Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sunnubraut 6 í Kópavogi. Garðatorg 7 - 210 Garðabæ - sími 545 0800 - Þórhallur Guðjónsson, lögg. fast.sali Sérlega fallegt og vandað einbýli við sjávarsíð- una í Kópavogi á móti suðri og í skjóli fyrir norðanátt. Mjög gott útsýni til suðurs. Húsið er samtals 219 m², þar af 25,6 m², bílskúr. Hús- ið sem er byggt 1963 var endurbyggt 1988 að utan sem innan. Allar innréttingar eru sérsmíð- aðar úr fyrsta flokks efnum. Fallegur ljós marmari á öllum gólfum sem eru upphituð. Lóðin er mjög falleg. Stórir timburpallar og skjólveggir. Hellulögð stór verönd og stígar og hiti í heimkeyrslu. Eignin er B-friðuð. Óskað er eftir tilboði (lámark 100 miljónir). Nánari upplýsingar veitir Sigurður (sími: 898-3708). Garðatorg 7 - 210 Garðabæ - sími 545 0800 - Þórhallur Guðjónsson, lögg. fast.sali Mjög falleg íbúð í glæsilegu húsi á frábærum stað við Laugardalinn, íbúðin og húsið er talsvert endurnýjað. Íbúðin er snyrtileg og vönd- uð 98,6 fm. á fyrstu hæð ( sérhæð ) ásamt 24,2 fm bílskúr í þriggja íbúða húsi. Áhvílandi hagstæð lán. Verð 33,9 millj. Sölumaður Sigurður s. 8983708 LAUGARÁSVEGUR 53 - REYKJAVÍK ALMENNUM nið- urgreiðslum Reykja- víkurborgar til Fé- lagsbústaða hf. vegna félagslegs leiguhús- næðis verður breytt í persónubundinn stuðning, þ.e. sér- stakar húsa- leigubætur fyrir leigj- endur hjá Félagsbústöðum. Breytingin mun öðl- ast gildi um mán- aðamótin maí-júní næstkomandi. Biðlisti eftir fé- lagslegu leiguhúsnæði hefur farið vaxandi mörg undanfarin ár. Sérstakar húsa- leigubætur voru tekn- ar upp árið 2004 og höfðu þau áhrif að biðlistinn styttist tölu- vert, en síðan þá hef- ur fjöldinn á biðlista efir félagslegu leiguhúsnæði farið vaxandi og eru nú rétt um 800 manns á bið í Reykjavík. Starfs- hópur um sérstakar húsa- leigubætur lagði til árið 2003 að gildistaka sérstakra húsaleigubóta yrði í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn tók gildi þann 1. mars 2004 og náði til þeirra er sækja um úrbætur í húsnæðismálum hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík og uppfylla ákveðin skilyrði varðandi félagslega og fjárhagslega stöðu. Í þeim áfanga var miðað við að stuðningur við þá er sækjast eftir leiguhúsnæði á almennum markaði yrði sambærilegur við nið- urgreiðslu Reykjavíkurborgar á leigu hjá Félagsbústöðum hf. Seinni áfanginn miðaði við að tekn- ar yrðu upp sérstakar húsa- leigubætur hjá leigjendum Fé- lagsbústaða hf. og vann sérstakur starfshópur að því frá því síðla árs 2004 fram á árið 2005. Ekki var tekin ákvörð- un þá um að ráðast í breytingarnar. Skip- aður var nýr starfs- hópur um málið í apríl 2007 sem starfað hefur síðan og er vinna hans að skila þessum nið- urstöðum nú. Fé- lagslegt leiguhúsnæði er takmörkuð gæði og mikilvægt að þessi tak- mörkuðu gæði nýtist þeim sem mest þurfa á að halda meðan fjár- hagsleg og félagsleg staða er erfiðust. Greiðslubyrði leigj- enda mun breytast hjá sumum leigjendum Félagsbústaða og hafa mismunandi áhrif eftir stöðu leigjenda. Hjá sumum mun greiðslu- byrði hækka, en hjá fleirum mun hún lækka. Hjá þeim leigjendum þar sem greiðslubyrði mun hækka um meira en 5000 kr. á mánuði verður gripið til sérstakra aðgerða. Leitað verður lausna fyrir þá sem ekki geta staðið undir aukinni greiðslu- byrði. Þeir leigjendur fá boð um viðtal hjá ráðgjafa á þjónustu- miðstöð þar sem m.a. verður boð- inn milliflutningur innan íbúða Fé- lagsbústaða þar sem það á við og einstaklingum verður boðið að kaupa íbúðina þar sem það á við. Gert er ráð fyrir 6-12 mánaða að- lögunartíma að breytingunum fyrir þennan hóp. Eins og áður segir mun greiðslu- byrði leigjenda taka mið af per- sónubundnum aðstæðum hverju sinni. Breytingin mun koma til framkvæmda um mánaðamótin maí-júní. Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum, þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri upphæð en 70 þúsund krónum á mánuði og aldrei farið yfir 75 pró- sent af leigufjárhæð. Með þessari breytingu verður stuðningurinn réttlátari, gagnsærri og skilvirkari en hann hefur verið og mun taka mið af aðstæðum hverju sinni. Leigan dreifist með sanngjarnari hætti og þannig tekst betur að koma til móts við þá sem lakar standa að vígi fjárhagslega. Þá verður með þessari breytingu betri nýting á leiguhúsnæði Fé- lagsbústaða, þ.e. fjölskyldustærð og stærð íbúðar munu haldast betur í hendur og þessi breyting mun hafa í för með sér aukinn hvata fyrir leigjendur að leita annarra hús- næðislausna um leið og aðstæður batna sem aftur felur í sér að þau gæði sem felast í félagslegu leigu- húsnæði geta nýst fleiri ein- staklingum/fjölskyldum í erfiðum aðstæðum. Breyting á fé- lagslega leigu- íbúðakerfinu Jórunn Frímannsdóttir Jensen segir frá breytingum á fé- lagslega leiguíbúðakerfinu » Greiðslu- byrði leigj- enda mun taka mið af persónu- bundnum að- stæðum hverju sinni Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður velferðarráðs Reykjavík- urborgar. Jórunn Frímannsdóttir „VITUR maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.“ Þannig hefst Brekkukotsannáll nóbelsskáldsins. Þótt einhverjir kunni að taka undir þessa speki verður það ekki gert hér, á sjálfum mæðradeginum. Þeir sem notið hafa umhyggju og ástúðar móður vita hve mikilvæg hún er ungum börnum í hörðum heimi. Ekki njóta þó öll börn þeirra gæða að eiga móður á lífi. SOS- barnaþorpin eru hjálparsamtök, stofnuð 1949, sem sjá mun- aðarlausum og yfirgefnum börnum fyrir móður. Samtökin telja, ólíkt þeirri hugmynd sem sett er fram í upphafi Brekkukotsannáls, að al- mennt sé börnum best að alast upp hjá líffræðilegum foreldrum sínum. Í þeim tilvikum sem það reynist ekki unnt er litið svo á að almennt sé best fyrir börn að alast upp meðal náinna ættingja. Ef það er ekki heldur kostur í stöðunni vilja SOS-barnaþorpin taka börnin að sér til að forða þeim frá götunni. Þá flytjast þau á einnar fjölskyldu heimili í barnaþorpi, fá móður og systkini og annað það sem börn þurfa til að geta átt góða æsku og undirbúið sig fyrir fullorðinsárin. Yfir fimm þúsund konur um all- an heim starfa sem SOS-mæður. Þær hafa helgað sig mun- aðarlausum börnum og gengið þeim í móðurstað að undangeng- inni góðri þjálfun. Í dag er því há- tíð í 470 SOS-barnaþorpum um all- an heim. Ég læt lesendum það eftir að meta hvort sú gleði sé sönn sem brýst út þegar sjötíu þúsund munaðarlaus og yfirgefin börn fagna því að hafa fengið nýja móður og ný tækifæri. Ég óska öllum mæðrum, nær og fjær, til hamingju með daginn. Munaðarlaus börn fagna mæðradeginum Ragnar Schram segir frá starf- semi SOS-barnaþorpanna » Í dag er því hátíð í 470 SOS-barnaþorp- um um allan heim. Höfundur er kynningarstjóri SOS- barnaþorpanna á Íslandi. Ragnar Schram mbl.is smáauglýsingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.