Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 27 ✝ Bóel Sigurgeirs-dóttir fæddist 6. september 1924. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni mánudaginn 31. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurgeir Sigurðs- son, bóndi í Hlíð undir Austur- Eyjafjöllum, f. 1882, d. 1934, og Sig- urlína Jónsdóttir, f. 1889, d. 1968. Bóel var sjötta í röð níu systkina. Hin eru: Anna Margrét, f. 1913, d. 1999, Sigurjón, f. 1914, d. 1984, Ólafur Sigurbergur (Bergur), f. 1916, d. 1983, Guðlaug, f. 1918, Geir, f. 1922, d. 2006, Tryggvi, f. 1927, Lilja, f. 1929, og Páll, f. 1930. Bóel ólst upp í Hlíð og gekk í barnaskóla en ekki varð formleg skólaganga lengri. Hún fór ung til Reykjavíkur, m.a. til að leita sér lækn- inga en hún var alla tíð heilsulítil. Í Reykjavík vann hún á matsölu og sem heimilishjálp. Bóel giftist 16. október 1948 Her- manni Kristinssyni vélvirkjameistara, f. 1922. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu fljótlega í Kópavog þar sem heimili þeirra var æ síðan. Þau eignuðust fjögur börn; Sigþór, f. 1948, d. 2005, Sigurlín, f. 1952, Rúnar Þór, f. 1952, og Kristbjörgu, f. 1956. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin sjö. Bóel flutti eftir alvarleg veik- indi á hjúkrunarheimilið Sóltún í apríl 2007. Útför Bóelar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku mamma, ég sit heima ein og finn tómleikann í hjarta mér, því þú ert ekki lengur hér. Síðustu vikurnar voru erfiðar fyrir okkur öll en á ein- hvern hátt samt svo mikilvægar. Kannski hefur mér aldrei þótt eins vænt um þig og þá, þegar ljóst var að ekkert gæti komið í veg fyrir að ég missti þig. Þú varst á förum og gast þig hvergi hrært og ekkert sagt en varðst bara fallegri og fallegri eins og ung stúlka. Um leið og þú fjarlægðist okkur sameinaðir þú fjölskylduna meir og meir. Núna þegar þú ert farin hverfur hugurinn lengra til baka þegar þú varst full af lífi. Þú varst alltaf heima að hugsa um okkur systkinin, og ekki bara okkur heldur alla vini okkar og síðar börnin okkar og vini þeirra. Það var alltaf fullt hús af gestum. Á laug- ardögum angaði húsið af nýbökuðum kökum, kleinum og því allra besta, pönnukökunum sem þú varst víðfræg fyrir. Á hverju ári hlökkuðum við til að komast á bókamarkað því þá fengum við systkinin pening frá ykkur pabba til að fara og velja okkur bækur. Þú hvattir okkur til að lesa og gafst okk- ur iðulega bækur í sumargjöf. Það voru kannski ekki alltaf til miklir peningar en á hverju ári sástu til þess að fjölskyldan færi að minnsta kosti einu sinni saman í leikhús og svo fórum við annað slagið í Hafnarfjarð- arbíó og sáum danska mynd. Á sumr- in fórum við svo í útilegu, ég fór með ykkur pabba enda eldri systkinin í sveit. Ég öfundaði þau reyndar mikið af sveitadvölinni og þau mig jafn mik- ið af útilegunum með ykkur pabba. Einu sinni fannst mér það hryllileg hugsun að geta ekki haldið jólin á Há- veginum en bráðum verður það þann- ig. Jæja, allt breytist. Það tekur bara eitthvað annað við. En nú kveð ég þig, takk fyrir allt. Ég átti góða mömmu og ég veit það. Þín dóttir Kristbjörg. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdamóður minnar, Bóelar Sig- urgeirsdóttur, sem andaðist á Sóltúni mánudaginn 31. mars. Ég gleymi aldrei fyrsta skiptinu sem ég kom á Háveginn. Við Silla vor- um farin að stinga saman nefjum og ég kom eftir kvöldmat því við ætluð- um eitthvað út. Bóel kom til dyra og augnaráðið sem hún sendi mér þegar ég spurði eftir dóttur hennar líður mér seint úr minni. En ástfangnir unglingar láta ekki eitt augnaráð stoppa sig. Í dag skil ég hana betur, drengstauli að draga heimasætuna út í sollinn. Seinna gerðum við mikið grín að þessum fyrstu kynnum þegar við fórum þrjú saman á keramiknám- skeið hjá Steinunni á Hulduhólum. Þá gerði ég vasa sem var eins og manns- höfuð. Ég sagði Bóel að ég hefði reynt að ná augnaráðinu hennar en ef það tókst ekki þá hefði ég að minnsta kosti náð nefinu! Nú liðu fram stundir og ég kynntist betur þessari yndis- legu konu og Hermanni, tengdaföður mínum. Það leið öllum vel í návist Bó- elar enda margir sem sóttu hana heim. Hún var boðin og búin að að- stoða okkur Sillu, þegar drengirnir fæddust var hjálp hennar betri en engin og alltaf var hún tilbúin að líta eftir þeim. Það er margt sem kemur upp í hugann; ferðalögin innan lands og utan, allar samverustundirnar í eldhúsinu þar sem spjallað var um alla heima og geima yfir kaffibolla, þorramaturinn sem Bóel bauð stór- fjölskyldunni í. Það er Hlíðar-lenska að hafa mikinn mat á borðum, helst svo mikinn að fullir diskarnir stæðu út af borðinu. Enginn skyldi fara svangur burt. Eftir að Bóel fékk áfall fyrir tveim- ur árum breyttust samverustundirn- ar. Á Sóltúni leið henni vel og það var eftir sem áður gott að koma til henn- ar. Ég hugsa með þakklæti til síðustu stundarinnar sem ég átti með henni. Þá sátum við Silla hjá henni um kvöld, hún svaf vært en fram undir það hafði hún öðru hvoru náð að vakna andar- tak og brosa til okkar til að láta vita að hún vissi af okkur. Klukkurnar henn- ar tifuðu og og það var mikill friður yfir öllu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þinn tengdasonur, Ingólfur. Elsku amma Bóel er látin. Þegar ég hugsa til ömmu koma margar minn- ingar upp í kollinn, hver annarri ynd- islegri. Ég fór aldrei á leikskóla held- ur naut ég þeirra forréttinda að vera í pössun hjá ömmu Bóel og þar hafði ég alltaf nóg fyrir stafni enda amma óþreytandi í að finna mér eitthvað til dundurs. Þegar ég var lasin var ekki amalegt að eiga ömmufaðm vísan, fá kandísvatn til heilsubótar og hlusta á endalausu Grýlusögurnar sem amma gat spunnið upp, aldrei fékk ég nóg af því að hlusta á hvaða ævintýri Grýla og Leppalúði komust í. Oftar en ekki vorum við mörg ömmubörnin á Há- veginum og þá var líf og fjör. Gjarnan var sett upp sögustund í sjónvarpinu þar sem við vorum stjörnurnar, búnar til stórborgir úr sápukúlum í forstof- unni eða smíðuð raðhús í bakgarðin- um. Ég held að fátt hafi glatt ömmu meira en barnsgleði og hún hafði un- un af því að gera ömmubörnunum sín- um og reyndar öllum börnum sem hún komst í kynni við til góða. Enda ekki að ástæðulausu sem börn út um allan bæ kölluðu hana ömmu Bóel. Hún talaði alltaf um að hún ætlaði að byrja á því að ferðast þegar kæmi að því að hún yfirgæfi okkur og ég vona svo sannarlega að nú geti hún látið verða af því. Við sem eftir erum söknum hennar sárt og minnumst hennar með kærleik og þakklæti. María Bóel, ömmustelpa. Með tár á hvörmum og þakklæti í hjarta kveð ég þig elsku amma. Á kveðjustund rifjast upp fyrir mér svo ótrúlega margt sem ég er þér, elsku amma, svo óendanlega þakklát fyrir. Stórum hluta æsku minnar varði ég á Háveginum og það er nú aldeilis ekki hægt að segja að maður hafi ekki haft neitt fyrir stafni þar, því hún amma mín var meistari í því að veita manni „leynilegan“ innblástur. Oftar en ekki vorum við mörg barnabörnin á Háveginum. Við „leðruðum“, við kváðumst á, við skálduðum sögur og við smíðuðum, svo eitthvað sé nefnt. Hún amma mín var hugmyndaríkari en margan grunar. Hápunktur hvers árs var þó jólin. Ég má til með að nefna jólin á Háveg- inum, því hver minning um þau yljar mér sérstaklega um hjartarætur. Ömmu tókst í hvert sinn að skapa svo hátíðlegt og spennandi andrúmsloft. Á fullorðinsárum mínum reyni ég mitt besta til að gera það sama fyrir mín börn og ég er líka nokkuð viss um að þau kunni vel að meta það (það jafnast t.d. ekkert á við möndlugraut- inn). Á síðustu árum fór svo heilsunni að hraka hjá ömmu, eins og svo oft gerist þegar lífsleiðin er orðin löng. Amma var ekkert á því að láta það trufla sig og var dugleg að fara í göngutúra með hjálp göngugrindarinnar. Ég heyrði úr mörgum áttum frá fólki, sem hafði séð hana á göngu, hvað amma væri seig og dugleg. En það var svo sem ekkert sem ég vissi ekki fyrir. Fyrir nokkrum árum flutti ég til út- landa. Ég harma það mest að þér hafi aldrei verið mögulegt að koma í heim- sókn hingað. Það er svo margt sem mig langaði að sýna þér. Elsku amma, takk fyrir öll góðu gildin sem þú gafst mér í veganesti á lífsleið minni. Takk fyrir allar góðu minningarnar. Ég er heppin að hafa átt eins góða ömmu og þig. Þú ert engri lík. Þú munt lifa áfram í hjörtum og hugum okkar allra. Sigurbjörg Lilja og fjölskylda. Elsku Bóel frænka mín. Ég þakka þér allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við átt- um saman í gegnum árin. Ég þakka þér einnig fyrir tryggð þína og kær- leika sem þú veittir mér og mínum. Ég kveð þig með þessum ljóðlínum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð blessi minningu þína elsku frænka. Ég sendi aðstandendum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Þín frænka, Sigurbjörg Ólafsdóttir. Nú höfum við kvatt hana Bóel móð- ursystur mína í hinsta sinn. Þegar hugurinn reikar aftur er svo ótal margs að minnast og margt að þakka. Í stórfjölskyldu minni var Hávegur- inn alltaf athvarf okkar sem komum utan af landi og áttum erindi til Reykjavíkur. Þar tóku húsráðendur vel á móti okkur og voru boðnir og búnir að greiða götu okkar. Ég naut þeirra forréttinda að fá að búa hjá þeim Bóel og Hermanni í einn og hálf- an vetur þegar ég var að ljúka menntaskóla. Þær minningar sem ég á frá þeim tíma eru mér mjög kærar og mér leið afskaplega vel hjá þeim. Guðni bróðir var búinn að búa hjá þeim öll sín menntaskólaár og veit ég að hann hefur sömu sögu að segja. Bóel var alltaf að gera vel við okkur og alltaf beið okkar matur, hversu seint sem við komum heim á kvöldin. Oft var hún búin að útbúa nesti fyrir okkur á morgnana og man ég sérstak- lega eftir rjómabollunum sem maður fékk í nestisboxið á bolludaginn. Svona var Bóel, alltaf að hugsa um aðra. Mér þótti alltaf gott að koma á Há- veginn. Það var svo notalegt að sitja í skotinu í eldhúsinu eða í stofunni inn- an um alla fallegu munina. Þá var mikið spjallað og gert að gamni sínu en Bóel var mjög glettin og skemmti- leg og hafði gaman af að sjá spaugi- legu hliðarnar á lífinu. Það fór heldur enginn svangur þaðan því gestrisnin var henni í blóð borin. Bóel hafði líka gaman af því að gefa og á ég marga fallega hluti sem hún hefur gefið mér í gegnum tíðina. Það var mikið áfall þegar Bóel veiktist í júlí 2006. Hún fékk blóð- tappa í heila og missti mál og lamaðist hægra megin. En með einstakri elju og dugnaði, þar sem Bóel var vel lýst, tókst henni að þjálfa upp málið þannig að hún gat aftur tekið þátt í samræð- um. Mikið var ég stolt af henni frænku minni þá. En vegna lömunar- innar átti hún ekki afturkvæmt á Há- veginn, heldur þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í tæpt ár eða þangað til hún flutti á Sóltún. Á Sóltúni leið henni vel og þar gat hún haft sína per- sónulegu muni í kringum sig. Nú er ferð hennar í þessu lífi á enda en minningin um þessa góðu konu lifir í hjörtum okkar allra sem vorum svo lánsöm að fá að fylgja henni. Her- manni og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Bóel, hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur verið mér og allar góðu stundirnar. Guð geymi þig. Þín frænka, Guðrún Þórey. Bóel Sigurgeirsdóttir ✝ Aðalsteinn Þór-arinsson fædd- ist í Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi 21. nóvember 1930. Hann lést á líkn- ardeild Landspítala Landakoti hinn 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru G. Jóhanna Jónasdóttir hús- freyja, f. 1899, d. 1972 og Þórarinn Einarsson bóndi, f. eru 1) Elfar f. 1965, kvæntur Veronicu Baptista, börn þeirra eru Aldís og Þór Aðalsteinn, 2) Jón Þór f. 1967, 3) Jóhanna Guð- rún f. 1968, börn hennar Rolf Steinar og Elísabet, og 4) Rósa Þórunn, f. 1971, gift Þórarni Jó- hanni Jónssyni, börn þeirra Að- alsteinn Davíð og Anna Kristín. Aðalsteinn stundaði ýmis verkamannastörf á yngri árum. Hann fluttist til Akureyrar og þar bjuggu þau Guðlaug og ólu upp börn sín. Hann rak bílasölu Norðurlands og Bíla- og vélasöl- una. Starfaði um 18 ára skeið sem gangavörður við Gagnfræða- skólann á Akureyri. Úför Aðalsteins fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1897, d. 1955. Systk- ini Aðalsteins eru Einar, f. 1925, d. 1927, Kristín, f. 1927, d. 1992, Ar- inbjörn, f. 1929, d. 1998, Svanhildur, f. 1932, d. 2004, og Þórdís f. 1934, sem lifir systkini sín. Að- alsteinn kvæntist 1966 Guðlaugu H Jónsdóttur, f. 1945. Þau slitu samvistum 1993. Börn þeirra Nú hefur hann pabbi fengið hvíld eftir langvarandi erfið veikindi. Söknuðinum ofar er léttir fyrir hans hönd og kær minning um hann eins og hann var áður en sjúkdómar tóku stóran toll. Hann ólst upp á Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi. Ræturnar þangað voru sterkar og við sem eftir sitjum höfum í farteskinu margar skondnar og skemmtilegar sögur um fólkið og lífið fyrir austan. Eins og sumir aðrir úr Djúpalækjarætt- inni var pabbi prýðisvel hagmæltur. Þetta ljóð orti hann ekki löngu fyrir dauða sinn: Bráðum vagga bjartar nætur blómi þínu, fagra vor. Himnesk dögg í grasi grætur, geymir bernsku minnar spor. Stefnir líf að unnar ósum, yndi jarðneskt hverfur brátt. Handan grafar ljós með ljósum leiða mig í rétta átt. Pabbi slasaðist við vegavinnu einn góðan veðurdag 1964. Það varð til þess að hann lagðist inn á sjúkra- húsið á Akureyri. Þar var ung blómarós að störfum sem Guðlaug heitir. Tókust með þeim kynni sem urðu að hjónabandi og 6 manna fjöl- skyldu. Þau mamma voru samstiga í uppeldinu og gáfu okkur það besta veganesti í lífinu sem hugsast getur; ástríki, öryggi, umhyggju, hvatn- ingu. Ekki síst forgangsröðuðu þau tíma með fjölskyldunni framar auka- og ekstravinnu og veraldleg- um gæðum. Óteljandi dýrmætar minningar frá Grænumýrinni skjóta upp kollinum þegar maður lítur um öxl. Hann kenndi okkur t.d. á göngu- skíði enda alvanur frá unga aldri. Upp úr því urðu til margar gæða- stundir í náttúrunni og þessi fleygu orð hrutu af munni eldri dótturinn- ar: „Ekki fer hann alltaf hratt þó að hann sé vanur!“ Pabbi hafði ekki tækifæri til að mennta sig og hvatti okkur börnin til dáða í þeim efnum. Ég held að hann hafi verið hvað ánægðastur með það í lífi sínu að sjá öll börnin ganga menntaveginn og ljúka háskólanámi. Þau mamma slitu samvistum 1993 í góðum vinskap sem hélst allt til dauðadags. Hann fluttist til höfuð- borgarinnar. Þar kynntist hann Sig- urrósu Eyjólfsdóttur, Sirrý, sem varð hans félagi og förunautur, stoð og stytta það sem eftir lifði. Í erfiðum veikindum síðustu árin naut hann aðstoðar góðs fólks. Sirrý og Dísa systir hans báru hitann og þungann af erfiði dagsins hjá honum og fáum við börnin þeim ekki full- þakkað fyrir það. Síðan voru nokkrir sem sýndu framúrskarandi hjálp- semi og vinarþel langt umfram það sem starfsskyldurnar krefjast. Þar vil ég nefna Rögnu Hjaltadóttur, þjónustufulltrúa í Landsbankanum, Rakel Þórisdóttur hjúkrunarfræð- ing, Magnús Björnsson, húsvörð á Dalbraut 18-20, og Harald Davíðs- son, starfsmann og altmuligmann á Dalbraut 18-20. Pabbi lifir áfram, ekki aðeins sem minning, heldur ekki síður í hugs- unum og verkum okkar sem voru mótuð af honum. Vonandi tekst okk- ur að gefa okkar afkomendum slíka kjölfestu í lífinu sem hann gaf okkur. Rósa Þórunn Aðalsteinsdóttir. Hann leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. (Úr 23. Davíðssálmi) Aðalsteinn fæddist á Djúpalæk 1930. Hann hafði mikið yndi af bók- menntum og tónlist en heldur var nú fátt um menntunartækifæri. Hann kvæntist Guðlaugu Jóns- dóttur og voru þau í farsælu hjóna- bandi í 30 ár og skildu síðan sem vin- ir. Þau eignuðust fjögur börn: Elfar, Jón Þór, Jóhönnu og Rósu. Aðalsteinn þráði alltaf að komast til mennta og sá nú draumana ræt- ast í gegnum börnin. Þau fóru öll í Menntaskólann á Akureyri og Há- skóla Íslands. Núna eru þau pró- fessor, íslenskufræðingur, bóka- safnsfræðingur og læknir. Seinna fór Jóhanna í tónlistarnám og stofn- aði nýlega eigin tónlistarskóla í Nor- egi. Elsku pabbi og afi. Á morgun ætla barnabörnin þín í Noregi að minnast þín með því að spila fyrir þig á blokkflautu, gítar og píanó. Og eldri dóttir þín ætlar að spila á orgel, pí- anó og gítar. Og svo ætlum við að lesa ljóð og biblíuvers. Takk fyrir tækifærin sem þú gafst okkur, elsku pabbi og afi. Við njót- um þeirra. Jóhanna Guðrún Aðalsteinsdóttir, Steinar Arnarsson, Elísabet Arnarsdóttir. Aðalsteinn Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.