Morgunblaðið - 14.05.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 130. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Gosi >> 37
Allir í leikhús
Leikhúsin í landinu
BLEIKT Í
BLAND
GAMAN AÐ DANSA
MEÐ BLÓMUNUM
BLÓMASKREYTINGAR >> 18
ÍSLAND ENDURVAKTI
TÓNLISTINA
NÝ PLATA SIMON LATHAM >> 36
ENGIN
REGLUBÓK
Eftir Baldur Arnarson
og Kristján Jónsson
NÆSTU klukkustundir kunna að ráða miklu um björg-
un þeirra tugþúsunda manna sem taldar eru liggja fastar
í húsarústum borga og bæja Sichuan-héraðs í Kína, eftir
að öflugur jarðskjálfti gekk þar yfir á mánudag. Úrhelli
hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum og eiga dagar eftir
að líða þar til skýr mynd fæst af eyðileggingunni.
Um þrjú hundruð manns eru talin af í nágrannahér-
uðunum Gansu og Shaanxi, en kínversk stjórnvöld ætla
að minnst 12.000 manns hafi beðið bana í óförunum. Talið
er nær fullvíst að tala látinna muni hækka, en 60.000
manns er saknað í Wenchuan-sýslu í Sichuan-héraði.
Japan, Suður-Kórea, Bandaríkin og Kanada eru í hópi
ríkja sem hafa heitið aðstoð, en grunur leikur á um að
brot á byggingarreglugerðum hafi átt þátt í því að marg-
ar byggingar hrundu eins og spilaborgir í skjálftanum.
Meðal bygginganna sem hrundu voru fjölmennir skólar.
Næstu klukkutímar taldir
skipta sköpum við björgun
Í HNOTSKURN
»Kínversk stjórnvöld hafahvatt þegnana til að gefa blóð
og átt í samvinnu við flugfélög
um flutning hjálpargagna.
»Stjórnin telur hins vegar ofsnemmt að greiða fyrir að-
gangi erlendra hjálparsveita til
landsins, með þeim skýringum að
aðstæður leyfi það ekki að sinni.
»Talsmaður samtakannaLæknar án landamæra (MSF)
sagði ástæðuna snúast um þjóð-
arstolt, að geta sinnt hinum bág-
stöddu upp á eigin spýtur.
»Úrhelli hefur torveldaðbjörgunaraðgerðir í fjalllendi
Sichuan-héraðs.
Reuters
Hjálparhönd Maður bjargar ungmenni úr rústum
grunnskóla í bænum Mianzhu í Sichuan-héraði í gær.
60.000 saknað í Wenchuan-
sýslu eftir skjálftann í Kína
Vonin dvínar | Miðopna
Morgunblaðið/Golli
Umdeilt Eftirlaunalögin voru sam-
þykkt á þinginu fyrir fimm árum.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
FRUMVARP sem felur í sér end-
urskoðun laga um eftirlaun ráðherra
og þingmanna þyrfti að koma fram í
þinginu í síðasta lagi á morgun, svo
unnt verði að ljúka málinu á þeim
dögum sem eftir eru af starfstíma
þingsins, að sögn Sturlu Böðvars-
sonar, forseta Alþingis.
Undanfarið hafa Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra og
Geir H. Haarde forsætisráðherra
lýst vilja til þess að endurskoða lögin
á næstunni. Geir H. Haarde sagði í
samtali við Ríkisútvarpið í gær að
hægt yrði að ljúka málinu fyrir þing-
lok ef samstaða væri um það á Al-
þingi.
Eftirlaunalögin sem nú eru í gildi
voru samþykkt árið 2003. Þau fela
m.a. í sér að þingmenn, ráðherrar,
dómarar og forseti Íslands geta á
sama tíma stundað atvinnu og þegið
eftirlaun frá ríkinu. Augljósustu
álitaefnin nú snúa að því hvort hægt
sé að breyta lögunum afturvirkt, en
hópur þeirra sem lögin ná til nýtir
þennan rétt sinn í dag. Í þessu sam-
bandi hefur verið vísað til eignar-
réttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Ljóst er að skammur tími er til
stefnu á yfirstandandi þingi. Í þing-
sköpum segir að eftir að frumvarpi
er útbýtt þurfi að líða a.m.k tvær
nætur þar til taka má það til um-
ræðu. Þá þarf þingið að samþykkja
afbrigði frá þingsköpum eigi að taka
málið fyrir, en slíkt þarf að gera þeg-
ar frumvörp koma fram eftir 1. apríl.
Að sögn Sturlu hefur það verið gert
tvisvar sinnum í vor, varðandi frum-
vörp um almanna- og sjúkratrygg-
ingar.
Niðurnjörvuð starfsáætlun
Spurður hvort til greina komi að
lengja starfstíma þingsins svo unnt
sé að ljúka málinu segir Sturla að
starfsáætlun þingsins sé nið-
urnjörvuð. Nýlega var gerð breyting
á þingsköpum sem felur í sér að þing
kemur saman 1. september í haust
og starfar þá í um tvær vikur.
Sturla segir breytinguna hafa
miðast við að ekki verði röskun á
þeim þingfrestunardögum sem til-
greindir séu og „að þingmenn, ráð-
herrar og starfsfólk þingsins geti
gert sínar áætlanir“. Nefndir þings-
ins séu „stútfullar af málum“ og þar
þurfi að nýta hverja stund.
„Ég legg áherslu á það að til þess
að vönduð vinna geti átt sér stað
þarf að hafa nokkurn tíma. Það er
engum greiði gerður með flaustri í
málum, allra síst viðkvæmum mál-
um [eins og eftirlaunamálunum].“
Tíminn
afar
knappur
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
HRINGVEGURINN er rofinn á um
200 metra kafla og mikið skemmdur á
um eins kílómetra kafla, eftir að flóð
varð við Biskupsháls á Mývatnsöræf-
um rétt austan við Grímsstaði á fjöll-
um seint í gærkvöldi, þegar stöðuvatn
eitt hljóp skyndilega fram. Þar hafa
verið miklir vatnavextir að undan-
förnu.
Flóðið tók 40 tonna trukk
Að sögn viðstaddra varð flaumur-
inn að gríðarstóru fljóti sem barst
niður hálsinn samsíða þjóðvegi eitt.
Gróf hann sig smám saman inn í veg-
öxlina og saxaði úr henni. Mildi þykir
að engan sakaði, en stór vöruflutn-
ingabíll frá Flytjanda, fulllestaður af
fiski, á að giska 40 tonn að heildar-
þyngd að sögn lögreglu, varð flóðinu
að bráð. Ökumaður hans neyddist til
að stöðva för sína þegar hann kom að
hálfsundurgröfnum veginum austan
megin flóðsins á tólfta tímanum. Bíll-
inn sökk þá í veginn sem orðinn var
gegnsósa af vatni. Komst bíllinn þá
hvorki lönd né strönd. Um fimmtán
mínútum síðar gátu ökumaðurinn og
lögregla sem þá var komin á vettvang
lítið aðhafst þegar flaumurinn gróf
undan hlið bílsins og hann valt út í.
Var það mikið sjónarspil með neista-
flugi og brothljóðum í vél bílsins, sem
enn var í gangi og gengu úr bílnum ol-
íuspýjur þegar hann féll niður í flaum-
inn. Eftir þetta braut aftan á bílnum
og vatnið gróf sér leið í gegnum veg-
inn ofan hans.
Svæðið vaktað fram á nótt
Vatnið skilaði sér svo út á stórar
flatir fyrir neðan hálsinn og taldi lög-
regla að flóðið myndi dreifa sér yfir
Ofsaflóð rauf hringveginn
Flaumurinn hreif
fullfermdan flutn-
ingabíl með sér
þær í átt til Grímsstaða nú í nótt, en
ekki væri hætta á ferðum vegna þess.
Lögreglumaður á vettvangi sagði
straumþunga vatnsins hafa verið
gríðarlegan og fljótið kollsteypst í
boðaföllum niður hálsinn.
Um miðnættið í gærkvöldi var
skollin á mikil þoka á svæðinu sem um
ræðir og var því lítið hægt að sjá til.
Engu að síður voru lokanir á veginum
gerðar öruggar og lögregla ákvað að
vakta veginn eitthvað fram á nótt. Að
sögn lögreglunnar tókst vegagerðar-
mönnum að brjótast austur yfir flóðið
á gröfu til að loka veginum. Vega-
gerðin áætlaði að ef vatnavextirnir
rénuðu nógu mikið til að hægt yrði að
komast að skemmdinni á veginum
gæti ef til vill verið orðið fært um veg-
inn seinnipartinn í dag, en tekið var
fram að það færi eftir því hversu hratt
drægi úr flóðinu.
Ljósmynd/Bragi Benediktsson
Flóð Ekki var hægt að bakka flutningabílnum frá þar sem hægra framhjól hafði sokkið niður í malbikið.