Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 37 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI / KRIngLUnnI STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 LEYFÐ SHUTTER kl. 10:10 B.i. 10 ára - Sigurjón M. Egilsson Mannlíf eeee ,,Myndin er sannarlega þess virði að fólk flykkist á hana.“ - Páll Baldvin Baldvinnsson Fréttablaðið eee ,,Pétur Jóhann í toppformi í aðalhlutverkinu í bland við bráðskemmtilega toppleikara og furðufugla..." - Snæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið eee ,,Góð framleiðsla með topp leikurum í öllum hlutverkum, sem óhætt er að skella gæðastimplinum á." - Stefán Birgir Stefánsson sbs.is SÝND Í ÁLFABAKKA / SELFOSSI/ KEFLAVÍK STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára SEMI - PRO kl. 8 LEYFÐ JUNO kl. 10 LEYFÐ FOOL'S GOLD kl. 6D - 8D- 10:10D B.i. 7 ára DIGITAL STÓRA PLANIÐ kl. 8:10D - 10:10D B.i. 10 ára DIGITAL HANNA MONTANA kl. 6 3D LEYFÐ 3D DIGITAL JUNO kl. 8 - 10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN ísl tal kl. 6 LEYFÐ FOOL'S GOLD kl. 8 - 10 B.i. 7 ára STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára / AKUREYRI SÝND Á SELFOSSI Frábær grínmynd SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA eeeee Rás 2 eeee - 24 Stundir eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeee - S.U.S. X-ið 97.7 SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA l SÝND Í KRINGLUNNI HREFNA Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir hafa farið vítt og breitt um heiminn á síðustu misserum sem Skoppa og Skrítla og hlotið mjög góðar viðtökur víðast hvar. Var sýning þeirra meðal ann- ars sögð í fremstu röð af tímaritinu Time Out New York Kids. Engin smá árangur það. Nýja sýningin er að hluta byggð á þessum ferðalög- um þar sem við sögu koma ýmis framandi dýr í bland við heillandi hreyfimyndir frá Tógó og ekki verð- ur annað sagt en að afraksturinn sé skemmtileg og litrík sýning. Í leik- skrá segir að sýningin sé ætluð börnum frá níu mánaða aldri upp í sex ára og sérpláss var útbúið handa börnum á mottum og litlum stólum fremst í salnum. Þetta gerði það að verkum að við fullorðna fólk- ið sem sátum fyrir aftan gátum fylgst bæði með sýningunni sjálfri og viðbrögðum barnanna, sem var ekki síðri skemmtun, því um leið og Skoppa og Skrítla hófu að ræða við áhorfendur var börnunum að sjálf- sögðu uppálagt að gera at- hugasemdir við nánast allt sem gerðist á sviðinu. Sem dæmi má nefna þjóðfána nokkurra landa sem börnin voru beðin um að nefna. Fáir krakkanna giskuðu á rétt land þegar kom að fána Englands, og ekki gátu þau heldur nefnt Shakespeare eða Eng- landsdrottningu með nafni, en það kom hins vegar ekki í veg fyrir að þau skemmtu sér konunglega þegar þessar merku persónur birtust á sviðinu. Á hinn bóginn þekktu flest börnin bandaríska fánann, af ein- hverjum ástæðum, sem og Frels- istyttuna sem Skoppa ræddi heil- mikið um. Nokkur atriði féllu klárlega mjög vel í kramið en senan þar sem Skoppa bað um að henni yrðu réttir ýmsir hlutir, en fékk aldrei það sem hún bað um, vakti mikla kátínu með tilheyrandi hlátra- sköllum. Þar sem Skoppa og Skrítla eru þegar komnar með stóran aðdá- endahóp tóku þær á móti gestum á leiðinni inn í í salinn. Þetta kunnu börnin vel að meta og þeim fannst greinilega ekkert eðlilegra í veröld- inni en að sjá hetjurnar sínar heilsa upp á þau áður en þær stigu upp á svið. Einnig var það vel til fundið að láta krakkana sem sungu og döns- uðu með þeim kveðja leikhúsgestina og dreifa litlum plakötum til barnanna. Ekki þekki ég þessa þrjá krakka í sundur sem tóku þátt í frumsýningunni en þau voru öll frá- bær og eiga hrós skilið. Skoppa og Skrítla í söngleik er bæði létt og skemmtileg sýning og þótt það sé alveg óhætt að bjóða ömmu og afa og öðru fullorðnu fólki með væri best að taka mark á ald- urshámarkinu og forðast það að draga eldri systkini með. Hittir beint í mark Morgunblaðið/hag Lífleg Skoppa og Skrítla í söngleik er sögð bæði létt og skemmtileg sýning. LEIKLIST Þjóðleikhúsið – Kúlan Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Höfundur: Hrefna Hallgrímsdóttir. Bún- ingar: Katrín Þorvaldsdóttir. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Lýsing: Ás- mundur Karlsson. Leikarar: Hrefna Hall- grímsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir. Dans- arar: Andri Fannar Pétursson, Davíð Bjarni Chiarolanzio, Helga Kristín Ingólfs- dóttir, Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir, Katr- ín Eyjólfsdóttir, Rakel Matthíasdóttir. Myndvinnsla: Bragi Þór Hinriksson. Skoppa og Skrítla í söngleik Martin Stephan Regal TÍSKUSÝNING 2. árs nema í fatahönnun við Listaháskóla Ís- lands fór fram á skemmtistaðn- um Apóteki á föstudagskvöldið. Sýningin er orðinn fastur, ár- viss viðburður í skólalífinu og haldin á undan tískusýningu lokaársnema sem haldin verður 18. apríl í ár, degi áður en út- skriftarsýning allra deilda hefst. Eins og við var að búast var fjöldinn allur af fallegu fólki og fagurlega hönnuðum flíkum, leggjalangar fyrirsætur liðu tignarlega eftir palli. Fatahönnunarnemar sýndu afrakstur ársins og ljóst að mikil hugmynda- og saumavinna liggur að baki. Linda Ásgeirsdóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar, telur rómantík, stór form og almenna gleði ríkja í hönnun nemendanna tíu sem sýndu verk sín í gær. Nemendur á öðru ári fatahönn- unar eru allir konur. Tískan að hætti fatahönnunarnema Dökk Sumar flíkurnar voru bjartar og flegnar en aðrar voru dökkar og dularfullar.Ljós Hönnun nemanna er fjölbreytileg. Bjartklædd Sýningardama í Apótekinu. Gul og grímubúin Gestir á tískusýningunni horfðu en sum módelin fóru um með grímur. Ögrandi Gestir fylgdust forvitnir með nýsköpuninni í hönnun nemanna. Sumar flíkurnar voru frekar efnislitlar. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.