Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 64
64 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞAÐ gekk mjög vel í London, við
kláruðum upptökur þar og mix-
uðum svo plötuna, og fórum síðan
til New York þar sem við mast-
eruðum hana,“ segir Orri Páll
Dýrason, trommuleikari Sigur
Rósar, en nýjasta plata sveit-
arinnar er tilbúin. Platan kemur
út um allan heim í lok júní, en þó
verður hægt að sækja hana á Net-
inu eitthvað fyrr. Aðspurður segir
Orri þá félaga ekki enn búna að
ákveða nafn á plötuna, en nokkrar
hugmyndir séu hins vegar uppi.
Í fyrsta sinn í Moskvu
Sigur Rós mun fylgja útgáfu
plötunnar eftir með tónleikaferð
sem hefst í Mexíkó hinn 5. júní, og
stendur fyrri hluti ferðalagsins yf-
ir til 31. ágúst. Á þessum 88 dög-
um spila þeir félagar á hvorki
fleiri né færri en 33 tónleikum í
19 löndum í Ameríku, Evrópu og
Ástralíu.
„Ég var nú ekki búinn að telja
þetta,“ segir Orri um þennan
mikla fjölda. „Þetta er kannski
svolítið mikið, en við vildum samt
hafa þetta svolítið stíft svo við
þyrftum ekki að fara aftur. Síðasti
túr tók okkur nefnilega eitt og
hálft ár, en þessi verður miklu
styttri,“ útskýrir Orri.
Sérstaka athygli vekur að Sigur
Rós verður með tónleika í Moskvu
hinn 27. ágúst, en þar hefur sveit-
in aldrei spilað áður.
„Við höfum aldrei farið austar
en Pólland,“ tjáir Orri blaða-
manni, og bætir því við að hann
viti ekki til þess að sveitin eigi
marga rússneska aðdáendur.
„En það er vonandi að einhver
mæti,“ segir hann og hlær.
Aðspurður segir Orri vissulega
geta verið þreytandi að vera á svo
löngum tónleikaferðalögum.
„Það er náttúrulega leiðinlegt
að vera lengi frá fjölskyldunni og
svona...“
Ólýsanlegur hrollur
Í fyrri hluta túrsins sem stendur
yfir til 31. ágúst verður hljóm-
sveitin Amiina með Sigur Rós í
för, auk brass-sveitar. Í síðari
hlutanum, sem hefst í september
og lýkur líklega í desember, verða
þeir félagar einir í för, sem er
nokkuð sem þeir hafa ekki gert
nokkuð lengi. Þá munu þeir heim-
sækja Bandaríkin, Suður-Ameríku,
Evrópu, Asíu og Ástralíu. Líklegt
er að síðustu tónleikar ferðalags-
ins verði svo á Íslandi um mán-
aðamótin nóvember–desember.
Margir muna eflaust eftir tón-
leikum Sigur Rósar í Laugardals-
höll í nóvember árið 2005, en það
voru einmitt síðustu tónleikarnir á
„Takk-túr“ sveitarinnar. Í dómi
um þá tónleika sem Atli Bollason
skrifaði fyrir Morgunblaðið sagði
meðal annars: „Í einu vetfangi
helltust yfir mig allar minningar
lífs míns einsog talað er um að
gerist þegar við deyjum. Ég sá
hvítt ljós sem var ekki af þessum
heimi, allir vöðvar líkamans
herptust saman eina örskotsstund
og þegar þeir slöknuðu fór um
mig ólýsanlegur hrollur. Niður
hægri kinnina rann tár og ég
herti takið um hönd betri helm-
ingsins.“
Nú er bara að bíða og sjá hvort
lokatónleikar þessa ferðalags kalli
fram eins sterkar tilfinningar og
tónleikarnir fyrir tæpum þremur
árum gerðu.
Ný plata Sigur Rósar kemur út í lok júní Hljómsveitin spilar á 33 tónleikum í 19 löndum í sumar
Líklegt er að ferðalaginu ljúki með tónleikum á Íslandi um mánaðamótin nóvember/desember
Morgunblaðið/Golli
Keyrsla „Þetta er kannski svolítið mikið, en við vildum samt hafa þetta svolítið stíft svo við þyrftum ekki að fara aftur,“ segir Orri Páll um ferðalag sumarsins sem sjá má á korti hér að neðan.
2 3
456 &-'7 8396 &-7
2 4
:6 8;36 (-.
3;6 (-.
456 &-'7
<6 &-7
=6 &-7
96 &-7
336 &-7
346 &-7
!
3;6 &-7
"#
3>6 &-7
3:6 &-7
396 &-7
$$%&
'
:6 (-.
( )%
=6 (-.
* + ,$
96 (-.
*,
) 346 (-.. ! %3<6 (-.
/
- 3=6 (-.
0 396 (-.
456 (-.
!%
& 4:6 (-.
%
1%.
496 (-.
2 3
;36 (-.
446 &-'7
3;6 (6
?
;6 (-.
3% )@+
<68=6 &-'7
=6 &-'7
4 <6 &-'7
( -
:6 &-'7
!5% 13
+1
33683A6 &-'7
336 &-'7
' 13
346 &-'7
*
13
3>6 &-'7
!
6
4
3A6 &-'7
7 8%&
%
9
& -
Sigur Rós spilar
í eftirtöldum
löndum í sumar:
Mexíkó
Bandaríkin
Þýskaland
Belgía
Frakkland
Austurríki
Sviss
Ítalía
Spánn
England
Ástralía
Noregur
Svíþjóð
Danmörk
Tékkland
Pólland
Rússland
Írland
Skotland
Leggja heiminn að fótum sér