Morgunblaðið - 14.05.2008, Side 8

Morgunblaðið - 14.05.2008, Side 8
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is EKKI er unnið að því að afnema eða endurskoða lög um iðnaðarmálagjald hjá iðnaðarráðneytinu. Hins vegar eru lög um sambærileg gjöld til end- urskoðunar hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Ekki tókst að leggja fram frumvarp um málið á þessu þingi en stefnt er að því að leggja það fram á haustþingi. Und- irbúningur að endurskoðun laganna fór af stað í kjölfar skýrslu starfshóps fimm ráðuneyta um lögbundna gjald- töku í þágu hagsmunasamtaka sem kom út árið 2006. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að endur- skoða þyrfti eða afnema ákveðin lagaákvæði um slíka gjaldtöku til að eyða öllum vafa um hvort þau stæð- ust félagafrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar. Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hefur frá árinu 2005 viljað ganga lengra og skorað á stjórnvöld að fella lög sem kveða á um lögbundna gjaldtöku til samtak- anna úr gildi. Viðbrögð stjórnvalda við því hafa hingað til verið „róleg“ líkt og Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna orðar það. niðurstöðu að taka ekki afstöðu til iðnaðarmálagjaldsins, þar sem hann taldi að með tveimur dómum sem fallið hafa um gjaldið í Hæstarétti hafi verið skorið úr um það að sú gjaldtaka stæðist gagnvart 74. gr. stjórnarskrárinnar. Hins vegar er það niðurstaða hóps- ins að úrbóta sé þörf á öðrum sam- bærilegum lagaákvæðum. Segir í skýrslunni að tvær meginleiðir séu færar til þess að bæta úr hugsanleg- um vanköntum löggjafar: Að afnema Gjaldskylda að hluta endurskoðuð Morgunblaðið/RAX Gjöld LÍÚ fær 0,08% af aflaverðmæti á hverju ári í sinn vasa en vilja gjaldið burt. Bændasamtökin eru annarrar skoðunar og vilja halda í gjaldið. Ekki unnið að end- urskoðun laga um iðnaðarmálagjald í iðnaðarráðuneytinu greiðslu- eða aðildarskyldu og þar með tryggja örugglega að löggjöfin standist gagnvart stjórnarskrá og al- þjóðasáttmálum. Hins vegar að fara þá leið að kveða nánar á um ráðstöfun gjalda, en þá þurfa stjórnvöld að vera undir það búin að svara fyrir slíkt gagnvart félagafrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar og rökstyðja að stjórn- skipuleg nauðsyn hafi verið að fara þá leið. Hópurinn tók ekki afstöðu til þess hvor þessara tveggja leiða væri heppilegri. „Verulegur vafi“ Í Morgunblaðinu í gær kom fram að svonefnt iðnaðarmálagjald, sem ríkið leggur á öll fyrirtæki er starfa í iðnaði og rennur til Samtaka iðnaðar- ins, óháð því hvort fyrirtækin eru að- ilar að SI eður ei, er umdeilt. Sam- bærileg gjöld eru lögð á búvörufram- leiðendur (búnaðargjald) og sjávar- útveginn. Komst umboðsmaður Alþingis að því í áliti sínu árið 2002 að „verulegur vafi“ léki á því hvort til- högun 6. og 8. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, sem tryggir Landssambandi smábátaeigenda rekstrarfé, uppfyllti kröfur 74. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Í kjölfarið skipaði forsætisráðherra starfshóp sem í áttu sæti fulltrúar fimm ráðuneyta til þess að leggja til viðbrögð við álitinu og að huga jafn- framt að því hvort sömu sjónarmið ættu við um gjaldtöku í þágu félaga- samtaka í öðrum atvinnugreinum. Starfshópurinn fjallaði í skýrslu sinni um þau lagaákvæði sem helst koma til álita, þ.e. varðandi greiðslumiðlun í sjávarútvegi, búnaðargjald, iðnað- armálagjald, markaðsgjald og trygg- ingagjald. Komst hópurinn að þeirri 8 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VIÐ viljum hafa búnaðargjaldið áfram, við höfum enga aðra betri leið fundið,“ segir Har- aldur Benediktsson, formaður Bænda- samtakanna. Bú- vöruframleiðendur eru skyldaðir til að greiða 1,2% af veltu búvöru og tengdrar þjónustu til Bænda- samtaka Íslands, búnaðarsambanda og búgreinasamtaka auk þess sem hluti gjaldsins rennur til bjargráða- sjóðs. Hlutfallið er ákveðið á bún- aðarþingi og var lækkað fyrir nokkrum árum úr 2,55%. Haraldur telur að Bændasamtökin fái árlega um 60-70 milljónir króna í tekjur með þessum hætti. Samtökin nýta féð fyrst og fremst til ráðgjaf- arstarfsemi og ýmissa verka sem þeim eru falin samkvæmt lögum. Haraldur segir að rætt hafi verið um afnám gjaldsins á búnaðarþingi en hins vegar sé oftar tekist á um skiptingu gjaldsins og hver upp- hæðin eigi að vera. „Þetta er veru- lega stór hluti af okkar rekstrarfé,“ segir Haraldur. „Við lítum svo á að á meðan við höfum tekjur af þessari gjaldheimtu af bændum þá vinnum við fyrir alla búvöruframleið- endur.“ Vilja gjaldið áfram Haraldur Benediktsson „VIÐ höfum ítrek- að óskað eftir því við stjórnvöld síð- astliðin tæp þrjú ár að fella þessi lög úr gildi,“ segir Friðrik Arn- grímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Við teljum að það sé eðlilegt að innheimta fé- lagsgjöld beint frá félagsmönnum, að það sé ekki gert með lögum.“ Samtökin fá nú samkvæmt lögum um skiptaverðmæti og greiðslu- miðlun innan sjávarútvegsins frá árinu 1986 0,08% af aflaverðmæti á hverju ári. Að sögn Friðriks hef- ur þetta numið rúmlega 40 millj- ónir kr. á ári að meðaltali frá árinu 2000. „Í sjálfu sér er þetta hluti af fé- lagsgjöldum félagsmanna til LÍÚ,“ segir Friðrik. Yfirgnæfandi hluti greiðenda eru félagsmenn. Hann segir féð ekki eyrnamerkt sér- stökum verkefnum heldur notað til almenns reksturs samtakanna. Það var fyrst á aðalfundi LÍÚ í október árið 2005 sem skorað var á stjórnvöld að afnema lögin og leggja gjöldin niður þar með. „Það gengur eitthvað voða ró- lega,“ segir Friðrik spurður um viðbrögð stjórnvalda. Vilja afnema lögin Friðrik Arngrímsson „EKKI veit ég hvort þetta verður al- varlegt eða hreint skemmtiefni,“ sagði Eva María Jónsdóttir, fund- arstjóri á ráðstefnunni Er pláss fyrir starfsframa tveggja einstaklinga á þínu heimili?, sem haldin var í Há- skólanum í Reykjavík í gær. Með þessum orðum kynnti Eva María til sögunnar fjögur pör sem ætluðu að segja reynslusögur sínar af því hvernig gengur að samþætta starfs- frama beggja foreldra við lífið heima og gagnvart börnunum. Pörin sem sögðu frá voru Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyf- ingar, og eiginmaður hennar, Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra, Halldóra Traustadóttir, markaðssviði Glitnis, og eiginmaður hennar Ólafur Þ. Stephensen, rit- stjóri 24 stunda, Ragnhildur Ágústs- dóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Tals, og Júlíus Ingi Jónsson, vöru- merkjastjóri Vífilfells, og loks hjónin Auður Arna Arnardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson, bæði kennarar við Háskólann í Reykjavík. Ragnhildur byrjaði á að upplýsa að hún og Júlíus Ingi væru yngsta parið í hópnum og uppskar mikinn hlátur þegar hún sagði „… kannski fulltrú- ar ungu kynslóðarinnar“. Hún er 26 ára og Júlíus Ingi er 28 ára, en þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir rúmu ári. Sonurinn átti að koma í heiminn í apríl en ákvað að febrúar væri rétti tíminn. Júlíus lýsti því að snemmbúin fæðingin hefði sett ýmislegt úr skorðum hjá þeim en hann tók við nýju starfi rétt áður. Hann sagði að það erfiðasta við núverandi aðstæður þeirra væri þegar drengurinn væri veikur og meta þyrfti hvor vinnudag- urinn væri mikilvægari. Halldóra og Ólafur lýstu því að í upphafi sambands síns hefðu þau rætt um að bæði mundu sækjast eftir frama í sínu starfi. „Ég er búinn að vera blaðamaður með hléum í 21 ár,“ sagði Ólafur og leit kankvíslega á unga parið, Ragnhildi og Júlíus Inga, „og skal alveg viðurkenna að vera af eldri kynslóð.“ Halldóru og Ólafi var strax ljóst að bæði vildu taka jafnan þátt í umsjón heimilis og barna. Þau setjast enn reglulega niður í „samninga- viðræður“ hvort sem tilefnið er nýtt barn eða breytingar á starfsháttum. „Við ákváðum snemma að úthýsa leiðinlegustu verkunum, sem ollu flestum rifrildunum, og við höfum haft mjög fátt að rífast um síðan,“ upplýsti Ólafur. Halldóra sagði að þau væru sammála um að vel hefði tekist hjá þeim að rækta starfsframa beggja og báðum hefði tekist ágæt- lega að ná markmiðum sínum í starfi. „En við erum alls ekki að halda því fram að það sé sérstaklega auðvelt eða að við séum eitthvað til sér- stakrar fyrirmyndar. Þetta getur krafist fórna og við tókum meðvitaða ákvörðun um að forðast tímafrek áhugamál.“ Hvað er mamma þín að gera hérna? Ágústa og Guðlaugur Þór eiga fjögur börn, 16 ára, 13 ára og sex ára tvíbura. Ágústa hefur verið í fyrir- tækjarekstri í yfir 20 ár og hún sagð- ist hafa verið í vafa um hvort hún ætti að taka þátt í þessari umræðu af þeirri ástæðu að „mig langaði ekki til þess vegna þess að þetta er svo mikið stríð alltaf, erfitt og mikið púsluspil. Í rauninni er svarið við spurningunni um frama beggja foreldra bara hreint nei“, sagði hún og bætti við að þau gætu þetta ekki nema af því að þau eru með aðstoð inni á heimilinu. Sjálf ólst hún upp við að hafa mömmu heima en pabba sinn í krefjandi starfi. „Manni þótti það yndislegt og það var gott að hafa mömmu alltaf til staðar,“ sagði Ágústa og bætti við að það að vera heimavinnandi húsmóðir væri vissulega fullt starf og jafnvel meira. „Ef ég horfi á þetta út frá mín- um raunveruleika í dag finnst mér hitt funkera miklu betur og meira jafnvægi á öllu. En …“ sagði Ágústa með áherslu, „… hins vegar væri ég aldrei til í að skipta.“ Guðlaugur Þór sagði að sín kyn- slóð væri sú með samviskubitið. „Mamma vann alltaf úti og ég hafði ekki yfir neinu að kvarta. Enda skil ég ekki alveg þegar menn eru að kvarta yfir hlutunum í því sam- hengi,“ sagði Guðlaugur Þór. „Ég man að mamma mætti einu sinni á fótboltaleik þegar ég var krakki og ég held að strákarnir hafi spurt mig í þrjú ár á eftir hvað hún var að gera þarna,“ sagði Guðlaugur Þór og bætti við að einhvern tíma hefði hann séð að troðfullt var við einn leikvöll þeirra Fjölnismanna [Grafarvogsliðsins] og hann hefði far- ið að gá hvað eiginlega væri á seyði. „Þá var æfingaleikur innan flokksins, það er að segja Fjölnir á móti Fjölni! Þetta voru bara foreldrarnir,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði að sú samþætting sem þyrfti að verða á heimili þar sem báð- ir aðilar væru í krefjandi starfi væri auðvitað bara verkefni sem stöðugt þyrfti að vinna að. Þegar þarna var komið sögu var klukkan orðin 16.37 og röðin komin að síðasta parinu, Auði Örnu og Þresti Olaf. „Við sömdum þannig að ég ætti að ná í krakkana klukkan hálffimm í dag,“ sagði Þröstur við mikinn hlátur viðstaddra og var þar með nánast rokinn. Auður Arna sagði að þau væru á mjög góðum vinnustað þar sem væri mikill sveigj- anleiki. Leiðin að þeim stað sem þau væru á núna hefði þó verið löng og ströng en loks hefði verið tekin „strategísk ákvörðun um að vera bara bæði í starfi undir sama þaki í sambærilegu starfi“. Þau hefðu þannig skilning á þörfum hvort ann- ars í starfi og gætu stýrt því að álags- punktarnir kæmu ekki alltaf á ná- kvæmlega sama tíma. Kappleikur Stundum eru foreldrar á hliðarlínu fleiri en keppendur á velli. Verkefni sem stöð- ugt þarf að vinna að Starfsframi beggja hjóna ræddur á ráðstefnu í HR Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.