Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 25

Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 25
Af tómum tunnum Merzedes Club þurfti eins og frægt er að lúta í gólf fyrir Euro- bandinu í Júróvisjón. Egill er keppnismaður en kveðst eigi að síð- ur aðeins hafa verið fúll í fimm mín- útur. „Það þýðir ekkert að væla yfir þessu og eftir á að hyggja er ég bara feginn að við unnum ekki. Við erum líka langtum vinsælli en hljómsveitin sem vann. Það sér ekki fyrir endann á þessu ævintýri og ég ætla að vera í Merzedes Club meðan ég nýt þess. Hvernig er ekki hægt að hafa gaman af þessu, við félagarnir inni á klósetti að bera á okkur brúnkukrem …“ Kafald kom í kjölfar ummæla Friðriks Ómars, söngvara Euro- bandsins, þegar úrslitin voru ljós í Smáralindinni þess efnis að hæst „glymdi“ í tómri tunnu. Egill hristir höfuðið þegar hann rifjar þetta upp. „Hann gerði aðeins í buxurnar þarna, blessaður drengurinn. Sýndi sitt rétta andlit. Hann reyndi að af- saka sig á eftir en þessum ummæl- um var að sjálfsögðu beint að okk- ur. Það vita allir sem eru með greindarvísitölu yfir sextíu. Við vorum vissulega hávær í fjölmiðlum meðan á keppninni stóð en pöss- uðum okkur hins vegar á því að segja aldrei neitt slæmt um keppi- nauta okkar.“ Er Júróvisjón grín? Egill óskar Eurobandinu góðs gengis í Serbíu. „Vonar maður ekki alltaf að Íslandi vegni vel? Ég á samt ekki von á því Eurobandið vinni keppnina, til þess er írski kal- kúninn of stór biti. Írar skilja að Júróvisjón er skemmtikeppni en ekki söngvakeppni eins og hún var í gamla daga. Það eru bara gamlir bakraddasöngvarar eins og Guðrún Gunnarsdóttir sem taka þessa keppni alvarlega. Íslendingar eru því miður ekki ennþá búnir að fatta að þetta er grín. Annars hefðu þeir valið okkur. Þeir fengu tækifæri til að senda gott grínatriði og lag eftir einn mesta tónlistarsnilling þjóð- arinnar til Serbíu en gerðu ræki- lega í brækurnar. Grátlegt.“ Þegar upp er staðið er Egill, eins og áður segir, fyrst og síðast lík- amsræktarþjálfari. Það er og verð- ur dagvinnan. Hann er með aðsetur hjá H-10 Sport og Spa í Kórnum í Kópavogi en er að mestu hættur dæmigerðri einkaþjálfun. Þess í stað hefur hann kynnt til sögunnar svonefnda fjarþjálfun sem hann segir ganga vonum framar. „Fjar- þjálfun er valkostur við einkaþjálf- un. Einkaþjálfun er dýr og fólk á ekki að þurfa að slíta af sér annan handlegginn til að fá þjálfun. Fjar- þjálfunin felst í því að ég hitti fólkið í upphafi, geri ítarlegar mælingar og legg svo upp prógramm fyrir það. Síðan erum við í góðu sam- bandi á netinu og ég fylgist með ár- angrinum. Þetta hefur mælst ljóm- andi vel fyrir,“ segir Egill en áhugasamir geta kynnt sér málið betur á fjarþjalfun.is. Egill hafnar sterum í sinni þjálf- un. „Sterar eru bara óþarfi í dag. Fæðubótarefni eru orðin það góð að það er bara vitleysa að nota stera. Búðir eins og Fitness Sport eru alltaf að taka inn ný og ný efni sem virka hrikalega vel og hafa ekki slæmu aukaverkanirnar sem ster- arnir hafa. Þeir sem fara í sterana eru yfirleitt strákar sem nenna ekki og hafa ekki agann í að æfa rétt og borða rétt. Gefum okkur tvo gæja, annar notar stera en mataræðið og æfingarnar eru í ruglinu, hinn borð- ar rétt og æfir eins og maður. Sá síðarnefndi rúllar steragæjanum upp. Það er ekkert sem toppar al- vöru æfingar og gott mataræði. Við notum þetta steragrín samt oft strákarnir. Köllum hver annan sterahaus og samlokuna hérna á Players kalla ég sterasamlokuna, en þetta er allt í góðu gríni hjá okk- ur félögunum.“ Töff að vera í formi En menn halda sér ekki í formi við það eitt að þjálfa aðra og Egill rífur að jafnaði sjálfur í lóðin fjór- um til fimm sinnum í viku. Þá hefur hann gaman af því að spila skvass og fótbolta með félögunum. „Ég verð að vera í formi, bæði út af hljómsveitinni og ekki síður vegna þess að krakkar líta á mig sem fyr- irmynd. Foreldrar hafa bæði hringt í mig og sent mér tölvupóst um að börnin þeirra vilji fá mig til að þjálfa sig og að þau séu farin að hreyfa sig vegna mín. Það er mjög jákvætt á tímum þegar offita hefur aldrei verið meira vandamál á Ís- landi. „Það er töff að vera í formi“ hefur boðskapurinn alltaf verið og því fleiri sem tileinka sér hann þeim mun betra.“ Með þeim orðum lýkur miðdeg- isfundi okkar Egils Einarssonar. Gazmaðurinn er farinn að kaupa í matinn og Egill á stefnumót við skjólstæðinga í ræktinni. Sjálfur skil ég bílinn eftir og hleyp sem leið liggur út í Hádegismóa. Í huganum. orri@mbl.is Óhræddur Egill hefur aldrei verið feiminn við að koma nakinn fram. Sparkelskur Egill hefur stutt Man. United frá blautu barnsbeini. Stúdent Egill passar varla í þessi jakkaföt lengur. Hann gerði aðeins í bux- urnar þarna, blessaður drengurinn. Sýndi sitt rétta andlit. Hann reyndi að afsaka sig á eftir en þessum ummælum var að sjálfsögðu beint að okkur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 25 Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugard. m bl 1 00 19 06 Tvær verslanir - Frábært úrval Spennandi sumarföt Hörfatnaður - Mussur Mittisslæður - Kjólar - Pils Bolir - Leggings Veldu sundföt sem hæfa þínum líkama Sundföt frá (logo Lepel) Bikinísett - tankinísett - sundbolir Skálastærðir A/B, C/D, DD/E, F/ FF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.