Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 53

Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 53 þegar hún lést og átti ýmsu ólokið þannig að þar hvarf öflugur liðsmaður í miðjum leik. Snorri Zóphóníasson. Kveðja frá Kópavogsdeild Rauða krossins Elsa sat í stjórn Kópavogsdeildar Rauða krossins á umbrotatímum. Hún átti þátt í þeirri ákvörðun stjórn- ar 2002 að gerbreyta áherslum í starf- inu og efla verulega sjálfboðið starf í þágu samfélagsins í Kópavogi. Fáir glöddust meira en hún þegar árang- urinn fór að koma í ljós, hún beinlínis geislaði og smitaði okkur hin í ein- lægri gleði sinni. Auk stjórnarsetunnar tók Elsa virkan þátt í fataflokkunarverkefni deildanna á höfuðborgarsvæðinu, var fjöldahjálparstjóri, sat í neyðarnefnd deildarinnar og var mikill áhugamað- ur um neyðarvarnir. Við í Kópavogi nutum krafta hennar í þessum verk- efnum til 2004 en þá fluttu þau Pálmi búferlum austur í Mýrdal. Þar misstum við góðan liðsmann en hugguðum okkur við að félagar okkar í Víkurdeild myndu njóta góðs af því ekki hvarflaði að Elsu að láta staðar numið í Rauða kross-starfinu. Sú varð enda raunin að hún einhenti sér í starfið fyrir austan og lét þar að sér kveða síðan. Jarðfræðingurinn og fjöldahjálparstjórinn naut sín vel á Kötluslóðum en Elsa tók einnig drjúgan þátt í uppbyggingu heim- sóknaþjónustu Víkurdeildar. Við minnumst Elsu með virðingu, aðdáun og þakklæti fyrir vel unnin störf og ánægjuleg kynni. Pálma og öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð okkar. F.h. Kópavogsdeildar Rauða kross- ins, Garðar H. Guðjónsson, formaður. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Það var í júní árið 1975 að nokkrar hressar og kátar konur stofnuðu Sor- optimistaklúbbs Kópavogs. Ein af þessum kjarnakonum var Elsa Vil- mundardóttir, sem við kveðjum hér í dag. Elsa hefur verið fjarri starfi klúbbsins um nokkurt skeið en tengslin héldust og hún var mikil og kær vinkona margra klúbbsystra okkar. Undanfarið var hún í miklum samskiptum vegna vorferðar okkar þann 17. maí næstkomandi, þar sem hún ætlaði að vera gestgjafi okkar í Mýrdalnum, sælureit þeirra hjóna hennar og Pálma. Mikil tilhlökkun var hjá okkur öll- um að fara í þessa heimsókn en eins og oft áður áætla mennirnir en Guð ræður. Elsa kvaddi okkur á síðasta vetrardag og við fengum fregnir af andláti hennar um leið og sumarið heilsaði. Minningar um þessar mætu konu eru margar og ljúfar og við í Sorop- timistklúbbi Kópavogs munum allar geyma þær í hjörtum okkar um leið og við vottum Pálma og fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Kópavogs, Þóra Guðnadóttir formaður. Kveðja frá vinum í Heilsuhringnum Vinkona okkar Elsa Vilmundar- dóttir jarðfræðingur er látin langt um aldur fram. Fráfall hennar bar skjótt að og er hún mörgum harmdauði. Elsa var einkar vel gerð kona, hún hafði fágaða og glæsilega framkomu svo af bar og var oft kölluð til þegar Heilsuhringurinn þurfti talsmann út á við, hvort sem var í sjónvarpi eða út- varpi. Elsa skrifaði margar greinar í dagblöð málstað okkar til framdrátt- ar. Hún var ein af stofnendum Heilsu- hringsins og varaformaður félagsins í sextán ár frá 1982 til 1998. Alltaf var hún fús að leggja sitt af mörkum og stjórnaði iðulega fundum félagsins. Hin góða íslenskukunnátta hennar kom sér vel við prófarkalestur blaðs- ins, sem hún leysti af hendi með mikl- um sóma eins og allt sem hún tók að sér. Hún var mjög áhugasöm um flest sem til heilla gat horft og þó að hún væri vísindamaður í fremstu röð hafði hún einnig lifandi áhuga á andlegum málum. Nú er þessi mæta kona horfin og við minnumst góðs félaga með virð- ingu og þökk fyrir þau fjölmörgu störf sem hún tók að sér í þágu Heilsuhringsins. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Fyrir hönd vina í Heilsuhringnum, Sigrún, Ingibjörg og Ævar. Ein þeirra manneskja sem hafa auðgað og bætt líf mitt hefur nú kvatt. Ég kynntist Elsu er við unnum saman á Orkustofnun fyrir rúmlega 25 árum. Ég þá rétt um tvítugt og komin til að vinna á skrifstofu stofnunarinnar og hún þá orðin ráðsettur jarðfræðingur. Þannig hagaði til að við vorum báðar kosnar í stjórn starfsmannafélagsins og markaði það samstarf upphaf að vináttu okkar. Hún hafði mikla trú á því sem ég hafði að segja og gera og hafa orð hennar fylgt mér. Eftir að ég yfirgaf vinnustaðinn bauð Elsa mér að gerast meðlimur í Söfnuði heilagrar Barböru sem þá var aðeins fárra ára gamall. Það safnað- arstarf hefur einungis gefið mér gleði í gegnum árin og er það svo sann- arlega Elsu minni að þakka. Ein- hverju sinni var Barbörublót haldið í sumarbústað sem þau hjón höfðu út- vegað. Þau höfðu boðið mér gistingu og eftir að allir höfðu haldið heim á leið sátum við langt fram á nótt og spjölluðum saman um allt milli him- ins og jarðar. Í þeim samræðum hafði Elsa mikið til málanna að leggja og allt sagt af svo mikilli yfirvegun og hógværð. Eftir að hún hætti sinni „formlegu vinnu“ og flutti með Pálma sínum í sveitina mátti svo sannarlega sjá á þeim breytingum sem þau höfðu gert á íbúðarhúsinu að mikil starfsorka var eftir hjá þeim. Síðustu ár hef ég farið árlega að heimsækja þau hjón ásamt Helgu og Áslaugu dóttur hennar. Þá hefur verið farið með mann um nágrennið og okkur sýndar náttúruperlur Mýrdalsins. Ekki var síður gert vel við mann í mat og drykk og alltaf var setið fram á rauða nótt og spjallað og oft farið á „trúnó“. Hjá þeim hjónum í Kaldrananesi ríkti aðeins ást og hlýja. Að hafa átt svona stundir og sam- leið með svo yndislegri konu sem Elsu veitir birtu og þakklæti í hjarta mitt núna þegar hennar nýtur ekki lengur við. Elsku Pálmi, Guðrún, Villi og fjöl- skyldur, við Ágúst sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Ykkar vinkona, Ólöf Þorsteinsdóttir. Þegar Pálmi mágur minn hringdi til að segja mér sorgarfréttina af and- láti kærrar eiginkonu sinnar, Elsu, þá dró skugga fyrir í hjarta mínu. Elsa var kletturinn í tilveru minni í nokkur ár, hún stóð við hlið mér, sam- gladdist og studdi á góðum og erf- iðum tíma lífsins. Við töluðum saman í síma, helst í hverri viku, þegar við náðum ekki að hittast eftir að þau Pálmi fluttu í Kaldrananes. Hún var sú trygglynda, skilningsríka og trausta kona sem gott var að vera nærri og þekkja. Við Erlendur mág- ur hennar áttum saman fallegan og gefandi tíma áður en hann veiktist og lést og alltaf var Elsa sú trausta og góða kona sem ég þráði að leita til og átti að vinkonu. Hún var alltaf til staðar og þegar hún og Pálmi tóku á móti mér í fjölskylduna, þau umvöfðu þau mig kærleik og hlýju þegar við Erlendur rugluðum saman reitum okkar og síðar þegar hann veiktist og lést þá voru hún og Pálmi mér við hlið við allar aðstæður, ég vil þakka fyrir allan þann kærleik. Elsa var ljúf, um- burðarlynd og heillandi kona sem alltaf var hægt að treysta sama hvert tilefnið var. Elsa og Pálmi áttu fallegt hjónaband sem einkenndist af virð- ingu, vináttu og væntumþykju sem allir gátu fundið og upplifað sem kynntust þeim, þau voru Elsa og Pálmi, „eitt“ í mínum huga. Elsku Pálmi mágur, missir þinn er mikill, minningin falleg og hlý um elskulega eiginkonu, samúð mín er hjá þér. Með þökk og virðingu kveð ég mína elskulegu svilkonu sem var svo mikils virði að „eiga að“. Mín kæra, farðu í friði og þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi minningu Elsu Guð- bjargar Vilmundardóttur. Anna Sigurðardóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORKELS PÁLS PÁLSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2-N á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka hlýju og góða hjúkrun. Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir, Jón Gunnar Þorkelsson, Sigrún Haraldsdóttir, Herdís Þorkelsdóttir, Einar Einarsson, Ágústa Þorkelsdóttir, Ólafur H. Óskarsson, Páll Vikar Þorkelsson, Lilja Þorkelsdóttir, Garpur Dagsson, afabörn og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓSKARS ÞORGILS STEFÁNSSONAR fyrrverandi olíubílstjóra, Garðabraut 37, Akranesi. Sigrún Gunnarsdóttir, Ingibjörg E. Óskarsdóttir, Stefán G. Óskarsson, Berglind Þórsteinsdóttir, Sólrún H. Óskarsdóttir, Jakob R. Garðarsson, Ásgerður M. Óskarsdóttir, Eymundur S. Einarsson, Ásdís V. Óskarsdóttir, Guðmundur Þorvaldsson og afabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför bróður okkar, mágs og frænda, JÓNS SKÚLA RUNÓLFSSONAR, sem lést þriðjudaginn 15. apríl. Kærar þakkir til allra sem sendu blóm og kort og skrifuðu fallegar minningargreinar. Þökkum starfsfólki gjörgæsludeildar Akureyrar og Reykavíkur fyrir góða umönnun, kaþólsku kirkjunni fyrir fallega sálumessu og Bubba fyrir sönginn. F.h. aðstandenda, Bjarney Þuríður Runólfsdóttir, Ragnheiður Björg Runólfsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem vottuðu hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR, áður til heimilis að Kleppsvegi 2. Sigrún Stefánsdóttir, Elís Örn Hinz, Arnar Hrafn Gylfason, Einar Theodór Hinz, Svava Storr. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, GUÐRÚNAR SIGMUNDSDÓTTUR frá Norðfirði, síðast til heimilis að Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða. Alda Þórarinsdóttir, Kópur Kjartansson, Bára Þórarinsdóttir, Eggert Kristmundsson og fjölskyldur. Nú hefurðu fengið hvíldina, elsku frændi, en einhvernveginn fannst mér alltaf eins og að þú yrðir eilíf- ur. Með þér er farin eina áþreif- anlega tengingin sem eftir var við sveitina okkar. Þar hafðir þú átt þar heima alla þína ævi, þ.e. frá fæðingu, og þar til þú hættir bú- skap og fluttist að Kirkjuhvoli. Þér var hræðilega brugðið og klæddist ekki fyrst á eftir að þú fréttir að Sigurþór Jónasson ✝ Sigurþór Jón-asson fæddist í Efri-Kvíhólma í V- Eyjafjallahreppi 1. júlí 1915. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í Hvol- hreppi 27. apríl sl. Sigurþór var jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju 9. maí sl. æskuheimilið þitt væri horfið og skal engan undra. Ég á svo margar góðar minningar frá heim- sóknunum í Kvíið eins og við fjölskyld- an gjarnan kölluðum Kvíhólmann. Hvað það var gott að sofna út frá nikkuspilinu þínu á kvöldin. Mamma hefur í gegnum tíðina sagt mér sögur af þér og því hvað þú varst henni einstaklega góður þegar hún var að alast upp. Það sýnir líka hvaða hjartalag þú hafðir að meta það meira að aðstoða foreldra þína við búskapinn og síðar taka við búi en að þiggja boð um ókeypis nám, í vélsmiðju í Reykjavík á sínum tíma. Ég er stolt af því að hafa átt þig sem frænda. Þið pabbi voruð góðir vinir og hringdi hann gjarn- an þig á laugardögum og einnig ef eitthvað var að veðri fyrir austan, til að vita hvernig þú hefðir það, þér þótti greinilega öryggi í því. Þegar við komum í heimsókn án hans varst þú varla búinn að heilsa okkur þegar þú spurðir hvar er Siggi eða afhverju kom ekki Siggi. Ég minnist þess núna hvað það var gaman þegar við systkinin ásamt fjölskyldum okkar komum þér á óvart á sjötugsafmælinu þínu. Það var glampandi sól og blíða, eins og það gerist best undir fjöllunum okkar og við slógum upp afmælisveislu úti á túni. Þú varðst svo hissa að við skyldum vita af þessum degi og sagðir jafnframt að allir dagar væru jafnir fyrir þér. En þegar við fórum þakkaðir þú kærlega fyrir með bros á vör og hafðir greinilega haft gaman af eins og við öll. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Eygló Alda Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.