Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eins dauði annars brauð, vinur. VEÐUR Hvaða áhrif munu fordómar hafaá úrslit forsetakosninganna, sem haldnar verða í Bandaríkj- unum í nóvember? Ljóst er að fram- bjóðandi demókrata verður annað hvort blökkumað- ur eða kona. Mun það draga úr möguleikum þeirra í kosninga- baráttu við hvítan karlmann?     Nicholas D.Kristof, dálkahöfundur hjá The New York Times, fjallar í blaðinu um helgina um hið pólitíska hlutverk undirmeðvitund- arinnar í kosn- ingabaráttunni „því að yfirgnæf- andi sannanir eru fyrir því að flest- ir Bandaríkjamenn eru ómeðvitað óvilhallir í garð bæði blökkumanna og kvenna í forustuhlutverkum“. Hann segir að við fyrstu sýn mætti ætla að þetta yrði Barack Obama frekar til trafala en Hillary Clinton. Þróunarsálfræðingar líti svo á að maðurinn sé forritaður til að vera fullur tortryggni í garð fólks utan síns hóps og þetta hafi verið til að bjarga forfeðrum okkar hellisbúun- um frá því að flaðra upp um óvin- veitta ættbálka. Slík óvild í garð kvenna sé ekki fyrir hendi.     Hins vegar bendi tilraunir til þessað auðveldara sé fyrir fólk að yfirstíga fordóma í garð annarra vegna kynþáttar, heldur en vegna kyns: „Bandaríkjamenn hata ekki konur, en sjá þær fyrir sér sem hlýjar og vingjarnlegar og það passar ekki við ímyndina af hörðum og sterkum leiðtoga.“     Hann segir fólk þó geta unnið áfordómum sínum og staðal- ímyndum og klykkir út með: „Kannski verða áhrif þessara for- setakosninga ekki aðeins mæld í stefnubreytingum, heldur fram- förum í dýpstu fylgsnum huga okk- ar.“ STAKSTEINAR Barack Obama Kosningar og fordómar Hillary Clinton SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                               12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    !  ! ! !         "# $      :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                            *$BC              ! " #  $"% &' *! $$ B *! % &  ' # & # ( )# *) <2 <! <2 <! <2 % (#'  + $,-").  D $           <       ( " ')  #  * '     +  ,)   ,'    - ' " .   * '    )*   / '     $,'    * '       '  &' 6 2  (  ' 0   ) '' * '        ' # !1)" +  &'  0'" /0 )11 )# 2 )")+ $ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigríður Aðalsteinsdóttir | 6. apríl 2008 Hrafn réðst á stúlku Þrátt fyrir að hrafninn hafi valdið mér bæði sorg og skelfingu í lífinu þá bar og ber ég engan kala til hans. Hann olli sorg því oftar einu sinni á þeim tíma sem ég dvaldist í sveitinni hafði hann náð að plokka augun úr afvelta lömbum og kindum á vorin, jafnvel náð að éta úr þeim tunguna lifandi og hann olli skelfingu því eitt sinn þegar ég var lítil stúlka í sandkassa reyndi hann að kroppa úr mér bláu augun. Meira: siggaadalsteins.blog.is Karl Tómasson | 6. apríl 2008 Böllin í Fégarði Mér eru minnisstæð böllin í Hlégarði sem haldin voru reglulega og stærstu hljómsveitir landsins kepptust við að fá að halda þar dans- leik. Þá gekk Hlégarður undir nafninu Fégarður hjá tónlist- armönnunum því þeir fóru ekki tóm- hentir þaðan, að því gátu þeir gengið vísu. Mér eru böllin ekki minnisstæð vegna þess að ég hafi verið á þeim, ég var of ungur til þess þá, heldur var það flöskutínslan utandyra. Meira: ktomm.blog.is Elfar Logi Hannesson | 6. apríl 2008 Meistari kveður Charlton Heston var einn af þessum ekta stórleikurum Holly- woodborgar. Leikari sem yfirleitt valdi verk- efni sín vel. Mörgum minnisstæður fyrir Ben Húr en fyrir þeim kómíska er það eink- um myndin Apaplánetan sem stendur upp úr. Sá hana á Beta-spólu í Birki- hlíðinni á Bíldó og mikið fannst manni til koma þetta var allt svo raunveru- legt. Aparnir flottir og maður var alveg að kaupa þetta. Meira: komediuleikhusid.blog.is Guðmundur Magnússon | 6. apríl 2008 Gafst upp á pexinu Ég slökkti á Silfrinu áð- an þegar þær vænu konur, Álfheiður Inga- dóttir og Þórunn Svein- bjarnardóttir, voru bún- ar að pexa um umhverf- ismál í tíu mínútur. Nennti þessu bara ekki. Það besta við Silfrið er Egill. Ég mundi horfa þótt hann væri án við- mælenda. Kannski ætti hann að byrja að blogga í beinni í Sjónvarpinu? Formið á Silfrinu er orðið svolítið þreytt að mér finnst. Egill ætti að leggjast undir feld og hugsa upp nýtt og frísklegra skipulag. Ég horfi oft á bandarísku þættina Meet the Press og Face the Nation (sæki þá á netið og set í Ipod); kannski eru þar fyr- irmyndir? Svo finnst mér líklegt að Egill þurfi meiri aðstoð. Í Ameríku eru tugir manna þáttastjórnendum til aðstoðar við upplýsingaöflun og grafíska fram- setningu. Þótt hann fengi ekki nema einn til tvo væri það áreiðanlega strax til bóta. Einhvern tíma fyrir löngu stakk ég upp á því á bloggi að áhorfendur Silf- ursins yrðu virkjaðir til þátttöku. Þeir gætu til dæmis fengið að kjósa um það heima í stofu hvort einhverjum þátttakanda í stjórnmálaspjalli yrði vísað á dyr. Þannig væri hægt að stöðva margt pexið! Kannski ætti Eg- ill að íhuga þetta? Meira: gudmundurmagnusson.blog.is BLOG.IS Marta B. Helgadóttir | 6. apríl Eins og Austur-Berlín Í skýrslu skipulags- og byggingarsviðs er sagt að 37 hús standi auð í miðborginni. Slökkvi- liðsstjóri telur að alls 57 hús séu auð að öllu leyti eða að hluta. Til stendur að rífa 18 þess- ara húsa. Þetta eru upplýsingar úr kol- svartri greinargerð slökkviliðsstjóra sem kynnt var fyrir borgarrráði 3.apríl. Ástandinu má einna helst líkja við Austur-Berlín fyrstu árin eftir að múrinn féll (9. nóvember 1989). Vegna vöru- skorts og efnahagsástandsins í gömlu kommúnistaríkjunum var þar mikið af gömlum og mjög vanræktum húsum. Þau urðu á skömmum tíma húsaskjól útigangsfólks og eiturlyfjaneytenda. Meira: martasmarta.blog.is Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru stofnuð um helgina. Hátt í hundrað manns voru viðstaddir stofnfundinn sem fór fram í Hömr- um á Ísafirði að viðstöddum um- hverfisráðherra, alþingismönnum og sveitarstjórnarfólki. Í ályktun fundarins er skorað á stjórnvöld og forráðamenn sveit- arstjórna á Vestfjörðum að standa vörð um vestfirska náttúru með hóflegri og skynsamlegri nýtingu náttúrugæða, rannsóknum á vist- kerfi og verndun náttúruverð- mæta. Samtökin hvetja til þess að tekið verði fyllsta tillit til náttúrufars, dýralífs, gróðurs og sjávarvist- kerfa við stefnumótun og ákvarð- anir um samgöngumannvirki, stór- iðju, uppbyggingu í ferðaþjónustu og önnur umsvif sem áhrif hafa á umhverfi og landgæði. Þá leggja samtökin til að ríkissjóður veiti fjármuni til þess að stofna rann- sóknastöðu í náttúru- og umhverf- isfræðum. Umhverfisráðhera flutti ávarp á fundinum ásamt Árni Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Ómari Ragnarssyni, formanni Íslandshreyfingarinnar. Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrr- verandi bæjarfulltrúi á Ísafirði, var kosin formaður samtakanna. Í stjórn með henni voru kosin í að- alstjórn þau Ásta Þórisdóttir, kennari á Hólmavík, Jóna Valgerð- ur Kristjánsdóttir, fv. alþingismað- ur, Reykhólum, Ragnheiður Há- konardóttir, fv. bæjarfulltrúi, Ísa- firði, Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri, Ísafirði, Víðir Hólm Guðbjartsson, bóndi í Arnarfirði, og Þórhallur Arason, verkefna- stjóri á Þingeyri. Í varastjórn voru kjörin þau Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sókn- arprestur á Þingeyri, Jóna Bene- diktsdóttir, bæjarfulltrúi á Ísa- firði, Ólína Þorvarðardóttir, verkefnastjóri á Ísafirði, og Ómar Smári Kristinsson myndlistarmað- ur, Ísafirði. Staðinn verði vörður um vest- firska náttúru Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru stofnuð um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.