Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Ímynd sjávarútvegsins skiptir miklumáli. Hún þarf að vera góð í augumlandsmanna. En er hún það? Líklegaekki og ástæðan er sú að aðilar utan greinarinnar hafa eftirlátið öðrum, í mörg- um tilfellum andstæðingum kvótakerfisins, það eftir að móta skoðanir fólks. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum er mikill meiri- hluti landsmanna á móti kvótakerfinu. Fólk er búið að heyra síbylju um makráða sæ- greifa og meint kvótasvindl og smám saman mótast ímyndin, þótt segja megi að hún sé byggð á mjög hæpnum forsendum. Ólíklegt er að almenningur hafi kynnst sér kosti og galla kvótakerfisins, því göllunum er frekar haldið á lofti. Kerfinu er kennt um slaka stöðu þorskstofnsins og nánast allt sem miður fer. Þess vegna fær almenningur á tilfinninguna að allt slæmt sé kerfinu að kenna. En þarf þetta að vera svo? Nei, þetta þarf ekki að vera svona. En við hverja er þá að sakast? Að mörgu leyti er það greinin sjálf. Hún er ekki nógu iðin við að halda á lofti jákvæðum fréttum úr sjávarútvegi. Öll helztu hagsmunasamtök innan sjávarútvegs- ins halda úti heimasíðum, þar sem ýmsum upplýsingum er komið á framfæri. Stað- reyndin er hins vegar sú að þessi vett- vangur er alls ekki nægilega vel nýttur af þessum samtökum. Sem dæmi má nefna að á heimasíðu LÍÚ voru aðeins tvær færslur allan marzmánuð, þrátt fyrir að mikið væri þá um að vera. Þá má nefna að gagnaveita sjávarútvegsráðuneytisins er hvorki fugl né fiskur og virðist enn langt í fæðingu hennar þrátt fyrir langa meðgöngu, meðgöngu á við fíl eða hval og líklega reyndar lengri. Sum- ar heimasíður eru þó líflegri og heimasíða Landssambands smábátaeigenda einna líf- legust. Þá verður að nefna síðuna aflafrett- ir.com, sem Gísli Reynisson heldur úti sér til ánægju og yndisauka. Þar er mikið af vönduðum upplýsingum um aflabrögð að finna og fjöldi góðra mynda. Þá má líka nefna heimasíður ljósmyndara eins og Þor- geirs Baldurssonar, Alfons Finnssonar og Hafþórs Hreiðarssonar. Mörg stærri skipa eru líka með líflegar heimasíður. Þetta er hins vegar hvergi nóg, þótt víða sé vel gert. Hagsmunasamtökin og sjávar- útvegsráðuneytið þurfa að nýta sér Netið mun betur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þessir aðilar þurfa að gera meira til að hafa áhrif á ímynd sjávar- útvegsins og umræðuna um hann. Það þarf að gera fólki ljóst hvernig staðan var við upphaf kvótakerfisins. Fólk þarf að þekkja söguna og þróun kerfisins til þess að það geti byggt skoðanir sínar á traustari grunni en nú er. Það eru ýmssir aðilar sem kapp- kosta það að koma óorði á kerfið og komast anzi langt með það. Þannig sverta þeir at- vinnugreinina í augum almennings og út- vegurinn verður að bregðast við þótt hann svari kannski ekki „að sjómanna sið“. Bryggjuspjallari kemur því þeirri hugmynd á framfæri að hagsmunasamtökin lífgi upp á heimasíður sínar, þannig að almenningur hafi af því bæði gagn og gaman af að fara inn á þær. Það er alkunna innan sjávar- útvegsins að þeir fiska sem róa. Það á líka við á Netinu, ekki bara á sjónum. Nýtið Netið betur »Hagsmunasamtökin ogsjávarútvegsráðuneytið þurfa að nýta sér Netið mun betur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is MUN minna var landað af mik- ilvægustu fiskitegundunum í Fær- eyjum fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Þá er einnig mik- ill samdráttur í aflaverðmætum. Mun minna veiddist af þorski, ýsu og ufsa. Samtals er samdrátturinn 28% milli ára í botnfiskinum og reyndar er sami samdráttur í flat- fiski. Aflaverðmæti dregst saman Á síðasta ári var þróunin sú, að magnið minnkaði verulega, en afla- verðmæti hélzt svipað vegna mik- illa verðhækkana á fiski. Nú ber hins vegar svo við að aflaverðmætið dregst jafnmikið saman og afla- magnið á heildina litið. Samdrátt- urinn í verðmætum á botnfiski er heldur minni en í magninu eða 23% en aflaverðmæti á flatfiski dróst saman um 36%. Þetta bendir til að tími mikilla hækkana á fiski upp úr sjó sé liðinn. Að hámarkinu séð náð, að minnsta kosti í bili. Mikill afla- samdráttur í Færeyjum ÁKVEÐIÐ hefur verið aflamark íslenskra skipa í úthafskarfa á árinu 2008. Heildar- aflamarkið er óbreytt frá fyrra ári , eða 21.083 tonn, en stjórn veiðanna verður með nokkuð öðr- um hætti en verið hefur undanfarin ár. Innra veiðisvæðið stækkar nokkuð, en nú nær það suður að 59° N og vestur að 36° V. Svæðið innan íslenskrar lögsögu er óbreytt. Fram til 10. maí er íslenskum skipum heimilt að veiða 30% af heildaraflamarkinu, eða 6.325 tonn, á innra svæðinu, en 11. maí eykst heimildin um 35% af heildar- aflamarkinu, eða 7.379 tonn, og veiðitíminn framlengist til 15. júlí. Þannig er heimilt að veiða 65% af heildaraflamarkinu, eða 13.704 tonn, á innra svæðinu, en eftir 15. júlí eru veiðar óheimilar á því svæði. 35% af heildaraflamarkinu, eða 7.379 tonnum, verður úthlutað til veiða sunnan 59° N og vestan 36° V, en einnig er heimilt að veiða, að hluta eða í heild, á því veiðisvæði það aflamark sem úthlutað er á innra svæðinu. Fiskistofa mun fljót- lega úthluta aflamarki í úthafs- karfa. Óbreytt afla- mark í úthafskarfa Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is AFLI af uppsjávarfiski hefur verið nokkuð sveiflukenndur síðustu tíu árin. Heldur liggur þó leiðin niður á við og síðustu tvö ár var aflinn á umræddu tímabili í fyrsta sinn undir milljón tonnum. Þar ræður mestu mikill samdráttur í loðnunni. Þetta kemur fram í svari sjáv- arútvegsráðherra við fyrirspurn Herdísar Þórðardóttur um afla og aflaverðmæti á uppsjávarfiski. Sveiflur í kolmunna Sé litið nánar á loðnuna, varð aflinn mestur 1997, 1.319.746 tonn. Hann fór svo einu sinni aftur yfir milljón tonn, en það var árið 2002. Tvö síðustu ár hafa svo verið þau rýrustu í um tvo áratugi. Síldarafli hefur verið mun stöðugari og þar hefur leiðin í stórum dráttum legið upp á við. Um er að ræða bæði ís- lenzka sumargotssíld og norsk-ís- lenzka vorgotssíld. Árið 1997 varð síldaraflinn ríflega 291.000 tonn. Minnstur varð hann árið 2001, 179.000 tonn, en mestur á síðasta ári, 320.000 tonn. Miklar sveiflur hafa verið í veið- um á kolmunna. Fyrstu árin var ekki samkomulag um veiðistjórnun og veiðar því í raun frjálsar. Síð- ustu árin hefur hins vegar náðzt samkomulag um að draga úr veið- unum. Mestur varð kolmunnaafl- inn árið 2003, liðlega 5000.000 tonn, en á síðasta ári veiddust 315.000 tonn. Á heildina litið varð uppsjáv- araflinn mestur árin tvö, þegar loðnuaflinn fór yfir milljón tonnin. Útflutningsverðmæti þessa afla hefur verið mikið, en sveiflazt nokkuð í samræmi við magnið. Loðnan hefur nánast allt tímabilið skilað mestum verðmætum. Það var aðeins árið 2006, sem síldin fór fram úr loðnunni, enda var loðnu- afli þá í lágmarki í 184.500 tonnum og mikið af síldinni unnið til mann- eldis. Það ár skilaði síldin 9,8 millj- örðum í útflutningsverðmæti en loðnan aðeins 6,3 milljörðum. Mest árið 2002 Þegar útflutningsverðmæti ár hvert eru reiknuð á verðlagi febr- úarmánaðar á þessu ári með vísi- tölu neyzluverðs, kemur í ljós að verðmætin eru mest metaflaárin 1997, eða 32 milljarðar króna, og 2002, 34 milljarðar króna. Á síð- asta ári var verðmætið 26 millj- arðar króna. Uppsjávarfiskurinn skil- ar miklum verðmætum Útflutningsverðmæti á bilinu 20 til 30 milljarðar króna á ári síðustu tíu ár &'  % % % % %# % (  )* +++ ,   " $   ! " $           ÓTÍÐIN fyrir norðan hefur sett strik í reikninginn hjá bátunum þar. En þegar dúrar og menn komast út, hefur fiskiríið verð oft á tíðum mjög gott. Ingólfur Árnason á línubeitn- ingarbátnum Sigrúnu Hrönn kom til dæmis inn til Húsavíkur nýlega með 12 til 13 tonn af fallegum fiski. „Við vorum þarna út af Kópaskeri og undan Snartastaðanúp. Það hef- ur verið ágætur afli þarna, en ég hef reyndar ekki farið þangað austur eftir eftir róðurinn góða,“ segir Ing- ólfur. Hann segir tíðina hafa verið með ólíkindum leiðinlega og enn var norðan skítur á föstudaginn, þegar Verið ræddi við hann. Sigrún Hrönn er yfirbyggður 15 tonna plastbátur með beitningarvél um borð og er með 17.000 króka. Fjórir eru um borð. „Þetta hefur verið blandaður fisk- ur og nokkuð margir árgangar í honum. Hann er þokkalega á sig kominn, en það er ekki æti inni í honum. Þetta er fiskur sem er að ganga inn til hrygningar. Hann kemur þarna upp árvisst,“ segir Ingólfur. Þorskkvóti bátsins er tæp 60 tonn, en Ingólfur er í viðskiptum við GPG fiskverkun og er svo á leigu- markaðnum líka. Hann segist reikna með að stoppa eitthvað í sumar, enda verði fiskverkuninni lokað í tvær vikur eða meira. Þetta ráðist líka af því hvort hægt verður að sækja í ýsuna. „Við höfum verið að eltast við hana í allan vetur og reynt að hafa þorskinn sem auka- afla. Það hefur nú ekki alltaf gengið. Við sækjum ýsuna vítt og breitt fyr- ir Norðurlandinu. Síðustu ár hefur verið dálítið af henni inni í Axarfirði og svo á Flateyjar- og Grímseyj- arsundi,“ sagði Ingólfur Árnason. Með 13 tonn á línuna Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.