Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FARALDUR Á ÖLD OFGNÓTTAR Á Íslandi er nú offitufaraldursamkvæmt þeim mælikvörð-um, sem Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin notar. Á undanförnum þremur áratugum hefur meðalhæð karla og kvenna hækkað um fimm sentimetra, en meðalþyngd kvenna aukist um sjö kíló og karla um átta kíló. Þetta kemur fram í úttekt eftir Orra Pál Ormarsson í Morgun- blaðinu í gær. Þar er rætt við Vil- mund Guðnason lækni, sem rekur þyngdaraukninguna að mestu til breytts lífsstíls þjóðarinnar: „Ef maður fitnar borðar hann meira en hann brennir. Svo einfalt er það. Við lifum á öld ofgnóttar og kunnum okkur ekki hóf. Að vísu hreyfum við okkur sem aldrei fyrr en það dugar einfaldlega ekki til. Við erum alltaf nartandi.“ Í úttektinni er rætt við Michael Grossman, frumkvöðul í heilsuhag- fræði. Hann segir að heilsufarsmál liggi vel við hagfræðinni vegna þess að hún snúist um ákvarðanir fólks. „Fólk tekur ákvarðanir til að há- marka ávinning sinn gagnvart tak- mörkuðum auðlindum og líka vegna þess að það hefur frelsi til þess. Þannig velur fólk að reykja, það vel- ur að neyta áfengis og það velur að borða óhollan mat. Það velur líka hvort það leitar til læknis eður ei. Í þessum skilningi er heilsa fólks upp að vissu marki bundin við ákvarð- anir. Fyrir vikið liggur hún vel við aðferðum hagfræðinnar.“ Hann segir að vegna þess hve of- fita hafi aukist til muna í Bandaríkj- unum og víðar hafi heilsuhagfræð- ingar farið að beina sjónum að áhrifum hennar á hagkerfið. Þegar farið var að safna saman upplýs- ingum kom síðan í ljós hve vægi skyndibitafæðu í mataræði almenn- ings hafði aukist. Áhrifin á hagkerf- ið séu síðan vaxandi heilbrigðis- kostnaður vegna fylgikvilla offitu og aukin lyfjanotkun, en ekki síður skert starfsþrek og fyrir vikið tíðari fjarvera frá vinnu. Heilsuhagfræði er ung grein á Ís- landi. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er doktor í heilsuhagfræði og stýrir MS-námi í greininni við Háskóla Ís- lands. Hún hefur lagt fram tillögur til að hafa áhrif á þá þróun, sem hér hefur átt sér stað. Þær miðast að því að bæta mataræði barna og auka að- gengi þeirra að aðstöðu til hreyf- ingar. Mörgum kann að finnast kaldr- analegt að beita verkfærum hag- fræðinnar á heilsufarsmál, en stað- reyndin er sú að í heilbrigðismálum fara hagsmunir samfélagsins og ein- staklingsins saman. Það er hægt að reyna að hafa áhrif á hegðun full- orðins fólks. Þótt ekki sé hægt að stjórna fólki er hægt að skapa góðar aðstæður til útivistar, svo dæmi sé tekið. Fyrir einstaklinginn er form- úlan einföld – að borða minna en maður brennir – þótt ekki sé einfalt að fylgja henni. En mikilvægast er að beina sjónum að börnunum. Ef þau temja sér heilbrigt líferni í æsku er líklegra að þau lifi heil- brigðu lífi á fullorðinsárum, hvort sem það á við um hreyfingu eða mataræði. Ef það tekst mun enginn tala um faraldur vegna offitu á Ís- landi eftir 15 til 20 ár. FRAMTÍÐ SIMBABVE Enn reynir Robert Mugabe aðhalda völdum í Simbabve. Átta dagar eru síðan gengið var til kosn- inga. Þegar hafa verið birt úrslit þingkosninganna. Stjórnarflokkur Mugabes, Zanu-PF, fékk jafnmörg sæti í öldungadeildinni og stjórnar- andstöðuflokkarnir. Í neðri deildinni náði stjórnarflokkurinn aftur á móti ekki meirihluta í fyrsta skipti frá því að landið hlaut sjálfstæði árið 1980. Úrslit í forsetakosningunum hafa hins vegar ekki verið birt enn. Morg- an Tsvangirai, leiðtogi Hreyfingar- innar fyrir lýðræðislegum breyting- um, hefur lýst yfir sigri. Stjórnarflokkurinn heimtar endur- talningu, sem er kyndugt þar sem engin úrslit hafa verið birt enn. Ekki er enn hægt að sjá fyrir hvernig þessu mun lykta. Þó er víst að senn kemur að lokum valdatíðar Mugabes. Hann er orðinn 84 ára gamall og hefur setið við völd frá 1980. Hann leiddi sjálfstæðisbarátt- una gegn Bretum og varð þjóðhetja, sem litið var upp til um alla Afríku og víðar. Á ýmsu hefur gengið í stjórn- artíð Mugabes og nú er hann orðinn að mælistiku fyrir hinn dæmigerða einræðisherra. Hans afdrifaríkasta ákvörðun var að gera landbúnaðar- jarðir upptækar og deila þeim milli fylgismanna sinna, sem enga þekk- ingu höfðu á landbúnaði. Þessi ráð- stöfun hafði í för með sér uppskeru- brest, landbúnaðurinn hrundi og blómlegir akrar urðu úr sér sprottnir og ónýtir. Eitt sinn gátu bændur Sim- babve brauðfætt landsmenn. Þurfa íbúar landsins á hjálp að halda frá Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna. Ástandið í landinu er verra en það var þegar það fékk sjálfstæði. Verðbólga er 100.000 prósent og atvinnuleysi 80 prósent. Alnæmisfaraldurinn hefur haft skelfileg áhrif. Milljónir manna hafa flúið úr landi og peningarnir, sem þetta fólk sendir heim úr hinni sjálfskipuðu útlegð, koma í veg fyrir algert hrun. Spurningin nú er hvernig hægt sé að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Endalokin á valdatíð Mugabes verða fagnaðarefni, en þá tekur hið erfiða verkefni við og það verður ekki auðvelt að auka lífsgæði og skapa vel- megun í landinu eftir óstjórn Roberts Mugabes. Þá er ástæða til að óttast að ofbeldi brjótist út við valdaskiptin, en vonandi verður hægt að skapa sátt. Í þeim efnum hafa íbúar Sim- babve reynslu. Eftir að Ian Smith, síðasti leiðtogi Ródesíu, lét af völdum bjó hann áfram í landinu og tók þátt í umræðum. Verður hægt að byggja á þeirri reynslu? Það gæti orðið mikil- vægt fyrir framtíð Simbabve. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Í UMRÆÐUM undanfarna daga um tímabæra tiltekt í borginni, hefur ber- lega komið í ljós hve gamli bærinn er mörgum borgarbúum kær og mik- ilvægur; þrátt fyrir þá aumu meðferð sem hann hefur mátt sæta í áratugi. Það er líka eftirtektarvert hve lítt þessi væntumþykja hefur endurspegl- ast í þeirri framtíðarsýn sem aðal- og deiliskipulag Reykjavíkur hefur lengst af boðið upp á. Á þessu þarf að verða breyting fyrr en seinna. Það þarf að taka bensínið af þeirri eyðileggingarvél sem deiliskipulagið hefur keyrt í gang og fyrir því eru ríkar ástæður. Þær nútímaborgir sem standa hvað sterkast í samkeppninni um fólk, fjárfestingu og ferðamenn eiga það allar sammerkt að þær hafa haldið sögu- legum kjarna sínum. Reykjavík státar enn af nokkuð sam- felldum gömlum bæ, þó slitróttur sé á köflum nær hann að gefa borginni ríkan persónuleika. Að styrkja og efla and- rúmsloft gamla bæjarins er nauðsyn- legur hluti þess að byggja upp nútíma- borg. Þar sem gamli bærinn hefur menningarlegu og félagslegu hlutverki að gegna. Hjarta borgarinnar á að segja manni: „Hingað vil ég koma, hér vil ég vera, þetta er staðurinn.“ Það er ekki fyrr en gestur mætir timburhúsunum sem hann er kominn til Reykjavíkur en er ekki bara einhvers staðar og hvergi. Þannig má segja að það sé gamla byggðin sem geri Reykjavík að stað. Tækifæri til uppbyggingar eru allt í kringum gamla bæinn og í góðum tengslum við hann, sbr. Skúlagötu, hafnarsvæðið, Slippsvæðið, Örfirisey, Laugaveg ofan við Hlemm, Suðurlands- braut, Síðumúla, Ármúla, Borgartún og flugvallarsvæðið. Við þurfum ekki að velja á milli þess gamla og nýja. Þetta tvennt þarf að haldast í hendur ef borg- ina á að byggja upp til framtíðar, þann- ig að raunverulegur sómi verði af. Hús- vernd er hluti af víðsýnni og framfarasinnaðri uppbyggingu borgar svo hún nái að virkja þau tækifæri sem hún býr yfir. Og þarf að búa yfir. Ef gengið verður, frekar en orðið er, á gamla bæinn eru líkur á að hann hætti að bera sig sem heild. Ómæld tækifæri Með réttri nálgun á skipulag gamla bæjarins má ná fram margfalt meiri og varanlegri verðmætum en með nið- urrifi. Til þess að svo megi verða þarf að byrja á því að taka til í þeim þáttum skipulagsins sem keyra áfram hags- muni sem vinna gegn byggðinni. Gamli bærinn býr yfir ómældum tækifærum Reykjavík til handa um langa framtíð, fái hann tækifæri til þess á eigin forsendum. Til þess hefur hann marga kosti og styrkleika sér til ágætis. Byggðin er þétt, raunar þéttari en miðborg Kaup- mannahafnar sem hef- ur 57 íbúa á hektara en 101 innan Hring- brautar hefur 83 eða um 45% fleiri. Að auki er mikill gestagangur heimamanna sem og ferðamanna. Þar er fjöldi sögulegra og at- hyglisverðra staða og öflug menningar- starfsemi, leikhús, gall- erí, söfn fjöldi kaffi- húsa, bókabúðir og verslanir. Allt eru þetta þættir sem stundum er handstýrt inn í „dauðar borgir“ eða borgarhluta til að gæða þá lífi. Gamli bærinn er enginn sjúklingur en í gegn- um deiliskipulag hafa honum verið gef- in meðöl sem hann hefur ekki haft gott af. Fasteignaverðið eitt segir að gamli bærinn búi yfir aðdráttarafli umfram önnur svæði borgarinnar, gæðum sem fólk vill borga aukalega fyrir að njóta í hinu sögulega og menningarlega hjarta borgarinnar. Þrátt fyrir það hefur ekki tekist að virkja þetta afl nægjanlega til að lyfta gömlu byggðinni á hennar eigin forsendum. Þar koma til ýmsar ástæð- ur úr fortíð og nútíð. Ekki síst sú stað- reynd að mörgum af elstu húsum Reykjavíkur hefur í raun staðið til að rífa í marga áratugi. Skuggi skipulags- ins frá 1962, þegar rífa átti nánast allt, hefur vomað yfir bænum með ýmsum hætti. Myndast hefur sérstök menning- arskemmd. „Það tekur því ekki að laga þetta, það á hvort sem er að rífa þetta“. Það er þessi þankagangur sem þarf að snúa. Vítahringur félagslegrar og menningarlegrar hrörnunar Ein arfleifð skipulagsins frá ’62 er sú að í marga áratugi hefur húsvernd einkum snúist um að varðveita einstök dæmi en að öðru leyti telst bærinn ekki gróinn heldur þróunarsvæði. Skipu- lags- sem og deiliskipulagsvinna hefur litast af því en nýjar aðstæður spila einnig inn í. Þegar saman fer það tvennt, annars vegar að deiliskipulag er opið og í því er gert ráð fyrir verulega auknu byggingarmagni á mörgum lóð- um og hins vegar a deiliskipulag verðu sem rekur fjárfesta arverktaka áfram í skipulag virkar því eign eins og um útg úthlutun væri að ræ af þessu samspili v  Hús sem stan byggingarrét sölum á verði eftirsóttu svæ  Það er útiloka kaupa húsin o sitt eigið ágæ (fjölskylduhú verðs sem dei undir.  Hús eru keyp ná fram sem m framkvæmd. sem flestar sa sameina þær. allan reitinn t grenndarkyn munaárekstr staðið yfir áru saman. Á með í bráðabirgða eða ekkert við Skipulagsóvissa urrifsheimildir í gr eins og hér hefur v komið af stað vítah menningarlegrar h grenjavæðingar til tíma. Húseigendur slík uppkaup eru by höndum vegna óvis skapar. Enda má s gangur er í því að e heimilisins í að ger ur mögulega rifið u endur af einhverju heimili sitt. Einnig isgæði sem drógu f byrja með komin í u Dæmi um jákvæ lags er reitur eins o argötu neðan Hver Frakkastígs og Vit anfarna áratugi he að fyrir endurnýjun leiðingin er því sú a Lindargötu er allur heita má með vel up mörgum listivel fæ runalegs horfs. Hé Eftir Snorra Frey Hilmarsson »Ekki er o snúa hlu vegar svo Re að hagnýta s ararf sinn, íb til ánægju og Snorri Freyr Hilmarsson Laugavegur 4-6 „Það er ekki fyrr en gestur mætir timburhúsunum sem hann er kominn til Reykjavíku Upp með kústana – b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.