Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 27

Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 27
Tökum Bitruvirkjun sem dæmi. Þar ætlar Sveitarfélagið Ölfus að breyta útivistarsvæði í iðnaðarsvæði; svæði, sem er að hluta á náttúruminjaskrá og er grannsvæði vatnsverndar. Ölf- us er tæplega 2.000 manna sveitarfé- lag og meirihlutinn sem stendur að áformunum um Bitruvirkjun hefur 495 atkvæði á bak við sig. Þessi hóp- ur ætlar að fara sínu fram í máli sem snertir tæplega 200 þúsund manns á suðvesturhorninu og ef út í það er farið alla Íslendinga. Hvernig má þetta vera? Ég hef líka reynt að vekja athygli á samningi Orkuveitunnar og Ölfuss frá 2006, sem í mínum huga er ekkert annað en argasta spilling og orð sem ekki má nefna á Íslandi. Hann er metinn á 500 milljónir! Ég sem Reyk- víkingur velti því fyrir mér, hvers vegna Orkuveitan mín er að, eigum við að segja liðka fyrir málum í Ölfus- inu, með ljósleiðurum, hesthúsum og vegalýsingu. OR er þegar byrjuð að greiða samkvæmt samningnum, sem að mínu mati ofan á allt annað gerir sveitarstjórn Ölfuss vanhæfa með öllu til að fjalla um framhald málsins, athugasemdirnar og úrskurða um eitt eða neitt. Eru menn ekki komnir fram úr sér í þessum málum? Eða er allt „lögboðna ferlið“ síðan í apríl 2006 bara sýndarmennska?“ Óþægindi í austurbænum Þessu næst víkur Lára Hanna að mengunarmálunum og segir fólk í austurbæ Reykjavíkur vera farið að finna fyrir óþægindum vegna brenni- steinsvetnismengunar frá Hellisheið- arvirkjun. Enn sem komið er liggi ekki fyrir nægar rannsóknir á lang- tímaáhrifum lítillar brennisteinsvetn- ismengunar, hvað þá mikillar. „Er nema von að það fari um Hvergerð- inga að fá þessa virkjun ofan í sig? Þeir mega bæði eiga von á mengun og skakkaföllum í vatnsbúskap. Ég fór á borgarafund í Hveragerði um daginn og þar kom fram að Hver- gerðingum lízt ekkert á blikuna. Reyndar kom fram hjá fulltrúa Orku- veitunnar, að menn eru að gera til- raunir með hreinsun á brennisteins- vetnisútblæstrinum. Þær eru bara svo skammt á veg komnar að menn treysta sér ekki til þess að ábyrgjast eitt eða neitt. En segjum að þeim verði eitthvað ágengt. Það segði þá ekki alla söguna því það kom fram á borgarafundinum, að það verður ekk- ert hreinsað á framkvæmdatímanum. Það eru mörg ár og margar borholur. Og þegar virkjunin verður komin í rekstur verða alltaf þrjár, fjórar bor- holur í blæstri og þær verða ekki með hreinsibúnaði. Svo er hávaðamengun frá þessum virkjunum. Það kom fram í máli Mý- vetnings á borgarafundinum í Hvera- gerði að til borholnanna við Kröflu heyrðist fyrir sunnan vatn og er það töluvert lengri leið en milli Hvera- gerðis og Bitruvirkjunar. Við megum heldur ekki gleyma því að Bitruvirkjun og Hverahlíðavirkj- un sunnan hringvegarins eru ekki endapunkturinn. Það eru tvær aðrar virkjanir á teikniborðinu.“ Ölkelduhálssvæðið má alls ekki eyðileggja – Fer Hverahlíðavirkjun ekkert fyrir brjóstið á ykkur? „Það er nú grátbroslegt að þú skul- ir nota þetta orðalag í ljósi meng- unarmálanna! En nei, við höfum allan tímann lagt áherzlu á náttúruna við Ölkelduháls og ekkert verið að agnúast út í önnur virkjanaáform. Fyrst og fremst vegna þess að þar eru engar nátt- úruperlur undir. Ölkelduhálssvæðið má hins vegar alls ekki eyðileggja. Það er forkunnarfalleg útivistarp- aradís og náttúran algjört dúndur. Þess vegna má Bitruvirkjun bara ekki rísa.“ – Ertu vongóð um áhrif baráttu þinnar? Nú horfir Lára Hanna stund- arkorn út um gluggann áður en hún svarar. „Ég má ekki gera mér það að missa vonina. Náttúran á sér marga málsvara, en samt virðast fáir Ölf- usmenn eiga að komast upp með sína Bitruvirkjun. Fyrir hverja vilja þeir reisa hana? Og hvaða verð fá þeir fyrir orkuna, því ekki ætla þeir sjálfir að nota raf- magnið. Mér heyrist það eiga að fara í álver suður með sjó. Fyrir hverja er verið að skapa störf á meðan við þurf- um að flytja inn erlenda far- andverkamenn í tugþúsundatali? Er það svona brýnt verkefni að nauðsyn beri til að ráðast á náttúruna á Bitru- og Ölkeldishálssvæðinu? Ég bara skil þetta ekki. En ég hlýt að standa með náttúrunni. Það blæs kannski ekki byrlega sem stendur. En stríðinu er hvergi nærri lokið. Og ég er tilbúin að fara alla leið.“ – Af hverju að eyða tíma og fjár- munum í þessa baráttu? „Ég get ekki annað samvizku minnar vegna. Foreldrar mínir voru miklir nátt- úruunnendur og útivistarfólk. Móðir mín fæddist á Flateyri og ólst upp á Ísafirði. Vestfirðirnir voru henni hjartfólgnir, en hún átti sér líka uppáhaldsstaði utan þeirra, eins og til dæmis Herðubreið og Lónið. Pabbi var borinn og barnfæddur Reykvíkingur en föðuramma mín var frá Skötufirði við Djúp. Í minningunni eru ótal tjald- ferðalög og ein hálendisferð með Ferðafélaginu á hverju ári. Mér eru Ísland og íslenzk náttúra runnin í merg og blóð. Og ég tel það skyldu mína að skila landinu af mér að minnsta kosti eins gjöfulu og ég tók við því. Ég skil ekki af hverju menn þurfa að standa í stöðugu stríði við landið okkar. En ég hlýt að vera í liði með landinu og berjast gegn Bitru- virkjun. Ég get þá sagt eftirá að ég hafi gert mitt bezta, en ekki staðið aðgerðarlaus hjá meðan ósköpin dundu yfir.“ freysteinn@mbl.is Ljósmynd/Kjartan Pétur Sigurðsson Ölkelduháls Horft frá Ölkelduhálsi yfir Þverárdal til norðurs í átt að Nesja- völlum og Þingvallavatni.               !" #$"!" %&! '(    !% )*%        +! # ,! " -#- ./" ). !#,! %         !   0"#. !" 1''. !" ((                      Við megum heldur ekki gleyma því að Bitruvirkjun og Hverahlíðavirkjun sunn- an hringvegarins eru ekki endapunkturinn. Það eru tvær aðrar virkjanir á teikniborðinu MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 27 Lára Hanna Einarsdóttir sendi Sveitarfélaginu Ölfusi at- hugasemdir við auglýsingu sveit- arfélagsins um breytingar á að- alskipulagi vegna Bitruvirkjunar. Krefst hún þess að sveitarfélagið fallizt á að auglýsa aftur til þess að taka af öll tvímæli um ákveðin efn- isatriði, að öðrum kosti verði málið sent til Umboðsmanns Alþingis og farið fram á að hann úrskurði í því. Samkvæmt auglýsingunni er frestur til að skila inn athugasemd- um til 13. maí og skulu þær vera skriflegar. Lára Hanna gerir kröfu til Sveitarfélagsins Ölfuss að leyft verði að senda athugasemdir með tölvupósti og bendir á að síðustu daga fyrir 13. maí séu pósthús lok- uð vegna hvítasunnunnar. Skipulags- og byggingafulltrúi Ölfuss hefur í tölvupósti til Láru Hönnu sagt að sendi menn at- hugasemdir í tölvupósti kalli hann einnig eftir að þær komi með al- mennum pósti og þá undirritaðar. Vill að auglýst verði aftur Gegnheill Askur Ármúla 23 108 Reykjavík sími 568 1888 Njarðarnesi 4 603 Akureyri sími 464 7878 www.pog.is Hvíttað, mattlakkað Þykkt: 17mm Breidd: 125mm Einnig til í eik, hvítta ð í sömu stærð og þy kkt. Tilboð: 8.900 kr m ² Fáðu sýnishorn hjá okkur!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.