Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 22

Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 22
Þ að svarar ekki hjá Agli Einarssyni þennan morgun. Eftir að hafa reynt þrisvar sinnum fer ég að velta fyrir mér hvort hann tali hreinlega ekki í síma. Upphandleggir kappans eru jú allt annað en rýrir. Kannski get- ur hann ekki borið símann að eyr- anu? Þá hringir hann til baka og af- sannar tilgátuna. Það skyti líka skökku við ef Egill, sem er andlit nýjustu Símaherferðarinnar ásamt félögum sínum í Merzedes Club, talaði eftir allt saman ekki í síma. Þegar fundum okkar ber saman á knattknæpunni Players nokkrum dögum síðar ber ég þessa metn- aðarfullu tilgátu undir Egil. Hann hlær dátt. „Heyrðu, jú, jú, ég get ennþá talað í síma,“ segir hann og seilist eftir græjunni. „En ég verð að gera það svona,“ segir hann og leggur símann fagmannlega með hægri hendinni upp að vinstra eyr- anu. Auðvitað, neyðin kennir naktri konu að spinna. „En þetta er erf- iðara fyrir Gazmanninn félaga minn. Hann er meira í handfrjálsa búnaðinum.“ Ég gat sagt mér að Egill hefði húmor fyrir vitleysu af þessu tagi. Hann er umdeildur og ef til vill ekki allra en svo mikið er víst að hann verður seint sakaður um að vera ekki lífsglaður og kankvís. Talandi um síma og nekt. Egill hefur undanfarnar vikur blasað við gestum Kringlunnar hálfber í yf- irstærð – einskonar grískur guð í samtímanum. Hvernig upplifun skyldi það vera? „Satt best að segja brá mér svolítið þegar ég sá þessi auglýsingaspjöld fyrst,“ við- urkennir hann. „Það er eins gott að maður er í sæmilegu formi. Það er útilokað að fela nokkurn skapaðan hlut á þessum myndum.“ Þekkir punginn á Partý-Hans Egill er Kópavogsbúi í húð og hár. Fæddur 13. maí 1980 og verð- ur því 28 ára á þriðjudaginn. Hann hefur alla tíð búið í bænum og ætl- ar aldrei að fara þaðan. „Að vísu fór ég í eins og hálfs árs útlegð til Hafnarfjarðar. Leigði þá með Partý-Hansa félaga mínum. Það var mjög athyglisverð lífsreynsla. Hansi er mjög frjálslegur í fasi og þegar ég mætti honum labbandi á pungnum í stofunni í hundraðasta skipti ákvað ég að þetta væri orðið gott. Ég meina, hefðu mér verið sýndar myndir af fimmtíu pungum hefði ég þekkt punginn á Hansa úr. Það er ógnvekjandi.“ Annars var víst ágætt að búa með Partý-Hans. „Þetta var skemmtilegur tími. Hvað getur það annað verið þegar saman koma tveir vitleysingar sem hvorki kunna að elda né þrífa? Það var hins vegar ókostur að Hansa er meinilla við sólarljós og það var alltaf dregið fyrir alla glugga. Það var farið að þyrma yfir mig undir lokin.“ Nú er Egill kominn aftur á æsku- stöðvarnar, býr í Kórahverfinu í Kópavogi. „Þar bý ég einn en strák- arnir koma stundum til mín og bera á sig brúnkukrem,“ segir hann og bætir við að þeir notið brazilian- tanið. Hvað sem það svo þýðir? Þegar hér er komið sögu er borin á borð fyrir Egil stærsta samloka sem ég hef á ævinni séð. Svei mér ef það er ekki heilt naut á milli brauðsneiða, a.m.k. kálfur, og ein- hverjar leifar af svíni líka. Það rétt glittir í hvirfilinn á Agli sem tekur þegar til óspilltra málanna. „Þetta er stera-samloka að hætti hússins,“ segir hann hvergi banginn en sam- lokan er borin fram með eggi og bakaðri kartöflu. „Það eina sem er vafasamt í þessu er beikonið og sós- an með kartöflunni. En þetta er allt í lagi,“ fullvissar hann mig um. Það er ekki ofsögum sagt að stórir menn þurfi stórar samlokur. Mér verður ekki um sel þegar þjónninn rennir diski með tveimur kjúklingabringum upp að hlið Egils. Kankvísi línudansarinn Sumir kalla hann Gillzenegger, aðrir Gillz og enn aðr- ir Stóra G. Hann var skírður Egill og er Einarsson og er með litríkari og umdeildari mönnum á landi hér nú um stundir. Ástæðan er sú að hann talar enga tæpi- tungu – mottó hans er að þora meðan aðrir þegja. En Egill er ekki bara mikill í orði, fáir núlifandi Íslend- ingar refsa lóðunum af sama vægðarleysi og hann. Svo er hann auðvitað hljómborðsleikari í einni vinsæl- ustu hljómsveit landsins. Orri Páll Ormarsson gægð- ist bak við gljáann en þess ber að geta að orðafar í þessu viðtali kann að særa blygðunarkennd lesenda. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Svöl Egill ásamt félögum sínum í Merzedes Club, Ceres 4, Rebekku, Gaz- manninum og Partý-Hans. Hljómsveitin hefur notið mikilla vinsælda. daglegtlíf |sunnudagur|11. 5. 2008| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.