Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500 SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI J E S S I C A A L B A Frábær spennutryllir sem svíkur engan! l ATH: Á UNDAN MYNDINNI VERÐUR FRUMSÝNT FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ (TRAILER) ÚR ICE AGE 3! „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eeeeeee„Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir - L.I.B. TOPP5.is/FBL. eee FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA - H.J., MBL eeee „Vel gerð ævintýra- og fjölskyldumynd. Með betri slíkum undanfarin misseri.” - VJV, Topp5.is/FBL eeee * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 550 KRÓNUR Í BÍÓ Spiderwick chronicles kl. 3:30 - 5:45 B.i. 7 ára Horton enskt tal kl. 3:30 Horton m/ísl. tali kl. 4 - 6 Semi-Pro kl. 10:30 B.i. 12 ára Vantage Point kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Spiderwick Chronicles kl. 6 B.i. 7 ára Horton m/ísl. tali kl. 6 The Eye kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Definately maby kl. 5:30 - 8 - 10:30 Definately maby kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Vantage Point kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára The other Boleyn girl kl. 8 B.i. 10 ára Shutter kl. 8 - 10 B.i. 16 ára ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI S SÝND Í REGNBOGANUM The air I breathe kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Vantage Point kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára In Bruges kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Horton m/ensku tali kl. 6 The Orphanage kl. 8 - 10 B.i. 16 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI - Empire eeee - L.I.B. Topp5.is/FBL eeee - ÓHT, Rás 2 eee eeee - E.E, D.V. - S.V., MBL eeee SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! BASSALEIKARINN Skúli Sverr- isson er þessa dagana í tónleika- ferð um Bandaríkin með banda- rísku fjöllistakonunni Laurie Anderson. Anderson er fiðlu- og hljómborðsleikari og heimskunn fyrir sérstaka tónlistargjörninga sína, sem eru ekki aðeins fyrir eyrað heldur augað líka. Þann 26. mars sl. flutti Skúli nýjasta verk Laurie, Homeland, í hinum virta tónleikasal Carnegie Hall í New York, með sellóleik- aranum Okkyung Lee og hljóm- borðsleikaranum Peter Scherrer, en þar var meðfylgjandi mynd tekin. Þann 24. þessa mánaðar halda þau til Lettlands og þaðan til Rússlands og Bretlands. Skúli hefur mestan hluta ferils síns búið og starfað í Bandaríkj- unum þó svo að hann hafi tekið að sér fjölda verkefna á Íslandi. Skúli hefur m.a. unnið með hljómsveit- inni Blonde Readhead og tón- skáldinu og tónlistarmanninum margverðlaunaða Ryuichi Saka- moto. Skúli hefur gegnt starfi tónlist- arstjóra Laurie Anderson um ára- bil. Anderson náði öðru sæti á vin- sældalista í Bretlandi með smáskífunni „O Superman“ árið 1981 og lék auk þess í og leik- stýrði hljómleikamyndinni Home of the Brave árið 1986. Homeland Peter Scherrer, Okkyung Lee, Skúli og Laurie Anderson í upp- klappi í Carnegie Hall, eftir að hafa flutt nýjasta verk Anderson. Í tónleikaferð með Laurie Anderson Skúli Sverrisson lék með Anderson í Carnegie Hall í lok mars TÓNLIST Geisladiskur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir: Gentle Ra- inbbbbn Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngur, Vignir Þór Stefánsson píanó, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Róbert Þórhallsson bassa og Jó- hann Hjörleifsson trommur. Gól 0107 – 2008. Guðlaug Dröfn stundaði nám í Haag um svipað leyti og Kristjana Stef- ánsdóttir og kennir djasssöng við Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur vand- að vel til þessa fyrsta disks síns, sem hefur að geyma 11 söngva – allt frá sí- gildum söngdönsum til nútíma popps. Það sem fyrst kemur upp í hugann þegar hlustað er á diskinn er hversu vel Gulla og samverkamenn hennar vinna saman og þó að túlkun hinna ólíku söngva liggi mis- vel fyrir henni er ekkert illa gert. Gulla er fyrst og fremst lýrísk söngkona og það vantar stundum nokkuð upp á kraftinn eins og í „Do It The Hard Way“ Rodgers og „Blue Sky“ Berlins, en bakerískur spuni hennar bætir bitleysið í mel- ódíutúlkuninni upp. Best þykir mér Gulla í sömbunum. Snilldarverki Luiz Bonfá „The Gentle Rain“ eru gerð góð skil, hún er heillandi í „Learning How To Fly“ og „Nature Boy“ fær sitt latin-yfirbragð og að sjálfsögðu „I’ll Remember April“. Sá dans er svo ofnotaður að það liggur við að maður loki eyrunum strax eftir upp- hafstaktana, en það er skemmt frá því að segja að Gulla syngur dansinn sem ballöðu og undravel og ekki skemmir bassasóló Róberts. Annars eru sólóar flestir vandaðir en ekkert umfram það, þótt alltaf sé gaman að heyra Ásgeir í Weshaminum. Svo syngur hún poppið: „Both Sides Now“ eftir Joni Mitchell en „Here, There And Everywhere“ sem hljóma við hæfi – aftur á móti féll mér ekki túlkunin á „Over The Rainbow“ Ar- lens. Art Farmer-ópusinn „Farmers Market“, sem Annie Ross samdi text- ann við, svingaði og þau hjónakornin, Gulla og Vignir, enda skífuna á fal- legri túlkun á meistaraballöðu Mic- hels Legrands „You Must Believe In Spring“. Þó að skífan sé dálítið mis- jöfn vega kostirnir þyngst. Vernharður Linnet Hið blíða regn Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir KVIKMYND Sambíóin Fool’s Gold bbmnn Leikstjóri: Andy Tennant . Aðalleikarar: Matthew McConaug- hey, Kate Hudson, Donald Sutherland, Alexis Dziena, Kevin Hart, Winstone . 111 mín. Bandaríkin 2008. FINN (MacConaughey) og Tess (Hudson), eru að skilja á Bahamaeyjum, eða Key West, (skiptir ekki máli). Hann er síblankur og óábyrgur tralli, eilíflega að leita að gulli og gersemum og mál að hjúskapnum linni. Hann dúkkar reyndar upp í réttarsalnum, aðeins of seinn eins og lög gera ráð fyrir en með góðar fréttir til að krækja aftur í konuna: Hann hefur fundið milljarðafjársjóð frá 18. öld á hafsbotni. Síðan hefst vanabundið húllumhæ, stjörnurnar vissu- lega öfundsverðar af útlitinu, brúnkunni og sólskininu en ekki leikhæfileikunum því Hudson minnir á Sharon Stone á slæmum degi og McConaughey fyllir upp í skarðið á milli Josh Hartnett og Steven Seagal. Átökin byrja seint því fyrri klukkutíminn fer að mestu í róm- antískar málalengingar. Hamagangurinn er fjölbreyttur en óspennandi og fyrirsjáanlegur og ekki blikkar á vasa- ljósperu í samskiptunum á milli aaðalleikaranna. Win- stone er í aulahlutverki honum illa ósamboðnu, helst má kreista eins konar bros út úr atriðunum með mæðg- inunum Honeycutt. Auðgleymd, sólbökuð Hollywood- meðalafþreying sem á að fá þig til að gleyma stund og stað en fær þig í mesta lagi til að súta 64° norður. Aulagull og aðrir sjóðir Sólbökuð Hudson og McConaughey í Fool’s Gold. Gagnrýnandi segir stjörnurnar öfundsverðar af útlit- inu, brúnkunni og sólskininu. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.