Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 37
Þegar á allt þetta er litið er ekki óeðlilegt að
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi spurt hvað
forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að gera til
þess að ráða bót á því, sem þeir upplifa sem upp-
lausnarástand innan borgarstjórnarflokks sjálf-
stæðismanna.
Tvær leiðir
N
ú er það svo, að borgarfulltrúar
sækja umboð sitt til reykvískra
kjósenda. Þeir sækja það ekki
t.d. til flokksfélaga Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, þótt þau
séu þeirra bakhjarl. Þess vegna
má færa rök að því, að hvorki flokksfélög sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík né forysta Sjálfstæðisflokks-
ins á landsvísu, sem kjörinn er á landsfundi hafi
nokkuð um málefni borgarstjórnarflokksins að
segja.
Og sé þessari röksemdafærslu haldið áfram má
segja, að eðlilegt sé að lýðræðið hafi sinn gang.
Þarna sé hópur borgarfulltrúa, sem kjörnir eru af
reykvískum kjósendum og sæki umboð sitt til
þeirra, sem sjálfir verði að ráða fram úr sínum mál-
um og standa eða falla með þeim í næstu borg-
arstjórnarkosningum, sem fram fara vorið 2010.
Þótt hinir kjörnu fulltrúar séu að klúðra því, sem
þeir voru kjörnir til, hver höndin sé upp á móti ann-
arri, engin samstaða um nýjan forystumann o.s.frv.
verði að virða leikreglur lýðræðisins og sjá til hvers
þær leiða.
Þeir sjálfstæðismenn sem svona hugsa telja að
inngrip flokksforystunnar í málefni borgarstjórn-
arflokksins væri úrelt fyrirbæri, vinnubrögð gam-
alla tíma, sem séu horfnir og komi ekki aftur. Það
má líta á Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og
fyrrum oddvita borgarstjórnarflokks sjálfstæðis-
manna, sem talsmann þessara sjónarmiða. Hann
hefur gert athugasemdir við skrif Morgunblaðsins
um þessi mál, sem benda til þess að hann hallist að
þessari leið.
Hin aðferðin er sú, að forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins blandi sér í málefni borgarstjórnar-
flokksins með afgerandi hætti og þá með þeim rök-
um, að klúðrið þar sé farið að hafa neikvæð áhrif á
stöðu flokksins á landsvísu og jafnvel á stöðu kjör-
inna forystumanna flokksins sjálfra og þess vegna
sé óhjákvæmilegt að þeir beiti sér til þess að skýra
línur innan borgarstjórnarflokksins bæði að því er
varðar persónur og málefni.
Talsmönnum hinnar fyrri leiðar, sem hér hefur
verið nefnd finnst þetta hins vegar úrelt forræð-
ishyggja, sem ekki eigi við nú á tímum og vel má
vera að þeir hafi rétt fyrir sér.
Sú hætta er augljóslega fyrir hendi verði borg-
arstjórnarflokkurinn látinn um að greiða úr eigin
klúðri að staða Sjálfstæðisflokksins í næstu borg-
arstjórnarkosningum verði mjög erfið og raunar
svo erfið, að borgarstjórnarflokkurinn verði ekki
svipur hjá sjón, þegar upp verði staðið að loknum
næstu borgarstjórnarkosningum. Viðbrögð þeirra,
sem telja fyrri leiðina sem hér hefur verið nefnd
eina raunverulega kostinn, við slíkum athugasemd-
um er þessi: Þá verður það svo að vera.
Lýðræðislegar umræður
E
inn hópur manna innan Sjálfstæð-
isflokksins á þó lýðræðislega
kröfu á að við hann verði talað um
þessi mál, þótt hann hafi engan
formlegan rétt til afskipta, en það
eru félagsmenn í flokksfélögum
sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta er fólkið, sem
eru bakhjarlar borgarfulltrúanna. Þetta er fólkið,
sem hefur lagt mikið á sig til þess að fá þá kjörna.
Þessi hópur á skýlausa lýðræðislega kröfu á því, að
viðhorfin innan borgarstjórnarflokksins og viðhorf-
in til einstakra mála eins og REI-málsins verði
rædd á vettvangi flokksfélaganna í höfuðborginni.
Það hefur ekki verið gert að nokkru marki og
raunar mikil spurning hvort vandamál borgar-
stjórnarflokksins hafi verið rædd að nokkru ráði á
fundum borgarstjórnarflokksins sjálfs. Hafi það
ekki verið gert er það mikið veikleikamerki. Fyrr á
árum voru öll meginmál rædd á vikulegum fundum
borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Í því
m.a. fólst styrkleiki flokksins í borgarstjórn. Allir
borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar vissu hvað
var að gerast og hvað var framundan. Þess vegna
komu fréttir í fjölmiðlum þeim aldrei á óvart. Ekk-
ert er verra en að halda upplýsingum frá þeim, sem
eiga rétt á að hafa þær undir höndum. Það hleypir
illu blóði í fólki að vita ekki það, sem það á að vita og
á rétt á að vita. Eðlilegt samráð er einn mikilvæg-
asti þáttur í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Sennilega er árangursríkasta leiðin út úr þeirri
sjálfheldu, sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík er komin í að borgarfulltrúar
og varaborgarfulltrúar leiti til grasrótarinnar í
flokknum. Haldi fundi í hverfafélögunum og í full-
trúaráðinu og leggi spilin á borðið. Geri grein fyrir
stöðu mála bæði að því er varðar persónur og mál-
efni og hlusti á viðbrögð grasrótarinnar. Taki svo
ákvarðanir í framhaldi af slíku samráði við fólkið í
flokknum. Enda má gera ráð fyrir að heilbrigð
skynsemi móti mjög þær raddir, sem borgarfull-
trúarnir mundu heyra á slíkum fundum.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta ekki
haldið áfram að láta eins og ekkert hafi í skorizt.
Þeir verða að taka frumkvæði, sem sýnir að þeir
eigi eitthvert erindi í pólitík.
» Frá því að ofangreind ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonarféllu í lok febrúar sl. í samtali við Morgunblaðið hefur hann
engin orð látið falla á opinberum vettvangi svo vitað sé, sem gefi
tilefni til að ætla, að hann hafi skipt um skoðun og þess vegna
verður að líta svo á, að valið um nýjan forystumann sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn Reykjavíkur standi á milli þessara
þriggja yfirlýstu frambjóðenda í stöðuna. Auðvitað geta fleiri
bætzt við áður en að kosningu kemur.
Og jafnframt er engin ástæða til þess fyrir borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins að halda að Vilhjálmur standi ekki við yfirlýs-
ingu sína frá því í febrúar. Auðvitað gerir hann það eftir allt,
sem á undan er gengið.
rbréf
Morgunblaðið/G.Rúnaragnússon, og tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á hljóðskrafi.