Morgunblaðið - 14.05.2008, Side 25

Morgunblaðið - 14.05.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 25 ÉG MAN enn tilfinninguna, sex árum síðar, þegar við komum loksins að hliði Tíbets, Tanggula Pass, í 5136 metra hæð yfir sjávarmáli. Á móti okkur tóku flöktandi lit- ríkir bænafánar í þunnu fjallaloftinu. Frá því ég heyrði sorgarsögu Tíb- eta hefur það verið draumur minn að heim- sækja Tíbet og kynnast þjóðinni, búddatrúnni og menningu hennar. Þessi afskekkta þjóð býr umlukin hæstu fjöllum heims, Himalaya-fjöllunum, og liggur Everest, hæsta fjall heims, á mili Tíbets og Nepals. Þennan dag rættist draumur minn. Eftir hrakningar á hásléttunni komst ferðahópurinn loksins til Lhasa. Lhasa er þak heimsins í bók- staflegri merkingu og stendur í 3.650 metra hæð yfir sjávarmáli. Hún hef- ur verið nefnd staður guðanna, enda draumkenndur og dularfullur staður. Háslétta Tíbets er ekki ýkja ólík Ís- landi og stundum fannst mér ég vera komin heim. Í mér bærðust tvíbentar tilfinning- ar. Gleðitilfinning yfir að vera komin til lands drauma minna en jafnframt sorgartilfinning yfir því að upplifa og sjá með eigin augum hvernig málum er ástatt. Höfuðborgin skiptist í tvo ólíka hluta, tíbetska hlutann og kín- verska hlutann. Í Tíbet og Lhasa er mikið af aðfluttum Kín- verjum og stefnir í að Tíbetar verði minnihlutahópur í sínu eigin landi ef þeir eru ekki þegar orðnir það. Kínverskar fjölskyldur mega eiga tvö börn í Tíbet en einungis eitt í Kína og er þannig markvisst verið að fjölga Kínverjum í Tíb- et. Sagan sýnir að frá innrás alþýðuhersins árið 1950 þegar Tíbet var innlimað sem hérað í Kína hefur markvisst verið reynt að þróa menningu og lifnaðarhætti Tíb- eta í átt að því sem tíðkast í Kína. Tíb- etar hafa mátt sæta ofsóknum fyrir trú sína og trú á leiðtoga sinn, Dalai Lama, sem hraktist í útlegð til Ind- lands árið 1959. Í gegnum tíðina hafa Tíbetar nokkrum sinnum reynt að berjast fyrir sjálfstæði sínu með upp- reisnum en það er andstætt lífs- skoðunum búddista að beita vopnum og því hefur mótstaða þeirra verið ár- angurslaus og snöggt og grimmilega verið brotin á bak aftur af Kínverjum. Það er kaldhæðni fólgin í því að á móti helgasta stað Tíbeta, Potala, höll Dalai Lama, hafa kínversk stjórnvöld reist minnisvarða um „frelsun Tíb- ets“. Þetta eru fullkomin öfugmæli. Sú milljón Tíbeta sem fallið hafa í blóðugum bardögum síðustu fimmtíu ár, öll klaustrin sem lögð hafa verið í rúst, heilagar bækur sem hafa verið brenndar og djúpt sorgarmark sem merkja má í andliti hvers Tíbeta ber vott um allt annað. Það ber vott um kúgun kínverskra stjórnvalda og rán þeirra á sjálfstæði Tíbeta. Þeir sem ekki hafa farið í útlegð til annarra landa halda áfram að snúa bænahjól- unum sínum, iðka trú sína og vona. Búddatrúin boðar endurholdgun þannig að samofin henni er djúp virð- ing fyrir öllu formi lífs og biðja munk- arnir fyrir skordýrunum sem þeir komast ekki hjá að kremja á för sinni. Þannig er með ólíkindum að einhver skuli trúa áróðri kínverskra stjórn- valda um að munkar skuli vera hryðjuverkamenn í bleikum klæðum sem séu líklegir til sjálfsmorðsárása. Það er þversögn við allt það sem líf Tíbeta gengur út á. Ég hef gengið um höll Dalai Lama. Sú upplifun verður fest í minni mínu að eilífu. Eða eins og ég lýsti í ferða- sögu minni: „Stanslaus umferð af pílagrímum að kyrja búddabænir sín- ar í öllum sínum fallegu klæðum, ótrúlega fátækt fólk sem komið hafði langan veg með örfá jiao til að gefa Búdda, lyktin af jakuxakertunum alls staðar, ljóminn af þeim, búddalík- neski úr skíra gulli og andinn í loft- inu“. Í garði þeim sem stendur hjá sumarhöll Dalai Lama fann ég fyrir himnaríki á jörð. Tíbetar eru einstök þjóð sem búið hefur einangruð innan stórfenglegrar náttúru. Þeir eru þjóð sem eitt sinn var frjáls og iðkaði trú sína og átti friðsamt líf án afskipta umheimsins. Þeir eiga auðlindir sem aðrir ásælast. Þeir eru fámenn þjóð. Á margan hátt eru þeir ekki ólíkir okkur Íslend- ingum. Við erum einangruð, fámenn þjóð sem býr á einu fegursta landi heims og búum yfir náttúru- auðlindum. Við vorum eitt sinn hluti af stærra veldi, Danaveldi. Nú erum við sjálfstæð þjóð. Það er því þyngra en tárum taki að íslenskir ráðamenn skuli líta undan þegar málefni Tíbets ber á góma. Það er betra að horfa í hina áttina af ótta við að styggja stórveldið Kína og missa af viðskiptasamböndum og stuðningi við framboð í Öryggisráðið. Er þetta gengið á mannréttindum í dag? Það hefur þá fallið álíka og gengi krónunnar. Ætlum við að selja sál okkar og sannfæringu á þessu verði? Hvernig liði okkur ef Danir myndu ræna okkur sjálfstæðinu með blóð- ugum átökum og innlima okkur sem hluta Danaveldis? Ef þeir flyttu til Ís- lands í stórum hópum og stuðla að fjölgun sinni með brögðum og mark- visst reyna að breyta menningararfi okkar, trú og tungumáli? Myndum við þá vilja að þjóðir heimsins litu undan og beygðu sig undir stór- veldið? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands: Mynduð þið þá styðja stefnuna „Eitt Danaveldi“ án þess að blikna? Á hvaða forsendum styðjum VIÐ Ís- lendingar „Eitt Kína“? Við skulum ekki gera sömu mistökin aftur. Nú er tími Tíbeta kominn. Frjálst Tíbet. Opnum augu fyrir Tíbet Kristbjörg Þórisdóttir skrifar um Tíbet Kristbjörg Þórisdóttir »Hvert er gengið á mannréttindum í dag? Hefur það fallið jafnmikið og gengi krónunnar? Er betra að horfa í hina áttina en opna augun fyrir Tíbet? Höfundur er nemi og meðlimur í samtökunum Vinir Tíbets NOKKURS misskilnings gætir í grein Hilmars Þórs Björnssonar í Morgunblaðinu 13. maí um siglingar Baldurs á Breiðafirði sem nauðsyn- legt er að leiðrétta. Það er misskiln- ingur hjá greinarhöf- undi að núverandi samgönguráðherra hyggist skerða al- menningssamgöngur yfir Breiðafjörð. Hið rétta er að núgildandi samningur Vegagerð- arinnar og Sæferða var gerður í tíð fyrr- verandi samgöngu- ráðherra 3. október 2005. Samningurinn kveður á um að á samningstímanum, ár- in 2006 til 2010, fækki smám saman þeim ferðum sem Vegagerð- in greiðir Sæferðum. Sæferðir áforma hins vegar jafnmargar ferðir þessi ár nema árið 2010 þegar þeim á að fækka úr 457 niður í 310. Þá vil ég ekki sitja undir því hjá greinarhöfundi að ég gangi þvert á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í samgönguráðuneytinu og stofn- unum þess er einmitt unnið að stór- átaki í samgöngumálum, lögð aukin áhersla á umferðaröryggi, vega- lengdir milli byggðakjarna eru stytt- ar og reynt eftir megni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. En aftur að samningnum. Ástæða þess að draga á úr styrkveitingum Vegagerðarinnar við ferjusiglingar um Breiðafjörð er batnandi vega- samband á sunnanverðum Vest- fjörðum. Unnið er nú að stórfelldum samgöngubótum milli Reykhóla- sveitar og suðurfjarða Vestfjarða. Verkið er umfangsmikið og því er skipt í nokkra áfanga sem ætlunin er að ljúka árið 2010. Þegar kominn verður almennilegur vegur sem tengir þessar byggðir allt árið með vetrarþjónustu alla daga vikunnar verða niðurgreiddir flutningar með Baldri óþarfir. Þess vegna gerir samningurinn ráð fyrir þessum stig- minnkandi styrkveitingum. Nú er það hins vegar svo að mér sýnist góður ásetningur samgöngu- áætlunar um hvenær Vestfjarðavegi á þessum slóðum á að verða lokið ekki ætla að rætast að fullu, eins og talað var um þegar samningurinn var gerður. Ef sú verður raunin þarf að endurskoða þennan samning. Það er auðvit- að grundvallaratriði því vitanlega verður að tryggja sómasamlegar samgöngur árið um kring milli sunn- anverðra Vestfjarða og annarra landshluta. Tvenns konar hagsmunir Siglingar Baldurs á Breiðafirði hafa einkum þjónað tvenns konar hagsmunum og að baki þeim liggja ólíkar for- sendur. Annars vegar að tryggja samgöngur og vöruflutninga yfir fjörðinn árið um kring og hins vegar snúast þær um þjónustu við ferðamenn. Þar sem vegir við norðanverðan Breiðafjörð hafa ekki verið burðugir hafa yf- irvöld farið þá leið að styrkja sigl- ingar til tryggja eðlilegar sam- göngur. Þegar leiðin á landi verður opnuð eru ekki lengur forsendur fyrir slíkum styrk. Gera má ráð fyrir því að póstflutningar við Flatey og Skáleyjar verði styrktir áfram með- an búið er í eyjunum. Yfirvöldum verður hins vegar ekki heimilt að styrkja siglingar með ferðamenn um Breiðafjörð, slíka starfsemi verður að reka á markaðslegum forsendum. Ég get tekið undir með Hilmari Þór að það er á margan hátt um- hverfisvænt að ástunda vöruflutn- inga með skipum og draga úr flutn- ingum á vegum. Það er hins vegar erfitt að snúa við þeirri þróun sem orðið hefur að tíðnin skiptir öllu máli við vöruflutninga og vörum þarf að aka heim að dyrum viðskiptavina. Ýmsar hugmyndir um breytta skatt- lagningu sem ýtt gætu undir frekari sjóflutninga hafa verið til umræðu en ekki er ljóst á þessari stundu hver niðurstaðan verður. Siglingar og vega- gerð við Breiðafjörð Kristján L. Möller svarar Hilm- ari Þór Björnssyni Kristján L. Möller »Unnið er að stórfelldum samgöngu- bótum milli Reykhólasveitar og suðurfjarða Vestfjarða. Höfundur er samgönguráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.