Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 33

Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 33
mega vera hærri að búa á. Ég hafði vissulega fundið fyrir því að vera útlendingur á Ís- landi en ekki á neikvæðan hátt. Í Boston var þessu þveröfugt farið. Þar býr mikið af fólki alls staðar að úr heiminum og þar talaði ég t.d. mjög mikla spænsku. Að fara aftur til Íslands var því ekki ólíkt því sem ég hafði kynnst í Wisconsin.“ Hugur Paolu stefndi á frekara nám. „Mig langaði í cand. psych.- nám sem er meistaranám sem veitir réttindi til að starfa sem sálfræð- ingur. Háskóli Íslands vildi hins veg- ar ekki samþykkja BA-námið mitt frá Bandaríkjunum. Það voru mikil vonbrigði,“ segir hún. Staðfesta borgar sig Á meðan Paola mat stöðu sína og áframhald fór hún á námskeið hjá Greiningarstöð ríkisins og vann með barni með einhverfu í atferl- ismeðferð, eða þangað til hún eign- aðist dóttur með eiginmanni sínum. „Eftir barnsburðarleyfi sótti ég um að nýju að komast í meistaranámið við Háskóla Íslands en fékk aftur neitun. Þar á bæ vildu þeir að ég byrjaði upp á nýtt, þ.e. tæki nýtt BA- próf í sálfræði. Ég hreinlega neitaði að sætta mig við þau svör og spurði þá í deildinni hvernig stæði á því að þeir legðu ekki 120 eininga BA-nám mitt í sálfræði að jöfnu við það 90 ein- inga BA-nám sem sálfræðin er við Háskóla Íslands. „Svona eru regl- urnar,“ voru þau svör sem ég fékk.“ Paola gafst hins vegar ekki upp. „Ég hringdi og ég fór til þeirra, sendi tölvupóst og reyndi allt hvað ég gat en fékk alltaf sömu svörin. Á end- anum mætti ég einn daginn á skrif- stofu yfirmanns sálfræðiskorar, með dóttur mína og eiginmann mér við hlið, og sagði að ég vissi að ég gæti þetta,“ segir hún. Að þessari heim- sókn lokinni fékk hún tölvupóst frá sálfræðideildinni þess efnis að BA- gráða hennar frá Bandaríkjunum yrði metin sem tveggja ára BA-nám við Háskóla Íslands, sem þýddi að hún þyrfti aðeins að taka eitt ár af BA-náminu þar áður en hún byrjaði í meistaranáminu. „Ég var mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Að endurtaka eitt ár var ólíkt betra en að byrja upp á nýtt!“ Staða erlendra kvenna við skilnað og sambúðarslit Paola hellti sér út í námið og starf- aði einnig á BUGL, Barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans, meðan á námi stóð. „Ég lærði ótrúlega mik- ið á þessum árum,“ segir Paola. „Hins vegar fór að hrikta í stoðum hjónabandsins á þessum tíma sem endaði með skilnaði,“ segir hún. Þar með stóð hún í sömu sporum og þær konur sem urðu viðfangsefni meist- araritgerðar hennar í sálfræðinni, sem hún var akkúrat að vinna að á þessum tíma. „Ritgerðin fjallaði um stöðu er- lendra kvenna við skilnað og sam- búðarslit. Ég rak mig sjálf á það að mjög litlar aðgengilegar upplýsingar var að finna fyrir erlendar konur um þetta málefni. Það var í raun mikill stuðningur fyrir mig persónulega að kynnast sjónarhorni annarra kvenna sem stóðu í sömu sporum og ég.“ Ritgerðina fékk hún að vinna á ensku. „Ég er afar þakklát fyrir það því mér finnst ennþá erfitt að skrifa íslensku, þótt ég tali og skilji hana vel. Þegar skrifmálið vefst fyrir mér „gúgla“ ég stundum setningar til að vera viss um hvernig eigi að skrifa þær rétt,“ segir hún og hlær. „Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að leggja áherslu á íslenskukennslu fyr- ir útlendinga. En um leið verður að gæta þess að gera kennsluna að- gengilega. Hvenær á t.d. einstæð móðir í fullri vinnu að hafa tíma til að fara á íslenskunámskeið,“ spyr Paola og heldur áfram: „Það bregður við að Íslendingar kvarti yfir lélegri ís- lenskukunnáttu t.d. afgreiðslufólks í verslunum. En eru þær kvartanir réttmætar þegar útlendingum er oft á tíðum ekki gert kleift að sækja ís- lenskunám vegna mikillar vinnu og bágs efnahags? Það er augljóst að nauðsynlegt er fyrir vinnustaði að bjóða ókeypis íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk sitt á vinnutíma eða gefa starfsfólkinu kost á að sækja slíkt nám í vinnutímanum. Þegar þjóðfélagið tekur ekki þá samfélags- legu ábyrgð á sig að bjóða útlend- ingum sem hingað flytjast ókeypis ís- lenskunám er verið að ýta þessum hópi þjóðfélagsins út í horn og gera óvirkari þjóðfélagsþegna en ella.“ Neikvæð innflytjendaumræða Paolu finnst umræðan um innflytj- endur hafa breyst nokkuð frá því að hún kom fyrst til landsins. „Í fyrsta lagi er umræðan orðin miklu meiri en hún var, en hún hefur einnig snúist nokkuð upp í þá neikvæðu umræðu sem við heyrum svo mikið í dag, um glæpi og tungumálaörðugleika. Þetta finnst mér mjög slæmt því flestir út- lendingar eru gott fólk og duglegt.“ En hver er leiðin til að breyta þessu að hennar mati? „Mér finnst mikilvægt að útlend- ingar, sérstaklega þeir sem vegnar hér vel, taki þátt í opinberri umræðu. Einnig væri frábært að fá útlendinga inn í fjölmiðlana, t.d. sem fréttales- ara, svo Íslendingar venjist því að heyra íslensku talaða með hreim.“ Paola á ýmsar hugmyndir í handrað- anum sem miða að bættri stöðu inn- flytjenda á Íslandi. „Ég vil gjarna vera málsvari innflytjenda á Íslandi og í vinnu minni hjá Rauða kross- inum er ég í raun einn slíkur,“ segir þessi kraftmikla og ákveðna kona að lokum. Mæðgur Móðir og dóttir bregða á leik. Morgunblaðið/Golli »Það bregður við að Íslendingar kvarti yfir lélegriíslenskukunnáttu t.d. afgreiðslufólks í verslunum. En eru þær kvartanir réttmætar þegar útlendingum er oft á tíðum ekki gert kleift að sækja íslenskunám vegna mikillar vinnu og bágs efnahags? Mæðgur Paola ásamt móður sinni. Systur Paola og systur hennar á góðri stund. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 33 Íslenskir fjárfestar hf. bjóða þér að koma og hlusta á Dr. Jung sem starfað hefur sem fjármálaráðgjafi í Þýskalandi síðastliðin 50 ár. Kynningin verður haldin á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 15. maí 2008 og hefst með fordrykk klukkan 18:15, boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Allir eru hjartanlega velkomnir, þátttaka er ókeypis en tilkynna þarf þátttöku í síma 562-6100 eða með tölvupósti til dagny@fjarfestar.is fyrir 13. maí 2008. Kynningin fer fram á ensku. Hvernig getum við ávaxtað peningana okkar? Dr. Jung Borgartún 3 - skrifstofur og þjónusta Vel búið húsnæði í góðu standi og tilbúið til notkunar er til leigu á besta stað í bænum. Á 1. hæð er þjónustu- eða verslunarrými en hæðir 2-4 eru skrifstofuhæðir. Hver hæð er um 430 m2 að flatarmáli. Húsið er laust í júlí 2008. Frekari upplýsingar veitir Arngrímur Blöndahl í síma 595 4400 / 822 4401 eða netfanginu: arngrimur@eykt.is Eykt ehf. / Lynghálsi 4 / 110 Reykjavík Sími: 595 4400 / Fax: 595 4499 Netfang: eykt@eykt.is / www.eykt.is TIL LEIGU Á BESTA STAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.