Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 41 MIKIL umræða hefur skapast vegna ályktunar frá Þingi Land- sambands lögreglumanna þess efnis að lögreglumenn vilji fá að nota Ta- ser valdbeitingartæki. Hinir ýmsu aðilar hafa verið reiðubúnir til að tjá sig um þetta tæki og því miður hefur blasað við okkur sem höfum lagt okkur fram við að kynna okkur tækið að það hefur oft verið gert af mikilli vanþekkingu. Þess vegna langar mig að koma á fram- færi nokkrum stað- reyndum um Taser valdbeitingartækið. Yfir 11.000 lög- gæslustofnanir í 45 löndum nota nú Taser valdbeitingartæki og eru þau notuð í þúsundum tilfella á hverju ári. Taser tækið vinnur þannig að tveimur pílum er skotið í þann sem yfirbuga á og eru örgrannar raf- leiðslur fastar við pílurnar. Tækið gefur frá sér 0,0021 Ampera straum og dugar það til að hafa lömunar- áhrif á þann sem er verið að yf- irbuga. Til þess að fá þessi löm- unaráhrif fram er spenna tækisins höfð 50.000 volt í 1 sekúndu en svo lækkar hún niður í 1.200 volt. Þess má geta að straumurinn sem tækið gefur frá sér er mörgum sinnum lægri en straumurinn sem lætur ljósin loga á jólatrénu þínu eins og sést á meðfylgjandi mynd. Rann- sóknir hafa sýnt að auka þarf orkuna sem tækið gefur 15x til að möguleiki sé á því að tækið geti skaðað fólk. Þær spurningar sem oftast vakna hjá fólki þegar það er að kynna sér Taser valdbeitingartækið eru eft- irfarandi: Er auðvelt að misnota tækið? Svar: Tækin skrá mjög nákvæm- lega alla notkun og gerir það rannsókn á hugsanlegri misnotk- un mun auðveldari en t.d. misnotkun á öðr- um valdbeiting- artækjum lögreglu. Þar fyrir utan er hægt að fá tækin með lítilli myndavél sem byrjar upptöku um leið og tækið er tilbúið til notkunar. Hefur tækið áhrif á hjartagangráð? Svar: Nýlega var gerð rann- sókn á áhrifum Taser á hjartagangráði og kom í ljós að tækið hefur engin áhrif á þá. Er tryggt að lögreglumennirnir sem kæmu til með að nota tækið kunni með það að fara? Svar: Allir lögreglumenn sem nota Taser vald- beitingartækið þurfa að undirgang- ast strangt námskeið þar sem notk- un þess er kennd. Á þessu námskeiði eru lögreglumennirnir m.a. sjálfir yfirbugaðir með tækinu. Hvaða áhrif hefur innleiðing tæk- isin haft þar sem það hefur verið tekið í notkun? Svar: Í öllum til- fellum hefur það haft þær afleið- ingar að slysum á lögreglumönnum hefur fækkað um tugi prósenta. Það hefur einnig haft þær afleiðingar að slysum á hinum handteknu hefur fækkað um allt að 80%. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa varað við notkun tækjanna og segja að dauðsföll sem hafa orðið eftir að tækið hefur verið notað séu komin í 300. Amnesty seg- ir ekki að þessi dauðsföll hafi orðið af völdum tækjanna, heldur draga samtökin í efa hlutleysi þeirra rann- sókna sem hafa sýnt fram á skað- leysi tækisins þrátt fyrir að fjöldinn allur af rannsóknum hafi verið gerðar án aðkomu framleiðandans.  Það er óumdeilt að tækið hef- ur bjargað mörgum manns- lífum þar sem tekist hefur að koma í veg fyrir sjálfsvíg.  Það er líka óumdeilt að þar sem tækið hefur verið tekið í notkun hefur slys á lög- reglumönnum fækkað um tugi prósenta.  Það er óumdeilt að þar sem tækið hefur verið tekið í notk- un hefur slysum á hinum handteknu fækkað um tugi prósenta.  Það er einnig óumdeilt að Tas- er er mest rannsakaða vald- beitingartæki sem lögregla notar.  Aðeins Taser býður upp á ná- kvæma skráningu á notkun valdbeitingartækisins. Tækið skráir tímasetningu notk- unnar, fjölda púlsa og lengd. Jafnframt er möguleiki á hljóð- og myndbandsupptöku.  Taser skapar mesta öryggið af öllum þeim valdbeiting- artækjum sem notuð eru. Bæði fyrir lögreglumennina og þá sem þarf að yfirbuga.  Vanlíðunartími eftir notkun Taser er sá stysti af valdbeit- ingatækjum lögreglu sam- anborið við 30 mínútur til klukkutíma eftir piparúða og daga, jafnvel vikur vegna brotinna beina eftir kylfur. Og til lífstíðar eftir skotvopn.  Meira en hálf milljón (500.000) löggæslumanna hefur fengið rafpúls í sig úr tækinu sem hluta af þjálfun sinni. Engin þeirra hefur slasast, hvað þá látist. Í heildina hafa yfir 700.000 sjálfboðaliðar fengið í sig rafpúlsa úr Taser tækjum.  Síðan árið 2000 hafa 5.600 manns látist við handtökur í Bandaríkjunum. Taser var notaður ásamt öðrum vald- beitingartækjum í innan við 5% tilfella. Í 95% tilfella eru önnur valdbeitingartæki not- uð. Til samanburðar komu handjárn við sögu í 100% til- fella.  Og það er líklegt að þeir sem hafa yfirgnæft umræðuna um Taser valdbeitingartækið séu akkúrat þeir sem eru stundum í þeim aðstæðum að tækið yrði jafnvel notað gegn þeim. Hin- um almenna borgara er bara umhugað um að lögreglan hafi búnað til að geta yfirbugað hættulega brotamenn. Taser eða ekki Taser, það er ef- inn. Sannleikurinn um Taser valdbeitingartækið Óskar Þór Guðmundsson segir frá Taser valdbeitingatækinu » Taser skapar mesta öryggið af öllum þeim valdbeitingar- tækjum sem notuð eru. Bæði fyrir lögreglu- mennina og þá sem þarf að yfirbuga. Óskar Þór Guðmundsson Höfundur er lögreglumaður og situr í stjórn Landsambands lögreglumanna Stærsti rauði hringurinn á myndinni sýnir 16 ampera straum (sbr. úr venjulegri heimilisinnstungu), minni rauði hringurinn sýnir eitt amper (sbr. straumur í ljósaperu í jólatré). Litli punkturinn lengst til hægri á myndinni sýnir 0,0021 amera straum úr Taser-X26. KAPP er best með forsjá, segir gamalt máltæki. Þetta máltæki á vel við þegar fylgst er með um- ræðunni um flugvall- armálið. Því er stöð- ugt haldið á lofti að þarna sé svo dýrt byggingarland og eru það ein aðalrökin fyr- ir því að flugvöll- urinn eigi að fara. Einnig hefur verið talað um að það sé svo hættulegt að hafa flugvöllinn á núver- andi stað. En í sam- anburði við flugvelli í öðrum löndum er þetta stórlega ofmet- ið. En hver eru rökin fyrir því að Reykja- víkurflugvöllur eigi að vera á þessu svæði sem hann er á nú. Þau eru í raun mun fleiri rökin fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera í Vatns- mýrinni. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvæg tenging við landsbyggð- ina. Ekki bara fyrir fólk að koma til Reykjavíkur í einhverjum einkaerindum heldur einnig sem öryggistæki í samgöngum og sjúkraþjónustu. Nálægð flugvall- arins við Landspítala – háskóla- sjúkrahús er eitt af því sem er mjög mikilvægt við staðsetningu flugvallarins. Staðsetning flugvall- arins á því svæði sem hann er nú á er engin tilviljun. Staðurinn er valinn með tilliti til veðurs og vinda og er á þeim stað sem oftast er hægt að lenda og taka á loft á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir kostir sem hafa verið skoðaðir fyrir flug- vallarstæði hafa ekki komið eins hagstætt út. Ég tel það ekki sjálf- gefið að auðvitað fari flugvöllurinn einhvern tíma eins og kom fram í Kastljósi 5. maí hjá Degi B. Egg- ertssyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hringbrautin ber varla þann fólksfjölda sem þarf að fara um hana í dag. Það hlýtur að þurfa að huga bet- ur að því hvernig á að leysa það áður en far- ið er að hrúga niður enn stærri íbúðabyggð á þessu svæði. Síðast en ekki síst þá hjálpar flugbrautin til við að vernda fugla- líf í borginni. Það er í raun og veru ekkert einkamál Reykvíkinga hvort flugvöllurinn verður eða fer, þar sem stað- setning hans er lands- byggðarmál. Mér finnst spurningin um það hvort flugvöll- urinn fari eða verði þar sem hann er sé sú hvort skipti meira máli, fólkið sem byggir þetta land og lífið sem nýtur góðs af nærveru flugvallarins, eða byggingarlóðir sem munu klárast á skömmum tíma. Það hlýtur því að vera skylda borgarbúa að taka ákvarðanir út frá hagsmunum allra landsmanna, ekki bara fámenns hóps bygging- arverktaka. Höfuðborgin ber ákveðnar skyldur gagnvart lands- byggðinni. Ekki einkamál höfuðborgarinnar Hildur Halldóra Karlsdóttir skrifar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar Hildur Halldóra Karlsdóttir »Höfuðborgin ber ákveðn- ar skyldur gagnvart öllum landsmönn- um... Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.