Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 66
66 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Afmælisþakkir
Kæru vinir!
Kærar þakkir fyrir heimsóknir, gjafir og kveðjur
á 90 ára afmælisdegi mínum þann 24. apríl.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á deild 3,
Sólvangi, fyrir aðstoðina við mig við að taka á
móti gestum og undirbúa veisluhald.
Gleðilegt sumar!
Málfríður Pálsdóttir
frá Seljalandi
Eftir Ágúst Ásgeirsson
ags@mbl.is
ÞRJÁR íslenskar skáldsögur keppa
til úrslita í franskri bókmennta-
keppni sem leidd verður til lykta á
eynni Ile de Groix við sunnanverðan
Bretaníuskaga í júlí. Eyjarskeggjum
gefst færi á að hafa áhrif á valið og í
því skyni liggja bækurnar frammi í
nokkrum þjónustufyrirtækjum þar
sem fá má þær að láni í nokkra daga.
Sérstök dómnefnd valdi fjórar
skáldsögur úr hópi 16 íslenskra rit-
verka sem gefin hafa verið út í
franskri þýðingu hin seinni ár. Ein
þessara fjögurra er skáldsagan Fóst-
bræður eftir Gunnar Gunnarsson
(Frères jurés).
Hún kemur þó ekki til álita þar
sem Fayard-útgáfan vildi ekki leggja
til bækur til kynningar verkanna
meðal eyjarskeggja. Því stendur val-
ið endanlega milli þriggja skáld-
sagna.
Þær eru Skugga-Baldur eftir Sjón
(Le moindre des mondes), Ég heiti
Ísbjörg, ég er ljón, eftir Vigdísi
Grímsdóttur (Je m’appelle Isbjorg, je
suis lion) og og Brotahöfuð eftir Þór-
arinn Eldjárn (Tête en miettes).
Bók í þorpi
Dómnefndin mun ásamt eyj-
arskeggjum á Groix veita einni þess-
ara sérstök verðlaun. Tilkynnt verð-
ur um niðurstöðuna á
þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí, og í
framhaldinu vakin sérstök athygli á
verðlaunasögunni.
Til að auðvelda áhugasömum og
örva þá til þátttöku í valinu liggja
skáldsögurnar þrjár frammi í kössum
hjá kjötkaupmanni, í apóteki, gler-
augnaverslun eyjunnar, margmiðl-
unarsafninu, fataverslun og pönnu-
kökuhúsi. Þar verða þær
aðgengilegar
lysthafendum á
tímabilinu 20.
apríl til 30. júní.
Að bókmennta-
keppni þessari
stendur félag sem
kalla mætti „Bók
í þorpi“ (Un livre
au village) og er
með aðsetur í
smábænum La
Cadière d’Azur syðst í Frakklandi.
Rithöfundur frá Groix, Eric Pelsy,
varð hlutskarpastur í þessari skáld-
sagnakeppni árið 2004.
Síðar í sumar fer fram stuttmynda-
hátíð á eynni Groix þar sem eingöngu
verða sýndir stuttmyndir frá Íslandi.
Íslenskar bækur í frönskum apótekum
Þrír íslenskir höfundar keppa til
úrslita á frönsku eynni Ile de Groix
Ile de Groix Eyjan liggur rétt fyrir utan Bretaníuskagann í Norðvestur-
Frakklandi. Fjöldi eyjarskeggja er rúmlega 2.200.
Sjón
Vigdís
Grímsdóttir
Þórarinn
Eldjárn
Fréttir á SMS