Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 35 eeeee -S.M.E., Mannlíf eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó www.laugarasbio.is LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS! 50.000 MANNS! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Frábær grínmynd - V.J.V. Topp5.is/FBL eee Sýnd kl. 10 - H.J., MBL eeee- V.J.V. Topp5.is/FBL eee SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI J E S S I C A A L B A ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ -bara lúxus Sími 553 2075 - VJV, Topp5.is/FBL eeee Frábær spennutryllir sem svíkur engan! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Frábær grínmynd SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI l ATH: Á UNDAN MYNDINNI VERÐUR FRUMSÝNT FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ (TRAILER) ÚR ICE AGE 3! „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eee eeee „Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 6 m/ísl. tali - L.I.B. TOPP5.is/FBL. eee eeee - L.I.B., Topp5.is/FBL „Mynd sem hreyfir við manni“ eee - S.V., MBL eeee - M.M.J., kvikmyndir.com SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Í BRUGGE SÝND Í REGNBOGANUM - Ó.H.T. Rás 2 eee - A.S MBL - LIB, Topp5.is/FBL eee Doomsday kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára The other Boleyn girl kl. 5:30 - 8 B.i. 10 ára The Eye kl. 10:30 B.i. 16 ára The Spiderwick Chronicles kl. 5:50 B.i. 7 ára Heiðin kl. 10 B.i. 7 ára The Kite Runner kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 6 - 8 B.i. 7 ára Sýnd kl. 8 og 10:15Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 Sýnd kl. 6 Stærsta kvikmyndahús landsins Eftir Ómar Örn Hauksson mori@itn.is ÁÐUR fyrr voru leikjatölvur bara leikjatölvur og það var ekki ætlast til annars en að maður gæti spilað leik- ina sína á þær. Það sama er ekki hægt að segja um leikjatölvur í dag. Hver ein og einasta leikjatölva, hvort sem það er sú sem maður tengir í sjónvarp eða lófatölva, býður upp á einhverja aðra möguleika en leikja- spilun. Framleiðendur eru í síaukn- um mæli að bæta við hlutum til þess að gera kassann verðmætari fyrir neytandann og reyna að gera hann að einhverri heildarlausn á afþrey- ingarvanda heimilanna. PS3 og Xbox 360 spila DVD og háskerpu-diska, tengjast öðrum tölvum á heimilinu og brátt verður hægt að taka upp staf- rænar útsendingar upp úr sjónvarp- inu á þeim. PSP tölvan er meira að segja orðin að síma. Segja má að Nintendo sé eina vörumerkið sem leggur minna upp úr þessum auka- hlutum í sínum tölvum, Wii og Nin- tedo DS. Nú á dögunum lét fyrrverandi yf- irmaður leikjadeildar Microsoft I Evrópu, Sandy Duncan, hafa það eft- ir sér að leikjatölvan ein og sér væri á leiðinni út og eftir nokkur ár yrðu þær allar orðnar yfirfullar af auka- hlutum sem gerðu það að verkum að leikjahlutinn yrði að aukaatriði. Hann telur reyndar að eftir nokkur ár verði algerlega búið að fjarlæga áþreifanlega hlutinn og öll virknin verði kominn á netið. Microsoft hefur reyndar haldið þessu fram áður hvað mynddiska varðar, en það er önnur saga. Sandy sagði hins vegar í sama viðtali að leikjavélarnar ættu enn eft- ir 10 ár áður en þær leystust upp og hyrfu á vit vefsins þar sem þær munu að lokum eiga eilíft líf. Við sjáum hvað setur en þangað til vonum við að breiðbandið verði orðið nógu þró- að til að ráða við traffíkina. »TÖLVULEIKIR Leikjatölvan að líða undir lok? Reuters Að hverfa? Gestur rýnir í tæknilega PC-leikjatölvu frá Asus á CeBIT- tæknisýningunni. Munu slíkar vélar hverfa á næstu árum? TÖLVULEIKIR PS3 The Club Sega LEIKURINN The Club er eins ein- faldur og hægt er að hugsa sér; mað- ur hleypur um opin svæði og skýtur á allt sem hreyfist. Það er allt og sumt. Leikurinn er í raun netleikur í sinni einföldustu mynd nema hvað maður spilar einn og óvinum þínum er stjórnað af tölvunni. Höfundar leiksins reyndu af veikum mætti að flétta inn sögu en sú saga skiptir í raun engu máli. Hópur af ríkum og siðlausum mönnum tæla til sín nokkra morðingja og etja þeim hverjum gegn öðrum. Maður velur sér sem sagt einn af þessum morð- ingjum og fær svo stig fyrir það hvernig maður drepur, hversu erf- iður andstæðingurinn reynist manni og hvort maður myrði með nógu miklum stæl. Þá fær maður einnig stig fyrir tímann sem það tekur að klára borð- ið og nokkrir faldir hlutir hér og þar í borðinu geta aukið stigafjölda. Í stuttu máli sagt, þá hugnaðist mér þessi leikur ekki. Mér finnst af- skaplega leiðinlegt að hlaupa um og drepa hugsunarlaust, sérstaklega ef um tímamörk er að ræða. Ég vil fara hægara í hlutina og (það er ljótt að segja það) vanda mig að myrða and- stæðinginn. Grafíkin er fín, ágætlega hönnuð en býður ekki upp á neitt nýtt enda alger óþarfi því hraðinn á manni er svo mikill að maður tekur lítið eftir umhverfinu. Stjórnun er einföld og ekki til trafala og fingrafimin ræður því hversu stællega manni tekst að gera út af við andstæðinginn. Hljóðvinnslan er einnig frekar einföld og vopnin hljóma frekar líf- laus sem er skrítið þar sem leikurinn snýst um lítið annað en vopn. Í svona leik á manni að finnast maður vera með eitthvað öflugt í höndunum en ekki einhverjar baunabyssur. Ómar Örn Hauksson Morðingjar með baunabyssur Stjórnun  Grafík  Hljóð  Charlton Heston látinn Minnst fyrir að leika Móses og Ben-Húr CHARLTON Heston, sem lék í um 100 kvikmyndum á 60 ára leikferli, lést á heimili sínu í Kaliforníu á laug- ardag, 83 ára gamall. Heston er einkum minnst fyrir hetjuleg hlutverk sögulegra persóna á borð við Móses og Ben-Húr. Hann varð frægur árið 1956 þegar leik- stjórinn Cecil B. De Mille valdi hann í hlutverk Móse í kvikmyndinni Boð- orðin tíu. Heston þótti vörpulegur í hlutverkum sínum og það kvað einnig að honum þar sem hann barðist fyrir málefnum sem honum voru kær, hvort sem um stjórnmál eða skotvopn var að ræða. Árið 1998 var hann kjör- inn forseti samtaka skotvopnaeig- enda í Bandaríkjunum, NRA. Heston lék mörg eftirminnileg hlutverk, oft hugrakka menn sem gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Meðal myndanna má nefna Touch of Evil, Ben-Húr, sem Heston hlaut Óskarsverðlaunin fyrir, El Cid, The Planet of the Apes og ýmsa vestra. Síðasta kvikmyndin sem Heston lék í var endurgerð Tim Burtons af Apa- plánetunni, árið 2001. Hetjulegur Heston á byssufundi. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.