Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 19
færa þetta því nú eru Egóstöðv- arnar komnar með sjálfvirk mæli- tæki í loftpumpurnar sínar sem skammta sjálfvirkt hæfilega miklu lofti í dekkin.“ Eins skiptir miklu máli að loftsí- an sé hrein, bílvélin vel smurð og rétt stillt því „illa stillt vél getur notað mun meira eldsneyti en ella.“ Þeir sem vilja draga úr bens- ínkostnaði ættu líka að athuga að létta bílinn í þyngd og loftmótstöðu, ef marka má Sigurð. „Ekki vera með óþarfa farangur í bílnum því það hefur lygilega mikil áhrif á eyðsluna. Hið sama gildir um topp- grindur og tengdamömmubox sem fylgja t.d. skíðaiðkun – að taka þennan búnað af bílnum þegar ekki er verið að nota hann.“ Það er þó fleira en græjurnar ut- an á bílnum sem hafa áhrif. „Öll þessi hleðslutæki sem við erum með fyrir GPS, tölvur, gemsa og fleira slíkt auka álag á altenator bifreiðarinnar sem aftur kallar á meiri orku.“ Loks nefnir Sigurður hreyfilhit- ara og innanrýmishitara sem frá- bæran búnað til að draga úr eyðslu. „Í þessu veðurfari þarf orku til að hita upp vélina og bílinn að innan. Í dag geri ég það með rafmagni sem er innlend orka. Sumir segja að þetta geti sparað allt að desilítra í hverri ræsingu og þá er það fljótt að koma. Þeir sem setja hvort tveggja í bílinn þurfa aldrei að skafa og þeir koma inn í hlýjan bíl á morgnana. Þetta er því ódýrasti bílskúr sem hægt er að verða sér úti um.“ „Vígbúnaðarkapphlaupið“ á skólalóðinni Bílanotkunin sjálf skiptir auðvit- að líka heilmiklu máli sem og aksturslag bílstjórans. „Vistakstur er lykilatriði og að meðaltali hafa þeir sem fara á vistakstursnám- skeið minnkað eldsneytisnotkun um 10%,“ heldur Sigurður áfram og bendir fólki á að skipuleggja ferðir sínar betur. „Er t.d. mögulegt að forðast álagstíma í umferð, fara að- eins fyrr eða aðeins seinna af stað því bíllinn eyðir miklu meira í lausagangi en annars. Menn ættu líka að taka sekúndubrot í að spyrja sig hvort þeir þurfi virkilega að fara eða hvort þeir geti fengið far hjá öðrum. Er t.d. hægt að hjóla eða ganga í stað þess að aka eða er hægt að sinna fleiri erindum í leiðinni til að fækka ferðum?“ Þá má reyna að skipuleggja sig al- mennt betur, t.d. við innkaup, svo ekki komi til bílferða út í búð á síð- ustu stundu í miðri matseld til að redda rjómaslettu í sósuna eða salti í grautinn. Barnaskutl ýmiss konar er svo kapítuli út af fyrir sig. „Þegar mað- ur var lítill var hinn hefðbundni vani að ganga í skólann og taka strætó í tómstundir frá unga aldri,“ segir Sigurður. „Ég veit ekki hvort við treystum börnunum okkar verr eða hvort þetta sé orðið svona víg- búnaðarkapphlaup: Að allt í einu fer einn jeppaeigandi að keyra barnið sitt í skólann og þá verði all- ir svo stressaðir af því að það er jeppi á svæðinu að þeir þori ekki að láta barnið ganga í skólann og skutla því í staðinn. Í öllu falli hef- ur þetta slæmt uppeldisgildi því á meðan erum við ekki að venja börnin okkar við almennings- samgöngur. Það ætti a.m.k. að vera lágmark að reyna að kynnast for- eldrunum á hliðarlínunni og sam- nýta ferðir þannig að fólk sé ekki með einn krakka í hverjum bíl.“ Sigurður segir að meginstefnan ætti að vera að fá sér eyðslugrennri bíl. „Úrvalið af visthæfum bílum er mjög fjölbreytt svo allir ættu að geta gert betur við næstu bílakaup. En það geta ekki allir keypt sér nýjan bíl og þá er mjög auðvelt að draga úr bensínkostnaði – ef verð hækkar um tíu prósent er lítið mál að fækka ferðum um tíu prósent sársaukalaust. Kannski er þetta bara spurning um að fá far með makanum eða nágrannanum í vinn- una aðra hverja viku. Það er ekkert flóknara en það.“ ben@mbl.is - .  /  - .  /  ( ) 0  1 ( ) 0  1 - .+  2  - .+  2  31 2 4   2 4   2 5 ) 0   2 6 $   $   $   $ , ) $   $    $ ) $   ! )  $ 7  -8 9. : 9 ;    .  . .< . .< .  .  .  .  . < .  . $    !$ !$ $ ! $$"$  .      ! ! ! "  !  "  !  ! # $ %&'( ) *+,'-*.(/$ 0 0)/1 3 )  .    . .           MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 19 0% 10% 20% 2003 2004 2005 2006 2007 2003 2004 2005 2006 2007 2003 2004 2005 2006 2007 2003 2004 2005 2006 2007 19,2 13,8 15,6 17,7 2,0 15,8 14,6 8,1 11,1 4,9 7,9 9,3 10,3 8,9 11,7 19,219,1 13,6 17,5 3,4 13,5 10,8 9,6 4,6 14,6 Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins Markaðsaðstæður á árinu 2007 voru erfiðari en undanfarin ár. Verð hlutabréfa lækkaði á árinu en þó skiluðu allar fjárfestingarleiðir Frjálsa lífeyrissjóðsins jákvæðri ávöxtun. Þrátt fyrir áframhaldandi erfiðar markaðsaðstæður á fyrsta ársfjórðungi 2008 var ávöxtun allra fjárfestingarleiða jákvæð á því tímabili. Ávöxtun sjóðsins hefur verið góð síðastliðin fimm ár eins og sjá má á ofangreindri mynd. Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 29. apríl nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvum Kaupþings, Borgartúni 19. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kjör endurskoðanda 6. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 7. Laun stjórnarmanna 8. Önnur mál FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Meginniðurstöður ársreiknings 2007 í milljónum króna Efnahagsreikningur 31.12.2007 Eignir: Verðbréf með breytilegum tekjum 40.636 Verðbréf með föstum tekjum 24.052 Veðlán 553 Verðtryggður innlánsreikningur 0 Húseignir og lóðir 15 Fjárfestingar alls 65.256 Kröfur 222 Aðrar eignir 832 Eignir samtals 66.309 Skuldir (281) Hrein eign til greiðslu lífeyris 66.028 Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 2007 Iðgjöld 5.635 Lífeyrir (1.055) Fjárfestingartekjur 2.124 Fjárfestingargjöld (201) Rekstrarkostnaður (89) Hækkun á hreinni eign á árinu 6.414 Hrein eign frá fyrra ári 59.614 Hrein eign til greiðslu lífeyris 66.028 Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu tryggingafræðings 31.12.2007 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar -41 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum (%) -0,3% Eignir umfram heildarskuldbindingar 1.559 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum (%) 3,8% Kennitölur Eignir í ísl. kr. (%) 71,1% Eignir í erl. mynt (%) 28,9% 1) Fjöldi virkra sjóðfélaga 10.994 Fjöldi sjóðfélaga í árslok 40.385 2) Fjöldi lífeyrisþega 1.055 1) Meðaltal fjölda sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu. 2) Meðaltal lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri á árinu. Ávöxtun síðustu 5 ára Frjálsi 1 ,Frjálsi 2 9,6Frjálsi 3 1Tryggingadeild Frjálsi lífeyrissjóðurinn var valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í flokknum Uppbygging lífeyrissjóða árið 2005 í árlegri keppni á vegum tímaritsins IPE (Investment & Pension Europe). Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á www.frjalsilif.is og verða aðgengilegar í höfuðstöðvum Kaupþings tveimur vikum fyrir ársfund. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. M eð al áv öx tu n M eð al áv öx tu n M eð al áv öx tu n M eð al áv öx tu n  Hugið að viðhaldi bílsins. Réttur loftþrýstingur, vel smurð og rétt stillt bílvél, hrein loftsía, þyngd bílsins og loftmótstaða sem og rafmagnstæki í bílnum geta haft veruleg áhrif á eyðslu hans.  Hreyfilhitari og innanrýmishit- ari draga úr eldsneytiseyðslu.  Vistakstur getur dregið allt að 15% úr eldsneytisþörf.  Skipuleggið ferðir betur og reynið að komast hjá því að vera í umferð á álagstímum. Bíllinn eyðir meiru í lausagangi en ella.  Hugið að því hvort bílferðin sé nauðsynleg. Má t.d. fá far, hjóla eða ganga í staðinn?  Dragið úr skutli með börnin – þau hafa gott af hreyfingunni sem fylgir því að koma sér sjálf á milli staða.  Skiptið yfir í eyðslugrennri bíl, ef það er kostur. Sími 551 3010 www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.