Morgunblaðið - 14.05.2008, Side 16
Íþróttir hátt skrifaðar í Kópavogi
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
FRÁ 2002 hefur átt sér stað mikil
uppbygging íþróttamannvirkja í
Kópavogi auk uppbyggingar annarr-
ar aðstöðu fyrir menningu og tóm-
stundir í bænum. Ennfremur er ým-
islegt á döfinni í þessum, en í
Kópavogi hafa um10 milljarðar króna
verið eyrnamerktir í uppbyggingu
íþróttamannvirkja frá 2002 til 2010.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi, segir að bærinn vilji hafa
eins góða íþróttaaðstöðu og hægt sé
með bætta heilsu og forvarnir í huga.
Byrjunin í Versölum
Bæjarstjóri segir að þessi mikla
uppbygging hafi hafist með byggingu
sundlaugar og íþróttahúss í Versöl-
um 2002 til 2005, en það hafi verið
framkvæmd upp á um tvo milljarða
króna á núvirði.
Í kjölfarið var ráðist í byggingu
íþrótta- og tónleikahallarinnar Kórs-
ins og var mannvirkið vígt í haust
sem leið. Það kostaði um 1,6 millj-
arða.
Verið er að byggja tvöfalt íþrótta-
hús við hliðina á Kórnum og segir
Gunnar að gert sé ráð fyrir að það
verði tilbúið um áramót, en kostnaður
er áætlaður um 700 milljónir króna.
Við Kórinn verða auk þess þrír úti-
fótboltavellir og þar af tveir upphit-
aðir. Þeir eiga að vera tilbúnir í sum-
ar og kosta að minnsta kosti 200
milljónir króna.
Fyrstu helgina í maí var ung-
mennahúsið Molinn vígt og kostaði
það um 200 milljónir króna, að sögn
Gunnars.
Þá hafa sparkvellir verið settir upp
við alla átta grunnskólana fyrir um
250 til 300 milljónir.
Annasöm helgi
Um helgina voru opnuð við hátíð-
lega athöfn ný sundlaugarmannvirki í
Sundlaug Kópavogs við Borgarholts-
braut. Bætt var við tveimur innilaug-
um, 25 metra keppnislaug og 10 m
kennslulaug, en sú síðarnefnda verð-
ur meðal annars notuð fyrir ung-
barnasund. Ennfremur var bætt við
heitum pottum, vaðlaugum og leik-
svæði fyrir börn auk þess sem byggt
var nýtt eimbað. Kostnaðurinn nam
um einum milljarði.
Ný stúka við Kópavogsvöll var
einnig vígð um helgina en auk stúk-
unnar voru gerðar ýmsar endurbæt-
ur við völlinn eins og bílastæði, stoð-
veggir og endurbætur á hlaupa-
brautum. Stúkan kostaði um 600
milljónir og annar kostnaður var um
300 milljónir. Upphafleg áætlun
hljóðaði upp á um 300 til 400 milljónir
en Gunnar segir að breytingar hafi
verið samþykktar á framkvæmdatím-
anum með tilheyrandi auknum kostn-
aði.
Fyrsta skóflustunga að íþróttahúsi
fyrir HK í Fagralundi í Fossvogsdal
var tekin á laugardag en fram-
kvæmdum á að ljúka á næsta ári. Auk
byggingu nýs íþróttahúss verður fé-
lagsaðstaða HK stækkuð og er gert
ráð fyrir að heildarkostnaður verði
um 600 milljónir.
Gunnar segir að auk þess liggi fyrir
að byggja íþróttahús við Vatnsenda-
skóla. Byrjað verði á því í haust og
ráðgert að ljúka framkvæmdum 2009
en kostnaður er áætlaður um 500 til
600 milljónir.
Til stendur að hefja framkvæmdir
við reiðhöll á Kjóavöllum í ár og er
stefnt að því að ljúka verkinu 2010 en
áætlaður kostnaður er um 1,5 til 2
milljarðar.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Leikur Í Sundlaug Kópavogs hefur meðal annars verið bætt við vaðlaugum, rennibrautum og leiktækjum og fer
ekki á milli mála að unga fólkið kann vel að meta þá möguleika sem þessi nýju tæki bjóða upp á.
Vígsla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Gunnar
I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, opna formlega nýju stúkuna.
Um 10 milljarðar
í uppbyggingu
íþróttamannvirkja
Í HNOTSKURN
» Ný sundlaugarmannvirkivoru tekin í notkun í Sund-
laug Kópavogs við Borgarholts-
braut við hátíðlega athöfn í
fyrradag.
» Ný áhorfendastúka viðKópavogsvöll var formlega
opnuð sl. föstudag.
» Nýtt ungmennahús í Kópa-vogi, Molinn, var opnað á
setningardegi Kópavogsdaga,
menningarhátíðar í Kópavogi,
laugardaginn 3. maí.
» Kórinn, nýja íþrótta- og tón-leikahöllin við Vallakór í
Vatnsendahverfi, var tekin í
notkun í september sl.
16 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
HÁTÍÐIN byggist á bæjarstolti og
samstöðu og er lögð áhersla á að allar
kynslóðir taki þátt í afmælinu en
Hafnfirðingar fá send boðskort sem
þeim er ætlað að nota til þess að bjóða
gestum í veisluna.
Afmælismerki og minningabók
Hafnarfjörður fékk kaupstað-
arréttindi 1. júní 1908 og bjuggu þá
1.469 manns í bænum. Nú eru bæj-
arbúar tæplega 25 þúsund. Í árs-
byrjun var greint frá því að árið yrði
ein afmælishátíð með sérstakri
áherslu á umræddri afmælishelgi.
Hafnarfjörður er skreyttur fánum og
nýjum bæjarmarkaskiltum en í frétt
frá bænum segir að á bak við afmæl-
ismerkið „liggur hugmyndin um há-
tíðir, innsigli, virðuleika, spariföt,
klassík, rómantík gamalla tíma og eril
nýrra tíma. Skrautið á merkinu á sér
rætur í tímanum þegar Hafnarfjörður
fékk kaupstaðarréttindi því það er
unnið upp úr rithönd í sendibréfi sem
ritað var í upphafi 20. aldar.“
Valgerður G. Halldórsdóttir hjá
auglýsingastofunni Fabrikunni
hannaði merkið.
Í byrjun árs var minningabók
dreift á hvert heimili í Hafnarfirði. Í
bókinni er dagatal ársins og listi yfir
marga atburði á afmælisárinu. Tekið
er fram að listinn sé ekki tæmandi og
eru bæjarbúar hvattir til að fylgjast
vel með og bæta á listann. Í bókinni
eru auðar síður sem íbúar eru beðnir
um að nota undir minningarbrot frá
afmælisárinu. Að því loknu er óskað
eftir því að þeir skili bókunum í þar
til gerða hirslu sem síðan verður inn-
sigluð, en gert er ráð fyrir því að inn-
siglið verði rofið á 150 ára afmæli
Hafnarfjarðar.
Sex nýjar sýningar verða opnaðar
í Byggðasafni Hafnarfjarðar á af-
mælisárinu og auk þess verða sýn-
ingahúsin Gúttó Suðurgötu 7, Beggu-
búð Kirkjuvegi 3b og Bungalowið,
sýningar- og móttökuhús bæjarins,
Vesturgötu 32, tekin í gagnið. Sýn-
ingin Fundir og mannfagnaðir verð-
ur sett upp í Gúttó. Verslunar-
minjasafn verður sett upp í
Beggubúð og sögu erlendu útgerð-
arinnar í byrjun 20. aldar verður
gerð skil í Bungalowinu. Safnið mun
auk þess setja upp ljósmyndasýningu
á strandstígnum meðfram höfninni
og verða sýndar ljósmyndir eftir
norska útgerðarmanninn W.H. Friis,
sem rak útgerð í Hafnarfirði á fyrstu
árum 20. aldar.
Byggðasafnið stendur fyrir stórri
afmælissýningu í Hafnarborg þar
sem saga Hafnarfjarðar í 100 ár
verður rakin í máli og myndum. Í for-
sal Pakkhússins verður sett upp sýn-
ing á munum úr svonefndu Ásbúð-
arsafni, sem er í eigu Þjóðminjasafns
Íslands. Fastasýningar Byggðasafns
Hafnarfjarðar í Pakkhúsinu, Sívert-
sen-húsi og Siggubæ verða betrum-
bættar í tilefni afmælisins og auk
þess stendur Byggðasafnið fyrir
tveimur nýjum og stórum verkefnum
á afmælisárinu, fornleifarannsókn á
Hvaleyri og örnefnaskráningu í landi
bæjarins. Ennfremur stendur safnið
meðal annars fyrir fyrirlestrum,
Hansahátíð og sagnagöngum.
Fjölmargir hafnfirskir listamenn
sýna verk sín í Hafnarborg á afmæl-
isárinu. Hafnarborg á 25 ára afmæli í
ár og í tilefni tímamótanna hefur ver-
ið haldin samsýning á verkum 52
hafnfirskra listamanna en vegleg
sögusýning verður í safninu um af-
mælishelgi Hafnarfjarðar.
Tríó Reykjavíkur hefur staðið fyr-
ir tónleikaröð í Hafnarborg síðan
1990 og verða margir tónleikar
haldnir þar á árinu fyrir utan hádeg-
istónleika Hafnarborgar sem eru
haldnir fyrsta fimmtudag í hverjum
mánuði.
Gefin hefur verið út vegleg sýning-
arskrá vegna sýningar hafnfirsku
myndlistarmannanna og fyrirhuguð
er útgáfa bókar um verk í eigu Hafn-
arfjarðar, sem eru í umsjá Hafn-
arborgar, og starfsemi Hafnarborgar
í aldarfjórðung.
Miklar framkvæmdir
Í tilefni afmælisársins verður end-
urbótum á Bungalowinu lokið og
unnið að endurbótum í Hellisgerði og
frekari uppbyggingu útivistarsvæð-
isins við Hvaleyrarvatn. Loka-
framkvæmdir verða við nýja sund-
miðstöð á Völlum, unnið við 3. áfanga
Hraunvallaskóla í Vallahverfi, fram-
kvæmdir við Íþróttamiðstöðina í
Kaplakrika, nýr leikskóli reistur við
Hamravelli og nýr leik- og grunn-
skóli, sem Hjallastefnan við Bjark-
arvelli rekur. Umfangsmiklar fram-
kvæmdir í gatnagerð fyrir vel á
annan milljarð króna verða á ný-
byggingarsvæðum á Völlum og nýj-
um iðnaðar- og atvinnusvæðum í
Hellnahrauni og Kapelluhrauni.
Unnið verður að umhverfisverk-
efnum á miðbæjarsvæði við Lækinn
frá Hverfisgötu að Strandgötu, hald-
ið áfram með gerð strandstígs við
Norðurbakkann og lokið gerð nýs
útisvæðis og torgs við Byggðasafnið
við Vesturgötu.
Öllum landsmönnum boðið í Hafnarfjörð
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Kynning Rósa Guðbjartsdóttir, Ellý Erlingsdóttir og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri kynna afmælisdagskrána.
Heimboð í Hafnarfjörð
nefnist helgin 29. maí til
1. júní í Hafnarfirði í til-
efni af 100 ára afmæli
bæjarins. Fjölbreytt
dagskrá verður í bæn-
um og bjóða Hafnfirð-
ingar öllum landsmönn-
um í afmælisveisluna.
Hafnarfjörður heldur upp á 100 ára afmæli bæjarins með fjölbreyttri dagskrá Hafnfirðingar
fá send boðskort til þess að bjóða gestum í veisluna Miklar framkvæmdir í tilefni tímamótanna