Morgunblaðið - 14.05.2008, Page 21

Morgunblaðið - 14.05.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 21 UMRÆÐAN VORIÐ er komið og bakkalárkandidatar í líftækni við Háskólann á Akureyri kynna og verja lokaverkefni sín á næstu dögum og vik- um. Það er óhætt að segja að rannsóknir líf- tækninema séu fjöl- breyttar í ár, en meðal viðfangsefna má nefna tegundagreiningu sam- býlisbaktería í íslensk- um fléttum, áhrif vaxt- arþátta á sérhæfingu stofnfrumna úr fósturvísum músa, áhrif fiskpeptíða á ósérhæfða ónæmissvörun í þorsklirfum, sam- eindalíffræðilega greiningu á sam- setningu lirfubaktería í þorskeldi, þróun aðferða til mælinga á PCB efnum í fiski, áhrif endurnýting- arkefis með lífhreinsi á vöxt, gæði og bætibakteríur í bleikjueldi, og framleiðsla á etanóli úr pappír með hitakærum bakteríum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hag- nýting var í fyrirrúmi, líkt og endranær, og voru mörg verkefnin unnin í náinni sam- vinnu með fyr- irtækjum og stofn- unum þar sem leitað var lausna á þekktum vandamálum. Rann- sóknir nemenda nýtast þannig með beinum hætti til verðmæta- sköpunar í íslenskum fyrirtækjum. Meðal samstarsfaðila má nefna Mat- ís ohf, Náttúrufræðistofnun Íslands, Lífvísindasetur Læknagarðs við Há- skóla Íslands, Hólaskóla – Háskól- ann á Hólum, VGK hönnun, Haf- rannsóknastofnunina og Fiskey hf. Eins og ráða má af verkefnaval- inu kemur líftæknin víða við og hafa fjölmörg atvinnutækifæri skapast fyrir fólk menntað á þessu ört vax- andi sviði. Líftæknin er þverfagleg grein þar sem saman eru tekin öll þau fræði er lúta að framleiðslu lyfja, matvæla, lífvirkra efna og ann- arra efnasambanda með aðstoð líf- vera, erfðabreyttra sem nátt- úrulegra. Líftæknin kemur einnig við sögu við verndun og hreinsun umhverfis, en bakteríur og sveppi má nota með stýrðum hætti til nið- urbrots spilliefna í náttúrunni. Með- al helstu fræðilegra stoða líf- tækninnar mætti því nefna lífefnafræði, erfðafræði, erfðaverk- fræði og framleiðslufræði, auk al- mennra lífvísinda og rekstrargreina. Megináherslur náms og rann- sókna í líftækni við Háskólann á Ak- ureyri eru á sviðum matvælalíftækni (þ.e. notkun örvera og ensíma þeirra til verkunar matvæla og framleiðslu aukefna í matvæli), umhverfis- og orkulíftækni (niðurbrot lífræns úr- gangs og nýmyndun orkuríkra efna), skimunar og framleiðslu líf- virkra efna og fæðubótarefna úr ís- lenskri flóru og fánu og sambýlis- örverum þeirra, líftæknilega þætti fiskeldis með áherslu á heilbrigði og fóður, og sameindalíffræðilegar grunnrannsóknir á íslenskri flóru og fánu, einkum hvað varðar teg- undagreiningu á sambýlisörverum plantna og dýra. Í náminu öðlast nemendur víð- tæka þekkingu á hagnýtum lífvís- indum og þjálfast í beitingu bæði hefðbundinna og nýstárlegra rann- sóknaaðferða. Einnig er lögð rík áhersla á viðskiptagreinar og rekst- ur líftæknifyrirtækja. Nemendur öðlast því færni í rannsóknum, stjórnun og rekstri sem nýtast mun í krefjandi störfum innan hins ört vaxandi líftæknigeira, auk þess sem námið veitir góðan undirbúning undir framhaldsnám í hagnýtum líf- vísindum. Verkefnavinna er snar þáttur í náminu og vinna nemendur að sjálfstæðum rannsóknaverk- efnum undir leiðsögn kennara og annarra sérfræðinga HA og sam- starfsaðila. Líftækni er því einkar vænlegur kostur fyrir nemendur sem áhuga hafa á lífvísindum og hagnýtingu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Oddur Þ. Vilhelmsson segir frá námi í líftækni við Háskólann á Akureyri Oddur Þ. Vilhjálmsson » Líftæknin kemur víða við og skapar fjölmörg atvinnutæki- færi fyrir fólk menntað á þessu þverfaglega og ört vaxandi sviði Höfundur er dósent í líftækni við Háskólann á Akureyri. Spennandi framtíð í líftækni við HA SÍFELLT nýjar fréttir af kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börnum og unglingum sjá nú dagsins ljós í fjöl- miðlum. Því miður virðist þessi teg- und ofbeldis vera al- gengari en menn óraði fyrir. Öllum er ljóst að andlegar afleiðingar fyrir fórnarlömbin eru gríðarlegar og tíðni sjálfsvíga há í þessum hópi. Nú á síðustu ár- um hafa einnig birst niðurstöður merkra rannsókna, sem sýna sterkt samband of- beldis í æsku og ým- issa líkamlegra sjúk- dóma síðar á ævinni. Má þar nefna aukna tíðni kransæðasjúkdóma, astma og langvarandi lungnateppu, þrátt fyr- ir að tölfræðilega sé tekið tillit til reykinga sem meðvirkandi orsaka- valds. Saga um ofbeldi í æsku getur þannig verið sterkari áhættuþáttur fyrir lungna-, hjarta- og æða- sjúkdóma heldur en t.d. hátt kólest- eról eða ýmir hefðbundnir áhættu- þættir þessara sjúkdóma. Skýringarnar eru meðal annars þær að ofbeldi hefur áhrif á þroska heil- ans og hormónastarfsemi líkamans. Á unga aldri geta slíkar breytingar í hormónabúskap orðið varanlegar og meðal annars stuðlað að aukinni tíðni offitu, beinþynn- ingu, æðakölkunum og astma auk ýmissa hegðunar- og lífsstíls- vandamála. Vert er að hafa í huga að „lífs- stíls“ vandamálin eru þá sköpunarverk ger- andans og beinlínis rangt að halda því fram að „hver sé sinn- ar gæfu smiður“ þegar „lífsstíls-“ og hegð- unarvandamál hrann- ast upp hjá slíkum ein- staklingum. Það er full þörf á fræðilegri og al- mennri umræðu um þessi mál. Í tengslum við komu bandaríska læknisins Vincents Felittis til lands- ins gefst okkur tækifæri til að halda málþing sem ber heitið ,,Áföll í æsku og afleiðingar á heilsu síðar meir“ þar sem Felitti verður aðal- fyrirlesari. Dr. Felitti er, ásamt dr. Robert Anda frá CDC í Atlanta, upphafsmaður að „The Adverse Childhood Experience Study“ (ACE) sem hefur hlotið mikla at- hygli víða um heim. þetta er um- fangsmesta rannsókn sinnar teg- undar um samband áfalla í æsku og þróun heilsufarsvanda á fullorðins- árum. Málþingið fer fram á ensku og verður haldið miðvikudaginn 14. maí 2008 kl. 15.00 í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, stofu HT101. Opið öll- um. Dr. Felitti verður einnig einn af aðalfyrirlesurum á alþjóðlegu þingi samtakanna ,,Blátt áfram“ dagana 15.-16. maí, sem fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Áföll í æsku Jóhann Ág. Sigurðsson segir að áföll í æsku geti verið leiðandi orsakir sjúkdóma á fullorðins- árum og ótímabærs dauða Jóhann Ág. Sigurðsson » Ofbeldi í æsku getur verið verið sterkari áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóm- um en kólesteról. Höfundur er prófessor í heimilis- læknisfræði við Háskóla Íslands SETNINGIN hér að ofan er ung- lingamál samtímans, – algengt svar unglingsins sem fullur eftirsjár spyr af hverju hann hafi ekki verið varaður við. Og yfirleitt er svarið það eitt að hann vildi ekki hlusta, varnaðarorðin voru nóg. Við heyrum það sem við viljum heyra. Forsætisráðherra landsins á það sameig- inlegt með mörgum unglingnum að skjöpl- ast í notkun orðtiltækja þegar hann segir stjórnarandstöðunni nær að veifa öngu tré en röngu! Og hann hef- ur ítrekað á þessu vori haldið því fram að eng- inn hafi nú vitað fyrir um þá efnahagskreppu sem ríður yfir heimsbyggðina. Morgunblaðið tekur í sama streng og spyr með þjósti í Staksteinum, af hverju sagði Ragnar Árnason ekki fyrr að stefna Seðla- bankans væri röng. Varnaðarorðin voru nóg! Það rétta er að fjölmargir hag- fræðingar og stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu vöruðu fyrir tæpu ári við því að mikil efnahagskreppa væri á næsta leiti. Við framsókn- armenn vöruðum við spreð- unarsömum fjárlögum af þessum sökum. Og Ragnar Árnason hafði margoft gagnrýnt peningastefnu Seðlabankans um langt árabil og það hafa fleiri gert. Við framsóknarmenn höfum lagt fram ítarlegar tillögur að þjóðarsátt sem stjórnarliðar hafa ekki einu sinni fengist til að ræða í hroka sínum og yfirlæti. Íbúðalánunum að kenna! Efnahagsumræðan nú er um mjög margt einkennileg. Þannig hafa fulltrúar stjórn- arflokkanna keppst við að halda því fram að ástæða skuldasöfnunar- innar sé fyrst og fremst vegna ríf- legra íbúðalána. Staðreyndin er að hin misheppnaða stefna okkar í pen- ingamálum vegur þar miklu þyngra. Með hávaxtastefnu Seðlabankans hefur raunveruleg verðbólga und- anfarinna ára verið niðurgreidd með hækkandi gengi. Þar með látum við útflutningsatvinnuvegum eftir að greiða niður óhófsneyslu og ýtum um leið undir skuldasöfnun. Meðan allir voru þess meðvitaðir að hér væri gengi krónunnar óeðlilega hátt ýtti það undir margskonar eyðslu og vax- andi viðskiptahalla. Það eitt er miklu meiri orsök þeirra vandræða sem þjóðin stendur nú frammi fyrir held- ur en ákvörðunin um 90% húsnæð- islán ein og sér. Tilfellið er líka að þegar sú ákvörð- un var tekin stóðu allir stjórn- málaflokkar saman um að þetta væri rétt skref. Og frá greiningardeildum og hagfræðingum heyrðist tæpast gagnrýni. Það sama er ekki hægt að segja um peningamálastefnu Seðla- bankans eða hið algera andvaraleysi núverandi stjórnarflokka gagnvart vandanum. Nú á vormánuðum standa þau Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde ráðþrota gagnvart ástandinu og minna helst á forstokkaða unglinga sem segja í forundran: Af hverju var ekki sagt mér?! „Af hverju var ekki sagt mér?!“ Bjarni Harðarson skrifar um efnahagsmál » Forsætisráðherra … hefur ítrekað á þessu vori haldið því fram að enginn hafi nú vitað fyrir um þá efna- hagskreppu sem ríður yfir heimsbyggðina … Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður. ÉG VAR á þeirri skoðun að nauð- synlegt væri að tvöfalda Suður- landsveginn frá Reykjavík austur að Selfossi og skrifaði undir áskorun þess efnis. Við nánari íhug- un og eftir að hafa skoðað rök Vegagerð- ar Ríkisins og Rögn- valdar Jónssonar verkfræðings (sjá m.a. Morgunblaðið 6/1 ’08) tel ég það ekki vera tímabært. Þessi hörmulegu slys sem hafa orðið á und- anförnum árum eru fyrst og fremst vegna þess að umferð í gagn- stæðar áttir er ekki aðskilin, vegna þess að ökumenn eru aka ekki eftir aðstæðum, eru í annarlegu ástandi, eða eru að framkvæma einhverjar æfingar eins og að draga bíla upp á veg eftir út- afakstur í engu skyggni, þvert á um- ferð. Ég hef ekið daglega milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur síðast- liðin sjö ár og er þá að- allega á ferðinni á ann- atímum morgna og síðdegis. Vandamálið í umferðinni á þessum tímum er ekki fjöldi bíla heldur að ekið er á misjöfnum hraða. Trukkar eru á 80-90 km/klst og síðan einstaklingar sem aka á hraða allt niður í 50 km/klst. Þessir síðarnefndu er að mínu mati hættu- legasti aðilinn í umferðinni og stór- auka þörfina á framúrakstri. Mögu- leikar til að taka framúr með sæmilegu móti á vegarkaflanum, sem ég þekki best, þ.e. frá Rauða- vatni að Þorlákshafnarvegi, eru ekki margir, aðeins fimm og ekki nema einn góður. Fyrsti kaflinn, talinn frá Rauðavatni, er örstuttur kafli rétt austan við Rauðhóla, ann- ar er þegar komið er yfir Hólmsá, þriðji er upp Lögbergsbrekku þar sem vegurinn er tveir+einn, en ekki aðskilinn og alltaf von á bíl sem er að taka fram úr á vesturleið. Fjórði kaflinn er á Sandskeiði og sá fimmti þegar komið er í brekkuna ofan við Litlu kaffistofuna, en þar erum við komin í tvo+einn aðskilinn veg. Með því að fara í tvo+einn veg með aðskildar akstursstefnur er búið að tryggja að innan skamms sé hægt að taka framúr hægfara bílum án þess að eiga von á einhverjum á móti. Reynsla mín af þessum nýja 2+1 aðskilda vegarkafla í Svínahrauni er mjög góð og mislægu gatnamótin, Suður- landsvegur/Þorláks- hafnarvegur, sem Vegagerðin var „neydd“ til að fram- kvæma, leika þar stórt öryggisatriði. Hins- vegar vita allir sem keyra þennan veg dag- lega að tilraunaveg- urinn í Svínahrauninu er allt of mjór. Nýlegt dæmi þegar smávægi- legt umferðaróhapp varð efst í Draugahlíð- arbrekkunni á vest- urleið sýnir að það er erfitt að hleypa umferð framhjá þar sem veg- axlir eru gott sem eng- ar. Tveir+einn vegur með aðskilnaði milli umferðarátta uppfyllir öryggi okkar gagnvart umferð á móti, eykur öryggi við fram- úrakstur og fjárhags- lega gefur þessi leið möguleika á því að leggja fleiri kílómetra á skemmri tíma heldur en að fara lúxusleiðina með 2+2 vegi. Miðað við núverandi umferðarþunga og það sem er fyr- irsjáanlegt á næstu árum tel að ég við eigum að leggja áherslu á 2+1 vegakerfið á Suður- og Vesturlands- vegi og fá þannig sem mest öryggi fyrir fjármagnið. Ef tekið er mið af framkvæmda- hraða á lagningu Reykjanesbrautar þá mun lagning lúxusbrautar um Suðurlandsveg taka á annan áratug með þeim slysförum og mann- fórnum sem á framkvæmdatím- anum verða. Tvöföldun Suðurlands- vegar mun draga til sín mikið fjármagn sem mun hafa áhrif á aðr- ar brýnar vegaframkvæmdir til aukins umferðaröryggis. Umræðan um hvort eigi að fara í 2+1 eða 2+2 veg einkennist of mik- ið af tilfinningum, og því miður falla margir stjórnmála- og sveit- arstjórnarmenn í þá gryfju, en ekki af því hver raunveruleg þörf er. Er tímabært að tvöfalda Suðurlandsveg? Guðmundur Oddgeirsson skrifar um vegabætur á Suðurlandsvegi » Ákvörðun um það hvort eigi að fara með Suður- landsveginn í 2+2 eða 2+1 veg á að taka samkvæmt stað- reyndum en ekki tilfinn- ingum. Guðmundur Oddgeirsson Höfundur býr í Þorlákshöfn og er áhugamaður um umferðaröryggi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.