Morgunblaðið - 14.05.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.05.2008, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is TÍÐNI sortuæxla á Íslandi hefur aukist svo mikið á undanförnum árum að ástandinu hefur verið líkt við faraldur. Sortuæxli geta verið banvæn en geislun frá sól og ljósa- bekkjum er vel þekkt orsök húð- krabbameina. Því telur Lýðheilsu- stofnun mikilvægt að vara ungt fólk sérstaklega við því að nota ljósabekki. Aðrar mikilvægar að- gerðir felast í að forða börnum frá sólbruna og jafnframt er öllum ráðlagt að forðast sólina um miðj- an daginn. Best er að sitja í skugganum og klæðast fötum auk þess sem mikilvægt er að nota sól- varnaráburð rétt. Þetta og fleira kom fram á ráð- stefnu Lýðheilsustofnunar í gær þar sem kynntar voru fyrstu niðurstöður könnunar á heilsufari Íslendinga, þar sem fjallað var um sól og sólbruna. „Mikið áhyggjuefni“ Sveinbjörn Kristjánsson, verk- efnastjóri skólafræðslu, skýrði þar frá því að árlegt aldursstaðlað ný- gengi sortuæxla í húð hefði tekið gríðarlegt stökk frá árinu 1990. Þannig hefðu um átta tilfelli greinst á hverja 100 þúsund ein- staklinga um 1990, jafnt hjá báðum kynjum, en talan væri komin upp í 20 árið 2005 hjá konum en rúmlega 10 hjá körlum. „Þetta er mikið áhyggjuefni, ekki síst þegar við skoðum aldurs- bundið nýgengi en hjá ungum kon- um tekur nýgengið stökk,“ sagði hann og vísaði til nýgengis hjá konum á aldrinum 20-35 ára, eða 30-50 tilvik á hverja 100 þúsund einstaklinga. Hvað karlana varðar, þá er svipað nýgengi í aldurs- flokknum 75-79 ára og síðan gíf- urlegt stökk, eða 90 af hverjum 100 þúsund, í aldursflokknum 80- 84 ára. Það eru því ungar konur og eldri karlar sem sortuæxlin eru al- geng hjá. Í máli Sveinbjörns kom fram að í öllum hinum vestræna heimi væru rannsakendur að sjá aukningu í húðkrabbameini. „En á Norður- löndunum erum við að sjá tölu- verða aukningu,“ sagði hann. „Tíðnin eykst gífurlega og stund- um er talað um faraldur í þessu sambandi. Við höfum mestar áhyggjur af sortuæxlum, því það er hættulegasta tegund húð- krabbameins og getur verið ban- vænt ef það dreifir sér. Við vitum að umhverfisorsök þessa krabba- meins er geislun sólar. Við erum ekki eins viss um hversu mikið kemur frá ljósabekkjum.“ Fjórðungur brann í sólinni Í rannsókninni kemur fram að 25% 18-25 ára kvenna hafa brunn- ið í sólbaði á Íslandi síðustu 12 mánuði og 15% karla. Í aldurs- flokknum 26-35 ára er hlutfall kvenna orðið 27% en sama hjá körlunum. Í aldursflokknum 36-45 eykst hlutfall kvenna enn og er tæplega 30%. Hlutfall karla í þess- um aldursflokki er tæp 16%. Þegar skoðað er hlutfall 18-79 ára Íslendinga sem hafa farið í sól- bað eða brunnið við mismunandi aðstæður kemur í ljós að 70,7% hafa farið í sólbað oftar en einu sinni sl. 12 mánuði á Íslandi og þar af brunnu tæp 17%. 38% fóru í sól- bað í sólarlandaferð og þar af brunnu 19%. Tæp 33% fóru í sól- bað annars staðar og þar af brunnu tæp 10% og tæp 22% fóru í ljósa- bekk, þar af brunnu 7,6%. Þegar skoðað er hlutfall karla og kvenna sem brunnu í ljósabekk og aldurs- skipting kynjanna kemur í ljós að yngra fólkið, 18-25 ára, brann mest. 23,2% kvenna í þessum ald- ursflokki brann og 21,7% karla. Ekki á móti sólarnotkun Í könnuninni voru þátttökugögn send til 10 þúsund manns og svör- uðu 5.900 manns löngum spurn- ingalista Lýðheilsustöðvar. Sveinbjörn tók fram að fæstir þeirra sem ynnu að forvörnum á sviði húðkrabbameina væru bein- línis á móti því að fólk nýtti sér sól- ina. „Það þarf bara að nota skyn- semina,“ sagði hann og minnti á slagorðið „Vertu klár í sólinni“ í merkingunni að vera klár [í koll- inum upp á varnir að gera] og klár í merkingunni tilbúinn að stökkva til og njóta sólarinnar. Þegar hann ræddi um hlutfall þeirra sem brunnið hafa í ljósa- bekkjum sagði hann niðurstöð- urnar koma sér á óvart. „Við verð- um að muna að ljósabekkirnir voru markaðssettir sem hin örugga leið til þess að fá lit. En það er greini- legt að fólk er að fá of mikla geisl- un á sig. Líkaminn ræður ekki við þetta og hann brennur.“ Sortuæxli að verða að faraldri Sólbruni og ljósabekkjabruni áhyggjuefni rannsakenda sem telja brýnt að vara fólk við hættunni enda geta sortuæxli verið banvæn dreifi þau sér Morgunblaðið/Kristinn Sólbruni Þórólfur Þórlindsson, forstöðumaður Lýðheilsustöðvar, við ráðstefnuávarp sitt í gær. STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is BLEIKJUVEIÐIN í Hlíðarvatni í Selvogi virðist fara vel af stað í ár. Samkvæmt félaga í Ármönnum, sem var við veiðar í vatninu 10. maí fjórða árið í röð, hafa mun fleiri bleikjur verið færðar til bókar fyrstu dagana í ár en síðustu ár. Munar um veiði þriggja félaga sem lönduðu 51 bleikju á sólarhring. Flestar veidd- ust við Austurneshólma en fiskar tóku þó víða og féllu fyrir ýmsum flugum. Mest af aflanum er á bilinu 35 til 40 cm en inn á milli eru mun stærri fiskar. Félagar í veiðifélög- unum sem fara með veiðina í Hlíðar- vatni höfðu áhyggjur eftir sumarið í fyrra þegar nokkur fækkun varð á veiddum fiskum en ef veiðin það sem af er gefur vísbendingar um það sem koma skal í sumar kunna áhyggj- urnar að vera ástæðulausar. Samkvæmt Þresti Elliðasyni leigutaka hefur urriðaveiðin í Minni- vallalæk verið upp og ofan. Í lækn- um eru þó afar stórir fiskar, eins og margir vita, og þar sem skylt er að sleppa veiddum fiskum er alltaf möguleiki á að setja í þann stóra. Það fengu félagar heldur betur að reyna fyrir helgi, er Þórður Júlíus- son setti í einn 80 cm í Stöðvarhyl. Fiskinum var landað eftir nokkra baráttu og var hann með sérkenni- legt hálfgróið sár á skoltinum. Hon- um var sleppt eftir myndatöku. Daginn eftir kastaði Þröstur Helgason flugu sinni í Brúarstreng, neðan Stöðvarhyls, setti í afar stór- an fisk og landaði eftir nokkra stund sama 80 cm langa hængnum. Var hann auðþekktur, með sárið á skolt- inum. Synti fiskurinn sprækur úr höndum veiðimanna í annað sinn á sama sólarhringnum. Urriðar taka í Þingvallavatni Veiðimenn hafa fjölmennt að Þingvallavatni síðustu daga. Þótt ein og ein bleikja renni á veiðiflugur, þá er hennar tími varla kominn að neinu ráði, enda segja gömlu menn- irnir að þegar trén taki að bruma komi bleikjan að landi. Það er venju- lega síðast í maí. Hins vegar gera menn nú út á urriðann. Sumir hafa verið heppnir og fengið væna fiska; frést hefur af allt að fimmtán punda tröllum sem menn togast á við í allt að hálftíma. Þá heyrist að sumir hafi tekið marga urriða í beit með því að beita makríl. Þá kokgleypa fiskarnir gjarnan og erfitt að gefa þeim líf, eins og mörgum finnst að eigi að gera við höfðingjana. Áhorfendur í Elliðaám Kropp hefur verið á urriða á efsta svæði Elliðaánna en veiðimenn segja þó mikið af fiski á svæðinu. Hann vill bara ekkert taka. Fram- boðið af æti í ánni virðist vera svo mikið að þótt fiskur sé um allt og menn keppist við að setja Íslands- met í fluguskiptingum þá teljast þeir heppnir að setja í nokkra á vaktinni. Það var þó ekki tökuleysið sem hrakti veiðimanninn sem átti leyfi um helgina frá ánni. Þess í stað voru það áhorfendur sem lögðu bílum sín- um við Höfuðhyl og höfðu ekki aug- un af aðförum veiðimanns. Ef hann gerði hlé var hann spurður af hverju. Og þegar hann áttaði sig á því að hann var eftir tvo tíma farinn að flýta sér við að skipta um flugur, til að valda áhorfendum ekki von- brigðum, ákvað hann að fara bara heim. Stórurriðinn veiddist tvisvar Morgunblaðið/Einar Falur Fengsæll Birgir Snæbjörn Birgisson veiddi nokkrar fallegar bleikjur í Hlíð- arvatni í Selvogi um helgina. Þrír félagar fengu um fimmtíu á einum degi.  Bleikjuveiði í Hlíðarvatni fer vel af stað  Fleiri áhorfendur en veiddir fiskar í Elliðaám JÓHANNES Torfason, bóndi á Torfalæk í A-Húnavatnssýslu, hafn- ar því að fullyrðingar hans um áhrif upptöku matvælalöggjafar ESB á íslenskan landbúnað séu órökstuddar, eins og Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær. Jóhann- es gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Jóhannes leggur áherslu á að tveir ráð- andi aðilar í smásöluverslun muni eiga mjög auðvelt með að „kremja“ landbún- aðinn og stýra framboðinu. Eins sé toll- verndin sem vörurnar njóta í raun mjög takmörkuð og fari minnkandi m.a. vegna verðlagsþróunar. Gefið hafi verið til kynna, bæði í tengslum við kjarasamninga í vetur og í WTO-viðræðum, að líklega muni tollverndin rýrna enn meira. „Það þýðir lakari samkeppnisaðstöðu og vænt- anlega meiri samdrátt,“ sagði Jóhannes. „Ráðherra og ráðuneyti hafa ekki brugðist við víðtækum tilmælum atvinnu- greinarinnar um að gera einhverja grein fyrir áhrifunum á landbúnaðarframleiðsl- una og úrvinnsluiðnaðinn,“ sagði Jóhann- es. Hann segir að meðal annars fulltrúar bændasamtaka, sláturleyfishafa og fag- samtaka hafi óskað eftir því við ráðherra að framkvæmt yrði mat á á líklegum áhrif- um innleiðingarinnar. „Í rauninni taldi ég að þegar stjórnvöld leggja fram jafnumfangsmikinn lagabálk sem snertir atvinnugrein með jafnvíð- tækum hætti að menn gerðu einhverja grein fyrir afleiðingunum. Það stendur upp á ráðuneytið að bregðast við og að sýna fram á að skoðun mín sé röng. Ég bara vildi að svo væri og að hægt væri að sýna fram á það með einhverjum rökum,“ sagði Jóhannes. Það stendur upp á ráðuneytið að bregðast við Jóhannes Torfason HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 160 þúsund krónur í sekt, 220 þúsund krónur í sakarkostnað og svipt hann ökuréttindum til tveggja ára fyrir umferðarlagabrot. Maðurinn sat undir áhrifum áfengisundir stýri bifreiðar sem sat föst í sandfjöru í Ölfusi og mældist vínandamagn í blóði 3,09‰. Björgunarsveitarmaður var að draga bifreiðina upp úr flæðamálinu þegar lög- reglu bar að, en þá sat hinn ákærði undir stýri. Við málarekstur kom í ljós að kúpling bifreiðarinnar var biluð og bíllinn raunar óökufær, auk þess sem togvír var strengdur yfir í bíl björgunarsveitarinnar. Undir áhrifum á óökufærum bíl MARKMIÐ með rannsókninni Heilsa og líðan Íslend- inga 2007 var að fá nákvæma mynd af heilsu og líðan Íslendinga 18-79 ára, eftir búsetu og bakgrunni þeirra, og auka þannig skilning á orsakaþáttum lífs- stílstengdra sjúkdóma á Íslandi. Í rannsókninni er lögð áhersla á að mæla atriði sem töluleg gögn íslenska heilbrigðiskerfisins og Hagstofu Íslands ná ekki yfir. Niðurstöðurnar verða grunnur að aukinni þekk- ingu á útbreiðslu sjúkdóma og sjúkdómseinkenna og nýtast í stefnumótun, alþjóðlegum samanburði og fræðastarfi. Lýðheilsustöð vann að könnuninni í samstarfi við Landlæknisembættið, Vinnueftirlitið, Krabbameins- félag Íslands og sérfræðinga frá Kennaraháskóla Ís- lands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla Ís- lands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Orsakir lífsstílssjúkdóma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.