn í stað … þar rann streitan af gestum og amstur dagsins hætti að skipta máli. Þar var tíminn afstæður – þau voru aldrei að flýta sér. Músíkin setti alla tíð svip á heimilið þeirra; píanóið blasir við þegar inn er gengið, og staðsetningin var ekki komin til af því að hljóðfærið færi endilega best á þessum stað. Þetta var spurning um praktík – þarna er miðja hússins og flestir komust þar fyrir til að taka þátt í söngnum sem húsbóndinn stýrði alla tíð við undir- leik húsmóðurinnar. Þessar stundir eigum við nú í minningasjóðnum, eins og fleiri stundir á okkar heimili, þar sem músíkin þeirra færði hversdags- veislur á annað plan. Ástvaldur var ötull liðsmaður okk- ar og tók þátt í daglega lífinu með okkur. Fylgdist með vinnu, skóla, af- þreyingu og vinum og gladdist þegar vel gekk. Hann hafði skoðanir á öllu, stóru og smáu, lifði sig inn í þjóðmála- umræðuna og var mikill sjálfstæðis- maður. Pólitíkin var eitt af hans stóru hugðarefnum og fylgdist hann með á þeim vettvangi af lífi og sál. Kynnti sér helstu stefnumál og varð tíðrætt um hvernig gengi að koma þeim í framkvæmd. Fussaði og sveiaði þeg- ar það átti við og gladdist þegar hon- um fannst vit í umræðunni. Mér finnst núna eins og Ástvaldur hafi í raun vitað innst inni að tími hans væri að styttast. Á síðustu dögum hef- ur ítrekað komið fram að hann hafði sett fram óskir um eitt og annað sem hann vildi hafa á ákveðinn hátt að sér gengnum. Nú síðast fóru ástarbréfin þeirra Nennýjar í kistuna hjá honum, að hans ósk. Farsælt líf er á enda runnið. Ég þakka af öllu hjarta fyrir mig og mína. Elísabet M. Jónasdóttir. Það er mér sárt að kveðja hann afa minn og nafna. Nú þegar komið er að kveðjustundinni hrannast ljúfar minningar upp. Minningar um liðna tíð, sveitarómantík og menningu síð- ustu aldar. Afi var mikill tónlistar- maður og söng af hjartans lyst allt fram á síðasta dag. Tónlistin var hon- um kær og dægurlögin sem fjölluðu á svo einlægan og rómantískan hátt um ástir og söknuð, bjartar sumarnætur, blómguð tún og grænar grundir og þresti sem báru kveðjur elskenda á milli. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá innsýn í þessa ævintýraver- öld og sem barn minnist ég fjörugra söngæfinga sem haldnar voru í stof- unni í Efstasundi. Þar var sungið af hjartans lyst og Nenný amma spilaði undir á píanóið. Heimilisiðnaður eins og hann gerist bestur. Afi skildi manna best að hin dýra list kemur úr fylgsnum hjartans og er uppspretta gleði og samkenndar. Það var mér því mikilsvert að fá tækifæri til þess að syngja með honum gömlu góðu lögin sem tengjast svo sterklega minningu horfinna tíma. Hann afi minn var einstaklega fjöl- hæfur og framsýnn maður. Allt lék í höndunum á honum hvort heldur sem það voru skattaskýrslur, bókhald, smíði, vatnsaflsvirkjanir, tónlist eða vísur. Hann hafði til að bera sterkan karakter og beitta kímnigáfu og ráð hafði hann undir rifi hverju. Óhugs- andi var að gera neitt stórvægilegt í sínu lífi nema spyrja hann ráða fyrst. Hann réð mér oft heilt og ég hef alltaf tekið mikið mark á því sem afi sagði og ekki síður haft það sem hann gerði til eftirbreytni því hann var sérstak- lega vandvirkur í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Ég sótti mikið í að vera hjá Ástvaldi afa og Nenný ömmu í Efstasundi og síðar í Breiðagerði, þar var ég alltaf velkominn og þar átti ég athvarf og öruggt skjól. Það var notalegt að sitja við ofninn í borðkróknum í Breiða- gerði og drekka te. Skemmtilegast var þó að fá að fara vestur í Dali með ömmu og afa. Hvergi leið þeim betur. Þar áttu þau lítinn bústað sem heitir Brekka og litla vatnstúrbínu sem gekk undir nafninu Bína. Afi var aldrei glaðari en þegar hann var búinn að hleypa vatn- inu á Bínu litlu og suðið í henni var sem tónlist í hans eyrum. Bína var tákn fyrir bjartsýni og þor og þá framsýni og sjálfsbjargarviðleitni sem hans kynslóð stóð fyrir. Það er með sorg í hjarta að ég kveð hann afa minn, hann var mér alltaf góður og reyndist mér vel þegar á móti blés í mínu lífi. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur komið við og yljað mér í króknum í eldhúsinu og fengið te og ristað brauð, sagt fréttir og skeggrætt um alla heima og geima. Þó svo að mér sé auðvitað ljós sá sáttmáli sem við gengumst öll undir þegar við fengum lífið að gjöf fannst mér eins og hann afi minn yrði alltaf til staðar. Mér fannst einhvern veginn óhugsandi að svo ráðvandur maður lyti sömu lög- málum og við hin, hann hlyti að hafa fundið ráð til þess að snúa á Elli kerl- ingu. Þótt söngrödd Ástvaldar afa sé þögnuð lifir minningin í tónlistinni. Með þessum orðum kveð ég hann afa minn með söknuð í hjarta. Ástvaldur Traustason. Það eru margar ljúfar minningar sem koma upp í hugann nú þegar ég kveð hann afa minn. Langflestar eru þær tengdar órjúfanlegum böndum við ömmu mína sem lést fyrir rúmu ári. Afi Ástvaldur og amma Nenný voru samheldin og yndisleg hjón sem héldu stórt heimili sem iðaði af tónlist alla tíð. Þaðan á ég mínar æskuminn- ingar þar sem við bjuggum í kjallar- anum hjá þeim mín fyrstu ár og eftir að við fluttum þegar ég var sex ára þá gekk ég alltaf í skóla nálægt þeirra heimili til að geta farið til þeirra eftir skóla. Það voru algjör forréttindi að fá tækifæri til þess að vera hjá þeim á hverjum degi. Ósjaldan ómaði söngur og hljómar úr píanóinu á heimilinu þeirra sem var á þessum tíma í Efsta- sundi og seinna í Breiðagerði. Afi veiktist á afmælisdaginn minn 16. mars og lést 11 dögum seinna á af- mælisdegi systurdóttur minnar, Söru. Þær geymast í minningunni stundirnar á spítalanum þessa 11 daga þar sem afi gat ekki talað og lítið hreyft sig en samt skildi ég hvað hann vildi segja. Sterka handtakið hans, klappið á kinnina og strokurnar yfir ennið voru okkar kveðjustund. Eins og síðasta faðmlagið sem ég átti með ömmu minni, síðasta skiptið sem ég sá hana. Síðasta ár var afa ekki auðvelt að venjast lífinu án ömmu. Hann saknaði hennar mikið. Blessunarlega flutti systir mín með fjölskyldunni sinni á efri hæðina í húsinu hans og því var hann með daglegan félagsskap af þeim. Börnin mín sakna langafa. Aron ætlaði með langafa aftur vestur í sveitina, Helena saknar stundanna þegar hún sat ein hjá langafa að spjalla og María saknar glettninnar í afa gamla. Síðasta skiptið sem hann kom til okkar þá hljóp María (þriggja ára) í fangið á honum og sagði: Ég elska þig afi minn. Hann sýndi krökk- unum ávallt mikla athygli. Ég er þakklát fyrir það að börnin mín fengu að kynnast langafa sínum og lang- ömmu. Það er undarlegt þetta líf. Afi og amma horfin á braut og eftir stöndum við, næstu ættliðir, og höldum áfram með lífið. Sköpum okkur nýjar hefðir og rifjum upp hvert með öðru æsku- minningarnar. Margar tengdar Brekku og Breiðabólstað þar sem amma og afi áttu sinn stað sem var þeim svo kær. Hvíl þú í friði afi minn. Kristjana Helga Þorgeirsdóttir Heiðdal. Afi Ástvaldur hafði einstakan per- sónuleika og það er mér mjög dýr- mætt að hafa átt hann fyrir afa. Hann var mikill húmoristi en líka prakkari og algjör barnakarl, sem er frábær samsetning. Það hefðu örugglega ekki margir á hans aldri haft hug- myndaflug í að senda sonarsyni sín- um bréf þar sem hann þóttist vera hundur, eins og hann gerði fyrir nokkrum árum, og það er heldur ekki mjög langt síðan fréttist af mjög fyndnu símaati sem hann gerði. Þetta eru tvö góð dæmi um það hvað afi var ótrúlega frumlegur því hann var um- fram allt mikill listamaður. Hæfileikar hans voru miklir á öll- um sviðum listarinnar. Afi Ástvaldur var frábær tónlistarmaður og söngv- ari og fjölskyldan öll hefur erft mik- inn tónlistaráhuga frá honum og ömmu Nenný. Hann var hnyttinn og fannst gaman að semja texta og vísur og hafði ótrúlega fallega rithönd. Afi var líka mikill handverksmaður og smiður, en Brekka stendur eins og fallegur minnisvarði um hann og ömmu í sveitinni. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var með þeim í Brekku í tæpar tvær vikur, sumarið þegar ég var níu ára. Bara við þrjú, afi, amma og Ranka, en þau kölluðu mig alltaf því gælunafni. Við gerðum svo ótrúlega margt skemmtilegt, spjölluðum saman í góða veðrinu, spiluðum á spil og horfðum á sumaról- ympíuleikana í litla svarthvíta sjón- varpinu. Í Brekku er og verður alltaf notalegt að vera því að þar hafa svo margar góðar minningar orðið til. Afi Ástvaldur nýtti tímann sinn hér vel og ég veit að hann hafði áhrif á marga. Hann var frábær fyrirmynd og gott dæmi um það hvernig lífs- gleði, kærleikur og dálítið sprell geta lengt lífið og gefið því miklu meira gildi. Maður er heppinn að fá tæki- færi til að kynnast einni manneskju eins og afa á lífsleiðinni og ég er ótrú- lega þakklát fyrir allt sem hann og amma gerðu fyrir mig og með mér alla tíð. Ragnhildur Pétursdóttir. Ástvaldur Magnússon  Fleiri minningargreinar um Ást- vald Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og lögðu okkur lið við fráfall sonar okkar, föður, bróður og unnusta, ÓLAFS SÍMONAR AÐALSTEINSSONAR Hátúni 6, Álftanesi, sem lést af slysförum 21. mars. Aðalsteinn Símonarson, Guðný Ólafsdóttir, Kári Freyr Ólafsson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Pétur Ingi Aðalsteinsson, Heiða Sigrún Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.