Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 72
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 132. DAGUR ÁRSINS 2008
Heitast 14° C | Kaldast 5° C
Austlæg átt, 5-13
m/s, hvassast með suð-
urströndinni. Rigning
eða súld með köflum.
Hlýjast suðvestan. » 8
ÞETTA HELST»
Ný virkjun við Kröflu
Stefnt er að því að reisa allt að 150
MW jarðhitavirkjun við Kröflu í
Skútustaðahreppi í Þingeyjarsýslu.
Virkjunin, Kröfluvirkjun II, er hugs-
uð sem viðbót við virkjunina sem
fyrir er en afl hennar er 60 MW. » 2
Eykur námsgetu
Námstækniforritið Nemanet þyk-
ir gefa góða raun við Melaskóla en
það er einskonar rafræn stílabók
sem þykir þjálfa upp skipulögð
vinnubrögð nemenda. » 6
Játar á sig bankaránið
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
skýrði frá því í gær að karl á þrítugs-
aldri hefði játað á sig bankaránið í
útibúi Landsbankans í Bæjarhrauni
sl. miðvikudag. » 2
Óttast afleiðingarnar
Bændur óttast að væntanleg mat-
vælalöggjöf kunni að ógna innlendri
framleiðslu. Með löggjöfinni verður
Ísland hluti af innri markaði Evr-
ópska efnahagssvæðisins með bú-
fjárafurðir, kjötvörur, mjólkurvörur
og egg. » Forsíða
SKOÐANIR»
Staksteinar: Ógnvekjandi bókhald
Forystugrein: Biðlistar í fangelsi
jafngilda þyngingu refsingar
UMRÆÐAN»
Alcan á Íslandi stofnaðili Eþikos
Léttari en öll önnur mót
Meta umhverfisáhrif álvers á Bakka
Gistinóttum á hótelum fækkaði
Ekki einkamál höfuðborgarinnar
Hvers eiga íslensk skólabörn að
gjalda?
Ógnarmat og þjóðaröryggi
ATVINNA»
FÓLK»
Paris spilar Matador í
frístundum. » 67
Upptökustjórinn
Valgeir Sigurðsson
hefur unnið með
nokkrum af merk-
ustu tónlistarmönn-
um heims. » 62
TÓNLIST»
Einn sá besti
á Íslandi
KVIKMYNDIR»
Lindsay Lohan var rekin
úr Manson-mynd. » 70
TÓNLIST»
Death Cab for Cutie
breytir til. » 65
Sjón, Vigdís Gríms-
dóttir og Þórarinn
Eldjárn keppa til úr-
slita í bókmennta-
samkeppni á
franskri eyju. » 66
Keppa í
Frakklandi
BÓKMENNTIR»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Alsæl með litlu stúlkuna
2. Alsæl þrátt fyrir appelsínuhúð
3. Til Íslands í kynlífsþjónustu
4. Óseldir bílar hrannast upp
ÞESSIR hestamenn í Mosfellsbæ riðu um grynn-
ingar við Tungubakka í Mosfellsbæ þegar ljós-
myndari Morgunblaðsins flaug þar yfir. Svo
virðist sem ferfætlingar af ýmsum gerðum kunni
vel við þessa iðju, enda svalandi að dýfa loppum
og hófum í sjóinn eftir langa för. Ekki kunna þó
öll dýrin vel við bleytuna og kannski ekki að
ástæðulausu að enginn köttur var með í för að
þessu sinni.
Vel hefur viðrað til útreiðartúra að undanförnu
Farið á tölti um Tungubakka við Leirvog
RAX
NÝJASTA plata
Sigur Rósar er
tilbúin, og kemur
hún út í lok júní.
Um er að ræða
fimmtu hljóð-
versskífu sveit-
arinnar, en hún
hefur ekki enn
hlotið nafn. Sig-
ur Rós fer í tón-
leikaferðalag í sumar, og mun
sveitin spila í 19 löndum á 88 dög-
um. Lokatónleikar ferðalagsins
verða líklega á Íslandi í vetur. | 64
Fimmta
platan tilbúin
Jónsi í Sigur Rós
LÁRA Hanna Einarsdóttir hefur
staðið fyrir baráttu gegn áformum
um Bitruvirkjun, allt að 135 MW
jarðgufuvirkjun, sem fyrirhugað er
að reisa við Ölkelduháls, við Reykja-
dal ofan Hveragerðis, og á að fram-
leiða rafmagn fyrir álver í Helguvík.
„Það er ekkert auðvelt fyrir mig að
standa í þessu. Ég er svo athygli-
fælin. En svo má deigt járn brýna, að
bíti um síðir,“ segir hún.
Lára Hanna vill að sveitarfélagið
Ölfus auglýsi aftur breytingar á að-
alskipulagi vegna hinnar fyrirhug-
uðu virkjunar en frestur til athuga-
semda rennur út 13. maí.
Framkvæmdaraðilinn sér um
mat á umhverfisáhrifum
Lára gagnrýnir harðlega lögin um
umhverfismat frá 2006 vegna þess að
þau geri ráð fyrir að framkvæmdar-
aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli Orku-
veita Reykjavíkur, sjái um mat á um-
hverfisáhrifum og til þess sé
„fenginn „óháður fagaðili“, VSÓ-
Ráðgjöf, sem gæti átt svo mikið und-
ir því að af framkvæmdinni verði, að
hann geti ekki verið á móti henni“.
Hún heldur áfram: „Skipulagsstofn-
un gerir ekkert annað en að sortera
athugasemdirnar og sendir þær svo
til Orkuveitunnar sem fer í gegnum
þær og úrskurðar sjálf í málinu.
Halló! Heyrir enginn í mér?
Það er einfaldlega ekki hægt að
ætlast til þess að menn séu hlutlausir
í svona ferli. Sá sem ætlar að reisa
virkjunina og sá sem ég tel víst að fái
bita af kökunni, þessir aðilar fara
með úrskurðarvaldið!“
Hún vill að þessir gallar á lögun-
um verði lagfærðir þannig að óháðir
aðilar, t.d. háskólarnir, annist þessi
störf og Skipulagsstofnun fái úr-
skurðarvaldið að nýju.
„Núna er þetta eins og þegar
sýslumennirnir stjórnuðu rannsókn
mála sem þeir dæmdu svo í. Jón
Kristinsson þurfti að leita til Mann-
réttindadómstóls Evrópu til þess að
við kipptum þessu í liðinn með að-
skilnaði. Ég vona að það þurfi ekki
að fara þá leiðina til þess að leiðrétta
þessa vitleysu,“ segir Lára Hanna
Einarsdóttir. | 26
Svo má deigt járn brýna
Lára Hanna, sem gagnrýnir Bitruvirkjun, segir að hags-
munaárekstur sé innbyggður í lögin um umhverfismat
Í HNOTSKURN
» Fyrirhugað er, að Bitru-virkjun rísi við Ölkelduháls
við Reykjadal ofan Hveragerðis.
Þar á að framleiða rafmagn fyrir
væntanlegt álver í Helguvík.
» Athugasemdafrestur rennurút 13. maí, eftir tvo daga.
» Lára Hanna Einarsdóttirgagnrýnir það, að fram-
kvæmdaraðila, Orkuveitu
Reykjavíkur, skuli falið að sjá
um umhverfismatið.
Morgunblaðiðr/Valdís Thor
Barátta Lára Hanna er mjög
andsnúin Bitruvirkjun.
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út
þriðjudaginn 13. maí. Fréttaþjón-
usta verður á Fréttavef Morgun-
blaðsins, mbl.is, alla hvítasunnuhelg-
ina. Senda má ábendingar um fréttir
á netfangið netfrett@mbl.is
Áskriftardeild Morgunblaðsins
verður opin í dag, hvítasunnudag, frá
klukkan 8 til 14. Lokað verður á
mánudag. Skiptiborð blaðsins verð-
ur opið á morgun, mánudag, frá
klukkan 13 til 20.
Símanúmer Morgunblaðsins er
569-1100.