Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND GRÓÐUR er smám saman að jafna sig eftir sinubrunann mikla á Mýr- um, en alls brunnu um 68 ferkíló- metrar lands vorið 2006. Nýlega kom önnur skýrsla vísindamanna um brunann, en þeir ætla í fimm sumur að fylgjast með áhrifum brunans á gróður, dýralíf og vötn. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að mófuglum fjölgaði á svæðinu sem brann frá því sem áður var. Þetta átti líka við um algengustu tegund- irnar, hrossagauk og þúfutittling, þvert á það sem vísindamenn höfðu reiknað með. Ástæðan fyrir því að fæðuskilyrði fugla batna er m.a. að auðveldara er fyrir þá að veiða smá- dýr sem hafa minna skjól í gróð- ursnauðara landi. Gróðurinn á brunna landinu er hins vegar enn fábreyttari en á landi sem ekki brann. Heildarþekja há- plantna var þó marktækt meiri í fyrra sumar en sumarið 2006. Land- ið er að lokast á ný eftir þá miklu röskun sem fylgdi brunanum. Morgunblaðið/RAX Bruni Þrjá daga tók að slökkva sinueldana sem kviknuðu á Mýrum. Gróður á Mýrum er að jafna sig Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÞAÐ er skemmtilegt að vinna í þessu fjósi. Maður hlakkar til að fara út í fjós,“ segir Hilmar Sigurðs- son, bóndi í Þverholtum á Mýrum, en hann hefur nýlega tekið í notkun um 150 kúa fjós. Fjósið var til sýnis um helgina og komu á fimmta hundrað manns í heimsókn. Efnt var til sýningar á fjósinu í Þverholtum í tengslum við vorhátíð, sem Búnaðarfélag Mýramanna stóð fyrir til að minnast þess að tvö ár eru liðin síðan eldur kviknaði í sinu á Mýrum, en Mýraeldarnir eru mestu sinueldar sem vitað er um á Íslandi. Aðsókn að hátíðinni fór fram úr björtustu vonum Mýra- manna. Bílaplanið fyrir framan fé- lagsheimilið Lyngbrekku fylltist og má segja að skapast hafi hálfgert umferðaröngþveiti við Lyngbrekku um tíma. Stærsta fjós á Vesturlandi Fjósið í Þverholtum er komið í fullan rekstur og er það nú orðið stærsta kúabú á Vesturlandi. „Þeir hringdu í mig frá MS í vetur og ósk- uðu mér til hamingju með að vera orðinn fyrsti „500-karlinn“ á Vest- urlandi,“ sagði Hilmar og vísaði til þess að framleiðslan væri komin upp fyrir 500 þúsund lítra. Hilmar sagðist vera afar ánægður með fjósið, bæði bygginguna og tækin. Í því eru tveir mjaltaþjónar (róbótar) og sagði Hilmar að þeir reyndust afar vel, en þeir eru af þriðju kynslóð mjaltaþjóna og hönn- un þeirra byggist því á reynslu eldri gerða slíkra tækja. Hilmar sagði að vel hefði gengið að venja kýrnar við mjaltaþjónana með því að lokka þær inn í mjaltabásana með fóðurgjöf og hefðu kýrnar fljótlega farið að sækj- ast eftir því að fara þar inn og láta mjólka sig. Jóhannes Kristinsson kaupsýslu- maður stendur að uppbyggingunni í Þverholtum með Hilmari. Þeir hafa þegar uppi áform að stækka búið enn frekar, en búið er að teikna ann- að fjós í Þverholtum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í kúabúskap á Mýrum síðustu ár enda henta Mýrarnar vel til mjólkurframleiðslu. Auk búsins í Þverholtum hafa verið byggð ný fjós eða eldri fjós stækkuð á Mel, Lax- árholti, Hundastapa, Leirulækjar- seli og Lambastöðum. Fleiri öflug bú eru Mýrum. „Hlakkar til að fara út í fjós“ Ljósmynd/Magnús Magnússon Fyrirmyndar bændur Bændur á þremur bæjum á Mýrum voru verðlaunaðir á hátíð Mýramanna um helgina. Þetta eru Þuríður Gísladóttir og Unnsteinn Jóhannsson Laxárholti, Reynir Gunnarsson og Edda Björk Hauksdóttir Leirulækjarseli og Guðbrandur Brynjúlfsson og Snjólaug Guðmundsdóttir Brúarlandi. Nýtt fjós Hjónin í Þverholtum, Hilmar Sigurðsson og Þóra Þorgeirsdóttir, ásamt Helga Baldurssyni og Mána Hilmarssyni í nýja fjósinu í Þverholtum. Fjölmenni á hátíð um Mýraeldana Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „STEINUNN Sigurðardóttir hjúkrunarfor- stjóri Sjúkrahúss Akraness og Sigrún Ás- mundsdóttir iðjuþjálfi á Sjúkrahúsi Akra- ness eiga hugmyndina að þessu endurhæfingarverkefni sem við sjáum nú verða að veruleika. Þær ræddu um þessi mál á sínum tíma og í stað þess að ræða um málin endalaust boðuðu þær til fundar, létu verkin tala og komu málinu í réttan far- veg,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, for- maður félagsmálaráðs Akraness, við form- lega opnun nýs endurhæfingarverkefnis fyrir öryrkja á Akranesi á dögunum. Í lok apríl verður opnuð aðstaða í hús- næði við Kirkjubraut 1 á Akranesi og hefur Sigurður Þór Sigursteinsson iðjuþjálfi verið ráðinn sem forstöðumaður. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil þörf væri fyrir slíka þjónustu. Mikil þörf fyrir „klúbbinn“ „Í raun má segja að um sé að ræða fé- lagsmiðstöð fyrir fullorðið fólk. Við munum leysa úr ýmsum málum sem koma inn á okkar borð og það er mikil þörf fyrir slíkt úrræði hér á Akranesi,“ sagði Sigurður sem áætlar að opna klúbbinn þann 30. apríl. „Þessi staður mun hýsa endurhæfingar- klúbb fyrir öryrkja og þau úrræði sem við munum nota eru mismunandi eftir ein- staklingum. Það er stór hópur fólks sem mun nýta sér þessa þjónustu en við stefnum á að geta tekið á móti 10–15 einstaklingum á dag.“ Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára. Að verkefninu standa Akranes- kaupstaður, Sjúkrahúsið og heilsugæslu- stöðin á Akranesi (SHA), Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi og Akra- nesdeild Rauða kross Íslands. Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir alþingismaður sagði að fyrirmyndin að „klúbbnum“ sé nú þegar til staðar á nokkrum stöðum á Íslandi og nefndi hún m.a. Geysi í Reykjavík og Strók á Selfossi. Ásta er í forsvari fyrir Straum- hvarfaverkefnið sem er fimm ára verkefni á vegum Félagsmálaráðuneytisins til eflingar á þjónustu við geðfatlaða. Margt sem við getum gert „Það er mjög margt sem við getum gert til þess að koma einstaklingum af stað í hinu daglega lífi. Ég á von á því að við get- um leitað til bæjarfélagsins og ýmissa stofnana vegna verkefna sem okkar klúbb- félagar geta leyst. Þar má nefna ýmsa tölvuvinnslu og klúbburinn mun sjálfur standa að ýmsum atburðum og uppákomum sem þau munu skipuleggja sjálf. Það er ákveðin beinagrind og hugmyndafræði sem unnið verður eftir en í raun þarf að beita mismunandi lausnum hjá hverjum og ein- um.“ Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra og Magnús Þorgrímsson frá Svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra á Vest- urlandi undirrituðu samkomulag við þetta tilefni þar sem félagsmálaráðuneytið trygg- ir 2,5 milljónir kr. á ári næstu þrjú árin í þetta verkefni. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri SHA skrifuðu einnig undir samkomulag sem tryggir 2,5 milljónir kr. á ári næstu þrjú árin í verkefnið. End- urhæfingaklúbburinn hefur einnig fengið 1,5 milljónir króna á fjárlögum ríkisins vegna ársins 2008, Svæðissjóður Rauða krossins á Vesturlandi styrkir verkefnið um 1,5 milljónir króna, auk þess sem klúbb- urinn er styrktur m.a. af Hvalfjarðarsveit, Kaupþingi á Akranesi og Lionsklúbbi Akra- ness. Nafnið vantar Sigurður segir að líklega sé um 50–70 manna hópur sem mun nýta sér þessa þjón- ustu og er hann mjög ánægður með að þetta verkefni er orðið að veruleika. Það er ekki búið að finna nafn á aðstöðu klúbbsins en það verður ákveðið í samráði við klúbb- félagana „Ég hef starfað sem iðjuþjálfi hér á Akranesi á undanförnum árum og ég veit að margir hafa óskað eftir slíkri þjónustu sem endurhæfingaklúbburinn mun bjóða upp á. Það þarf oft lítið til að einstaklingar blómstri í ákveðnum verkefnum og það er markmiðið með þessu öllu saman. Að hjálpa fólki til þess að taka þátt í hinu daglega lífi og hafa hlutverk,“ sagði Sigurður Sigur- steinsson. „Félagsmiðstöð fyrir fullorðið fólk“ Ljósmynd/Sigurður Elvar Eftirvænting Sigurður Sigursteinsson stýrir nýjum endurhæfingarklúbbi á Akranesi. Í HNOTSKURN »Um 50–70 manna hópur mun nýta sérþjónustu endurhæfingarklúbbsins á Akranesi. »Um er að ræða tilraunaverkefni tilþriggja ára. Að verkefninu standa Akraneskaupstaður, Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA), Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi og Akranesdeild Rauða kross Íslands. Endurhæfingarklúbbur fyrir öryrkja á Akra- nesi opnaður í lok apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.