Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 10

Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 10
10 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ NÝ MATVÆLALÖGGJÖF Tollvernd tímabundin Þetta breytti þó engu varðandi tollvernd gagnvart innflutningi á landbúnaðarafurðum til Íslands. Um hana gilda sérstök ákvæði, en þau sjónarmið heyrast meðal bænda að á þau sé ekki treystandi. Í framtíðinni muni tollar lækka og ekki sé hægt að stóla á vernd til langs tíma, þó að ekki sé á teikni- borðinu í sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu að slaka á tollum á þessum tímapunkti. Þá er á það bent að gat sé í tollavernd gagnvart ferskum kjúk- lingabringum, en á þeim séu tölu- vert lægri tollar en frosnum. Innan stjórnkerfisins er talað um það sem „gamalt slys“ við setningu toll- skrár. Þegar samið hafi verið um 40% lækkun á tollum í tvíhliða við- ræðum við ESB hafi verið hægt að leiðrétta „slysið“ með því að und- antaka fersku bringurnar, en það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið sé tollaverndin „í lægri kantinum“ og segja hagsmunaaðilar í landbúnaði að verndin sé mun sterkari og betri í Noregi. Ekki lifandi dýr Það lá fyrir strax í upphafi samningaviðræðnanna að rík- isstjórnin myndi ekki fella niður undanþáguna varðandi frjáls við- skipti með lifandi dýr á innri mark- aðnum. Þó kom upp viss þrýstingur um það frá samninganefnd ESB, en ekki lágu ríkir hagsmunir þar að baki. Ríkar ástæður eru hins vegar fyrir því að Íslendingar leyfi ekki frjálsan innflutning lifandi dýra, því íslenskir dýrastofnar hafa búið við mikla einangrun í 1100 ár og greiðslu. Þá felur undanþágan í sér bann við innflutningi á hráu kjöti, sem er enn í gildi. Sérstakt leyfi yfirdýralæknis þarf til slíks inn- flutnings og hefur slíkt leyfi verið skilyrt því að kjötið hafi verið fros- ið í að minnsta kosti 30 daga. Endurskoðun í kjölfar kúariðu Áskilið var við inngönguna í EES árið 1992 að undanþágan gæti komið til endurskoðunar frá og með árinu 2000 og hefur þrýst- ingur á það farið vaxandi af hálfu ESB. Eftir kúariðufárið í Evrópu í lok síðasta áratugar var matvælalög- gjöf ESB tekin til gagngerrar end- urskoðunar og allt er lýtur að heil- brigði dýra og sjúkdómum. Komið var á heildstæðri löggjöf um mat- væli, þar sem sömu grunnviðmið gilda um öll matvæli, sama hvort þau eru af dýrum í landi eða úr sjó. Um leið var sett undir einn hatt Matvælaöryggisstofnun Evr- ópu. Með endurnýjun á löggjöfinni, þar sem allt var sett í eina sam- fellu, er ekki lengur gerður grein- armunur á búfjár- og fiskafurðum, heldur er öll fæðukeðjan undir. Á þeim forsendum fór ESB fram á endurskoðun á undanþágu Ís- lands, þar sem hún gilti ekki leng- ur um fiskafurðir. Röksemdirnar fólust í því að Íslendingar gætu ekki verið með fiskafurðir á innri markaði, en haldið undanþágu fyrir búfjárafurðir, þar sem slík aðgrein- ing heyrði sögunni til innan ESB. Heilbrigðisástandi ekki ógnað Þegar þetta skýrðist á árinu 2005 setti ríkisstjórnin í gang starfshóp til að fara yfir stöðuna og Í nýrri matvælalöggjöf, sem til stendur að samþykkja á Alþingi í maí, breytast skil- yrði íslensks landbúnaðar umtalsvert, en þá verður Ís- land hluti af innri markaði EES með búfjárafurðir, kjötvörur, mjólkurvörur og egg. Áhrif mest í kjúklingi Það blasir við að innflutningur eykst í kjölfarið og er mál manna að áhrifa muni gæta hvað mest í innflutningi á kjúklingi. En ófyr- irséð er hversu víðtæk áhrifin verða. Nú opnast til dæmis fyrir innflutning á lambakjöti, en minnstar líkur eru á verulegum innflutningi á því, þar sem toll- verndin er sterk og kannski ekki síður hefðin. Að því gefnu að lögin verði sam- þykkt í maí, ganga þau í gildi 1. júlí 2008, en þó líða átján mánuðir til viðbótar þar til frjálst flæði með búfjárafurðir verður leyft, en það verður ekki fyrr en um áramót 2009–2010. Löggjöfin tekur þó strax gildi varðandi fisk, fóður og unnin matvæli, enda eru ekki sömu grundvallarbreytingar á lagaum- hverfinu gagnvart þeim afurðum. Í þessari grein verður fyrst og fremst horft til þeirra breytinga sem eru fram undan í landbúnaði. Og þær eru raunar ekki einungis bundnar sveitum landsins, því framleiðslan fer að miklu leyti fram í þéttbýli og ratar síðan í körfur neytenda í matvöruverslunum. Undanþága Íslendinga Sagan hófst árið 1992. Þá gerðist Íslandi aðili að EES-samningi ESB og EFTA-ríkja, sem felur í sér frjálst flæði vöru á sameiginlegum markaði. Af heilbrigðisástæðum, einkum vegna sjúkdómavarna, var samið um að Ísland yrði und- anþegið frjálsu flæði landbúnaðar- afurða, kjötvara, mjólkurvara og eggja. Í undanþágunni felst að inn- flutningur á búfjárafurðum er háð- ur landamæraeftirliti og heilbrigð- isskoðun, innflytjendur þurfa að sýna vottorð, leggja fram sýni og uppfylla kröfur sem geta falið í sér óþægindi, tafir og kostnað við af- meta áhættuna hvað varðar búfjár- sjúkdóma vegna innflutnings á hráu kjöti. Niðurstaðan varð sú að hægt væri að innleiða löggjöfina og yfirtaka reglurnar án þess að heil- brigðisástandi manna eða dýra væri ógnað, en til þess yrði þó að grípa til mótvægisaðgerða. Ríkisstjórnin ákvað því 18. októ- ber 2005: „Lagt er til að hafnar verði samningaviðræður við fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins um endurskoðun undanþágunnar sem Ísland hefur haft frá kafla 1 í viðauka I við EES-samninginn í því skyni að taka upp samræmdar reglur um annað en lifandi dýr. Jafnframt er lagt til að heimilað verði að semja um upptöku gerða er varða dýravernd, svo lengi sem ljóst er að ekki verði vikið frá banni við innflutningi lifandi dýra.“ Rökstuðningurinn fólst meðal annars í því að breytt og öflugri löggjöf innan ESB tryggði betur en áður að þaðan verði ekki fluttar inn óheilnæmar og hættulegar af- urðir, öflugra vaktkerfi væri með uppákomum, svo sem gin- og klaufaveiki, fyrr væri gripið í taum- ana og lokað fyrir verslun frá af- mörkuðum svæðum þar sem slíkt kæmi upp. Matvælalöggjöf ESB í heild sinni tryggði öruggara ástand og því væri minni ástæða en áður fyrir Íslendinga til að vera með sérákvæði. Undir forystu utanríkisráðuneyt- isins voru haldnir nokkrir samn- ingafundir með fulltrúum fram- kvæmdastjórnar ESB síðla árs 2005 og fyrri hluta árs 2006. Í lok júní 2006 lágu fyrir drög að sam- komulagi sem voru samþykkt í sameiginlegu nefndinni 27. október 2007. eru því viðkvæmir fyrir sjúkdóm- um sem dýr á meginlandinu eru jafnvel ónæm fyrir. Eitt kunnasta dæmið um það er frá upphafi fjórða áratugarins þegar sauðfé var flutt til landsins sem bar með sér hvorki meira né minna en fjóra sjúkdóma, þrátt fyrir ýtarlega heilbrigðisskoðun. Afleiðingin varð sú að gróflega helmingur af sauðfé landsmanna var skorinn niður með skipulegum hætti til að sporna við útbreiðslu sjúkdómanna. Ekki er talið að frjáls innflutn- ingur á hráu kjöti hafi slíka hættu í för með sér, þó að hættan verði aldrei útilokuð. Ekki frekar en smithætta vegna mannaferða, en hringskyrfi hefur meðal annars borist í nautgripi með mönnum. Og þar sem ekki er leyfilegt að nota hráa kjötvöru í fóður handa dýrum hér á landi, þá er talið ólík- legt að sjúkdómar berist þá leiðina. Kjötmjölsframleiðsla er bönnuð og þó að talið sé að sjúkdómar hafi borist í svínabú með illa soðnum matarleifum frá Keflavíkurflugvelli, þá tíðkast slík vinnubrögð ekki lengur. Áhyggjur af hráu kjöti Engu að síður hafa hagsmuna- aðilar í landbúnaði lýst yfir áhyggj- um af auknum innflutningi á hráu kjöti frá EES-ríkjum og heilnæmi þeirrar vöru sem flutt verður til landsins. Það gildir þó einungis gagnvart EES, en settar verða upp landa- mærastöðvar gagnvart „þriðju ríkj- um“. Engin vara verður flutt inn frá Kanada eða Bandaríkjunum, svo dæmi séu tekin, án þess að fara í gegnum slíka skoðun. Landa- mærastöðvum hefur þegar ver- Morgunblaðið/Árni Sæberg Ótti Á Íslandi hefur ekki greinst salmonella í kjúklingi í 3 til 4 ár, en kjúklingaframleiðendur óttast að sýktir innfluttir kjúklingar komi óorði á greinina. ÍSLENSKUR LANDBÚN- AÐUR TIL EVRÓPU? Umdeilt er hversu mik- il áhrif ný matvælalög- gjöf á eftir að hafa á ís- lenskan landbúnað og framleiðslu á búfjár- afurðum. Þá eru skipt- ar skoðanir á því hvort neytendur muni njóta góðs af breytingunni til langs tíma litið og hvort stigið sé skynsamlegt skref fyrir sjálfstæða þjóð. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.