Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 52

Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 52
52 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það vill oft gleymast að ávinningar okkar Ís- lendinga í orkuvinnslu ur fallvötnum og jörð hefur ekki komið af sjálfu sér heldur byggjast á öflugum grunnrannsókn- um á jarðfræði landsins og náttúru- fari. Þessar rannsóknir hafa orðið til annars vegar vegna framsýni þeirra sem hafa farið með stjórn orkumála og ekki síst hefur þar vegið þungt brautryðjendastarf og frumkvæði einstaklinga, sem hafa sjálfir skil- greint viðfangsefnin, mótað aðferðir og síðan lagt lífsstarf sitt, og vel það, í að kortleggja og greina náttúruna. Elsa G. Vilmundardótttir jarðfræð- ingur, sem við kveðjum nú, er verð- ugur fulltrúi þessarar kynslóðar ís- lenskra vísindamanna. Hún lagði stund á nám við Stokkhólmsháskóla á árunum 1958–1963 og var fyrst ís- lenskra kvenna til að ljúka háskóla- námi í jarðfræði. Ferill hennar eftir nám er samofinn starfsemi Orku- stofnunar og forvera hennar, Raf- orkumálaskrifstofunnar, þar sem hún hóf störf þegar á námsárunum. Mik- ilvægustu verkefni hennar tengdust undirbúningi Búrfellsvirkjunar og rannsóknum á vatnasviði Þjórsár. Hún skilaði merkri skýrslu um jarð- fræði Tungnárhraunanna 1977 og í framhaldi af því hófst viðamesta verk- efni hennar, sem var umsjón með samstarfsverkefni Orkustofnunar og Landsvirkjunar um gerð jarðfræði- korta af vatnasviði Þjórsár ofan Búr- fells sem hófst 1980. Elsa gekk að því verki með sönnum eldmóði og að sögn samstarfsmanna runnu saman starf hennar og frítími við þetta starf. Sum- arfrí með fjölskyldunni voru oft skipulögð á þssum slóðum til þess að afla nýrra gagna og að fylla í eyðurn- ar. Þótt Elsa væri komin á eftirlauna- aldur hélt hún áfram að sinna þessu verkefni og þegar kallið kom var hún mætt ásamt félögum sínum til þess að kynna nýjum orkumálastjóra niður- stöður verkefnis um kortlagningu móbergs á svæðinu. Stolt hennar og gleði yfir að þessum áfanga, sem greinilega var henni mjög hjartfólg- inn, væri náð leyndi sér ekki. Í frá- sögn hennar af starfinu kom glöggt í ljós hvernig þættust saman þrotlaust starf í mörkinni, nákvæmur undir- búningur við landmælingar á svæðinu og framfarir síðustu áratuga í korta- gerð og tölvuvinnslu. Hér hafði mikið ✝ Elsa GuðbjörgVilmund- ardóttir fæddist 27. nóvember 1932 í Vestmannaeyjum. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 23. apríl sl. Útför Elsu fór fram frá Ás- kirkju 7. maí sl. stórvirki verið unnið, sem auk þess að vera undirstaða að bygg- ingu og rekstri orku- vera hefur aukið þekk- ingu og dýpkað skilning okkar á allri jarðsögu þessa svæðis. Elsa sinnti töluvert félagsmálum og lagði mörgum góðum málum lið. Hún var óþreytandi í því að ráðleggja starfsfélögum sínum um heilbrigt líferni og margir þeirra leituðu líka til hennar og áttu við hana trún- aðarsamtöl um vandamál sín í lífi og starfi. Við á Orkustofnun sjáum nú á bak Elsu G. Vilmundardóttur, sam- ferðakonu til margra ára en hún skil- ur eftir hjá okkur óbrotgjarnan bautastein, sem er framlag hennar til íslenskra jarðvísinda. Eiginmanni hennar og fjölskyldu vottum við okk- ar fyllstu samúð. Guðni A. Jóhannesson. Kveðja frá Íslenskum orkurannsóknum Í dag kveðjum við Elsu Vilmund- ardóttur jarðfræðing, sem fyrst ís- lenskra kvenna lauk háskólaprófi í jarðfræði. Að loknu námi í Háskól- anum í Stokkhólmi árið 1963 hóf hún störf hjá Raforkumálaskrifstofunni sem síðar varð Orkustofnun. Þar vann hún á vatnsorkudeild og síðar á rannsóknasviði við jarðfræðirann- sóknir í tengslum við áform um vatns- aflsvirkjanir. Síðustu árin vann hún sem verktaki hjá Íslenskum orku- rannsóknum (ÍSOR), sem yfirtóku starfsemi rannsóknasviðs Orkustofn- unar árið 2003, skömmu eftir að Elsa fór á eftirlaun. Í starfi sínu vann Elsa mest að jarðfræðikortlagningu, einkum kort- lagningu hrauna og móbergsmynd- ana á sunnanverðu miðhálendinu og víðar. Var hún umsjónarmaður með samræmdri jarðfræðikortlagningu á öllu vatnasviði Þjórsár ofan Búrfells í mælikvarða 1:50 þúsund, en það var samvinnuverkefni milli Orkustofnun- ar og Landsvirkjunar. Liggja eftir hana og samstarfsmenn hennar fjöl- mörg jarðfræðikort af þessum slóð- um. Þá vann hún m.a. tímamótarann- sókn á útbreiðslu og gerð Tungnaárhrauna, tók þátt í gerð öskulagatímatals fyrir suðurhálendið og rannsóknum á fornu lónseti að Fjallabaki. Elsa var virk í félagsmálum og sat í stjórnum fjölmargra félaga og sam- taka. Hér skal aðeins nefnt að hún var meðal stofnenda Jarðfræðafélags Ís- lands og formaður þess í fjögur ár. Þá var hún formaður starfsmannafélags Orkustofnunar í tvö ár. Elsa var góður starfsmaður og vinnufélagi og jarðfræðin var henni í senn áhugamál og lífsviðurværi. Und- anfarin ár hafði hún unnið að útgáfu skýrslu um rannsóknir sínar á mó- bergsmyndunum í eystra gosbeltinu og var einmitt að kynna verkefnið á fundi með samstarfsfólki frá Orku- stofnun og ÍSOR þegar hún veiktist skyndilega og lést fáum klukkustund- um síðar. Fyrir hönd Íslenskra orkurann- sókna og samstarfsfólks hennar þar þakka ég ánægjulegt samstarf og ár- angursríkt starf Elsu í áratugi í þágu íslenskra jarðfræði- og orkurann- sókna. Eiginmanni hennar, Pálma Lárussyni, börnum þeirra og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR. „Við erum lagðar af stað einu sinni enn,“ var Elsa vön að segja þegar far- angurinn var kominn í jeppann og stefnan tekin til fjalla. Kjörlendi Elsu var einkum svæðið suðvestan Vatna- jökuls, vegalaust að mestu, hraun- breiður, vikrar, gígar og móbergs- fjöll. Á þessu torfæra svæði vann Elsa stærstan hluta rannsókna sinna, þetta var hennar svæði. Ferill Elsu í jarðvísindum var lang- ur og farsæll. Jarðfræðikortin sem unnin voru undir hennar stjórn voru þau nákvæmustu sem gerð höfðu ver- ið í þeim kvarða. Rannsóknir hennar og samstarfsmanna á móbergsmynd- uninni á Eystra gosbeltinu eru braut- ryðjendaverk sem verða grundvöllur annarra rannsókna þar um langa framtíð. Annað brautryðjendaverk var kortlagning Tungnaárhrauna, ásamt mati á útbreiðslu og stærðum samkvæmt tiltækum gögnum, þar á meðal aragrúa borhola. Elsa lagði gjörva hönd á fleiri rannsóknir en aðrir munu gera störfum hennar betri skil en ég get gert. Kynni okkar hófust þegar ég var að rannsaka yngstu eldgosin á upptaka- svæði Tungnaárhraunanna haustið 1976. Þekking Elsu og leiðsögn á þessum slóðum var ómetanlegur stuðningur í öllum skilningi. Þegar jarðfræðikortlagningin komst á skrið hófst samvinna sem stóð í allmörg sumur við að gera tímatal fyrir eld- gosin á þessu svæði. Snorri Páll Snorrason og Ingibjörg Kaldal kort- lögðu með henni móbergið og lausu jarðlögin og fleiri lögðu hönd á plóg. Þetta voru góð sumur. Slóðirnar eru löngu horfnar í vik- urinn en ferðirnar með Elsu, starfs- glaðri og kátri, eru ljóslifandi í hug- anum. Hver dagur var ævintýri út af fyrir sig. Leiðirnar lágu stundum um tröllalandslag eins og Heljargjá norð- an Gjáfjalla, stundum um furðuslétt- ur þar sem flóð höfðu skilið eftir stór- grýti, þeirra aðfaraleiðir líka löngu horfnar. Við grófum niður á hraunin til að tímasetja þau, mældum, skráð- um og færðum inn á kort og loft- myndir. Löngum degi lauk svo með náttverði. Svefnstaðirnir voru skálar, vinnubúðir og jafnvel smáhýsi yfir borholumælum eða bara bíllinn. Ein- hvern tímann höfðum við hreiðrað um okkur í smáhýsi við borholu JV-3 við Tröllahraun og ætluðum að sjóða okkur hangikjöt í kvöldmat. Upp úr miðnætti gáfumst við upp á að bíða þess að kjötið syði, grófum pottinn í vikur og höfðum hangikjöt í morgun- mat næsta dag. Við gjörnýttum dag- ana því okkur var skammtaður tíminn úti í mörkinni og skoluðum gjarnan af okkur rykið í læk eða vatnsbóli áður en við drifum okkur í bæinn. Ein- hverju sinni lagði Elsa óvenju mikið í þvottinn fyrir heimferðina, dró svo upp ljósa buxnadragt, hvíta blússu með blúndum og viðeigandi skó og klæddist en ég átti þá enga hreina flík. Og þannig ókum við í bæinn í það sinn, ég eins og flækingur og hún eins og drottning. Við hlógum víst alla leiðina heim. Öllum er skammtaður tími úti í mörkinni og tími Elsu var styttri en nokkur átti von á. Pálmi, Guðrún Lára, Vilmundur og fjölskyldur, við Aðalsteinn samhryggjumst ykkur innilega. Ingrid Olsson sendir ykkur samúðarkveðjur sínar. Að leiðarlok- um þakka ég Elsu samfylgdina um byggðir og óbyggðir og leiðsögnina yfir torfærurnar. Guðrún Þorgerður. Elsa G. Vilmundardóttir-14 Elsa Vilmundardóttir er fallin frá, langt um aldur fram. Það kann að virðast undarlegt að segja um 75 ára einstakling, en Elsa var alla tíð, fram á síðustu stundu, einstaklega lifandi. Áhuginn, eljan og jákvæðnin geisluðu frá henni. Kynni okkar Elsu hófust þegar ég réðst til sumarstarfs á Orkustofnun árið 1970. Fyrst í stað voru þau kynni mest af afspurn, og hvílík afspurn. Við nokkrir jarðfræðinemar unnum á Tungnaársvæðinu m.a. við að greina kjarna úr borholum. Elsa, sem þá var að vinna að jarðfræðikortlagningu á Austurlandi, hafði greint í sundur og rakið Tungnaárhraunin, sem eru hvert öðru lík, en þó með greinanleg- um mun. Flestir sem þarna voru höfðu haft meiri kynni af Elsu en ég og töluðu allir sem einn af mikilli virð- ingu um hana. Seinna fór Elsa út í það að greina móbergsmyndanir í sundur í einstök gos og beitti við það ein- stökum hæfileikum sínum sem fólust m.a. í því að muna einkenni ótal ein- inga og geta borið þau saman þótt það sem saman var borið væri langt í burtu bæði í tíma og rúmi. Seinna kynntumst við betur og þá ekki sízt vegna þess að hún og Inga konan mín unnu mikið saman. Ég vann nokkrum sinnum með henni á fjöllum og kynntist þá í návígi atorku hennar og frjóum hug. Við þurftum að vaða jökuláraura þar sem var mikil sandbleyta. Bæði höfðum við vaðskó og Elsa benti mér á að vera í síðum ullarbrókum, vaðbrókum. Sandbleyt- an veldur því að erfitt er að halda jafnvægi og getur reynzt hættuleg. Við fundum út og göntuðumst með að bezt var að hafa vaðnaut, þ.e. að hald- ast í hendur. Oft var eins og Elsa væri að æfa sig undir ömmuhlutverkið á börnunum okkar Ingu. Hún var einstaklega barngóð og sýndi börnum endalausa þolinmæði. Eitt sinn fór ég í frí með þeim Elsu og Ingu inn á hálendið og tók börnin okkar með. Það var auð- velt fyrir þau að vefja henni um fingur sér og fá hana með í leiki í „stóra sandkassanum“. Ég sé hana fyrir mér hlaupandi með þau öll niður bratta sandbrekku, aftur og aftur, – og „einu sinni enn“ eins og barna er siður. Rætur Elsu lágu í sveitum Suður- lands og hún var alltaf sveitakona í sér. Þegar hún fór á eftirlaun fluttu þau Pálmi fljótlega að Kaldrananesi í Mýrdal og gerðu að glæsilegu sveita- setri sínu. Íbúðarhúsið hafði staðið rafmagnslaust og óhitað í sjö ár þegar þau skoðuðu það við lýsingu frá vasa- ljósi einu saman. Það var enginn vafi í þeirra huga, þarna vildu þau búa, enda útsýnið og umhverfið allt stór- brotið. Samrýndari hjón eru vand- fundin og það var ánægjulegt að fylgjast með hvernig hugmyndir þeirra og draumar þróuðust og urðu að veruleika. Við Inga komum oft í Kaldrananes bæði tvö ein og í hópi góðra vina og nutum gestrisni þeirra. Minnumst við margra góðra stunda, eins og eitt sinn er við áttum leið og fengum ekki að halda áfram í bæinn fyrr en við værum búin að snæða með þeim dýrindis máltíð úti á hlaði í rjómalogni, við kertaljós og kvöld- roða. Ég sendi Pálma og fjölskyldu mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Skúli Víkingsson. Elsa Vilmundardóttir var kona sem hafði gaman að lifa og lét dagana ekki líða ónotaða hjá. Hvar sem hún kom að varð hún mikil driffjöður í að láta hlutina ganga og draumana verða að veruleika. Glaðsinna og róleg gekk hún að viðfangsefnum sínum. Manna- mót og skemmtan voru henni að skapi. Ég kynntist Elsu á mínum fyrsta vinnudegi á Orkustofnun fyrir 38 árum þegar ég hafði lokið fyrsta ári í jarðfræði. Mér var tjáð að ég skyldi aðstoða hana ásamt tveimur öðrum við jarðfræðikortlagningu á virkjunarsvæði Jökulsár í Fljótsdal. Elsa var þá 37 ára og átti tvö börn tveggja og fimm ára. Hún leysti gæslumálin með því að taka þau með sér austur ásamt ungri barnapíu sem hún réð. Þegar austur kom var þegar hafist handa og 600 m háar hlíðar dalsins gengnar upp og niður vikum saman. Síðan var farið inn á Eyja- bakka. Engar bílaslóðir voru þar á þeim tíma. Elsa varð sér úti um hesta og lagði á fjöll með trússhestalest. Smávandamál urðu ekki til fyrirstöðu þegar hún átti í hlut og það var oft ævintýrablær á andrúmsloftinu þeg- ar hún réð ferð. Minningin um þetta fyrsta sumar mitt í vinnu með Elsu er ánægjuleg þótt úthaldið væri tveir og hálfur mánuður í einni lotu. Segja má að kortlagning berglaga- staflans í Fljótsdal hafi verið jarð- fræðilegt hliðarspor hjá Elsu. Mó- bergsmyndanir voru hennar sérgrein og liggur mest vinna eftir hana á því sviði. Hún stundaði enn rannsóknir Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir Hann Sigurjón var frábær strákur. Þótt við höfum ekki alltaf verið sátt áttum við margar alveg ógleym- anlegar stundir saman. Við vorum ung þegar við kynntumst enda hegð- uðum við okkur algjörlega í samræmi við það. Þegar við vorum ekki nema 19 ára tókst okkur að skapa nýtt líf saman, okkar fullkomnu Viktoríu Von. Fæðingin gekk eins og í sögu og Sigurjón Daði Óskarsson ✝ Sigurjón DaðiÓskarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 11. maí 1986. Hann lést af slysförum 8. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 18. apr- íl. hann Sigurjón stóð sig eins og hetja og ég hefði ekki viljað gera þetta án hans. Eins og við vitum öll þá eru engir foreldrar full- komnir en hann Sigur- jón komst oft ansi ná- lægt því, hann elskaði Viktoríu sína og pass- aði hana eins og dem- ant, það mátti ekkert koma fyrir hana og hún var alltaf hrein og fín hjá honum. Helgina 4.-7. apríl fór Viktoría litla í síðustu pabbahelgina, hún var svo glöð þegar hún og pabbi hennar komu í heimsókn til mín í vinnuna, hún hljóp út um allt og pabbi hennar á eftir henni, bæði skellihlæjandi. Hann kippti sér aldrei upp við það þótt hún væri með læti eða hama- gang, heldur tók hann bara virkan þátt í því og hafði virkilega gaman af því. Þessa sömu helgi fóru þau saman í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn og hún hefur einmitt talað mikið um þá ferð. Viktoría talar mikið um pabba sinn og er mjög dugleg að minna mig á hluti sem þau gerðu saman. Hún á það stundum til að nota pabba til að réttlæta það sem hún má ekki gera og segir: „Pabbi minn segir að ég má alveg“. Kvöldið 8. apríl þegar ég fékk þessar hræðilegu fréttir að hann Sig- urjón okkar væri farinn frá okkur er án efa versta kvöld sem ég hef á æv- inni upplifað, allar þessar hugsanir sem fóru í gegnum hugann á mér: Hvernig? Hvers vegna? Af hverju hann? Hvernig á ég að segja litlu pabbastelpunni þetta? Þótt hún sé lítil þá virðist hún samt skilja það nokkuð vel að pabbi komi ekki aftur. Hún segir að pabbi sé núna farinn til guðs að passa litlu englana en sum kvöld þegar hún á að fara að sofa þá grætur hún og kallar á pabba, það er svo sárt að hlusta á það og maður getur lítið sagt til þess að réttlæta þetta óréttlæti, hún skilur það ekki frekar en við hin af hverju hann þurfti að fara. Það er ekki spurning að hann Sig- urjón var frábær pabbi og við eigum báðar eftir að sakna hans alveg óbærilega mikið! Það kemur ekkert í staðinn fyrir góðan pabba. Helena og litla Viktoría Von. Ég kynntist Sigurjóni Daða þegar þau Helena dóttir mín urðu ástfangn- ir unglingar fyrir nokkrum árum. Mig langar að minnast hans í örfáum orðum en hann hefði orðið 22 ára í dag, 11. maí. Það var mikið reiðars- lag þegar ég fékk símtal frá Óskari pabba Sigurjóns hinn 8. apríl sl. og þurfti að færa Helenu minni þessa harmafregn. Sigurjón var góður drengur, verk- laginn og snyrtilegur með eindæm- um. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að vera viðstödd fæðingu litlu Viktoríu Vonar dóttur þeirra árið 2005 ásamt Sigurjóni og mikið stóð hann sig vel við hlið barnsmóður sinnar og var stoltur af litla afkvæm- inu þegar það kom í heiminn, gleðin og ánægjan skein úr andliti hans. Hann bar hag dóttur sinnar alltaf fyrir brjósti og það sáu allir hvað hann elskaði hana heitt og sparaði ekki orðin við að segja henni það, hann kvaddi hana alltaf með orðun- um ég elska þig og fékk það sama til baka frá litla krílinu. Það veit ég fyrir víst að hann á eftir að vaka yfir dótt- ur sinni um ókomna tíð. Helena bjó ásamt Viktoríu litlu í foreldrahúsum hjá okkur fyrsta árið og þangað kom Sigurjón reglulega að heimsækja þær. Það kom fyrir að hann var þar einn heima með litlu dúlluna þegar aðrir þurftu að sinna erindum utan heimilisins og það brást ekki að þegar við komum heim var hann búinn að ganga frá og taka allt til. Við munum í sameiningu ásamt fjölskyldu Sigurjóns halda minningu hans á lofti og segja Vikt- oríu litlu skemmtilegar sögur af þeim feðginum í komandi framtíð. Megi minningarnar lifa og Sigurjón okkar hvíla í friði með þakklæti fyrir litla engilinn sem hann skildi eftir sig. Sigríður St. Björgvinsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.