Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 17
|mánudagur|7. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf og njóta náttúrufeg- urðar Djúpavogs og ná- grennis, eins af áhuga- verðustu fugla- og náttúruskoðunar- svæðum landsins. Víkverji fór í ógleymanlega göngu- ferð um Djúpavog til að skoða þar fugla við tjarnir og blár fyrir tveimur árum. Hann langar til að fara þang- að aftur og skoða líka Álftafjörð, Hamars- fjörð og Papey sem eru á alþjóðlegum skrám yfir mikilvæg fugla- svæði. Fuglalíf er mjög fjölbreytt í Djúpavogshreppi, einkum við ströndina. Alls hafa 58 tegundir fugla orpið í hreppnum og þar af eru um fimmtíu þeirra árvissar, að því er fram kemur í grein í tímaritinu Blika eftir Kristinn Hauk Skarphéðinsson, hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Mikið af íslenskum varpfuglum fer um svæðið vor og haust og leirurnar við sunnanverðan Álftafjörð eru einn mikilvægasti viðkomustaður jaðrakana hér á landi á vorin. Í Pap- ey er til að mynda eitt af stærstu teistuvörpum á landinu. x x x Í Papey og nálægum Hólmum erlíka ein af stærstu lundabyggð- um landsins. Reyndar má geta þess að Sturla Friðriksson hefur varpað fram þeirri tilgátu að nafn Papeyjar sé dregið af lunda en ekki af írsku einsetumönnunum (sjá Árbók hins íslenska fornleifafélags 1982 og 59. hefti Skjaldar, tímarits um menning- armál). Sturla segir að norrænir menn hafi uppnefnt lunda eftir írsku munkunum, sem nefndust Papar og þeir hittu á Írlandi og úteyjum Skot- lands. Lundinn þótti líkjast pöpum í útliti og háttum. Sagt var að papar byggju stundum í torfkofum í út- eyjum og þóttu minna helst á lunda koma út úr moldarholunum. Sturla bendir einnig á að við köll- um núna lundann prest eða prófast. Færeyingar kalla hann prest, Skot- ar Priest og í Cornwall-héraði er hann nefndur pope. Danir kalla lunda søpapagøje og Þjóðverjar Papegeitaucher, eða „sæpáfagauk“ og „páfagaukskafara“. Sturla telur því líklegt að lundinn hafi verið nefndur papagaukur eða aðeins papi í fornu máli. Víkverji dagsins erorðinn langeygur eftir vorinu sem verður að öllum líkindum ein- dæma gott í ár. Hann iðar í skinninu af til- hlökkun til gönguferða um nágrenni Reykja- víkur til að fylgjast með því hvernig nátt- úran lifnar við, hlusta á spóa vella í holti og lóu bía í móa, og fylgjast með tilhugalífi fuglanna. Reyndar sárlangar Víkverja líka að kom- ast á landsmót fugla- skoðara sem verður haldið á Djúpavogi dagana 9.-11. maí. Hann hvetur alla fugla- áhugamenn til að mæta á landsmótið      | vikverji@mbl.is ardrátt? Og er eðlilegt að andremma sé af nokkurra mánaða gömlum kett- lingum? „Það er fjölmargt sem getur valdið andremmu hjá hundum og köttum, en tannsteinn er þar helsti sökudólg- ur og hann getur komið í dýrin á öll- um aldri. Þetta fer eftir samsetningu munnvatns í hverju dýri, rétt eins og hjá fólki. Flóran er ekki eins hjá öll- um. Tannskipti ungra katta geta þannig haft þau áhrif að and- ardráttur sé illa lyktandi. Slæmur andardráttur getur sömuleiðis verið tengdur mataræðinu, þá getur þetta verið loft sem er að koma upp úr maganum.“ Anna segir erfitt að mæla með ein- hverri einni fæðutegund við slíkum vanda þar sem hann sé svo ein- staklingsbundinn. „Ein matartegund hefur neikvæð áhrif á andardrátt hjá einum ketti eða hundi en ekki hjá öðrum. Það er engu að síður mjög gott fyrir gæludýraeigendur að þrífa tennur dýranna – ekki með tann- bursta – heldur með rökum klút sem strokið er yfir tennurnar daglega. Þessu þarf að byrja á þegar dýrin eru mjög ung, annars geta þau verið því mjög mótfallin.“ Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Nú fer í hönd sá árstími þegarhundar og kettir fara úrhárum en það gerist einnig á haustin eins og þeir sem eiga slíkar skepnur vita af eigin raun. Einnig fer starraflóin af stað á vorin og gælu- dýrin geta borið hana inn í mannabú- staði. En er eitthvað hægt að gera til að forða köttum og hundum frá flónni? Og hvað með hárlosið, er hægt að flýta því eða draga úr? Síðan er það lyktin af gæludýrunum, hún getur einnig verið misgóð. Anna Jóhannesdóttir dýralæknir hjá Dýralæknastofu Dagfinns varð fyrir svörum. „Það er mjög gott að kemba eða bursta hunda og ketti þegar þeir eru að fara úr hárum, til að flýta fyrir los- un háranna. Fóðrið skiptir miklu máli upp á það hversu mikið hárlosið er, fyrir nú utan gerð felds á hverju dýri fyrir sig. Það skiptir máli að fóðrið innihaldi lífsnauðsynlegar ómega 3 og 6 fitusýrur, því þessar fitusýrur hafa mjög góð áhrif á húð og feld.“ Sjálf kveðst hún mæla með að dýr- in fái slíkar fitusýrur allan ársins hring, en þær er hægt að finna í lýsi og í töfluformi, sem og í fjölda fóð- urtegunda. „Einnig eru til olíur sem eru bornar beint á feldinn sem inni- halda þessar fitusýrur og það hefur gefið góða raun. Sum dýr þurfa meira á því að halda en önnur og sum alls ekki. Þetta er mjög einstaklings- bundið.“ Hormónasjúkdómar og ofnæmi En hvers vegna lyktar feldurinn á sumum hundum illa? Af hverju stafar þessi svokallaða hundalykt sem er mismikil? „Vandamál þurfa ekki að valda hundalyktinni, en stundum er eitt- hvað að og þá geta margvísleg vanda- mál legið þar að baki. Ýmsir sjúk- dómar geta valdið þessu, til dæmis hormónasjúkdómar. Svo er líka mis- jafnt eftir hundum hvaða bakteríur lifa á húð þeirra. Lykt getur líka ver- ið vegna húðsýkingar eða sveppasýk- ingar og stundum er hún eingöngu á milli þófanna á þeim. Ofnæmi getur einnig verið ástæða mikillar lyktar. Séu endaþarmskirtlarnir til dæmis stíflaðir þá getur það valdið vondri lykt, sérstaklega ef upp kemur sýk- ing, en dýralæknir getur séð um að tæma þessa kirtla. Svo er bara meiri lykt af sumum hundum en öðrum og ekkert hægt við því að gera. Vissu- lega er hægt að þvo hundum reglu- lega með hundasjampói, en það má ekki gera of oft því húðin þurrkast mikið við það. Ómega 3 og 6 fitusýr- urnar, sem ég minntist á áðan, geta líka hjálpað til við að halda niðri hundalykt.“ Strjúka tennur með rökum klút En hvers vegna eru sumir hundar og kettir með illa lyktandi and- Þrettán ára köttur með engan tannstein Tannstein segir Anna hins vegar vera nokkuð sem dýralæknir þarf að hreinsa og það sé nauðsynleg aðgerð, því upp geta komið ýmsir tannsjúk- dómar og vandamál fái tannsteinninn að grassera í friði. „Tannsteins- myndun er mjög einstaklingsbundin, og ég hef fengið til mín þrettán ára ketti sem eru ekki með neinn tann- stein og hafa aldrei farið í hreinsun. Ég hef líka fengið til mín eins árs ketti sem eru byrjaðir að mynda tannstein. Fyrir flesta ketti og hunda er gott að láta hreinsa tannstein á tveggja til þriggja ára fresti. Það er misjafnt hvenær þarf að byrja á því, en dýralæknir getur metið slíkt.“ Flóaólar og flóaúði Er ungar starrans koma úr eggi á vorin getur starraflóin borist víða. Þeir kettir sem eru mikið úti geta þá fengið flóna í feld sinn og borið inn í heimilið,t.d. í rúm mannfólksins, en þar getur hún lifað stutta stund. „Flóaólar eru til fyrir kisurnar, en í þeim er efni sem drepur flærnar. Eins er til flóaúði sem notaður er á feld kattarins eftir að vart hefur orðið við fló. Úðann má líka nota í rúm eða á þá staði sem fólk heldur að kött- urinn hafi skilið eftir sig fló.“ Starrafló og hárlos á vorin Reuters Vel lyktandi? Þó að væntumþykjan í garð þessa besta vinar mannsins geti verið mikil er lyktin ekki í öllum tilfellum góð. www.dagfinnur.is Það skiptir máli að fóðrið innihaldi lífsnauðsynlegar ómega 3 og 6 fitusýrur, því þessar fitusýrur hafa mjög góð áhrif á húð og feld. EINUNGIS það að innbyrða eina reykta pulsu og um þrjár beikon- sneiðar yfir daginn getur aukið um fimmtung hættuna á að fólk þrói með sér ristilkrabbamein. Berl- ingske Tidende vísaði nýlega í rannsókn þessa efnis sem breska sjónvarpsfréttastöðin Sky News sagði frá. Alþjóðakrabbameinsrannsókna- sjóðurinn (WCRF) beinir sjónum sínum að mögulegu heilsutjóni sem skapast af því að borða reglulega unna kjötvöru. Martin Wiseman, prófessor og ráðgjafi WCRF, segir vísindamenn hafa fundið augljós tengsl unnins kjöts við krabbamein. Hann skil- greinir unna kjötvöru sem reykt kjöt, niðursoðið eða saltað, sem sagt vöru eins og skinku, beikon og ýmiss konar pulsur. Hamborgarar og nautahakk falla ekki undir skil- greininguna nema ef varan er sölt- uð eða inniheldur kemísk aukaefni. Minna en 500 g af rauðu kjöti „Við höfum aldrei verið eins sannfærðir um þessa hættu af unn- inni kjötvöru og því ráðleggur WCRF fólki að forðast þessa mat- vöru,“ segir Wiseman. Rannsókn sjóðsins frá því í októ- ber í fyrra varaði að sama skapi við því að rautt kjöt og unnin kjötvara gæti aukið líkurnar á rist- ilkrabbameini og ráðlagði fólki að borða minna en 500 g af rauðu kjöti yfir vikuna og forðast unna kjöt- vöru með öllu. Unnin kjöt- vara eykur hættu á ristilkrabba Morgunblaðið/Sverrir Allt er best hófi Unnin kjötvara er eitur í beinum Alþjóðakrabba- meinsrannsóknasjóðsins.                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.