Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Hvolpar til sölu, Ungverskur Vizsla. Vizsla er frábær veiði- og fjölskylduhundur. Ættbók frá HRFÍ, örmerktir og bólusettir. Verð 160.000 kr. Upplýsingar í s. 6920279/6915034 vizsla.blog.is Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn er ótrúlega auðveldur. Dóra 869-2024 www.dietkur.is Húsnæði í boði Iðnaðarhúsnæði til leigu við Eldshöfða 9. Til leigu er iðnaðar/ lagerhúsnæði við Eldshöfða 9. Um er að ræða 600 fm rými með skrifstofu- aðstöðu og salerni. Tvær innkeyrslu- hurðir eru á húsnæðinu sem er í góðu ástandi. Verð 1200 kr/fm á mánuði. Frekari upplýsingar í síma 567 6700 eða hjá sigridurth@vakabilar.is Sumarhús Tvær sumarhúsalóðir til sölu í Grímsnesi, eignalóðir, mjög góður staður og mikið útsýni. Upplýsingar í síma 692 3430. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Tölvur Er tölvan biluð? Alhliða tölvuþjónusta á góðu verði. Tek að mér allar tölvuviðgerðir og ísetningar, 8 ára reynsla. Kem í heimahús ef óskað er. Tímapantanir í síma 868-0899. Til sölu Vandaðar gjafavörur í miklu úrvali. Slóvak kristall, Dalvegi 16 b, Tékkneskar og slóvenskar handslípaðar kristal- ljósakrónur. Mikið úrval. Frábært verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir Vantar skráða kerru Óska eftir illa farinni kerru, verður að vera ódýr. Uppl. í síma 8418430. Þjónusta www.hvarertu.is Á fólk í erfiðleikum með að finna þig á netinu? Fólk mætir á röngum tíma því það finnur ekki réttu aðkomuna að húsinu? Eða vantar þig heima- síðu? farðu inn á www.hvarertu.is SMIÐUR Vantar þig smið til ýmissa verka? úti sem inni, í parket, flísalagnir, girðingar, sólpalla, eldhúsinn- réttingar o.m.fl. Upplýsingar í síma 895 6007. Myndatökur fyrir alla fjölskylduna Skilríkismyndatökur - Myndir á nafnspjöld - Nafnspjaldagerð - Hönnun - Útprentun - Endurnýjum gamlar myndir. LGI ljósmyndir , Suðurveri, Stigahlíð 45, s. 553 4852. Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt 580 7820 Innrömmun strigaprentun Teg. Darcey - flottur og sumarlegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.995,- Teg. Iona - mjúkur og yndislegur, styður samt vel í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.995,- Teg. Saskia - mjög sérstakur og smart í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Veiði Veiðferðir til S-Grænlands í sumar. Stangveiði, sauðnaut og hreindýr. Leitið upplýsinga Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. S.: 511 1515 www.gjtravel.is Bílar Nissan Terrano II 32.000 km. Til sölu Nissan Terrano II 2,7 disel árg. 2004 ekinn aðeins 32.000 km. Staðgreiðsluverð aðeins kr. 2.500.000. Uppl. í síma 895 5608. Isuzu árg. '94 ek. 108.000 km Árg. 1994, á götuna 1996. Ekinn 108þ. km. Bsk. Góður bíll. Tilboð óskast. fridaruner@hotmail.com Audi A4 Quattro árg.´07 á GAMLA GENGINU!! Audi A4 2.0 Turbo Quattro árg.´07 ek.18 þús., 250 hestöfl, leður, sóllúga, sjálfskiptur. 4WD. Eyðsla 8- 12L /100 km. V/4290 þús. Tilb. 3900 þús.stgr. Áhv. 3500 þús. S. 821-4068. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. Bifhjólakennsla. 822 4166. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Atvinnuhúsnæði óskast. Húsnæðiðið þarf að rúma einn til þrjá bíla.ætlumin er að nota það til filmu ísetíga öruggar greiðslur, banka ábyrð ef með þarf upplýsingar í síma 662-5844 eða sendið skila boð á bv@vortex.is Atvinnuhúsnæði Vandaðar gjafavörur í miklu úrvali. l i t ll l i 16 Kópavogi, s. 544 4331. MINNINGAR ✝ Guðbjörg Valde-marsdóttir fæddist á Dalvík 25. desember 1926. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 20. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Árný Ingi- björg Guðjónsdóttir, f. 28. janúar 1892, d. 21. apríl 1968, og Valdemar Krist- jánsson, f. 27. sept- ember 1892, d. 6. maí 1983. Systkini Guðbjargar eru fimm; Ríkharður, f. 1916, d. 1975, Ingibjörg, f. 1918, d. 1995, Snjólaug, f. 1922, d. 1995, Guðjón, f. 1924, og Sverrir Björg- vin, f. 1932. Guðbjörg giftist 27. apríl 1952 Valdimari Jónssyni frá Hallgils- stöðum, f. 27. ágúst 1916, d. 3. júní 1992, og bjuggu þau lengst af í Þórunnarstræti 103 á Akureyri. Sonur þeirra er Valdimar, f. 9. nóvember 1951, kvæntur Helgu Ing- ólfsdóttur, f. 1953. Börn þeirra eru: 1) Ingólfur Ómar, f. 1972, maki Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1975, börn þeirra eru Benedikt Sölvi og Álfhildur Helga; 2) Valdimar Geir, f. 1979, maki Guðrún Elva Lárusdóttir, f. 1980, dætur þeirra eru Birgitta Ösp og Rebekka Rut; 3) Guðbjörg Harpa, f. 1984, maki Gunnar Þór Stefánsson, f. 1984, sonur þeirra er Þórir Kató, og 4) Björgvin Helgi, f. 1987, maki Valey Sara, f. 1987. Guðbjörg verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var erfitt að heyra að það væri komið að því að kveðja ömmu Guggu. Þó svo að maður vissi að kveðjustund- in myndi brátt renna upp þá er alltaf sárt að kveðja þá sem maður elskar. Það má með sanni segja að góð amma er gulli betri og ég var svo heppin að eiga að slíka ömmu. Amma Gugga var góð kona sem öll- um þótti vænt um, glæsileg kona sem hafði húmorinn í lagi og fannst fátt skemmtilegra en að vera í kringum fólkið sitt, segja sögur og hafa gaman. Sögurnar eru ófáar sem ég hef fengið að heyra frá ömmu, sögur af Dalvík síðan hún var lítil stelpa, sögur af leik- árum sínum, sögur af afa þegar hann flutti kókið til Akureyrar fyrstur allra, sögur af pabba þegar hann fæddist og sögur af eldri bræðrum mínum og strákapörum þeirra. Hún kunni sann- arlega að segja frá og oftar en ekki var eins og maður væri staddur inni í miðju sögusviði að fylgjast með, svo frábær var frásagnareiginleiki hennar. Amma hugsaði vel um sig, hún var ávallt fín til fara, með varalit og spreyj- að hár jafnvel þó hún væri bara í hjó- latúr með okkur barnabörnunum sem við fórum svo oft í og enduðum oftast í búðinni að kaupa ísblóm með jarðar- berjsultu og ískexi. Eitt sinn á fögrum sumardegi tók hún sig til og hjólaði frá Akureyri og alla leið til Dalvíkur til að heimsækja systur sínar þar, og enn í dag segi ég voða stolt söguna af ömmu minni sem hjólaði til Dalvíkur komin langt á sextugsaldur. Nú falla tár. Þér fagnið þá er finnast vinir himnum á og samvist hefst í sælubyggð þá sorg mun gleymd og dauðans hryggð. Svo krjúpið hljóð við kisturnar og kveðjið þá er blunda þar og flytjið kvöldbæn hægt og hljótt. Af hjarta segið: GÓÐA NÓTT. (Valdimar V. Snævarr.) Elsku amma, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir yndisleg ár. Guð blessi minningu þína. Guðbjörg Harpa Elsku Gugga. Komið er að kveðjustund. Mín fyrsta minnig um þig er sú að ég ásamt foreldrum mínum var hjá ykkur í Þórunnarstrætinu tímabund- ið, þegar við vorum að flytja úr Mos- fellssveitinni til Dalvíkur. Þú vildir létta undir með mömmu og greiddir mér. Settir hárið í gosbrunn. Ég var alls ekki sátt við þetta. Í minningunni fannst mér þetta ekki rétt gert hjá þér, mamma væri sú eina sem gerði þetta rétt og reif ég því úr mér gos- brunninn. Þú varðst aldeilis hissa á krakkanum. Ég man þegar þú komst að tali við mig u.þ.b. tveimur árum seinna eða þegar ég var sjö ára og spurðir mig hvort ég vildi ekki koma og búa hjá þér, þú ættir enga stelpu og þig lang- aði svo að hafa stelpu hjá þér. Þér tókst einstaklega vel upp. Þú varst ekkert að beina athyglinni að veikind- um mömmu minnar sem voru auðvit- að ástæða þess að þú tókst mig að þér, heldur snerir þú þessu upp í það að þig langaði svo að hafa stelpu á heim- ilinu. Ég náttúrlega féll fyrir þér og bjó svo hjá þér næstu tvö árin og má segja að þann tíma hafir þú gengið mér í móðurstað. Mér leið vel hjá þér. Það var gott að búa í Þórunnarstrætinu. Þú varst mér mjög góð og styðjandi. Þú tókst vel og skynsamlega á mál- um sem upp komu. Ég minnist ekki annars en að skynsamlega hafi verið tekið á málunum þegar ég ásamt vin- konum mínum kveikti í skúr sem stóð norðan við húsið. Þetta var mikið bál og sjálfsagt megum við gerendurnir þakka fyrir að hafa sloppið með skrekkinn. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa verið skömmuð. Svo varð ég fullorðin og kynntist þér á fullorðinsgrundvelli. Þá kynnt- ist ég því hvað þú varst skemmtileg. Alltaf til í grín og glens. Þú gast nú hermt eftir fólki og gerðum við það stundum saman og hlógum ógurlega mikið. Í huga mínum varstu einhvern veg- inn alltaf vafin dýrðarljóma. Þú varst ein af hetjum hversdags- ins. Vannst ýmis störf. Þú varst hót- elhaldari í eina tíð og svo sinntir þú ýmsum verkakvennastörfum. Þú varst Gugga frænka á hjólinu, þú varst eiginkona, mamma, amma og svo varstu langamma. Síðast en ekki síst varstu æðsta frænka. Fyrir nokkrum árum fór að bera á sjúkdómi hjá þér sem þú óttaðist mest af öllu að fá. Smám saman týnd- ist persónuleiki þinn og þú hættir að þekkja okkur. Þú sjálf hvarfst á vit sjúkdómsins. Það var mjög erfitt að horfa upp á þig hverfa frá sjálfri þér. Þegar svona var komið gat ég ekki annað en verið forsjóninni þakklát fyrir það að þú fékkst að yfirgefa þetta jarðlíf. Tár þín voru bros er eitt sinn sneru mót sól en þéttust í kuli þau verði þér perlur um háls svo þú farir ekki að eilífu á mis við skart (Þóra Jónsdóttir) Elsku Valdi, Helga og afkomendur. Þið eigið mína dýpstu samúð. Horfin er á vit feðra sinna frábær kona. Megi almættið vaka yfir ykkur. Elsku Gugga, þakka þér fyrir allt. Þakka þér fyrir að ganga mér í móð- urstað, þakka þér fyrir að vera æðsta frænka, þakka þér að fyrir að vera ein af skemmtilegu frænkunum mínum. Í hjarta mínu geymi ég myndir af þér. Bróðurdóttir þín, Margrét I. Ríkarðsdóttir (hún Magga hans Rikka). Guðbjörg Valdemarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.