Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 62

Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 62
■ Fim. 15. maí kl. 19.30 Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti sönghópur Swingle Singers hefur fyrir löngu sann- að að honum er ekkert ómögulegt og efnisskráin er vægast sagt fjöl- breytileg. Það mun ekki fara framhjá áheyrendum á þessum tónleik- um: Bach, Mozart, Berio, Lennon og McCartney munu hljóma í með förum meistanna. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Söngvarar: Swingle Singers ■ Lau. 17. maí kl. 14 Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri endurflutt. Tryggið ykkur miða! ■ Fim. 22. maí kl. 19.30 Tveir básúnuguðir Þegar tveir virtúósar eins og Christian Lindberg og Charlie Vernon leiða saman hesta sína verður útkoman göldrum líkust. Ómissandi fyrir áhugamenn um flugeldasýningar. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Ég hef þroskast mikið og ég er orðin miklu rólegri en ég var… 67 » reykjavíkreykjavík Með Valgeiri á tónleik-unum og út ferðalagiðverður Bandaríkjamað-urinn Sam Amidon, en plata hans, All is Well, er nýjasta út- gáfa Bedroom Community, útgáfu- fyrirtækis sem Valgeir er í forsvari fyrir en það var stofnsett af honum árið 2006 og þá í kringum plötu Ni- cos Muhlys, Speaks Volumes, sem kom þá út um haustið. Fyrirtækið hefur síðan verið í stöðugum vexti, ekki þá í skilningi magns, heldur hefur orðspor og umtal um þær fáu gæðaútgáfur sem fyrir liggja aukist með hverju misserinu. „Það er ólíklegasta fólk sem er farið að þekkja útgáfuna,“ segir Valgeir og brosir í gegnum símann. „Þetta er að verða sæmilega þekkt nafn í ákveðnum kreðsum, greinilega.“ Blaðamaður spyr þá hvort 700 jap- anskar stúlkur hafi vaktað hann og Muhly þegar þeir gengu út úr Merk- in-tónleikastaðnum, þar sem tónleik- arnir fóru fram. Valgeir skellihlær. „Nei, það var kannski ekki alveg þannig.“ Loksins sóló? Á téðum tónleikum flutti Muhly ásamt aðstoðarfólki efni af vænt- anlegri plötu sem kemur út í þessum mánuði. Platan mun innihalda þrjú „stór“ verk þar sem söngvararnir Sam Amidon, Helgi Hrafn Jónsson og bandaríska söngkonan Abigail Fischer koma við sögu. Talsverð eft- irvænting er eftir plötunni, enda hef- ur Speaks Volumes fengið gríð- argóða dóma hjá gagnrýnendum, bæði hjá þeim sem telja klassíkina sinn heimavöll og líka hjá þeim sem stöðugt að í listinni. „Ben Frost er að vinna að nýrri plötu,“ segir Valgeir og verður hugsi. „Það er … allsvakalegt stöff, verð ég að segja. Mjög lofandi og á eftir að taka fyrstu plötunni hans fram ef eitthvað er.“ Ýmsir aðrir hlutir eru í uppsigl- ingu, og Valgeir vinnur nú að plötu með Kronos-kvartettinum, einum þekktasta – og framsæknasta – strengjakvartett heims. Kvartettinn hefur unnið með nútímatónskáldum á borð við Arvo Pärt, Henryk Gó- recki, Steve Reich, Philip Glass, Terry Riley og flutt lög eftir Frank Zappa, Sigur Rós og Television. „Við erum að skoða hvar sú plata myndi koma út,“ segir Valgeir. „Hugsanlega kemur hún út hjá Bedroom Community.“ Viðhorfið skiptir öllu Á komandi tónleikaferðalagi verð- ur stoppað í Belgíu, Bretlandi, Dan- mörku, Hollandi og Svíþjóð. „Þetta er svona sameiginlegur túr, það er enginn „aðal“,“ segir Valgeir. „Við skiptumst á, enda er nokkurn veginn sama fólkið sem spilar með okkur.“ Valgeir hefur unnið með fram- sæknu tónlistarfólki, jaðarbundnu og „utangarðs“ en poppið og rokkið leikur einnig í höndum hans. Þannig upptökustýrði hann plötu Sprengju- hallarinnar, Tímarnir okkar, sem var ein söluhæsta og vinsælasta plata síðasta árs, auk þess sem gagnrýnendur hlóðu hana lofi. Þá vinnur Valgeir að næstu plötu ís- firsku rokksveitarinnar Reykjavík!, sem hefur surgandi, urgandi rokk til grundvallar. Hvað veldur því að Val- geir getur stokkið svona léttilega öfganna á milli ef svo mætti segja. „Ja...það er nú frekar einföld skýring á því,“ segir hann. „Þetta snýst fyrst og fremst um hvernig fólkið sjálft er innréttað. Hvort mað- ur nær til þess á persónulega svið- inu. Viðhorfið, ástríðan – hugmynd- irnar skipta lykilmáli, formgerð tónlistarinnar er aukaatriði.“ hafa dægurtónlist að aðalfagi. Valgeir hefur nærfellt allan sinn feril verið á bak við tjöldin ef svo mætti segja, hefur unnið hljóðlega að því að móta og höggva út hljóm „skjólstæðinga“ sinna. Eftir um tuttugu ár í bransanum steig hann svo loks fram með sólóplötu á síðasta ári, Ekvílibríum. „Það var ekki þannig að ég hugs- aði: „Nú ætla ég að hefja sólóferil, loksins!“ Það lá bara fyrir efni og það hentaði best að vinna það svona.“ En Valgeir viðurkennir að honum líði ekkert illa í skinninu með að koma fram undir eigin nafni. „Jú, maður hefur verið mest í því að vinna að tjaldabaki en þetta hefur verið að virka vel, þetta sólódæmi. Það er meira að segja fullt af nýju efni að gerjast innra með mér sem maður á eftir að vinna úr.“ Enginn „aðal“ Vegferð Bedroom Community liggur ekki síst í því að þeir sem út- gáfunni „tilheyra“ eru afar virkir, Í LEIT AÐ JAFNVÆGI ÉG SEGI ÞAÐ OG SKRIFA, VALGEIR SIGURÐSSON ER EINN MERKASTI UPPTÖKUSTJÓRI SEM HÉRLENDIS HEFUR STARFAÐ, VERKASKRÁ HANS VERÐUR TILKOMUMEIRI MEÐ HVERJU ÁRINU OG SÍÐUSTU TVÖ ÁR EÐA SVO HAFA VERIÐ EINSTAKLEGA GJÖFUL AÐ ÞVÍ LEYTINU TIL. VALGEIR HÓF STUTT TÓNLEIKAFERÐALAG UM EVRÓPU HÉR HEIMA, MEÐ TÓNLEIKUM Á ORGAN Í GÆR, OG SAMANSTENDUR EFNISSKRÁIN AF FYRSTU SÓLÓ- PLÖTU HANS, EKVÍLIBRÍUM, SEM KOM ÚT SÍÐASTA HAUST. ARNAR EGGERT THORODDSEN HRINGDI Í VALGEIR VEGNA ÞESSA, ÞAR SEM HANN VAR STADDUR ÚTI Í NEW YORK, NÝBÚINN AÐ LEIKA Á TÓNLEIKUM MEÐ NICO MUHLY, SEM ER NÁINN SAMVERKAMAÐUR HANS. Valgeir „Viðhorfið, ástríðan – hugmyndirnar skipta lykilmáli, formgerð tónlistarinnar er aukaatriði.“ arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.