Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 7. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Slasaðist alvarlega í árás
Öryggisvörður í verslun 10-11
liggur alvarlega slasaður á gjör-
gæsludeild Landspítalans eftir lík-
amsárás í gærmorgun. Árásarmað-
urinn var handtekinn og
úrskurðaður í þriggja daga gæslu-
varðhald að kröfu lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. » Forsíða
Telja að sér þrengt
Kjúklingabændur telja að fyrir-
huguð matvælalöggjöf Evrópusam-
bandsins muni þrengja að greininni
vegna aukins innflutnings. Þeir sjá
þó sóknarfæri í að vekja athygli á
miklum gæðum innlends kjúklinga-
kjöts. » 4
Humarveiðar ganga vel
Veiðar á humri hófust nú eftir
páska og ganga þær vel, þrátt fyrir
þráláta norðanátt og brælu. Bátarn-
ir fá upp í 500 kíló af humri í hali,
miðað við slitinn humar eða skott
eins og þeir segja á sjónum. Það
svarar til um 1.700 tonna af heilum
humri. » 2
Óttast átök og valdarán
Óttast er að mannskæð átök blossi
upp í tengslum við þingkosningar
sem verða í Nepal á fimmtudaginn
kemur. Maóistar saka her landsins
um að undirbúa valdarán til að verja
269 ára konungsveldi sem ráðgert er
að afnema. Skoðanakönnun bendir
til þess að um 49% landsmanna vilji
halda konungsveldinu. » 4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Kosningar og fordómar
Forystugreinar: Faraldur á öld
ofgnóttar | Framtíð Simbabve
Ljósvaki: Trú, von og kærleikur …
UMRÆÐAN »
Sjálfbær þróun í alþjóðlegu umhverfi
Lagasetning um byggingamál
Tröllasögur af Ísalandi
Sögulegt frumvarp til varnarmálalaga
Tengigrindur til margvíslegra nota
Velta á markaði
Trygglyndir boðberar vorsins
Aðstoða við endurbætur eldri húsa
FASTEIGNIR »
Heitast 5°C | Kaldast -4°C
Vestan 3-10 m/s,
hvassast norðvestan til.
Þokuloft f. vestan, skýj-
að með köflum f. aust-
an og líkur á stöku éljum. » 10
Bassaleikarinn Skúli
Sverrisson er á tón-
leikaferð um Banda-
ríkin með fjöllista-
konunni Laurie
Anderson. » 34
TÓNLIST»
Á ferð með
Anderson
TÍSKA»
Nýjasta tíska hönn-
unarnemanna. » 37
Því er spáð að leikja-
tölvan fyllist smám
saman af auka-
hlutum og leikja-
hlutinn verði algjört
aukaatriði. » 35
TÖLVULEIKIR»
Leikjatölvan
að hverfa?
TÓNLIST»
Konurnar mættu allar í
hvítu í veisluna. » 38
KAPPRÆÐUR»
Lið MR sigraði MH í
úrslitum MORFÍS. » 36
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Lést í slysi í Hafnarfirði
2. Giftist inn í indverska fjölskyldu
3. Fjórir fluttir á slysadeild
4. Offitufaraldur á Íslandi
HELGA Margrét Þorsteinsdóttir og
Silja Úlfarsdóttir aðstoða við skrán-
ingar í skólaþríþraut sem nú fer
fram í grunnskólum landsins. Nem-
endur í 6.-7. bekk hafa rétt til þátt-
töku í skólaþríþrautinni, sem fer
þannig fram að í hefðbundnum
íþróttatímum grunnskólanna er
skráður árangur nemanna í þremur
greinum; kúluvarpi, hástökki og 400
metra hlaupi. Árangurinn er skráð-
ur í forrit sem finna má á vef Frjáls-
íþróttasambands Íslands, fri.is. FRÍ
stendur fyrir skólaþríþrautinni.
Í raun má segja að stöllurnar Silja
og Helga Margrét endurspegli nútíð
og framtíð í frjálsum íþróttum, Silja
stefnir á að ná ólympíulágmarki í
400 m grindahlaupi á næstunni og
Helga Margrét þykir mikið efni, en
hún keppir í sjöþraut.
Allir grunnskólar landsins geta
tekið þátt í skólaþríþrautinni sem
lýkur með úrslitakeppni í Laugar-
dalnum 31. maí, þar sem 16 bestu
keppendurnir leiða saman hesta
sína.
Fjórir sigurvegarar, tvær stelpur
og tveir strákar, taka svo þátt í
Gautaborgarleikunum í sumar. | 6
Nútíð og
framtíð
aðstoða
Morgunblaðið/Valdís Thor
Íþróttamenn Helga Margrét Þor-
steinsdóttir og Silja Úlfarsdóttir.
RAGNHILDUR Björk Magnúsdóttir var ein þeirra sem
lögðu leið sína í nýtt fjós á bænum Þverholtum á Mýr-
um, en það var til sýnis um helgina. Fjósið er gert fyrir
150 kýr og eru Þverholt orðin stærsta kúabúið á Vest-
urlandi. Í fjósinu eru tveir mjaltaþjónar og gengur vel
að fá kýrnar til að nýta sér þjónustu þeirra. Bóndinn á
Þverholtum, Hilmar Sigurðsson, segist vera mjög
ánægður með nýja fjósið. Þegar eru uppi áform um að
stækka búið enn frekar og smíða annað fjós á bænum,
en Mýrarnar eru taldar henta vel fyrir kúabú. | 16
Fjölmennt í fjósinu
Nýtt kúabú á Mýrum var til sýnis um helgina
Ljósmynd/Magnús Magnússon
ÖRN Arnarson úr SH var verð-
launaður fyrir besta afrek Meist-
aramóts Íslands í sundi sem lauk í
gær. Forseti Íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, afhenti Erni nýjan
bikar sem veittur er til minningar
um Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi
forseta. Síðastliðin fimmtíu ár hefur
verið keppt um Pálsbikarinn sem
Ásgeir gaf til minningar um Pál
Erlingsson árið 1958. Ágústa Þor-
steinsdóttir úr Ármanni veitti hon-
um fyrst viðtöku.
Einnig voru veittir þrír aðrir bik-
arar að mótinu loknu. Erla Dögg
Haraldsdóttir, ÍRB, fékk Kolbrún-
arbikarinn fyrir besta afrek kvenna,
Örn fékk Guðmundarbikarinn fyrir
besta afrek karla og Jakob Jóhann
Sveinsson úr Ægi fékk Sigurðarbik-
arinn fyrir besta bringusundsafrek
mótsins. | Íþróttir
Örn fékk Ásgeirsbikarinn
Örn Arnarson með
besta afrek MÍ
Morgunblaðið/hag
Ásgeirsbikarinn Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Erni
Arnarsyni hinn nýja bikar til minningar um Ásgeir Ásgeirsson.
HÁVÆRAR bílflautur, jafnt loft- og
rafknúnar, seldust upp í verslun ET
fyrir síðustu helgi.
Þorbjörn Guðbjörnsson, versl-
unarstjóri hjá ET, sagði að bílflautu-
salan upp á síðkastið nálgaðist að
vera það sem venjulega selst á heilu
ári. Hann taldi að menn hefðu eink-
um keypt flauturnar nú til að láta í
sér heyra í mótmælaaðgerðum.
Þessar flautur gefa hljóð með allt að
120 dB styrk. Margir flutningabílar
eru með svo öflugum flautum en
Þorbjörn sagði að töluvert margir
sendibílstjórar hefðu keypt sér há-
værari flautur. Flauturnar kostuðu á
bilinu 6-7 þúsund krónur.
Von er á fleiri flautum í dag. | 4
Flauturnar
seldust upp