Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Júlíus Hreinsun Olíugirðingar voru settar upp en þær draga olíuna í sig. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins þarf betri aðstöðu til að þrífa bún- að sinn eftir olíuhreinsunarstarf. Þetta er samdóma álit Höskuldar Einarssonar, deildarstjóra mengun- arvarna Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, og Jóns Viðars Matthías- sonar slökkviliðsstjóra. Slökkviliðið stóð í fyrradag í miklu hreinsunarstarfi í Sundahöfn í kjölfar svartolíuleka en að starfinu loknu var hreinsibúnaðurinn fluttur á plan hjá Gelgjutanga þar sem hann var þrif- inn. Þar er til staðar þró sem var not- uð til að taka á móti olíunni sem þakti búnaðinn sem og efnunum sem voru notuð við hreinsunina. Að sögn Hösk- uldar fylltist þróin því sem næst en í kjölfar rigningar um nóttina yfirfyllt- ist hún og olían og hreinsiefnin dreifðu sér um Snarfarahöfn. Þá komust efnin neðst í Elliðaárnar og að Bryggjuhverfinu. Þurfa sína eigin aðstöðu Þar sem olían var þynnri en sú sem lak úr skipinu deginum áður dreifðist hún meira en ella en var þó skað- minni. „Það er alveg ljóst að við þurf- um að fá bætta aðstöðu til hreinsun- ar,“ segir Höskuldur og bætir við að þróin sem notuð var hafi ekki verið ætluð til þessara nota. „Það þyrfti að fá plan þar sem við gætum skolað af búnaðinum með safnþróm til að taka á móti því sem af búnaðinum kemur. Við höfum núna bara slökkvistöðv- arnar og niðurföllin þar eru tengd holræsakerfinu og við viljum ekki setja þetta í holræsakerfið.“ Jón Viðar tekur undir að koma þurfi upp betri hreinsunaraðstöðu fyrir slökkviliðið. „Það er það mikil mengun og óþrifnaður af þessu að það er ekkert fyrirtæki með olíuþró sem hefur áhuga á að fá okkur í heim- sókn eftir svona aðgerðir. Við þurfum eiginlega að vera með okkar eigin að- stöðu.“ Annað olíu- útkall Útþynnt svartolía lak í Sundahöfn Mengun Ekki er talið að mengunin hafi náð að skaða sjávarlífríkið. 2 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FYLGI Sjálfstæðisflokks í Reykja- vík mældist 30,1% í skoðanakönnun Capacent Gallup, sem gerð var 1. mars til 16. apríl, fyrir borgarstjórn- arflokk VG að því er Ríkisútvarpið greindi frá í gær. Skv. þessu myndi flokkurinn missa tvo borgarfulltrúa, en hann hefur tapað tæpra 8% fylgi síðan í febrúar. Samfylkingin fengi 47,1%, fengi sjö fulltrúa og væri ná- lægt því að ná áttunda fulltrúanum. VG fengi þrjá fulltrúa og 18,9% at- kvæða en hvorki Framsókn né F-listi næðu manni inn. „Alls ekki viðunandi“ „Þetta er alls ekki viðunandi nið- urstaða fyrir okkar ágæta flokk. Umræðan hefur verið okkur sjálf- stæðismönnum afar erfið undan- farna mánuði, eins og flestir þekkja. Við fengum 42% í síðustu kosning- um. Því tökum við þessar tölur mjög alvarlega. Það eitt vakir hins vegar fyrir okkur að vinna vel að brýnum hagsmunamálum borgarbúa. Það höfum við verið að gera og erum að gera. Þessi meirihluti er búinn að koma miklu fleiri málum í höfn en síðasti 100 daga meirihluti. Við höf- um staðið við málefnasamning okk- ar. Sjálfstæðisflokkurinn verður Umræðan Sjálfstæðis- flokknum afar erfið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Júlíus Vífill Ingvarsson vonandi dæmdur af verkum sínum þegar þar að kemur,“ segir Vil- hjálmur. Þrætustjórnmál minnihlutans Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi segir meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks bersýnilega eiga eftir að sanna sig fyrir borgarbúum. Það muni hann gera út kjörtímabilið og tölur skoðanakannana endur- spegli það væntanlega. „Þrætu- stjórnmál fara Samfylkingu og Vinstri grænum vel. Þeim virðist farnast vel við að rífa niður og gera tortryggilegt það sem vel er gert. Eftir þá liggur hins vegar lítið sem ekkert eftir 100 daga setu í meiri- hluta í borgarstjórn og varð það öll- um sem til þekktu æ ljósara með hverjum degi sem leið,“ segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir kváð- ust ekki hafa náð að kynna sér könn- unina í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkur með 30% og tveim- ur fulltrúum minna GEIR H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra, sagði á almennum stjórnmálafundi á Akureyri í gærkvöldi að hann væri mjög ánægður með samstarfið við Samfylkinguna í ríkisstjórn og kvaðst viss um að mörg mál, sem þar hefur verið unnið að, hefðu ekki náðst í gegn ef haldið hefði verið áfram með Framsóknarflokknum í stjórn eftir síðustu kosningar. „Ég býð ekki í það ef við hefðum ætlað að taka þennan síðasta vetur með Framsóknarflokknum á einu at- kvæði í meirihluta. Það hefði ekki þurft nema einn ólátabelg – og mér finnst nú líklegt að hann hefði þá verið hjá Framsókn! – til þess að spilla samstarfinu og gera okkur ómögulegt að taka erfiðar ákvarðan- ir. Það er fullt af málum sem við höf- um gengið í gegnum sem við hefðum ekki getað klárað með þeim. Ég tala nú ekki um hvernig samstarfið við Vinstri græna hefði verið ef við hefð- um farið með þeim, miðað við það hvernig þeir hafa látið í ýmsum mál- um.“ Nokkrir fundarmanna gagnrýndu að stefnt væri að því að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambands- ins nú á vorþinginu. Meðal annars skoraði bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, á ráð- herra og þingmenn að fresta málinu og ná um það betri sátt. Bæði Geir og Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd- ar, sögðu hins vegar að ekki yrði hjá því komist að taka upp löggjöfina. Arnbjörg lofaði því að nefndin myndi skoða málið mjög gaumgæfilega með sjónarmið allra í huga. Mjög ánægður með stjórnina Matvælalöggjöf ESB er óhjákvæmileg Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fundur Geir H. Haarde og Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gær. ÖLL SJÚKRAHÚS landsins munu sameinast um útboð á lyfjum í fram- tíðinni. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra en hann mun í dag kynna ýmsar nýj- ungar tengdar lyfjamálum. Einnig verður leitað samstarfs við öldrunarstofnanir í lyfjaútboðum. Stefnt er að því að bjóða út lyf í sam- starfi við Dani og Norðmenn og þá hafa Færeyingar lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í lyfjaútboðum með Íslendingum. Guðlaugur segir útboð sem farið hafa fram eftir að núver- andi ríkisstjórn tók við völdum þegar hafa skilað mikl- um árangri. Annað sem hef- ur skilað árangri er stytting bið- lista eftir hjúkr- unarrýmum. Mest fór fjöldinn upp í 140 manns og voru 70-80 manns á honum í febrúar. Guðlaug- ur segir að eftir breytingar á vinnu- reglum um vistunarmat sé listinn vart til. Sjúkrahús samein- ast um lyfjaútboð Guðlaugur Þór Þórðarson Útboð í samstarfi við Norðmenn og Dani

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.