Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 65
M Ó T E T T U K Ó R H A L L G R Í M S K I R K J U
VESPER
eftir S E R G E I R AC H MA N I N O V
Í HALLGRÍMSKIRK JU
ANNAN Í HVÍTASUNNU
12. MAÍ 2008 KL. 17.00
L I S T V I N A F É L A G H A L LG R Í M S K I R K J U 2 6 . S TA R F S Á R
l i s t v i n a f e l a g . i s
m i ð a v e r ð
3000 / 2500 kr.
s t j ó r n a n d i
HÖRÐUR ÁSKELSSON
e i n s ö n g v a r a r :
Vladimir Mil ler B A S S O P R O F O N D O
Nebojsa Colic TENÓR
Auður Guðjohnsen A LT
TÓNLISTARSJÓÐUR
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTISINS
Styrkt af
Reykjavíkurborg
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson
LAUGARDAGUR 17. MAÍ KL. 14.00
Maxímús
snýr aftur!
aukatónleikar í háskólabíói
Fyrsti konsert er frír
Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is
Maxímús Músíkús heillaði unga
tónleikagesti upp úr skónum í vetur
og nú gefst tækifæri til að upplifa
ævintýri hans á ný. Maxímús slæðist
inn á æfingu hjá hljómsveitinni þar
sem margt skrítið og skemmtilegt
ber fyrir augu og eyru. Sögumaður
er Valur Freyr Einarsson og kynnir
er hin hugmyndaríka trúðastelpa
Barbara. Auðvitað mætir svo
Maxímús í eigin persónu! Bókin um Maxímús
fæst í næstu bókaverslun.
H
eiti hljómsveit-
arinnar er óneit-
anleg sérkennilegt,
svo ekki sé meira
sagt, en það á sér
rætur í lagi með grínsveitinni frá-
bæru Bonzo Dog Band sem hét
einmitt „Death Cab for Cutie“ og
gerði grín að Elvis Presley (fáan-
legt á plötum sveitarinnar og eins
bregður því fyrir í Bítlamyndinni
Magical Mystery Tour).
Höfuðpaur Death Cab for Cutie,
Ben Gibbard, var gítarleikar í
rokksveitum í Washington-ríki á
vesturströnd Bandaríkjanna um
miðjan tíunda áratuginn. Hann
tók líka upp sólótónlist undir öðru
nafni en fékk síðan þá flugu í höf-
uðið að gera sex laga snældu með
annarskonar tónlist og þá undir
nýju nafni.
Samið við risa
Þessi fyrsta útgáfa Death Cab
for Cutie fékk heitið You Can
Play These Songs with Chords og
gekk svo vel að hjáverkið varð að
aðalatriði – Gibbard stofnaði full-
mannaða hljómsveit.Fyrsti viðbót-
armaður í Death Cab for Cutie
hlaut að verða gítarleikarinn Chris
Walla, sem lagði Gibbard lið við
smíði snældunnar, og þar næst
komu bassaleikarinn Nick Harmer
og trommuleikarinn Nathan Good.
Sveitinni hefur reyndar haldist illa
á trommuleikurum, en eftir nokkr-
ar skiptingar spilar Jason McGerr
á trommur.
Þessi mannskapur sendi frá sér
breiðskífuna Something About
Airplanes 1998 og tveimur árum
síðar kom fín plata, We Have the
Facts and We’re Voting Yes, og
svo The Photo Album 2001 og
Transatlanticism 2003. Fram að
því hafði sveitin verið á mála hjá
smáfyrirtæki, Barsuk Records, en
gerði nú samning við Atlantic-
útgáfurisann. Fyrsta skífan á þeim
samningi var Plans sem kom út
2005; þokkaleg skífa en stendur
fyrri verkum nokkuð að baki, ekki
síst We Have the Facts and We’re
Voting Yes.
Milljónasala
Sú ákvörðun Death Cab for Cu-
tie að semja við stórfyrirtæki var
umdeild meðal aðdáenda sveit-
arinnar, en þrátt fyrir það var
Plans vel tekið og náði á endanum
að seljast í vel á aðra milljón ein-
taka, ekki síst fyrir það hve þeir
félagar voru iðnir við tónleikahald
og ýmislegt kynningarstarf. Það
hefur þó verið bið á næstu breið-
skífu, sem skýra má með önnum
liðsmanna, enda kom til að mynda
út diskur með ellefu stuttmyndum
við ellefu lög Death Cab for Cutie,
þannig að sveitin sat ekki auðum
höndum.
Innblásnir
Þegar þeir félagar settust svo
niður til að taka upp nýja plötu
tóku þeir snemma þá ákvörðun að
vinna skífuna öðruvísi en Plans,
þ.e. að setja hana ekki saman að
miklu leyti með aðstoð tölvu og
hljóðsmala. Þeir höfðu tekið upp
lög fyrir safnplötur og þá gert
það nánast beint inn á disk í
hljóðveri, þ.e. lögin voru spiluð
eins og á æfingu eða tónleikum
og tekin upp jafnharðan. Þetta
þótti þeim takast svo vel að þegar
Narrow Stairs var í smíðum
mætti Gibbard í æfingaplássið
með kassagítar og síðan lagði
hver sitt af mörkum.
Í viðtali vegna Coachella-
rokkhátíðarinnar segir Gibbard
að þessi háttur á upptökum hafi
gert að verkum að vinnan hafi
verið venju fremur skemmtileg
og innblásturinn ekki meiri í aðra
tíð. Má svo sem til sanns vegar
færa því víst er Narrow Stairs
óvenjulega lífleg Death Cab for
Cutie-plata, stílbrigði fleiri og
víða slegið í rokkklárinn. Fyrsta
smáskífan er til að mynda allsér-
stæð, hálf níunda mínúta að lengd
– eftir tæpar fimm mínútur af
klifunarkenndri stígandi byrjar
það sem kalla má eiginlegt lag.
Það er títt að hljómsveitir í til-
vistarkreppu kúvendi til að reyna
að koma ferlinum afstur af stað.
Af orðum Death Cab for Cutie-
manna að dæma eru þeir þó ekki
að gera annað en skemmta sér á
Narrow Stairs og fróðlegt verður
að sjá hvernig aðdáendur sveit-
arinnar eiga eftir að taka plöt-
unni í vikunni.
Innblásið
indírokk
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Eftir Árna Matthíasson
Ein ágætasta hljómsveit í þeirri greinaflækju
sem menn kalla „indí“ vestan hafs er hljóm-
sveitin Death Cab for Cutie sem sendir á þriðju-
daginn frá sér sína sjöundu breiðskífu eftir
nokkurt hlé. Þeir sem heyrt hafa skífuna geta
borið vitni um það að þó hún sé dæmigerð
„Death Cab for Cutie-plata“ þá er sveitin að
taka talsverða áhættu á skífunni og breytir með-
al annars útaf í stíl og stefnu.
Innblásnir Bandaríska rokksveitin Death Cab for Cutie sendir frá sér plötuna Narrow Stairs á þriðjudaginn.
arnim@mbl.is