Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STUNDUM hef ég fengið á til- finninguna að það þyki heldur mik- ið af því góða að vera ,,bók- stafstrúar“, en áður en ég reyni að skilgreina bókstafstrú frá biblíulegu viðhorfi er nauðsynlegt að átta sig á því hvað átt er við þegar talað er um innblásið orð Guðs eða lifandi orð. ,,Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.“ Þannig hefst 11. kafli Hebrea- bréfsins og svo gerir kaflinn stutta grein fyrir nokkrum trúar- hetjum Gamla testamentisins. Stór- kostlegar lýsingar á því hvernig menn trúðu á fyrirheit Guðs án þess að efast og uppskáru sam- kvæmt því. Í bókum Gamla testamentisins er spáð komu Jesú Krists og 53. kafl- inn í Jesaja lýsir píslarsögunni nán- ast í smáatriðum þó hann sé skráð- ur nokkur hundruð árum fyrr. Jesús kom svo í heiminn, uppfyllti spádómana og sannaði þar með sannleiksgildi orðsins. Jesús lagði mikið upp úr því að sýna og sanna að orð ritningarinnar rættust. Vegna óhlýðni sinnar hurfu Ísr- aelsmenn frá Guði og tvístruðust meðal þjóðanna en Guð gaf þeim mörg fyrirheit í orði sínu um að leiða þá aftur inn í landið sem hann gaf þeim og eftir að hafa hrakist um jörðina, hátt á annað þúsund ár, eru þeir nú komnir aftur heim. Ritningarstaði, um endurkomu gyð- inganna til Landsins helga, er marga að finna í Biblíunni t.d. Esk. 34:11-16. Þessi dæmi sem ég nefni hér eru öllum sýnilegur vitnisburður um hvernig Guð lætur orð sitt rætast og gefur því líf. Fjölmörg fleiri dæmi er að sjálfsögðu að finna í Biblíunni um uppfyllingu spádóma og handleiðslu Guðs. Hin hliðin, ef svo má segja, á inn- blásnu orði Guðs er hinn andlegi kraftur orðsins þar sem persóna Heilags anda, sem gefinn er af Guði föður fyrir Jesúm Krist, mætir þörfum einstaklinga í gegnum Biblíuna. Þetta persónulega sam- band við guðdóminn eiga allir kristnir menn sem lesa Biblíuna í trú og stunda bænalíf. Samfélag trúaðra er einnig mikilvægt þar sem kristið fólk uppörvar hvert annað með vitn- isburðum um hand- leiðslu Guðs. Guð skapaði himin og jörð með orði sínu og hann yfirfærir þann lífskraft yfir á erindreka sinn, Biblíuna. Hún er ,,sáttmálsörk“ krist- inna manna og varð- veitir helga dóma Guðs í rituðu máli. Bók bók- anna er jafn ósnert- anleg og sáttmálsörk Gamla testamentisins. Sumir afgreiða Biblíuna eins og hverja aðra sögu- bók og gera lítið með innihald hennar. Aðrir gera hana að hluta til að trúarbók sinni, trúa því sem þeim þykir trúlegt en hafna því sem þeim finnst ótrúlegt eða reyna að sveigja merkingu orðsins að eigin skoðunum. Svo eru það þeir lesendur orðsins sem gefa sér þá forsendu í trú að allt orð Biblíunnar sé satt og rétt. Þessi hópur lesenda hafnar ekki því sem honum finnst ótrúlegt eða skil- ur ekki við lestur Biblíunnar heldur biður Guð um réttan skilning. Þeir sem tilheyra síðastnefnda hópnum eru oft kallaðir bókstafstrúarmenn. En hefur Guð kristinna manna, Jesús Kristur, eitthvað um þessa skilgreiningu að segja? Í Opinber- unarbókinni segir hann. ,,Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. – En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kald- ur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum.“ Opb. 3:15-16. Gott er að kristnir menn skoði sig í spegli þessara orða ekki síst vegna þess að Jesús skilgreindi bara eina synd sem er öðrum synd- um verri. ,,Syndin er, að þér trúið ekki á mig.“ Jh. 16:9. Þessir ritn- ingarstaðir eru ábending til þeirra sem ekki eiga trú á Jesúm eða eru veikir í trúnni og fullir efasemda. Jesús tekur svona sterkt til orða vegna þess að hann elskar þá sem svo er ástatt fyrir og þráir að þeir leiti til sín í bæn og þiggi hjálp hans. Sá atvinnurekandi sem hefði starfsfólk í vinnu sem tæki fyr- irmæli hans ekki bókstaflega en gerði það sem því sjálfu sýndist væri ekki öfundsverður. Sjálfsagt ráðlegðum við honum að losa sig við þetta fólk sem fyrst. Ef venjulegt fólk vill vera tekið bókstaflega eru þá nokkrar líkur á því að Guð sé með þá í sínu liði sem taka ekki mark á orðum hans? ,,Þér skuluð engu auka við þau boðorð, sem ég legg fyrir yður né heldur draga nokkuð frá, svo að þér varðveitið skipanir Drottins Guðs yðar, sem ég legg fyrir yður.“ 5M 4:2. ,,Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók.“ Opb. 22:19. ,,Vei þeim, sem vitrir eru í aug- um sjálfra sín og hyggnir að eigin áliti.“ Jes. 5:21. Það er greinilegt á þessum vers- um að það er ekki mönnum ætlað að ,,uppfæra“ orð Guðs. Þeir sem finna sig veika og smáa gagnvart almættinu trúa Biblíunni bókstaflega og ,,spyrja um gömlu göturnar“ í orði Guðs, göturnar sem ,,gömlu mennirnir“ gengu og vísað er til í 11. kafla Hebr. Hvernig trú er skilgreind skiptir reyndar litlu máli. Það sem skiptir öllu máli er að Biblían er lifandi orð fyrir þá sem hana lesa og biðja Jes- úm Krist að opna hug sinn og hjarta fyrir blessandi boðskap orðs- ins. Ég bið íslenskri þjóð Guðs friðar. Bókstafstrú og lifandi orð Ársæll Þórðarson skrifar um trúmál »Hvernig trú er skil- greind skiptir reyndar litlu máli. Það sem skiptir öllu máli er að Biblían er lifandi orð fyrir þá sem hana lesa… Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður. UMHVERFISMÁL eru farin að skipta okkur mun meira máli í dag en þau gerðu fyrir nokkrum árum. Hluti af umhverf- ismálum er góð um- hverfisstjórnun og þar er sjálfbær þróun mikilvægur þáttur. Hugtakið sjálfbær þróun er hægt að túlka á marga vegu og segja má að sjálf- bær þróun hafi verið ákveðin málamiðlun milli sjónarmiða þeirra sem töldu nátt- úruna í hættu vegna athafna mannsins og hinna sem bentu á að hagvöxtur og efna- hagsleg uppbygging væri forsenda bættra lífsskilyrða mannsins á jörðinni. Fyrst var farið að tala um hug- takið sjálfbæra þróun árið 1987 í skýrslu Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs. Þar var sjálfbær þróun skilgreind á eftirfarandi hátt: „Þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sín- um.“ Á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þjóðir í Rio de Janeiro árið 1992 var talað um heildaráætlun hvers þjóðfélags fram á 21. öldina. Áætlunin snýst um þrjár stoðir; umhverfismál, efnahagslega og félagslega þætti. Staðardagskrá 21 varð til í kjölfar Ríó fundarins. Tveimur árum síðar var haldin ráðstefna á Lanzarote á Kanaríeyjum um sjálfbæra ferða- mennsku. Þar var aðaláherslan lögð á stjórnun og skipulag innan ferðaþjónustunnar. Í fyrstu grunn- reglu í Ríóyfirlýsingunni segir: ,,Sjálfbær þróun snýst um mann- inn og möguleika hans. Fólk á að geta starfað og lifað heilbrigðu lífi í sátt við náttúruna“. Ýmsar skil- greiningar hafa verið gerðar um sjálfbæra þróun en sú skilgreining sem Alþjóðlegu ferðamálasamtökin WTO hafa komið með er að: Sjálfbær þróun í ferðamennsku mætir þörfum ferðamanna og heimamanna en stuðlar um leið að verndun og auknum markaðstæki- færum til framtíðar. Það er fyr- irséð að sjálfbær þróun mun verða ríkjandi þáttur í stjórnun og ákvarðanatöku varð- andi auðlindir og nátt- úruverðmæti í framtíð- inni. Markmiðin eru að fullnægja efnahags- legum, félagslegum og fagurfræðilegum þörf- um á þann hátt að varðveita og viðhalda menningu, nauðsyn- legum vistfræðilegum ferlum, líffræðilegum fjölbreytileika og nauðsynlegum lífsskil- yrðum. Mörg ferðaþjónustu- fyrirtæki hafa komið sér upp umhverf- isstefnu með það að leiðarljósi að vinna að sjálfbærri þróun. Með því að nýta sér hug- myndafræði um sjálf- bæra þróun þá styrkja viðkomandi fyrirtæki önnur fyrirtæki í sveit- arfélaginu með því að kaupa allt sem hægt er að nálgast á viðkom- andi svæði. Með því að vinna skipu- lega að sjálfbærni er hægt að draga úr rekstrarkostnaði fyr- irtækja. Hluti af sjálfbærri þróun er að vera með flokkun á sorpi, draga úr því sem hent er og er ekki endurvinnanlegt. Allt sem hægt er að endurvinna á að flokka til að stuðla enn meira að sjálfbærni. Vitund manna um sjálfbæra þró- un hefur vaxið og er alltaf að verða sterkari og virðing við umhverfið og náttúru farin að skipta fólki mun meira máli en áður var. Þriðjudaginn 15. apríl er loka- fundur háskólafundaraðar haldinn á Hólum í Hjaltadal. Þar er yf- irskriftin Sjálfbær þróun: Íslensk náttúra, menning og þekking í al- þjóðasamhengi. Ég hvet alla sem hafa kost á því að mæta og heyra sérfræðinga á þessu sviði tala um sjálfbæra þróun frá ýmsum grein- um atvinnulífsins. Sjálfbær þróun í al- þjóðlegu umhverfi Þórður Ingi Bjarnason skrifar um sjálfbæra þróun » Vitund manna um sjálfbæra þróun hefur vaxið og er alltaf að verða sterkari ... Höfundur er nemi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og situr í und- irbúningsnefnd fyrir háskólafundinn á Hólum. ÉG undirritaður vil varpa þeirri hugmynd fram að annaðhvort ein- hver útgefandi eða sjónvarpið safni saman á DVD disk efni því sem sjónvarpið hefur gert um eða með Megasi. Hér er mikill fjársjóður sem gaman væri að eiga og engin spurning að myndi seljast vel. Ég tók upp á VHS spólu endurkomu- tónleikana 1984 og hún er að gefa sig af elli og spilun. Hér fylgir listi yfir það efni sem ég man eftir að hafa séð. 1) Hinn svokallaði „Bannaði þátt- ur“ frá 1974 en hann var loksins sýndur 17. júní 2001. 2) Viðtalsþættir tveir þar sem Bubbi og Megas ræddu saman. „Kvöldstund með listamanni“ hétu þessir þættir og voru á dagskrá 2.1. 1986 en þá ræddi Bubbi við Megas sem flutti nokkur lög og svo 19.1. 1986, þá ræddi Megas við Bubba sem einnig flutti nokkur laga sinna. Þessir þættir vöktu mikla athygli og var gert mikið grín að þeim í skaupinu sama ár. 3) „Endurkomutónleikarnir“ voru haldnir í Austurbæjarbíói 9. nov- ember og sýndir í sjónvarpinu 24. nóvember 1984. Þetta voru frábær- ir tónleikar með einni bestu sveit sem Megas hefur haft nokkru sinni. Björgvin Gísla var í miklum ham á gítarinn. Jens Hanson þandi saxann. Ásgeir Óskarson trommaði einsog honum einum er lagið. Har- aldur Þorsteinson plokkaði bassann af stakri snilld og öllu þessu hélt Pétur Stefánsson „Ung gröð og rík“ saman. Þetta voru að ég held fyrstu tónleikar Íslandssögunnar þar sem hljómburður gekk upp og allt small saman. Á tónleikunum renndi Megas gegnum ferilinn og valdi úr stærstu smellina auk þess að frumflytja Plastpokablúsinn góða þar sem Björgvin sýndi hver er besti gítarleikari þessa lands. Megas jarðaði svo þrjá gamla slag- ara þ. á m . „Í bljúgri bæn“ sem fékk viðeigandi pönkútsetningu og „Kaupakonan hans Gísla í Gröf“ sem er draugasaga og Megas söng hana sem slíka. 4) 1986 var þáttur þar sem Meg- as og hluti Sykurmolanna spiluðu í Stálsmiðjunni. „Rokkarnir geta ekki þagnað“ nefndist sá þáttur og var sýndur 17. október 1986. 5) 26. desember 1993 sýndi sjón- varpið tónleika Megasar í MH er kölluðust „Drög að upprisu“. Ný- dönsk spilaði undir. 6) 20. október 1999 kom Megas fram í þættinum Mosaík og söng „Best og banvænast“. 7) Árið 2000 var þáttaröð er kall- aðist „Söngvaskáld“. Kom Megas fram 27. október og flutti nokkur lög með aðstoð tveggja snillinga sem ég man ekki nöfn á, Tryggvi Hübner held ég þó að hafi verið annar þeirra. Aukaefni fyrir okkur hörðustu safnara gæti verið auglýsingin með Megasi og Spilverki þjóðanna frá 1977 og myndbandið (kynningin) á barnaplötunni „Nú er ég klædd- ur...“ Meistarinn á þetta skilið. ÓLAFUR ÞÓRIR AUÐUNSSON, Kirkjustétt 7, Reykjavík Hugmynd að DVD með Megasi Frá Ólafi Auðunssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is BYGGINGARIÐNAÐURINN hef- ur verið u.þ.b. tíu hundraðshlutar af þjóðarframleiðslu. Það er þess vegna mikilsvert að þar verði gætt hagkvæmni og skilvirkni. Nú er á ferðinni á Alþingi mikl- ir og flóknir lagabálkar um bygg- ingamál, svokölluð Mannvirkja og skipulagslög. Það dylst engum að menn hafa lagt mikla vinnu og metnað í að hafa alla þessa smíð sem allra flóknasta, nákvæmasta og viða- mesta. Í þeim greinargerðum sem sést hafa í tengslum við lagabálka þessa eru menn einkum að skoða aukinn kostnað opinberra aðila vegna laga þessara. Kostnaður byggjenda er ekki tekinn með í reikninginn. Með öðrum orðum þjóðhags- legur kostnaður eða hagnaður er hvergi áætlaður. Byggingaraðilar vita þó vel um þann gífurlega kostnað sem getur verið tengdur flóknu kerfi í kring- um byggingar og skipulag. Bið og tafir geta orðið umtalsverðar þeg- ar afgreiðsla erinda dregst á lang- inn. Danir hafa farið allt aðra leið í þessum málum. Ný lög um bygg- ingar og skipulag í Danmörku hafa tekið gildi þegar þetta er rit- að. Danir eru meðvitaðir um kostn- að þjóðfélagsins og gæði bygg- inga. Fyrsta meginatriði dönsku lag- anna er að skylda þá sem standa fyrir byggingu að fá tryggingar vegna galla sem koma í ljós innan tíu ára eftir að byggingin hefur verið afhent. Atvinnuhúsnæði er þó undanþegið tryggingarskyldu, einnig húsnæði til eigin þarfa. Tryggingarfélagið fær umtals- Lagasetning um byggingamál Frá Björgvin Víglundssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.