Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 36
Lið Menntaskólans íReykjavík fór með siguraf hólmi í úrslitakeppniMORFÍS í troðfullu Há-
skólabíói á laugardagskvöldið en
liðið mætti þá liði Menntaskólans í
Hamrahlíð og sigraði með 52 stiga
mun. Ræðumaður kvöldsins kom
hins vegar úr liði MH, Birkir Blær
Ingólfsson. Umræðuefni kvöldsins
var áróður og mæltu MR-ingar á
móti áróðri. Ræðuliðin háðu
skrautlegt stríð í síðustu viku og
var ýmsum bolabrögðum beitt,
misgrófum þó.
Sigurliðið skipuðu þeir Ari Guð-
jónsson, Arnar Már Ólafsson, Jón
Benediktsson og Guðmundur Egill
Árnason.
Ekkert öruggt
„Þetta var afar ánægjulegt og
keppnin ótrúlega skemmtileg,“
sagði Arnar Már í gær og bætti við
að áætlanir þeirra hafi að mestu
gengið upp. En fannst þeim þegar
á keppnina leið að sigur væri í
höfn?
„Nei, alls ekki. Við trúðum á
okkar málstað en það er ekkert
öruggt í þessari keppni. Í svona
keppni getur maður aldrei verið
öruggur, sama hversu vel eða illa
manni finnst við hafa staðið okkur,
það er alltaf geðþóttaákvörðun
þriggja dómara hvort liðið vinnur.
Við æfðum stíft alla vikuna og
lögðum okkur alla fram.
Það var líka mikil stemning fyrir
keppninni í skólanum, „stríðið“ við
MH átti líka þátt í því. En það var
allt í góðu.“
Þegar Arnar Már er spurður að
því hvernig tilfinning það sé að
koma fram fyrir fullum sal af fólki,
segir hann hlæjandi að það sé góð
leið til að svala athyglissýkinni. En
skyldi hann ætla að halda áfram að
tala úr pontu?
„Maður veit aldrei hvað þessi
reynsla gefur manni í framtíðinni.
Kannski verður maður orðinn
spyrill í Kastljósinu einhvern dag-
inn.“
Stemningin rosaleg
Birkir Blær Ingólfsson var í
ræðuliði HM ásamt þeim Lárusi
Jóni Björnssyni, Huga Leifssyni
og Arnmundi Ernst Backman.
Birkir Blær viðurkennir að það
hafi verið ákveðin sárabót að vera
valinn ræðumaður kvöldins, þótt
það hafi verið fúlt að tapa.
„Mér fannst allt heppnast mjög
vel hjá okkur,“ segir hann. „Við
klúðruðum engu og getum verið
ánægðir með okkur.
Stemningin var rosaleg. Það er
ótrúleg tilfining að ganga inn á
svið fyrir framan svona marga.
Ég fann mig ágætlega en ég var
líka mjög stressaður.“
Hann sagði að nú tæki við lang-
þráð hvíld eftir erfiða viku.
MR sigraði MH í æsispennandi úrslitum MORFÍS-keppninnar
„Við trúðum á okkar málstað“ Fjör Rífandi stemning var í Háskólabíói á úrslitakeppninni.
Samstiga Guðrún Anna Atladóttir, Karen Eva Halldórsdóttir
og Guðmundur Einarsson studdu MR.
Hávær Áslaug Kristín Einarsdóttir og Óskar Kjartansson
mættu með kúabjöllu til að styðja sitt lið í MH.
Kátur Guðmundur Árnason, í keppnisliði MR, var sigurreifur
eftir að úrslitin voru kunn. Þeir töluðu með áróðri.
Ræðutækni Keppendur beittu ýmsum brögðum. Hér miðlar
MH-ingurinn Lárus Jón Björnsson skoðunum sínum.
Morgunblaðið/Eggert
Hylltir Sigurlið MR er hér í sigurvímu á herðum annarra skólasveina og er hyllt af skólafélögunum í salnum. Í liðinu eru Guð-
mundur Árnason, Ari Guðjónsson, Arnar Már Ólafsson og Jón Benediktsson.
36 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
FOOL'S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára
FOOL'S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára LÚXUS VIP
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D B.i. 7 ára DIGITAL
DOOMSDAY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára
LARS AND THE REAL GIRL kl. 10:10 LEYFÐ
/ ÁLFAbAKKA
10,000 BC kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára
THE BUCKET LIST kl. 8 B.i.7 ára
STEP UP 2 kl. 6 LEYFÐ
UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ
eeee
EMPIRE
eeee
NEWSDAY
eeee
OK! - G.H.J
POPPLAND
eeee
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
styrkir Geðhjálp
SÝND Í ÁLFABAKKA
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA